Skessuhorn


Skessuhorn - 29.11.2006, Page 39

Skessuhorn - 29.11.2006, Page 39
—I' VAIIM. | MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 2006 39 Jólastemning í Rauða kross húsinu á Akranesi Það verður mikið um dýrðir í húsi Akranessdeildar Rauða kross- ins að Þjóðbraut 11 á aðventunni. BYKO gaf deildinni fallegt jólatré sem sett hefur verið upp í sal húss- ins og leik- og grunnskólaböm á Akranesi sjá um skreytingar. Bæjar- búar era hvattir til þess að líta við, fá kaffi og piparkökur og skoða skreytingar bamanna. Fyrsta sunnudag í aðventu, þann 3. desember, skellur jólatíðin á, en þá hefst móttaka á jólagjöfum sem safnað verður undir jólatréð og síð- an dreift til fátækra fjölskyldna á Akranesi í samvinnu við fjölskyldu- svið Akraneskaupstaðar. Ef vel gengur mtm hluti gjafanna, sem ekki verður þörf fyrir á Akranesi, fara tdl Hjálparstarfs kirkjunnar sem kemur þeim til þeirra sem búa við bág kjör vítt og breytt um landið. Það era sjálfboðaliðar úr Amardal sem sjá um móttökuna sem er opin aðventusunnudagana 3., 10. og 17. desember milli kltikkan 14:00 og 18:00. Þeir sem luma á leikföngum sem era vel með farin og enginn leikur sér með lengur, eru eindregið hvattir tdl þess koma með þau 'í söfnunina og þiggja um leið kaffi- sopa og piparkökur. Nauðsynlegt er að pakka gjöfunum inn og merkja þær strák eða selpu á aldrin- um 1-3 ára, 4-6 ára, 7 - 9 ára eða 10 - 12 ára. Alþjóðlegt hlaðborð Laugardaginn 9. desember verð- ur blásið til veislu í Rauða kross húsinu, en þá gangast sjálboðaliðar af íslenskum og erlendum uppruna fyrir alþjóðlegu hlaðborði. FyTÍr- komulagið er þannig að aUir koma með eitthvað með sér að leggja á borðið, helst rétt sem er einkenn- andi fyrir matarmenningu þess sem í hlut á. Að öðra leyti er enginn að- gangseyrir á hlaðborðið og þó Skagamenn af erlendum upprana séu sérstaklega hvattir til að koma, eru allir hjartanlega velkomnir. Þetta er góð leið til þess að kynnast nýju fólki og nýjum siðum. Jólakort handa einmana fólki Mánudaginn 11. desember er bæjarbúum boðið í jólakortaföndur í Rauða kross húsinu. Rauði kross- inn leggur til efhi í kortin en gott er að hafa með sér gatara, skæri og önnur áhöld. Jólakortin verða send þeim sem eiga um sárt að binda, búa við félagslega einangran eða einmanaleika með kveðju ffá sjálf- boðaliða Rauða krossins. Húsið opnar klukkan 17.00 og föndrað verður eitthvað ffam eftir. Þetta er kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur til þess að eyða tíma saman og láta um leið gott af sér leiða. Friðarganga á Þorláksmessu A fimmtudögum hittist hópur sjálfboðaliða í Rauða kross húsinu sem hefur valið sér það hlutverk að vinna að ýmsum verkefnum undir kjörorðunum „Byggjum betra sam- félag.“ Þessi hópur efhir til Friðar- göngu á Þorláksmessu, en þess má geta að sömu aðilar stóðu að Friðar- göngu sem mæltist vel fyrir í fyrra en þá trndir merkjum Endurhæfing- arsmiðjimnar Glóðar. Gangan hefst við Ráðhúsið, Still- holti 16 - 18. Þaðan verður gengið á Akratorg þar sem séra Eðvarð Ing- ólfsson flytur stutta hugvekju og Kirkjukór Akraness syngur nokkur lög. Björgunarfélag Akraness sér um kyndlasölu fyrir gönguna. Vilt þú vera með? Rauði krossinn er stærsta mann- úðarhreyfmg í heimi með yfir 97 milljónir félagsmanna um heim all- ann. Hér á Akranesi sinna sjálfboða- liðar fjöllbreyttu starfi - vilt þú vera með? Anna Lára Steindal, verkefhisstjóri Akranesdeildar RKl r v Munið að panta tímanlega fyrir jólin Verðum með fallegar gjafapakkningar til sölu í desember MOZA&T Skagabraut 31 S. 431 4520 ________________J Ævintýrakistan Leikföng: Brio-lestir og fylgihlutir, tréleikföng, dúkkuhús og innréttingar, bíiar og bílabrautir, þroskaleikföng, riddarar, kastalar, strumpar, knex-bílar, dúkkuvagnar, púsl fyrir alla aldurshópa ...og margt fleira Ömmuhornið: Álafosslopi, létt-lopi, plötulopi, prjónabækur, Prjónablaðið Ýr, Smart, Lanett, Alfa og Mandarin petit garn frá Tinnu, smyrnur, rennilásar, heklunálar, prjónar, tvinni, bætur, ....og fleira ... komdu og skoðaðu í kistuna okkar...! Opnunartímar: Mán-fös: 11.00 til 14.00 og 16.00 til 18.00 Lau: 10.00 til 16.00 Skólabraut 31 - Akranesi Sími: 431 -4242 Skemmtikvöld Landnámsseturs og Safnahússins í desember Munið JÓLAVEISLV LANDNÁMSSETURS fimmtudagur 30. nóvember - uppselt föstudagur 1. desember - laus sæti . taugardagur 2. desember - iaus sætíl - gírnílegar kræsíngar á / g veísluborðí Qauta / Föstudagur 1. desember 20:30 í Safnahúsínu Qunnar Kvaran, Steindór Andersen, Hilmar Öm Hilmar, Jónsi í Sigurrós og fleiri vinir Páls á Húsafelli heíðra Pál. Meðal annars verður leikið frumsamíð verk Hilmars á steinhörpu Páls. Sunnudagur 3. desember kL 14:00 á Söguloftí Landnámsseturs Kristín Helga Qunnarsdóttir les úr bók sinni "Fíasól á flandri" og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson flytur skemmtiljóð um böm fyrír fullorðna og syngur lög um Krúsilíus. Frábær fjölskyldustemmníng! Ókeypis aðgangur Fímmtudagur 7. desember kl 20:30 í Landnámssetri Jón Atlí Jónasson les úr nýrri bók sinni um Bubba Mortens. Kemur Bubbi! Stella Blómkvist hinn dularfulli spennusagnahöfundur les úr nýustu bók sinni og segir frá sjálfri sér. Hver er Stella Blómkvist! Ókeypis aðgangur Föstudagur 8. desember kl. 20:30 í Landnámssetri Einar Már Quðmundsson les úr sinni nýjustu Ijóðabók. Þessi einn okkar virtasti höfundur spjallar líka um feril sinn í kvikmyndum og skáldsögusmíðum. Ókeypis aðgangur Sunnudagur 10. desember kl 14 á Sögulofti Landnámsseturs Brúðuleiksýningin PÉTUR OQ ÚLFURINN eftir Bemd Ogrodnik Ókeypis aðgangur Föstudagínn 15. desember kL 20:30 í Landnámssetri Jón Qnarr kynnir bók sína INDJÁNANN og spjallar við gesti. Ókeypis aðgangur Sunnudagur 17. desember kl 14 á Sögulofti Landnámsseturs Bamabókmenntir. - Nánar auglýst síðar Föstudagur 29. desember FRUMSÝNINQ á Söguloftí Landnámsseturs "Eins og vindurinn blæs" saga trúbadors og rokkara. Höfundar og flytendur: Eínar Kárason og KK Við víljum líka vekja athygli á því að í lok janúar 2007 verður frumflutt á Söguloftí Landnámsseturs "Mýramaðurinn" sögulegt stórvirki í anda íslendingasagnanna. Höfundur, flytjandi sem og helsti heimildarmaður Qíslí Einarsson. - sjá matseðil á www.landnamssetur.is Frekari upplýsíngar er að fínna á vefsíðu Landnámsseturs www.landnamssetur.is og í síma 4371600 í landnámssetur ÍSLANDS BOfiGARNESi SAFNAHUS BORGARFJARÐAR L Qeymið auglýsítigitna.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.