Morgunblaðið - 09.05.2019, Page 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Að sýna þar sem enginn veithver maður er eða viðhverju má búast er alvegótrúlega þægilegt. Við Ell-
ie vorum með nokkur atriði í tösk-
unni og komum fram með gestaatriði
sem voru hluti af sýningum annarra.
Við byrjuðum í Köben þar sem við
sýndum í eldgömlu bíóhúsi í Kristja-
níu og þurftum að passa að geyma
ekki búningana á gólfinu, því þá
hefðu mýsnar borðað þá. Þaðan fór-
um við til Berlínar og komum fram á
pínulitlum skítugum bar, sem var
fullkomið. Síðan fórum við til Tallinn
í Eistlandi þar sem við sýndum í
litlum kabarettklúbbi í gömlu vænd-
ishúsi, en í búningsherbergi okkar
var bæði sundlaug og gufubað sem
við höfðum til afnota. Við enduðum í
London á tveimur stórum sýningum
þar sem 400 manns voru í áhorfenda-
salnum. Þetta var heljarinnar ævin-
týr og uppselt á allar sýningarnar,
enda mikil eftirspurn eftir svona
„fullorðins“-sýningum,“ segir Mar-
grét Erla Maack, kabarettkona og
burlesque-drottning, en hún er ný-
komin heim úr Evrópuferðalagi sem
hún fór í ásamt vinkonu sinni Ellie
Steingraeber, sirkus- og húlladrottn-
ingu frá New York.
Alls konar líkamar og fjör
Margrét er öflug í að bjóða fólki
upp á fullorðinssýningar hér heima,
hún er móðir Reykjavíkurkabaretts
sem hefur sýnt reglulega og nú ætlar
hún að leggja upp í mikla þeysireið í
sumar hringinn um Ísland, undir
heitinu Búkalú um lönd og lendar. Og
auðvitað verður fyrrnefnd Ellie með í
för.
„Ég hef fengið til liðs við mig
rúmlega 30 skemmtikrafta, erlenda
og íslenska, flestir koma úr burl-
esque-heiminum en þarna verða líka
drag- og sirkuslistamenn og grín-
istar. Mörg þeirra sem koma að utan
hafa leyft mér að vera með í þeirra
sýningum, og nú er komið að mér að
leyfa þeim að koma hingað og sýna
með mér. Þetta eru nánir vinir mínir
og ég er svo heppin að allir vilja koma
til Íslands, af því það þykir flott, svo
þarna eru stórar stjörnur úr brans-
anum,“ segir Margrét sem er m.a.
mjög stolt af því að geta boðið
Frónbúum að sjá Wilfredo í sýning-
um sumarsins, en hann er Breti sem
býr í New York og hefur komið oft til
Íslands og á sér stóran aðdáendahóp
hér.
„Hann kemur fram sem suð-
rænn og seiðandi trúbador og er með
skemmtilega stúdíu á karlmennsku.
Ég er líka stolt af því að hafa loksins
tekist að fá hjónin Evil Hate Monkey
og Boo Boo Darlin’ til landsins, en
þau eru stórkostlegir skemmtikraft-
ar og enn skemmtilegri baksviðs,
sem mér finnst skipta miklu máli. Ís-
lendingar geta líka hlakkað til að eiga
kost á því að fara á námskeið í því að
búa til burlesque-atriði hjá systur
minni og samverkakonu, Jezebel Ex-
press, en hún er yfirkennari í New
York School of Burlesque. Margir af
flottustu kabarettlistamönnum
heims verða með í þessari þeysireið
og það eru fleiri stelpur en strákar.
En það er gott að vega upp á móti
kynjahallanum í skemmtana-
bransanum, því það eru fleiri hlut-
verk fyrir karla en konur í leikhús-
um, fleiri karlar en konur eru í
vinsælum hljómsveitum og fleiri
karlar en konur eru uppistandarar.
En ég tek fram að það eru margir
sætir karlmenn í sýningunum hjá
okkur í sumar, alls konar líkamar og
afar fjölbreytt samansafn af
skemmtikröftum,“ segir Margrét og
bætir við að þau sýni aldrei öll í einu,
heldur skipti fólki út.
„Útlendingunum finnist spenn-
andi að koma fram í alls konar ólíkum
rýmum á litla Íslandi þar sem takast
þarf á við það ögrandi verkefni að
laga sig að síbjörtum sumardögum.
Þegar dagsbirtan lekur inn þurfa
sumir að breyta sínum atriðum, sem
eru hönnuð fyrir myrkur,“ segir
Margrét og bætir við að væntanleg
sumarferð litist af dásamlegum ís-
lenskum reddingum.
„Við gistum víða hjá frænkum,
vinum og nágrönnum þeirra. Útlend-
ingunum finnst það ævintýralega
gaman, en svona virkar samfélag þar
sem allir eru vinir og fólk treystir
hvað öðru.“
Íslendingar eru kröfuharðir
Þegar Margrét er spurð hverju
fólk megi eiga von á í þessari farand-
sýningu sumarsins segir hún að gott
veganesti fyrir gesti sé að mæta með
opinn huga.
„Þetta er fullorðins grín og
glens og atriðin eru mjög ólík svo all-
ir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
En Íslendingar eru mjög kröfuharðir
áhorfendur, þeir eru góðu vanir,
enda er allt sem kemur frá Íslandi á
háum standard, hvort sem það er
tónlist, uppistand, drag eða þetta
sem við erum að gera. Það kemur öll-
um á óvart sem hingað koma frá öðr-
um löndum hversu ung burlesque-
senan er hér á landi. Hún er yngri en
tíu ára og fyrir vikið ofboðslega lif-
andi. Allir eru svo spenntir fyrir ein-
hverju nýju og spennandi og öll burl-
esque-námskeið sem við höfum
haldið hafa fyllst af áhugasömu fólki.
Fólk finnur sig greinilega í dýrðar-
ljóma liðinnar tíðar, sem er ofboðs-
lega fallegt.“
Þegar Margrét er spurð hvað
það geri fyrir hana að stíga á svið og
sýna burlesque-atriði segir hún að
það innihaldi allt sem henni finnst
skemmtilegt við að vinna í leikhúsi en
ekkert af því sem henni finnst leið-
inlegt.
„Semsagt fullkomið! Hver og
einn vinnur í sínu atriði og býr til sinn
búning. Klukkutíma fyrir sýningu er
svo öllu púslað saman, sýnt, klappað,
og búið. Ekkert langt og erfitt æf-
ingaferli, maður er bara einn með
sjálfum sér í sínu atriði. Félags-
skapurinn er líka stórkostlegur í
þessari senu, sem mér finnst afar
áríðandi. Mér finnst líka æðislegt að
geta ferðast svona mikið vegna vinnu
minnar. Margir halda að þetta séu
allt prímadonnur, en það kemur á
óvart að þannig er það alls ekki.
Þetta er svo lítill heimur að ef þú ert
leiðinlegur þá fréttist það snemma og
þú færð ekkert að gera. Það er ekk-
ert pláss fyrir þá dívustæla.“
Til að sjá hvar og hvenær Búka-
lú verður um lönd og lendar í sumar
er hægt að fara inn á vefsíðuna:
www.bukalu.net.
Hold og hasar í þeysireið í sumar
Burlesque-listform geng-
ur út á sýningar sem
innihalda stutt atriði þar
sem grín og ádeila bland-
ast kynþokka. Kabarett-
konan Margrét Erla
Maack leggur upp í
hringferð um Ísland í
sumar með erlent og ís-
lenskt sýningarfólk í far-
teskinu. Það verður nóg
af holdi og hasar í þeysi-
reiðinni Búkalú um lönd
og lendar.
Ljósmynd/Daniel Paikov
Fjaðrir og dúskar Margrét í Berlín á pínulitlum bar þar sem fáir
áhorfendur komust að. Hún segir þetta eina bestu sýningu sína.
Ljósmynd/ Gaia Micatovich
Ellie Var með Margréti í Evróputúrnum og
kemur til Íslands í sumar að sýna mýktina.
Ljósmynd/Mike Lee
Evil Hate Monkey Kemur ásamt konu sinni í sumar og sýnir apann í sér.
VIÐ TENGJUMÞIG
KORTA býður uppá örugga greiðsluþjónustu og
hagkvæm uppgjör. Posar, greiðslusíður, áskriftagreiðslur
eða boðgreiðslur. Greiðslumiðlun er okkar fag.
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, 558 8000 / korta@korta.is / korta.is