Skessuhorn - 29.11.2006, Page 44
44
MIÐVIKUDAGUR 29. NOVEMBER 2006
-Mnm...
Allir eiga sér einhverja trú
Rætt við Sr. Brynjólf Gíslason prest í Stafliolti
I Stafholti í Borgarfirði hefur setið
í hartnær fjörutíu ár, Sr. Brynjólfur
Gíslason prestur. Þar hefur verið
kirkja í margar aldir og sú sem nú
stendur var vígð 1875. Stafholt var
löngum stórbýh sem átti miklar eign-
ir, þótt eitthvað hafi það breyst í ald-
anna rás. Fátt er meira viðeigandi á
þessum tíma árs en að heimsækja
guðsmann, heyra um starfsumhverfi
presta fyrr og nú og hvort trúarlíf
landsmanna hafi breyst í gegnum tíð-
ina.
„Eg er fæddur og uppalinn á
Kirkjubæjarklaustri á annan dag jóla
1938,“ segir Brynjólfur í upphafi.
„Bjó þar ffam á fullorðinsár, átti sem
sagt mín bemsku og æskuár þar og tel
mig alltaf vera Skafffelling, þótt ég
hafi ekkert gert annað en að búa þar,
því foreldrar mínir vom bæði aðflutt.
Faðir minn, Gísli Brynjólfsson, var
sóknarprestur á Kirkjubæjarklaustri
frá 1937 til 1961 er hann lét af prest-
skap. Móðir mín hét Asta Valdimars-
dóttir og við erum þrír bræðurnir, þar
sem ég er elstur."
Fyrir og efitir eld
Kirkjubæjarklaustur er fomfrægur
staður sem við lærðum öll tim. Þar
bjuggu m.a. papar áður en að norræn-
ir menn settust þar að.
„Við fundum vel fyrir sögunni,"
heldur Brynjólfur áffam. „Tahð er að
Papar hafi sest þama að í fymdinni og
síðan var starff ækt klaustur á staðnum
sem mörg ömefni benda á, eins og
Systrastapi, Systravam og Systrafoss.
Svo má auðvitað ekld gleyma Móðu-
harðindunum; Skaffáreldunum. Við
krakkamir vorum meðvituð um sögu-
ffægð staðarins. Ef við vorum, sem
dæmi, að tala um einhverja hluti þá
gerðust þeir fyrir og effir eld. Ef eitt-
hvað var í umræðunni sem okkur
fannst að hlyti að hafa gerst fyrir óra-
löngu síðan, þá var ömggt að það
hefði gerst fyrir eld. Þannig að pabbi
var einn af effirverum eldklerksins,
sem átti að hafa stöðvað hraunflóðið
eins og flestir muna úr sögunni."
Bflaleikur skemmtilegastur
Böm em og verða böm. Finna tíma
til að leika sér, enda nauðsynlegur
hluti af þroskanum. Og enn hefur
Brynjólfur greinilega gaman af bíltim,
þótt bílaleikur æskunnar sé ekki leng-
ur stundaðtn, aha vega ekld á sama
hátt.
„Einhvem veginn var það svo að á
Klaustri vom eiginlega eintómir
strákar, þegar ég var að alast þar upp,“
segir Brynjólfur. „Stelpurnar vom
teljandi á fingrum annarrar handar.
Náttúran bauð upp á mikla mögu-
leika til leikja. Þama var svo fallegt og
gaman að eiga heima. Við fórum oft
upp í fossa, þ.e. Systrafoss til að leika
okkur. Undir fossinum var mikil urð,
þar sem gaman var að vera. Svo var
skroppið upp á Stapa eða khffað í
klettum. Af mörgu var að taka. En
skemmtilegasti leikurinn var án efa
bílaleikur. Það vom gerðir vegir,
byggðar brýr og allt sem til þurfti að
koma bílnum, lestuðum með ýmsu
efiú, á milli staða. Við vorum óþrjót-
andi við þessa iðju,“ segir Brynjólfur
og fær blik í auga við upprifjvm þessa
tíma. „Ég hef enn gaman af bílum,
þótt ég sé hættur að gera vegi og
byggja brýr.“
Kirkjubæjarklaustur
bemskunnar
I dag er töluverð byggð á Kirkju-
bæjarklaustri með verslun og þjón-
ustu og svo hefur verið um langa hríð,
líka meðan þorpið var fámennara.
„A Kirkjubæjarklaustri var lítdð
sveitaþorp, þegar ég var strákur,“
mæhr Brynjólfur. „Það hefur vaxið
mikið, síðan þá. A staðnum bjuggu
hklega sex til sjö fjölskyldur. Þama var
sláturhús, ffystihús, auðvitað prests-
setur og síðar læknissetur og svo úti-
bú ffá Kaupfélagi Skaftfellinga.
Klausturbræður, sem svo vom kallað-
ir, ráku þama stórt bú af miklum
myndarskap og þar vom snemma
keyptar vélar, það nýjasta sem gekk á
hverjum tíma og aðrir fylgdu á eftir.
Menn fylgdust með og höfðu eftú á
því að létta sér störfin með vélum.
Foreldrar mínir vom einnig með
smávegis búskap. Eitthvað af kindum,
kýr og hross. Við bræður fengum
auðvitað að kynnast sveitastörfum
eins og aðrir þeir sem aldir em upp í
sveit. Aldrei fékk ég að slá með orfi og
ljá, það var liðinn tími á mínu svæði
þegar ég stálpaðist, en var alinn upp
við að slá með hestasláttuvél. Ríldsraf-
magnið var ekki komið, en ég man
aldrei eftir öðm en raffnagni. Ef ein-
hversstaðar var hægt að komast að
læk, var hann virkjaður. Það var
Bjami í Hólmi sem eiginlega var for-
göngumaður um að byrjað var að
virlqa. A þessum árum var Kirkjubæj-
arklaustur endastöð. Vegurinn náði
ekld lengra. Það skapaði óneitanlega
nokkuð sérstakar aðstæður og líklega
hefur staðurinn verið nokkuð af-
skekktur, þótt ég finndi aldrei neitt
fyrir því.“
Pabbi kenndi heima
Ekki gátu allir farið í skóla, þá ffek-
ar en nú, en Brynjólfur bjó vel, gat
tekið hluta af gagnffæðaskólanum
heima.
„Eg fékk venjulega skólagöngu,
eins og aðrir á mínum slóðum. Lauk
bamaskólaprófi úr skóla á Klaustri.
En síðan tók ég fyrsta og annan bekk
heima. Pabbi hafði skóla heima fyrir
krakka úr sveitinni og kenndi mér
einnig. Eg man ekki eftir öðm en
hann væri við þá iðju, meðffam öðm.
Flest árin sem ég man eftir vom alltaf
einhverjir nemendur þama heima í
námi. Ekld fyrir margt löngu hitti ég
einn sveitunga minn sem hafði tekið
þessa kennslu hjá pabba. Hann sagði
að það væri alveg ömggt að hann
hefði ekld haldið áffam í námi, eftir
bamaskólaprófið, ef ekki hefði verið
völ á þessari kennslu. Það áttu ekki
allir heimangegnt. Eftir annan bekk
fór ég í landspróf á Skógum og lauk
því þar. Þá fór ég eiginlega í fyrsta
sinn að heiman. Eftir landsprófið
settist ég síðan í Menntaskólann á Ak-
ureyri og lauk þaðan stúdentsprófi
árið 1959.“
Unnið með skóla
Eins og nú þótti sjálfsagt að vinna
sér inn aura yfir sumarið og Brynjólf-
ur kom víða við í þeim eftium.
,Meðan ég var í menntaskólanum
starfaði ég mikið við brúarvinnu aust-
ur í Skaftafellssýslu," segir hann.
„Síðan, þegar ég var kominn til
Reykjavíkur, vann ég meðal annars
við kennslu og svo var ég þingffétta-
ritari hjá Vísi, sem kom sér ágætlega
því ég þjálfaðist í að skrifa hratt. Svo
tók ég við fangahjálp sem félagasam-
tökin Vemd ráku. Þar vann ég alveg
þangað til við komum hingað í Staf-
holt, 1969.“
Fetað í fótspor föðursins
Ekki em allir vissir um hvað þeir
ætla verða, þegar þeir verða stórir
þótt verið sé að sækja sér menntun.
„Líklega hefur starf föður míns
búið að baki, þegar á átti að herða og
ég ákvað að fara í Guðfræðideildina,“
segir Brynjólfur. „Þetta var auðvitað
nokkuð sem ég þekkti og því orðið
lendingin. Eg man ekki til að ég hafi
verið að hugsa um neitt sérstakt nám,
svona fyrirfram, þegar ég var í
menntaskóla. Vissi svo sem ekkert
hvað ég ætlaði að verða, þegar ég yrði
stór. En ég útskrifaðist sem Can.
theol í janúar 1968 og vann enn við
fangahjálpina, eins og ég sagði áðan,
þar til mér var veitt Stafholt. Ég var
nú ekki mikið í pólitíkinni,“ svarar
Brynjólfur, þegar blaðamaður spyr
um það. ,Aðcins kom ég þar við, en
var alls ekkert róttækur og því síður
að ég væri með kröfuspjöld á lofti. En
það var svo sem ágætt að kynnast
þessu aðeins."
Sest að í Stafholti
Heimilisfaðirinn búinn að taka að
sér brauð úti á landi og fjölskyldan fer
auðvitað með, en Brynjólfur er
kvæntur Áslaugu Pálsdóttur og eiga
þau 4 böm.
„Eg var vígður í Dótnkirkjunni 3.
apríl 1969 af sr. Sigurbimi Einarssyni
biskup," heldur Brynjólfur áfram
spjallinu. „Þegar við komum hingað
hafði verið prestlaust í Stafholti í tvö
ár, það vantaði einfaldlega presta, við
vorum ekki nógu margir, en nú virð-
ist vanta prestaköll,“ segir Brynjólfur
og brosir. ,Jörðin hafði verið í útleigu
og fyrsta verk okkar var að láta gera
við íbúðarhúsið. Því hagar svo til hér
að húsið er á tveimur hæðum og því
gátum við búið í kjallaranum meðan
gert var við effi hæðina. Þetta var eitt
ægilegasta sumar sem maður hafði hf-
að. Held að það hafi ekki gefið nema
hálfan annan þurran dag, allt sumarið.
Einnig var svo kalt að það var lítið
spennandi að hýrast í kjallaranum
með smábam. En allt tók þetta enda
sem betur fer.“
Búskapur á prestssetrinu
Stafholt var og er sveitaprestakall. í
því umhverfi er ekkert óeðlilegt að
presturinn og fjölskylda hans komi
sér upp bústofni.
„Við komum okkur upp nokkrum
kindum og hrossum. Við bjuggum
með fullorðnum manni á næsta bæ,
Ingvari Magnússyni á Hofsstöðum,
líklega ein fimmtán ár. Effir að hann
hætti vorum við enn með nokkrar
ldndur hér og smá hrossastóð. Við
vorum bara eins og aðrir íbúar á
svæðinu, gengum inn í það samfélag
sem hér var ríkjandi. En nú er öllum
búskap hætt í Stafholti, fyrir einum
tveimur áram. Við eigum enga
skepnu, ekki einu sinni hund. Sem
kannsld má segja að sé í samræmi við
þróun á öðrum bæjum, af þeim hafa
skepnumar einnig verið að tínast,
undanfarin ár.“
Spor prestins
geta verið þung
Störf prestsins em margvísleg og
ekld öll léttbær. Fólk hefur sótt til
prestsins sfns, bæði í gleði og sorgum
og hann orðið að bregðast við hvom
tveggja.
„Eitt fyrsta verk mitt, sem prestur í
Stafholti," heldur Brynjólfur áfram,
„var að skíra stúlku yfir ldstu látins
bróður hennar og síðan jarðsyngja
drenginn. Það var erfitt. Þegar maður
er nýskriðinn út úr skóla kann maður
ekki allt. Samúð fólksins í sveitinni
hjálpaði mér mildð. Það vorkenndi
mér að þurfa að byrja á þessu. Eins
naut ég föður míns, gat leitað í hans
smiðju, sem var ómetanlegt. En ekld
síst vom það foreldrarnir sem veittu
mér stoð og stjnk. Eg hafði á orði að
ég vonaði að það yrði ekld hlutsldpti
minn í þessari sókn að jarðsetja imgt
fólk. Sem betur fer hef ég ekld þurft
að gera mikið af því.“
Nálægðin við sóknar-
bömin og sálusorgarinn
Hér á árum áður leitaði fólk til
prestsins þegar eitthvað bjátaði á í sál-
arldmunni eða á annan hátt, en tfm-
arrúr hafa breyst.
„Það getur verið erfiðara í svona
litlu samfélagi, þar sem allir þekkja
alla, að hjálpa til í erfiðum málum.
Nálægðin við sóknarbömin er bæði
kostur og galli,“ segir Brynjólfur.
„Stundum er betra að þekkja viðkom-
andi h'tið og það sama gildir um þann
sem er að leita sér aðstoðar. Hontim
finnst ábyggilega oft betra að fara til
einhvers sem ekkert þekkir til hans.
En þessir hlutir hafa breyst mikið.
Núna fer fólk alveg eins og kannsld
ekld síður til læknis ef þörf er á hjálp.
Þeir em líklega alveg eins og ekld
minna orðnir sálusorgarar heldur en
prestar, ég hugsa það,“ segir Brynjólf-
ur en bætir svo við: „Hlutverk prests-
ins hefur breyst, eins og svo margt
annað.“
Gleymdi vinnugallanum
Margir vita að Brynjólfur kann
ógrynni af sögum og kann líka að
segja þær. Eitthvað spaugilegt hefur
án efa komið fyrir í vitmunni.
„Ur því þú spyrð, þá man ég í svip-
inn eftir einni sögu sem tengist vinn-
unni,“ svarar Brynjólfur brosandi.
„Það var eitt sinn að ég var að skíra
bam frammi í Norðurárdal. Þetta var
svona heimaskfrn og ég tók auðvitað
með mér allt sem ég þurfti að nota.
Þegar komið er út á hlað, eftir skím-
ina, mundi ég allt í eftir því að ég
hafði gleymt hemputöskunni miruú
inni í bæ og segi við bónda, ja það er
víst betra að gleyma ekki vinnugallan-
um. Bóndanum fannst þetta óskap-
lega fyndið, en var kannsld ekki að
kveikja alveg á því sem ég var að segja.
Nú þetta er vinnugallinn sagði ég, al-
veg eins og þú notar samfesting."
Kirkjusókn þá og nú
Einu sinni vom Islendingar dug-
legir að fara til kirkju. Þetta var helsta
tækifæri fólks til að hitta mann og
annan. Á síðari árum hefur hinsvegar
oft verið talað um hálffómar kirkjur.
„Kirkjusókn er ekkert verri en hún
var, held ég,“ segir Brynjólfur. „Þá er
ég ekld eingöngu að miða við það sem
er hérna, heldur svona yfirleitt.
Reyndar var það svo að á þeim árum
sem ég var að taka við, var kfrkjusókn
í lægð. Fólk var ekki mikið að sækja
kirkjur. Með breyttu samfélagi breyt-
ist það, eins og annað. Starfsfólk
kirkjunnar sótti í sig veðrið á ýmsa
ltmd. Byggðar vom stærri kirkjur með
betri hljóðfærum, þar sem hægt var að
stunda meira tónhstarlíf. Kórarnir
urðu stærri og betri, þannig að fólk
sótti í kirkjur að nýju, þótt það væri
ekki endilega að koma til messu. Hér
í Stafholti var keypt nýtt orgel 1990,
sem við notum núna. Það er ekkert
óeðlilegt að ýmsar breytingar gerist
hægar eða komi síðar út á lands-
byggðina."
Kirkjan sem stofnun
Mikið vam hefur runnið til sjávar
frá stofnun kirkju á Islandi. Kannski
hafa þó breytingamar aldrei verið
hraðari en einmitt á síðusm árum.
„Það er gjörbreytt umhverfi á
mörgum sviðum," mælir Brynjólfur.
„Hér áður fyrr vom engin safnaðar-
heimih og h'til starfsemi í Idrkjum,
fyrir utan það sem tengdist athöfnun-
um sjálfum. Nú er víða í hinum stærri
sóknum rekið mikið starf. Þar em
safhaðarheimili, jafnvel með mörgum
starfsmönnum, þar sem ýmiss önnur
þjónusta er í boði. Kirkjan teygir
arma sína inn á mun fleiri svið mann-
legs h'fs en áður var. Það er ekld bara
verið að sinna trúarlífinu sem slíku,
heldur manneskjunni í heild. Og
þetta er nú sú stofnun sem vel flestir
ganga með, ævina á enda, bætir
Brynjólfur við. „Við emm skírð,
fermd, gift og kveðjum með þessari
stofiiun. Svo engin tmdra er að hún
hafi mikil áhrif og flestir hafi mikla
skoðanir á störfum starfsmanna henn-
ar. Og eins og ég sagði í upphafi þá
hefur prestum fjölgað. Eiginlega
Sr. Brynjólfur meó herra Sigurbimi Einarssyni biskup, í Stafholtskirkju.
Og Guð sagii: „Þetta er merki sáttmálans sem e'g gjöri milli mín ogyðar og allra lifandi
skepna sem hjáyiur eru, um allar ókomnar aldir. “ Stafholtskirkja í Bargarfirii.