Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 Tekur ál, stál og ryðfrí hnoð upp að 4,8mm. LED ljós fyrir léleg birtuskilyrði. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðum. Verð 59.900 kr. (með rafhlöðu) M12 BPRT Alvöru hnoðbyssa fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 Mercedes Bens til sölu Mjög vel með farinn svartur Mercedes Bens CLS 350 Bluetec til sölu, árg. 2015, ekinn aðeins 44 þús. km. Bíllinn er í topp standi og hefur verið í reglulegu viðhaldi hjá Öskju. Svart leðuráklæði, topplúga rafm. & hiti í sætum, „self park“ og margt fl. Verð 7.490 þús. Áhugasamir hafið samband í síma 896-0747. TIL SÖLU Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Tveir kunningjar á Akureyri fengu þá hugmynd fyrir 15 árum að gera eitthvað skemmtilegt og létu ekki sitja við orðin tóm heldur stofnuðu tölvufyrirtæki. Það fékk nafnið Stefna og er í dag eitt stærsta hug- búnaðarfyrirtæki á landsbyggðinni og hagur þess eykst ár frá ári. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir Matthías Rögnvaldsson, fram- kvæmdastjóri Stefnu og annar stofn- enda fyrirtækisins, en hinn er Róbert Freyr Jónsson, sölustjóri þess. Áður en Stefna varð til var Matt- hías þjónustustjóri hjá Skrín, hýsing- ar- og ráðgjafarfyrirtæki í tölvugeir- anum á Akureyri, og Róbert var verslunarstjóri hjá Radíónausti. Leiðir þeirra lágu saman vegna starfa þeirra og þeir fengu sér stund- um kaffibolla saman. Dag einn spurði Matthías Róbert hvort þeir ættu ekki að gera eitthvað skemmtilegt saman einhvern tímann. „Róbert hafði svo samband við mig einhverjum mánuð- um síðar og spurði mig hvort ég hefði verið að meina þetta. Og við slógum til,“ rifjar Matthías upp. Þetta var í apríl 2004 og þeir fengu fljótlega vinnuaðstöðu í Foldu-húsinu hjá Sambandsverksmiðjunum, gömlu Gefjunarbúðinni, og innan tíð- ar bættist Birgir Haraldsson í hóp- inn, en hann var þá kerfisstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Fljótlega hófu þeir félagar rekstur tölvuskóla, buðu upp á tölvuviðgerðir og opnuðu verslun með tölvuvörur. „Við áttum enga peninga og byrjuð- um hreinlega á að spyrja fólk hvort það þyrfti ekki að losa sig við eitt og annað. Margir voru tilbúnir að rétta okkur hjálparhönd; Guðbrandur for- stjóri og Jón Hallur fjármálastjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa vissu til dæmis um töluvert af skrif- borðum og stólum þar á bæ sem ekki var verið að nota og gáfu okkur. Við fengum líka borð og stóla í nokkrum skólum. Við keyptum spónaplötur, söguðum og settum ofan á borðin, og máluðum með skipamálningu sem okkur var gefin,“ segir Matthías. „Við vorum með eitt gerviblóm, feng- um eldhúsborðið hennar mömmu, kaffikönnur, hnífapör og bolla frá öðrum mömmum og ísskáp frá ömmu einhvers. Ýmsan tölvubúnað fengum við svo gefins hér og þar. Þannig hófst útgerðin.“ Með Norðurlöndin í sigtinu Ekki leið á löngu þar til starfs- menn Stefnu hófu að smíða vef- umsjónarkerfið Moya og í kjölfarið fór fyrirtækið að bjóða upp á alls kyns lausnir og heimasíðugerð. Fljót- lega fékk Stefna viðskiptavini á borð við Samherja, Háskólann á Akureyri, Sjúkrahúsið á Akureyri, Heklu og bílaleiguna Höld. Öll þessi fyrirtæki eru enn í við- skiptum við Stefnu. Núna eru starfsmenn Stefnu 27 og þeim hefur fjölgað um tvo til fjóra á hverju ári undanfarið í samræmi við 20-30% árlegan vöxt fyrirtækisins. Meirihluti starfsmanna er á Akur- eyri, en auk þess er fyrirtækið með starfsstöð í Kópavogi og tveir starfs- menn búa í Svíþjóð og sinna þaðan fjarvinnu. Spurður hvort til standi að færa út kvíarnar til annarra landa segir Matthías að það hafi vissulega verið rætt. „Okkar markmið er að sækja á Norðurlöndin og við gerum það vonandi fyrr en síðar.“ Matthías segir að staðsetningin á Akureyri sé ótvíræður kostur. Ná- lægðin við háskólasamfélagið hafi styrkt fyrirtækið, en um tíma var tölvunarfræði kennd við HA og tals- verður hluti starfsmanna Stefnu kom beint úr því námi. „Stefna væri klár- lega ekki það sem hún er í dag ef Há- skólans á Akureyri hefði ekki notið við,“ segir Matthías. Snjallsímar breyttu miklu Á þeim 15 árum sem Stefna hefur starfað hafa orðið miklar breytingar í vefsíðugerð og öðrum tölvumálum. Matthías segir að ein helsta breyt- ingin hafi orðið þegar snjallsímar urðu almenningseign og aðlaga þurfti vefi að þessum nýju tækjum. „Vef- umferð fer að stórum hluta fram í gegnum símana í dag og vefsíður verða sífellt mikilvægari þáttur í rekstri fyrirtækja sem setja meiri metnað í þær en áður,“ segir hann. Liðlega 1.000 vefir eru nú í loftinu á vegum Stefnu. Þegar leitað er til fyrirtækisins með vefsíðugerð í huga er byrjað á því að setjast niður, meta þörfina og hvaða tilgangi síðan á að þjóna. „Við búum síðan til grind í samráði við viðskiptavininn og síðan vefinn sjálfan. Hugsanlega eru ein- hverjar forritunarlausnir sem þarf að huga að. Vefurinn er svo afhentur og við kennum á hann. Hugmyndin á bak við alla okkar vefi er að þeir séu sjálfbærir þannig að viðskiptavinur- inn geti viðhaldið honum sjálfur. En við erum líka með starfsfólk til að sinna því fyrir þá sem af einhverjum ástæðum gera það ekki sjálfir.“ Eitt af þeim verkefnum sem Stefna hefur haft með höndum er vefur og tölvu- kerfi nýopnaðra Vaðlaheiðarganga. Þar hannaði Stefna svokallað bak- kerfi til að tengja saman ýmis kerfi sem eru m.a. innheimtukerfi, gagna- grunnur Samgöngustofu, gjald- heimtukerfi og myndavélakerfi. Matthías segir að það verkefni hafi verið bæði krefjandi og skemmtilegt. Ennþá skemmtilegt eftir 15 ár Spurður hvað sé fram undan hjá Stefnu segir Matthías að á borðinu séu mörg og fjölbreytt verkefni, m.a. í opinbera geiranum sem Stefna hef- ur fengið eftir útboð en fyrirtækið þjónustar um helming allra sveitarfé- laga á landinu. Þá eru nokkrir stórir vefir á teikniborði Stefnu. Er þetta ennþá skemmtilegt eftir 15 ár? „Já, þetta er það. Verkefnin eru skemmtileg og svo erum við svo heppin að vinna með frábæru fólki, starfsmannavelta er lítil og mikil samheldni í hópnum.“ Þrátt fyrir að mikið sé að gera á skrifstofum Stefnu er reglulega grip- ið þar í borðtennisspaða, enda alvöru- borð til iðkunar þeirrar íþróttar á vinnustaðnum. Engum sögum fer þó af árangri við borðtennisborðið. Það sem unnið er við skrifborð starfs- manna fer hins vegar ekki fram hjá neinum; það birtist á tölvuskjám þús- unda landsmanna á degi hverjum. Stefna á Akureyri stefnir hátt  Eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins er 15 ára  Spurningin: „Eigum við ekki að gera eitthvað skemmtilegt?“ varð örlagarík  Njóta góðs af nálægðinni við háskólasamfélagið Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson Stefna hátt Matthías Rögnvaldsson og Róbert Freyr Jónsson stofnuðu Stefnu fyrir 15 árum og nú er fyrirtækið eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þó er tími til að grípa í borðtennisspaða. Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi, ásamt 15 sendiráðum landa ESB, bjóða til veislu í dag, fimmtu- dag, í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kl. 17 til 19. Boðið verður upp á mat og drykk víðsvegar að úr Evrópu, sem og tónlist og skemmtiatriði, t.d. ungverska þjóðdansa og búlg- arskan barnakór. Veislan er öllum opin, að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá sendinefnd ESB. Tilefni veislunnar er Evrópudagurinn svo- nefndi, þar sem samvinnu ríkja í Evrópu er fagnað. Í ár verður þess minnst sér- staklega að aldarfjórðungur er lið- inn frá því að Ísland hóf fulla þátt- töku í innri markaði ESB í gegnum samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið (EES). Veisla í Ráðhúsinu á Evrópudeginum í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.