Skessuhorn - 29.11.2006, Síða 36
36
MIÐVHÍUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006
Með haka og skóflu við þjóðvegagerð
Rætt við Jóa frá Veggjum
Tæpast er neitt á íslandi jafn-
mikið til umræðu en vegir og
vegagerð. Þetta á a.m.k. við þá
sem búa utan höfuðborgarsvæðis-
ins. Stöðugt er unnið við endur-
bætur á vegum, lagðir nýir til að
stytta leið, gera hann snjóléttari
eða hættuminni. Vegirnir breikka,
víða er komið slitiag með malbiki
eða olíuklæðningu og einbreiðu
brýrnar eru á undanhaldi. Nú er
gerð krafa um að vegir með malar-
slitlagi fram til sveita séu einnig
með varanlegra slitlagi en mölinni
úr næstu námu. Þetta á sérstaklega
við þar sem mikið er um sumarbú-
staðahverfi eða sækja þarf atvinnu
lengri leið. Þegar vegfarendur
bruna á bifreið sinni um vegina
eru sennilega ekki margir sem vita
að suma þessa vegi hafa menn lagt
með haka og skóflu að vopni. Jói
frá Veggjum, eða Jóhannes Þor-
bjarnarson frá Stafholtsveggjum,
þekkir þá tíma þegar unnið var
með haka og skóflu við vegagerð.
Jóhannes býr nú í hárri elli í Borg-
arnesi og ffæðir okkur lítillega um
sögu sína.
Ekki frá neinu að segja
Hvaðan ber þig að Jói, hvar ertu
fæddur og uppalinn? „Ég fæddist
30. september 1913 að Stafholts-
veggjum í Stafholtstungum. For-
eldrar mínir voru Þorbjörn Jó-
hannesson, frá Efra Nesi í sömu
sveit og Margrét Sigurðardóttir,
frá Helgavatni í Þverárhlíð. For-
eldrar mínir leigðu Stafholtsveggi
og bjuggu þar venjulegu búi eins
og algengast var í þá daga. Við
vorum níu systkinin og sjö komust
til fullorðinsára. Líf okkar var
ósköp venjulegt og fábreytt.
Skólaganga mín var eingöngu far-
skólinn eins og hann var í þá daga.
Ég lærði ekki meira í skóla. Eg hef
ekki ffá neinu að segja. Mér líður
vel hér á Dvalarheimilinu, verið
hraustur alla mína ævi og minnist
þess ekki að hafa rekist illa á
nokkurn mann.“
Jóhannes segir frá nokkuð
hraðmæltur, er skarpleitur, glað-
legt bros hans og vinalegt nær til
augna sem horfa á viðmælanda,
skýr og hlýleg. Hér er afar hógvær
og lítillátur maður tekinn tali en
látum nú reyna á hvort ekki búi
hann yfir fróðleik sem gaman væri
að kynna fýrir lesendum.
Vegstæðið handhlaðið
Þú ferð að heiman kornungur í
vinnu, hvert var ferðinni heitið?
„Fjórtán ára fór ég að heiman.
Fyrst vann ég við gerð þjóðvegar-
ins frá Hvammi í Norðurárdal upp
á Holtavörðuheiði og norður yfir.
Þá vann ég hjá Vegagerð ríkisins,
verkstjórinn var Guðjón Bach-
mann, mikill yndælismaður, ég var
15 sumur með honum. Verkfærin
mín voru haki og skófla, ég var
kúskur sem kallað var, fýrst til að
byrja með. Þá var vegstæðið allt
hlaðið upp á höndum og öllu efni
í það var handmokað í hestakerr-
ur,“ segir Jói.
Starfsemi hefst
í Foraahvammi
Hann segir að skömmu áður en
hann hafi farið að vinna við þenn-
an veg í Norðurárdalnum, vetur-
inn 1926, hafi orðið mikið slys hjá
Fornahvammi sem ýtt hafi undir
að þar var komið á fót starfsemi,
ekki síst í öryggisskyni. „A þessum
árum voru einu reglulegu ferðirn-
ar yfir Holtavörðuheiði með land-
póstinum. Oft voru því ferða-
menn, honum samferða. I einni af
þessum ferðum hrepptu þeir mik-
ið illviðri á leiðinni suður yfir
heiðina; blindbyl. Skömmu áður
en þeir náðu til Fornahvamms
gáfust tveir ferðamennirnir upp.
Þeir voru skildir eftir og farið
heim að Fornahvammi til að fá að-
stoð við að koma þeim í húsaskjól.
Þeir fundust þá ekki og létust í
stórviðrinu. Þetta var býsna harð-
sótt í þá daga. Þá voru allir gang-
andi eða á hestum. Þetta vor
keypti ríkissjóður Fornahvamm og
kom á fót gistingu og greiðasölu.
Þessi starfsemi var svo rekin af
ýmsum aðilum í meira en hálfa
öld. Þeir sem bjuggu í Forna-
hvammi voru ferðamönnum eftir
þetta innan handar á margan hátt.
Flest eldra fólk man sjálfsagt eftir
Páli Sigurðssyni. Hann átti marga
ferðina í illviðrum að bjarga ferða-
fólki á Holtavörðuheiði."
Vegað fyrir Hvalfjörð
Jói vann einnig við gerð þjóð-
vegarins fýrir Hvalfjörð og er
mjög minnisstætt þegar farið var
að keyra þá leið til Borgarness árið
1932. „Þá lá vegurinn ekki út hjá
Hálsi í Kjós heldur yfir Reyni-
vallaháls. I Hvalfirðinum, þar sem
nú eru námur vegna sementsfram-
leiðslunnar á Akranesi, er lítil á;
Bláskeggsá. A þeirri á er elsta brú-
in á landinu, bogabrú byggð árið
1907. Talsvert ofar á ánni en nú er
ekið. Síðan var ekið út fjörðinn að
Ferstilku, yfir Ferstikluhálsinn,
fram Svínadalinn og yfir Dragháls.
Þaðan var svo farið niður með
Skorradalsvatni, þverað fyrir neð-
an vatnið og yfir Hestsháls. Þaðan
lá leiðin niður Andakíl að Hvítár-
völlum og yfir Hvítárbrúna sem
byggð var 1928. Það er ekki fýrr
en árið 1936 sem leiðin fyrir
Hafnarfjall varð ökufær."
Jói var um tíma flokksstjóri hjá
Kristjáni Guðmundssyni, brú-
arsmiði. „Kona Kristjáns var Olöf
Jónsdóttir, systir Geira í Dals-
mynni í Norðurárdal, en margir
muna eftir honum. Hann er nú
nýlega látinn blessaður. Mikill
öðlingur. Jæja, hjá Kristjáni var ég
um tíma. Þá við smíði brúa vestur
í Dölum og í Dýrafirði."
A þessum tíma þegar þú ferð
vestur, hvernig voru þá vegirnir,
t.d. ffá Borgarnesi og vestur Mýr-
ar? „Þokkalegir vegir voru komnir
víða vestur um og ágætur frá
Borgarnesi að Vegamótum á Snæ-
fellsnesi. Þaðan þurfti að fara með
sjónum alveg vestur að Búðum og
varð þá að gæta sjávarfalla.“ segir
Jói.
Konungsvarðan
á heiðinni
„Eitt finnst mér nauðsynlegt að
komi fram varðandi veginn um
Holtavörðuheiði. Það er nefnilega
þannig að þegar danski kóngurinn
okkar fór um héraðið og norður
árið 1936, var staðnæmst á Holta-
vörðuheiði, þegar Norðurlandið
blasti við. Þar valdi hann stein til
að setja við áningarstaðinn. Stað-
urinn er við Grunnavatnshæðir,
eiginlega beint í austur frá Trölla-
kirkju, þegar aðeins er farið að
halla í norður. Þessi steinn var
fluttur til Borgarness. Sumarið
eftir, árið 1937 var hann settur í
vörðu sem Jón Pétursson, hér f
Borgarnesi og Skeggi Asbjarnar-
son kennari í Reykjavík hlóðu.
Þessi varða er listilega gerð og
þeim til sóma. Nú liggur þjóðveg-
urinn talsvert austar á heiðinni.
Ég man ekki betur en hægt sé að
aka af þjóðveginum að konungs-
vörðunni. Það er ástæða til að
hvetja ferðamenn til að gera sér
leið að þessari vörðu. Hún er á
stað þar sem er víðsýnt á heiðinni
og svo er hún óvenjulega vel gerð
eins og ég sagði áðan.“
Hjá Finnboga
í Brákarey
Þegar vegagerðartímabilinu lýk-
ur, sest þú þá að í Borgarnesi? ,Já,
þannig var að foreldrar mínir
fluttu til Borgarness og þar byggð-
um við íbúðarhús við Gunnlaugs-
götuna árið 1928. Þar hef ég átt
heima síðan, þar til ég settist að
hér á Dvalarheimilinu. Arið 1946
kom Finnbogi Guðlaugsson til
mín og bað mig að vinna fýrir sig
við byggingarframkvæmdir. Þá var
hann að byggja íbúðarhús og stórt
verkstæðishús úti í Brákarey. I
þessi hús lagði ég allt járn í veggi
og gólf. Þegar þessum bygginga-
framkvæmdum lauk, sá ég um
smurstöðina og vann svo á járn-
smíðaverkstæðinu fýrir Boga. Síð-
an vann ég á bílaverkstæðinu, mest
við viðgerðir á vörubílum og þá
aðallega flutningabílum Kaupfé-
lags Borgfirðinga. Það var gott að
vera hjá Finnboga Guðlaugssyni,
hann var úrvals maður.“
Litli ferðaklúbburinn
Þegar þú hættir að gera vegi og
brýr og ferð að vinna við bifreiðar,
áttir þú þá ekki bifreið sjálfur?
Nú brosir Jói breitt og segir:
„Nei, ég tók nefnilega ekki bíl-
prófið fýrr en 1962. Að vísu má
segja að ég hafi átt hlut í bíl um
tíma, ég rétti Sæmundi hendi,
þegar hann og Valdimar As-
mundsson keyptu fýrstu rútuna.
En svo keypti ég Rússajeppa af
prestinum á Hvanneyri, honum
Guðmundi Þorsteinssyni. Eg
byggði almennilegt hús á jeppann
og átti hann lengi. Þessi jeppi er til
ennþá, ég sá hann hálfgrafinn ofan
í tún vestur á Snæfellsnesi ekki
fýrir löngu síðan. Eg hef alltaf haft
gaman af ferðalögum. Eg ferðaðist
þegar ég átti kost á því. Fyrstu
ferðina sem ég fór sem fararstjóri
var með hóp frá Vegagerð ríkisins
norður á Akureyri. Það var sumar-
ið 1940. Svo átti ég þátt í að stofna
lítið ferðafélag hér í Borgarnesi
sem við kölluðum „Litla ferða-
klúbbinn“. Halldór Bjarnason
undirbjó það með mér. Fyrstu
ferðina fórum við 1972 í Þórs-
mörk og Eldgjá. Það hefur aldrei
fallið úr ferð síðan. Fyrstu 10 árin
var alltaf sofið í tjöldum. Við ferð-
uðumst oftast með gömlu Soffi'u í
Reykholti sem var alvöru fjallabif-
reið með drifi á öllum hjólum.
Guðmundur Kjerúlf var oftast
ökumaður í þessum ferðum.
Langskemmtilegasta ferðin var
sumarið 1978, þá fórum við í
Kverkfjöll, Hvannalindir og
Hljóðakletta. Það er til skrá yfir
allar ferðirnar, tímasetningar,
hvert farið var, á hvaða bíl, hver ók
og hverjir fóru,“ nú hefur Jói gam-
an af að segja frá, það leynir sér
ekki að nú er til umræðu það sem
honum þykir skemmtilegast.
Gestur þakkar Jóa fýrir móttök-
urnar og fýrir að leyfa lesendum
að skyggnast inn í störf vegagerð-
armanna eins og þau voru árla á
síðustu öld. Nú er bæði öldin önn-
ur og nýjar og stórvirkar vinnuvél-
ar hafa leyst bæði hakann og skófl-
una af hólmi.
ÓG
Akraneskaupstaður
Akraneskaupstaður
óskar eftir tilboðum
í daglega umhirðu
og frágang á
jarðvegsförgunarsvæði
Samningstími er frá 1. jan. 2007 til 31. des. 2008
Utboðsgögn eru til sölu frá og með
29. nóv. nk. njá tækni- og umhverfissviði
Akraneskaupstaðar, Dalbraut 8 á Akranesi
I fyrir kr. 2.000,-.
| Tilboð verða opnuð á sama stað, mánudaginn
i 11. des. 2006, kl. 11:00.
Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs