Fréttablaðið - 11.09.2019, Page 6
Stelpurnar taka
frekar á sig ábyrgð.
Segjum að ef móðir fellur frá
þá taka þær á sig umönn-
unarhlutverk gagnvart
eftirlifandi föður.
Heiður Ósk
Þorgeirsdóttir
SAMFÉLAG Sumarið 2014 missti
Heiður Ósk Þorgeirsdóttir, þá 25
ára, móður sína eftir stutta baráttu
hennar við krabbamein. Yngsti
bróðir hennar, sem var 14 ára, brást
við missinum með þögn. Hann grét
ekki og vildi ekki tala um fráfallið.
„Ég sat með pabba og við reynd-
um að finna leiðir til að hjálpa
honum að takast á við þetta. Við
vissum ekkert hvernig við ættum
að bera okkur að. Hann hefur alltaf
verið hlédrægur en þarna lokaðist
hann alveg og okkur fannst hann
ekki átta sig á þessu. Seinna kom-
umst við að því að hann hefði
grátið og tjáð sig við þáverandi
kærustu sína, en hann sýndi okkur
það aldrei,“ segir Heiður. Þetta varð
svo kveikjan að rannsókn hennar
á sorgarferli unglinga við mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands. „Mig
langaði til að skilja hans ferli, hvern-
ig ég gæti verið betur til staðar og
jafnframt að skilja mitt eigið sorgar-
ferli.“
Í rannsóknarvinnunni komst
Heiður að því að tiltölulega lítið
hefur verið skrifað um sorgar-
ferli unglinga, sem er þó töluvert
frábrugðið barna og fullorðinna.
Heiður segir að unglingar velti
dauðanum meira fyrir sér en aðrir.
„Unglingar velta fyrir sér þessum
stóru spurningum. Hver er ég? Hvað
er dauðinn? Og hver er ástæðan
fyrir honum? Börn hafa ekki skiln-
ing á dauðanum og fullorðnir vita
að hann er endanlegur,“ segir hún.
„Unglingar hafa skilning á dauð-
anum en hann er ekki jafn góður
og fullorðinna.“
Aldurinn sem Heiður afmarkaði
sig við var 12 til 16 ára. Hún segir
töluverðan mun á hvernig kynin
bregðast við. „Stelpurnar taka frek-
ar á sig ábyrgð. Segjum að ef móðir
fellur frá þá taka þær á sig umönn-
unarhlutverk gagnvart eftirlifandi
föður. Drengirnir eru hlédrægari.“
Áhrifin af sorg eru mikil og þegar
hormónabreytingar kynþroska-
skeiðsins bætast við getur þeim
fylgt þunglyndi, þreyta, reiði, kvíði,
streita og jafnvel áhættusöm hegð-
un. Þetta sé þó einstaklingsbundið
og ekki sé alltaf hægt að sjá ein-
kennin. Heiður segir mikilvægt að
allir, fjölskylda, vinir, skóli, íþrótta-
félög og fleiri, komi að því að styðja
unglinga í sorgarferli og sýna þeim
skilning. Hún segir að skólarnir séu
misvel undirbúnir til að bregðast
við. Nefnir hún áfallaáætlanir skóla
í þessu samhengi.
„Áfallaáætlanir eru gagnlegar en
það þarf að fylgja þeim. Því miður
eru þær þó ekki til í öllum skólum.
Svo eru dæmi um að þær séu ekki
uppfærðar eða ekki stuðst við þær.
Allt starfsfólk skólanna þarf að vera
upplýst um stöðuna og geta brugð-
ist við, ekki aðeins kennarar.“
Heiður vonar að rannsókn henn-
ar verði til gagns og að bæði starfs-
fólk skóla og aðrir geti stuðst við
hana. Hún vinnur nú að framhalds-
verkefni, byggðu á þessari rann-
sókn, þar sem hún skoðar upplifun
fólks af skólagöngu eftir foreldra-
missi. kristinnhaukur@frettabladid.is
Unglingar bregðast öðruvísi
við missi en fullorðnir gera
Unglingar bregðast öðruvísi við missi en börn og fullorðnir samkvæmt nýrri rannsókn Heiðar Óskar
Þorgeirsdóttur, sem stundar nú framhaldsnám við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Kveikjan að
rannsókninni var eigin reynsla Heiðar af móðurmissi og að sjá hvernig yngsti bróðir hennar brást við.
Þegar sorg bætist við hormónabreytingar kynþroskaskeiðs getur það lagst þungt á unglinga. NORDICPHOTOS/GETTY
Indlandsforseti á Bessastöðum
Opinber heimsókn Ram Nath Kovind, forseta Indlands, og eiginkonu hans, Savita Kovind, hófst í gær. Heimsóttu þau meðal ann-
ars Bessastaði þar sem þessi börn tóku á móti þeim með íslenska og indverska fána. Þar að auki hélt forsetinn fyrirlestur í Háskóla
Íslands. Þar lagði hann áherslu á mikilvægi umhverfismála og aðgerða til að sporna við loftslagsbreytingum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
PÓLLAND Hægriflokkurinn Lög og
regla mælist nú 47 prósent í aðdrag-
anda pólsku kosninganna 13. októ-
ber næstkomandi. Flokkurinn vann
stórsigur í Evrópukosningunum í
vor og fékk 45,5 prósent. Í síðustu
kosningum fékk hann 37,5 prósent
og náði þá hreinum meirihluta á
þinginu. Virðist því ekkert geta
komið í veg fyrir að forsætisráðherr-
ann Mateusz Morawiecki og félagar
missi meirihlutann.
Miðjuf lokkurinn bætir við sig
í könnunum og er nú með 27 pró-
sent, en hann fékk tæplega 32 pró-
sent í síðustu kosningum. Vinstri
f lokkurinn er á svipuðu róli með
um 13 prósent og aðrir langtum
minna.
Lög og regla er mjög íhaldssamur
f lokkur og hefur til dæmis barist
gegn umbótum í málefnum inn-
flytjenda og hinsegin fólks. Íhalds-
söm, þjóðernissinnuð og trúarleg
gildi hafa verið ofan á síðan flokk-
urinn komst til valda árið 2015. Þá
hefur samband stjórnvalda við Evr-
ópusambandið verið krefjandi. - khg
Stuðningur við
hægriflokkinn
í nýjum hæðum
Jaroslaw Kaczynski er leiðtogi Laga
og reglu. NORDICPHOTOS/AFP
FRAKKLAND Á franska þinginu er
unnið að löggjöf sem mun banna
svokallaðar bælingarmeðferðir, að
viðurlagðri fangelsisvist og sekt. En
það eru meðferðir þar sem reynt er
að snúa hinsegin fólki til gagnkyn-
hneigðar, oft á trúarlegum grunni.
Gert er ráð fyrir að lögin gangi í
gegnum þingið og verði samþykkt
á fyrri hluta árs 2020.
Bælingarmeðferðir eru algengar
í Bandaríkjunum. Þær hafa oft haft
skelfilegar af leiðingar og leitt til
sjálfsvíga. Á undanförnum árum
hafa stofnanir sem bjóða upp á
slíkar meðferðir verið að festa rætur
annars staðar, til dæmis í Frakk-
landi.
Meðferðirnar eru bannaðar í
mörgum fylkjum Bandaríkjanna og
Suður-Ameríku. Eina Evrópuríkið
sem hefur bannað þær með löggjöf
er Malta en sambærileg löggjöf er til
skoðunar í Þýskalandi. – khg
Vilja setja bann
við meðferð
með bælingu
Frá gleðigöngu í Parísarborg.
NORDICPHOTOS/GETTY
47%
prósenta fylgi mælist Lög og
regla með í könnunum.
+PLÚS
1 1 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
1
-0
9
-2
0
1
9
0
5
:2
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
B
F
-7
E
0
8
2
3
B
F
-7
C
C
C
2
3
B
F
-7
B
9
0
2
3
B
F
-7
A
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
9
_
2
0
1
9
C
M
Y
K