Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 9. M A Í 2 0 1 9
Stofnað 1913 108. tölublað 107. árgangur
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Komdu og gerðu frábær kaup.
Sérsníðum dýnur í öllum stærðum
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
MJÖG MIKILL
ÁHUGI Á ÍSLENSKA
SKÁLANUM
HOLD OG HAS-
AR Í ÞEYSIREIÐ
UM LANDIÐ
FENEYJATVÍÆRINGURINN 66 BÚKALÚ UM LÖND OG LENDAR 16FINNA VINNU 8 SÍÐUR
Hin árlega vertíð skemmtiferða-
skipanna til Reykjavíkur hefst fyrir
alvöru í dag, fimmtudag. Eitt af
stærri skipum sumarsins, Celebrity
Reflection, er væntanlegt að
Skarfabakka í Sundahöfn klukkan
13. Skipið er 125.366 brúttótonn og
tekur 3.046 farþega.
Árið í ár verður það stærsta hvað
varðar skipakomur farþegaskipa
og farþegafjölda hingað til lands.
Alls eru áætlaðar 199 skipakomur
85 farþegaskipa til Faxaflóahafna
(Reykjavík og Akranes) með
188.962 farþega. Samanlagður
fjöldi farþega og áhafna skipanna
er 272.119. Árið 2001 komu 27.574
farþegar með skemmtiferðaskipum
svo fjölgunin hefur verið ævintýra-
leg á þessari öld. »20
Morgunblaðið/RAX
Fjöldi farþega að
nálgast 200 þúsund
„Tan hefur
langað að gera
eitthvað á Íslandi,
hvort sem það
væri í bisness eða
ekki. Ég vissi þó
ekkert af þessum
áformum,“ segir
Aron Einar
Gunnarsson,
landsliðsfyrirliði í
knattspyrnu, um
kaup malasíska auðkýfingsins Vin-
cents Tan á 80% hlut í Icelandair
Hotels. Tan er eigandi Cardiff City
sem Aron hefur leikið með síðustu
átta ár. Aron segir Tan hafa heim-
sótt Ísland nokkrum sinnum og sýnt
landinu áhuga. »38
Tan lengi áhuga-
samur um Ísland
Aron Einar
Gunnarsson
„Fyrir lögmenn er verðmætt að
fá gott bú til skipta, ekki síst ef þeir
geta ráðið þóknun sinni sjálfir,“
segir Guðjón Sigurbjartsson við-
skiptafræðingur í aðsendri grein
sem birt er í Morgunblaðinu í dag.
Þar rekur hann skiptasögu dán-
arbús móðursystur sinnar og
hvernig skiptastjóri tók 6,6 m.kr.
þóknun úr 24 m.kr. búi. »42
Tók stóran hluta
búsins í þóknun
Lindaskóli sigraði í Skólahreysti í gærkvöldi
með 56 stig. Liðið skipuðu Selma Bjarkadóttir,
Alexander Broddi Sigvaldason, Hilmir Hugason
og Sara Bjarkadóttir. Í öðru sæti varð Holtaskóli
með 55 stig og í því þriðja Heiðarskóli með 53
stig en Heiðarskóli jafnaði einnig elsta Íslands-
met Skólahreysti þegar Klara Lind Þórarins-
dóttir og Eyþór Jónsson kláruðu hraðabrautina
á tveimur mínútum og þremur sekúndum.
Morgunblaðið/Eggert
Lindaskóli bar sigur úr býtum í Skólahreysti
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Álver á Íslandi keyptu vörur og
þjónustu af innlendum fyrirtækjum
fyrir um 23 milljarða króna í fyrra að
raforku undanskilinni. Þetta segir
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri
Samtaka álfyrirtækja (Samáls) á Ís-
landi. Samál heldur ársfund sinn í
dag en 50 ár eru liðin frá því að ál-
framleiðsla hófst á Íslandi. Segir
Pétur að hundruð íslenskra fyrir-
tækja veiti álverum þjónustu ásamt
stofnunum á borð við háskóla og Ný-
sköpunarmiðstöð.
Í samtali við Morgunblaðið minnist
Pétur þess er Michael Porter, einn
þekktasti fræðimaður heims á sviði
viðskipta, hélt fyrirlestur á Íslandi
árið 2006. „Þá sagði hann að tveir
klasar hefðu myndast á Íslandi. Ann-
ars vegar sjávarklasi og hins vegar
orku- og málmklasi,“ segir Pétur og
heldur áfram: „Áliðnaðurinn er til-
tölulega ung grein á Íslandi í sam-
anburði við sjávarútveg. Við leggjum
mikið upp úr því að stuðla að grósku í
áliðnaðinum og höfum í því skyni
komið á fót Álklasa, þar sem starfa
um 40 fyrirtæki og stofnanir. Smám
saman hefur íslenskur áliðnaður ver-
ið að feta sig eftir virðiskeðjunni með
flóknari og virðismeiri afurðum og
bættri orkunýtingu.“ Á þeirri hálfu
öld sem liðin er frá því að álfram-
leiðsla hófst á Íslandi nemur heildar-
framlag áliðnaðar, með óbeinu fram-
lagi til íslenskrar verðmætasköpun-
ar, 1.150 milljörðum króna.
Innkaup fyrir 23 milljarða
Með óbeinu framlagi nemur heildarframlag áliðnaðar til íslenskrar verðmæta-
sköpunar 1.150 milljörðum króna frá upphafi álframleiðslu hér á landi
Ál í hálfa öld
» Á ársfundi Samáls í dag
verður þess minnst að hálf öld
er liðin frá því að álframleiðsla
hófst á Íslandi. Frá þeim tíma
nemur, með óbeinu framlagi,
heildarframlag áliðnaðar til ís-
lenskrar verðmætasköpunar
1.150 milljörðum króna.
MHeildarframlag áliðnaðar » … 34