Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Hin árlega vertíð skemmtiferðaskip-
anna til Reykjavíkur hefst fyrir al-
vöru í dag, fimmtudaginn 9. maí.
Eitt af stærri skipum sumarsins,
Celebrity Reflection, er væntanlegt
að Skarfabakka í Sundahöfn klukk-
an 13. Skipið er 125.366 brúttótonn
og tekur 3.046 farþega.
Síðan koma skipin hvert af öðru
og það síðasta er væntanlegt til
Reykjavíkur sunnudaginn 29. októ-
ber. Reyndar þjófstartaði eitt skip
um miðjan mars. Astoria hét það og
hafði hér sólarhrings viðdvöl.
Árið í ár verður það stærsta hvað
varðar skipakomur farþegaskipa og
farþegafjölda hingað til lands. Alls
eru áætlaðar 199 skipakomur 85 far-
þegaskipa til Faxaflóahafna
(Reykjavík og Akranes) með 188.962
farþega.
Samanlagður fjöldi farþega og
áhafna skipanna er 272.119. Áætluð
fjölgun á skipakomum er rúmlega
24% milli ára og fjölgun farþega um
rúmlega 23%. „Það má því segja að
vægi Íslands sem viðkomustaðar
fyrir farþegaskip sé að aukast og
landið ásamt innviðum virðist stand-
ast væntingar,“ segir í frétt á heima-
síðu Faxaflóahafna.
Aukningin er ævintýraleg
Árið 2018 voru skipakomur 152 og
farþegar 144.658. Árið 2017 voru
skipakomur 135 og farþegar
128.275. Árið 2001 komu 27.574 far-
þegar með skemmtiferðaskipum til
Reykjavíkur. Á þessu tölum má sjá
að aukningin það sem af er öldinni
hefur verið ævintýraleg.
Sum skipanna koma margoft, til
dæmis svokölluð leiðangursskip,
sem eru í áætlunarferðum í kringum
landið. Þannig mun skipið Ocean
Diamond, sem Iceland Pro Cruises
gerir út, koma í 16 skipti til hafnar í
Reykjavík í sumar.
Stærsta skip sumarsins er vænt-
anlegt 28. september. Það heitir
MSC Meraviglia og er 171.598
brúttótonn. Farþegar eru 4.500 tals-
ins og í áhöfn eru 2.000 manns.
Hinn 19. júlí er Queen Mary 2
væntanleg til Reykjavíkur. Skipið er
149.215 brúttótonn og 345 metra
langt, það lengsta sem hingað hefur
komið. Farþegar eru 2.620. Viking
Sky, sem lenti í óveðri við Noregs-
strendur í mars sl., er skráð með
þrjár komur, þá fyrstu 8. júní.
Starfsmenn Faxaflóahafna hafa
unnið hörðum höndum að undirbún-
ingi vertíðarinnar og nú er allt tilbú-
ið. Nýlega var haldinn hinn árlegi
vorfundur Faxaflóahafna. Á fundinn
voru boðaðir fulltrúar allra fyrir-
tækja sem koma að móttöku
skemmtiferðaskipa. Þar var farið yf-
ir komur skemmtiferðaskipa, fyrir-
komulag á hafnarsvæðinu, öryggis-
mál og viðbragðsáætlanir. Móttaka
skipanna krefst mikils undirbún-
ings. Þess má geta að í sumar munu
farþegar skipanna verða samtals
5.000 eða fleiri alls 13 daga.
RMS QUEEN MARY 2
*Stoppar yfir nótt **Stoppar í 2 nætur ***Stoppar í 4 nætur @Bátabryggja á Akranesi Heimild: Faxaflóahafnir
Komu-
dagur Skip
Hafnar-
garður
þús.
tonn
Komur í maí
9. CelebrityReflection* Skarfabakki 125
10. Ocean Diamond* Miðbakki 8
11. Marco Polo Skarfabakki 22
14. CelebritySilhouette* Skarfabakki 122
18. Spitsbergen Miðbakki 7
19. CelebrityReflection* Skarfabakki 125
20. Ocean Diamond Miðbakki 8
24. AIDAluna Skarfabakki 69
26. Fram Miðbakki 12
28. Akademik SergeyVavilov Miðbakki 6
29. Spitsbergen Faxagarður 7
29. Ocean Diamond Miðbakki 8
30. MSC Preziosa* Skarfabakki 139
31. NorwegianGetaway* Skarfabakki 146
1. Sun Princess Skarfabakki 77
Komur í júní
1. Seabourn Quest Sundabakki 32
5. Norwegian Spirit* Skarfabakki 76
6. Pan Orama Bátabryggja@ 1
6. CelebrityReflection* Skarfabakki 125
6. Pan Orama*** Grófarbakki 1
7. Ocean Diamond Miðbakki 8
7. Viking Sky** Skarfabakki 48
9. Spitsbergen Miðbakki 7
9. AIDAvita* Skarfabakki 42
10. AIDAluna Skarfabakki 69
12. Berlin Miðbakki 10
13. Bremen Miðbakki 7
15. Magellan* Skarfabakki 46
15. AIDAsol Skarfabakki 71
16. Ocean Diamond Miðbakki 8
16. Hebridean Sky Faxagarður 4
16. Mein Schiff 3* Skarfabakki 100
18. Silver Cloud Miðbakki 17
18. Zuiderdam* Skarfabakki 82
20. Spitsbergen Miðbakki 7
20. Crystal Serenity** Skarfabakki 69
21. Pan Orama** Grófarbakki 1
22. MSCOrchestra* Skarfabakki 92
23. RCGS Resolute Faxagarður 8
23. Bremen Miðbakki 7
23. Columbus Skarfabakki 64
23. Pacific Princess Sundabakki 30
24. Marco Polo Skarfabakki 22
25. Ocean Diamond Miðbakki 8
25. Boudicca* Korngarður 28
25. Rotterdam Skarfabakki 62
25. Star Breeze Faxagarður 10
25. CelebritySilhouette* Skarfabakki 122
26. Astor* Sundabakki 21
27 AIDAluna Skarfabakki 69
30. CostaMediterranea* Skarfabakki 86
30. Ventura* Skarfabakki 116
Komur í júlí
1. Spitsbergen Miðbakki 7
1. BlackWatch Korngarður 29
2. Star Breeze Miðbakki 10
3. Balmoral* Korngarður 44
3. Mein Schiff 3* Skarfabakki 100
4. Ocean Diamond Miðbakki 8
4. Aidabella* Skarfabakki 69
5. Vasco da Gama Skarfabakki 56
5. Pan Orama** Grófarbakki 1
5. Ocean Endeavour Miðbakki 13
8. Berlin Miðbakki 10
Komu-
dagur Skip
Hafnar-
garður
þús.
tonn
8. QueenVictoria* Skarfabakki 90
9. Star Breeze Miðbakki 10
10. Seven SeasNavigator* Skarfabakki 29
10. Oriana Skarfabakki 69
11. Fram Miðbakki 12
12. Hamburg Miðbakki 15
12. Norwegian Spirit* Skarfabakki 76
13. Magellan Skarfabakki 46
13. Ocean Diamond Miðbakki 8
14. Ocean Endeavour Miðbakki 13
14. MSCOrchestra* Skarfabakki 92
14. Sea Princess Skarfabakki 77
16. N.G. Explorer Faxagarður 6
16. Star Breeze Miðbakki 10
16. AIDAluna Skarfabakki 69
17. Hanseatic Nature Miðbakki 16
17. Zuiderdam* Skarfabakki 82
17. Marco Polo Skarfabakki 22
19. QueenMary 2* Skarfabakki 149
19. Pan Orama* Grófarbakki 1
19. Europa* Skarfabakki 29
20. Astor Sundabakki 21
21. Mein Schiff 5* Skarfabakki 99
22. Ocean Diamond Miðbakki 8
22. Pan Orama Bátabryggja@ 1
23. Astoria** Skarfabakki 16
23. Sapphire Princess Skarfabakki 116
23. Star Breeze Miðbakki 10
24. Bremen Faxagarður 7
24. OceanAtlantic Skarfabakki 13
24. Le Champlain* Miðbakki 10
25. N.G. Explorer Faxagarður 6
25. DisneyMagic* Skarfabakki 83
25. Marco Polo Korngarður 22
26. Pan Orama* Grófarbakki 1
27. Saga Sapphire* Skarfabakki 37
28. Arcadia* Skarfabakki 84
28. Le Boreal Akraneshöfn 11
28. AIDAcara* Skarfabakki 39
29. Pan Orama Bátabryggja@ 1
30. Star Breeze Faxagarður 10
30. Rotterdam* Skarfabakki 62
30. MSC Preziosa* Skarfabakki 139
30. SilverWind* Miðbakki 17
31. Ocean Diamond Faxagarður 8
31. OceanAtlantic Korngarður 13
Komur í ágúst
1. Astoria* Sundabakki 16
1. Le Champlain Miðbakki 10
1. Costa Mediterranea Skarfabakki 86
1. Marella Explorer Skarfabakki 77
2. Pan Orama* Grófarbakki 1
2. Queen Elizabeth Skarfabakki 91
2. BlackWatch* Korngarður 29
2. AIDAluna Skarfabakki 69
3. N.G. Explorer Faxagarður 6
3. OceanMajesty Miðbakki 10
4. QueenVictoria* Skarfabakki 90
5. Silver Cloud Miðbakki 17
5. Pan Orama Bátabryggja@ 1
5. World Explorer Faxagarður 9
6. RoaldAmundsen Skarfabakki 21
6. Seabourn Quest Skarfabakki 32
6. Star Breeze Miðbakki 10
7. OceanAtlantic Miðbakki 13
8. Le Champlain Miðbakki 10
8. TheWorld** Skarfabakki 43
9. Ocean Diamond Miðbakki 8
10. Pacific Princess Sundabakki 30
10. Nieuw Statendam* Skarfabakki 100
Komu-
dagur Skip
Hafnar-
garður
þús.
tonn
11. Boudicca* Skarfabakki 28
12. N.G. Explorer Miðbakki 6
12. Viking Sky** Skarfabakki 48
13. Mein Schiff 4* Skarfabakki 99
13. Star Breeze Miðbakki 10
14. Hamburg Miðbakki 15
14. Silver Cloud Sundabakki 17
15. Scenic Eclipse Miðbakki 22
16. Pan Orama* Grófarbakki 1
17. Polar Pioneer Faxagarður 2
17. World Explorer* Miðbakki 9
17. Nautica* Skarfabakki 30
18. AIDAcara* Skarfabakki 39
19. CelebritySilhouette* Skarfabakki 122
19. Pan Orama Bátabryggja@ 1
20. Star Breeze Miðbakki 10
21. N.G. Explorer Faxagarður 6
21. Seven SeasNavigator Skarfabakki 29
21. Astoria Miðbakki 16
22. Deutschland Skarfabakki 22
23. Pan Orama* Grófarbakki 1
23. Zuiderdam* Skarfabakki 82
25. Amadea Skarfabakki 29
26. Pan Orama Bátabryggja@ 1
27. MSCOrchestra Skarfabakki 92
28. Star Pride Miðbakki 10
28. AIDAvita Skarfabakki 42
29. Albatros* Skarfabakki 29
30. Pan Orama** Grófarbakki 1
30. World Explorer* Miðbakki 9
31. Ocean Diamond Faxagarður 8
31. Rotterdam* Skarfabakki 62
31. Serenade of theSeas* Skarfabakki 90
Komur í september
1. Pacific Princess Sundabakki 30
1. Ocean Nova Miðbakki 2
3. Hamburg Miðbakki 15
3. AIDAluna Skarfabakki 69
4 SilverWind* Miðbakki 17
7. Sea Spirit Miðbakki 4
8. Norwegian Spirit** Skarfabakki 76
8. AIDAcara* Skarfabakki 39
9. Ocean Diamond Faxagarður 8
9. OceanMajesty Miðbakki 10
10. Marella Explorer Skarfabakki 77
10. Riviera** Skarfabakki 66
11. Hanseatic Nature Miðbakki 16
12. AIDAdiva Skarfabakki 69
13. Queen Elizabeth* Skarfabakki 91
13. Pan Orama** Grófarbakki 1
16. Sea Spirit Faxagarður 4
16. Ocean Diamond Miðbakki 8
17. Viking Sea Skarfabakki 48
19. Viking Sun Skarfabakki 48
19. Magellan* Skarfabakki 46
20. Silver Cloud Miðbakki 17
20. Silver Explorer Faxagarður 6
22. Ocean Diamond Miðbakki 8
25. Sea Spirit Miðbakki 4
28. Ocean Diamond Miðbakki 8
28. MSCMeraviglia* Skarfabakki 168
Komur í október
4. Ocean Nova Miðbakki 2
5. Norwegian Spirit* Skarfabakki 76
18. Marco Polo* Skarfabakki 22
19. Magellan** Skarfabakki 46
24. Ocean Dream* Skarfabakki 35
29. Astoria* Skarfabakki 16
Komur skemmtiferðaskipa
til Reykjavíkur og Akraness@ í sumar
2019
Alls 199 skipakomur
Enn eitt metið
verður slegið
á þessu sumri
Fyrsta risaskipið er væntanlegt til
Reykjavíkur í dag 199 skipakomur
Morgunblaðið/RAX
Reykjavík Risaskip siglir inn í
Sundahöfnina í fylgd Magna.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019
Íslendingar hafa mikinn áhuga á
skipum. Þegar stóru skemmti-
ferðaskipin koma í Sundahöfn
fyllist hafnarsvæðið af áhuga-
sömum áhorfendum. Morgun-
blaðið birtir árlega lista yfir
skipakomur svo fólk viti hvaða
daga skipin koma. Upplagt er að
geyma listann, t.d. á ísskápn-
um. Breytingar geta orðið af
ýmsum ástæðum og þá er upp-
lagt að fylgjast með uppfærðum
lista á www. faxafloahafnir.is.
Þar er komutími líka skráður.
Fyrsta skipið kemur til Akur-
eyrar í dag og þar má fylgjast
með skipunum á www.port.is.
Íslendingar
áhugasamir
SKEMMTIFERÐASKIPIN
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Einstök
minning
Stúdenta-
myndatökur