Morgunblaðið - 09.05.2019, Síða 29

Morgunblaðið - 09.05.2019, Síða 29
varpsins meðal frjálsra félagasam- taka, en við það var þó miðað við gerð þess að löggjöfin yrði ekki íþyngjandi og möguleiki félaganna til að ákvarða innra skipulag sitt yrði ekki þrengdur. Sex manna starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins er nú að skoða hvort skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök. Annað markmið með vinnunni er að stuðla að auknu samræmi starfsem- innar við sambærilega starfsemi í ná- grannaríkjum okkar. Innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins hefur farið fram grunnskoðun á þessum þætti. Komið hefur í ljós að í ákveðnum til- vikum eru skattundanþágur víðtæk- ari fyrir starfsemi sem fellur undir þriðja geirann í nágrannaríkjum okk- ar heldur en hér á landi. Sem dæmi má nefna að í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru undanþágur til staðar vegna fjármagnstekna og gjafa frá einstaklingum til góðgerðarfélaga. Þá liggur jafnframt fyrir að reglu- verk er varðar skattlagningu á starf- semi sem fellur undir þriðja geirann hefur í grunninn staðið óbreytt í langan tíma. Við það er miðað að starfshópurinn skili tillögum sínum fyrir 15. júní næstkomandi. Stjórnendanám í HR Í haust býður Háskólinn í Reykja- vík upp á nám fyrir stjórnendur í þriðja geiranum. Námslínan hóf göngu sína haustið 2017 og er nú haldin í annað sinn. Linda Vilhjálms- dóttir, verkefnastjóri hjá HR, segir að námið hafi heppnast vel og mælst vel fyrir hjá þátttakendum sem allir voru stjórnendur innan þriðja geir- ans, ýmist frá stórum eða litlum fé- lögum. „Það sem þeim þótti ekki síst verð- mætt var tengslamyndunin á meðan á náminu stóð, auk þess sem þau voru sammála okkur um að þörf væri fyrir svona sérhæft stjórnendanám,“ segir Linda. Hún segir námið henta stjórnendum félaga- og sjálfseignar- stofnana, bæði nýjum og þeim reynd- ari, jafnt frá smáum sem stórum fé- lögum. Kennslan byggist að miklu leyti á hagnýtum verkefnum úr þriðja geiranum. Áhersla er lögð á persónulega þróun þátttakenda með það að leiðarljósi að efla og styrkja stjórnendur til að takast á við áskor- anir sem oft eru ólíkar þeim sem stjórnendur á almennum vinnumark- aði standa frammi fyrir. Frumkvæði að náminu kom frá Al- mannaheillum í því skyni að efla starf félaga sem starfa án hagnaðarsjón- armiða. Samtökin telja ýmsar áskor- anir felast í að stjórna slíkum félög- um sem ekki finnast í hagnaðar- drifnum fyrirtækjum eða opinberum stofnunum. Til að mynda er fjár- mögnun með öðrum hætti, við- skiptavinir eru aðrir og það að stýra hópi sjálfboðaliða kallar á annars konar mannauðsstjórnun. FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 Drög að skýrslunni er að finna á www.landsnet.is Uppbygging flutningskerfis raforku – Hver er staðan í þinni heimabyggð? Við bjóðum til samtals á eftirfarandi stöðum : Reykjavík Þriðjudaginn 14. maí kl. 8.30-10.30 Grand Hótel Akureyri Miðvikudaginn 15. maí kl. 14.00-16.00 Hótel KEA Neskaupstaður Fimmtudaginn 16. maí kl. 14.00-16.00 Safnahúsið Neskaupstað Grundarfjörður Föstudaginn 17. maí kl. 12.30- 14.30 Samkomuhús Grundarfjarðar Hella Mánudaginn 20. maí kl. 12.00-14.00 Stracta Hótel Vestmannaeyjar Mánudaginn 20. maí kl. 19.30-21.00 Akóges Ísafjörður Þriðjudaginn 21. maí kl. 15.00-17.00 Hótel Ísafjörður Komdu og kynntu þér hvað er verið að gera til að tryggja leiðina inn í framtíðina sem við vitum að verður rafmagnaðri en áður. Við kynnum drög að nýrri kerfisáætlun á opnum fundum víðs vegar um landið á næstu vikum. Að kynningu lokinni gefst fundargestum tækifæri til að ræða við fólkið sem vinnur að gerð áætlunarinnar yfir kaffibolla. SAMRÁÐ OG SAMTAL UM DRÖG AÐ KERFISÁÆTLUN 2019–2028 Um þriðjungur heimsstofns heiðlóu verpur hér á landi og um 27% heims- stofns spóa. Hvað varðar stelk þá verpa hér um 12% heimsstofnsins, 10% lóuþræls og 7% af heimsstofni jaðrakans. Þetta kemur fram í nýrri vísind- grein í alþjóðlega vísindaritinu Wa- der Study sem dr. Lilja Jóhannes- dóttir, starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands, vann ásamt félögum sínum við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi og við háskólana í Austur-Anglíu í Bretlandi og í Aveiro í Portúgal. Greinin fjallar um íslenska mófugla: stöðu, ógnir og áskoranir við verndun. Fjallað er um niðurstöðurnar á heimasíðu Náttúrustofu Suðaustur- lands og segir þar m.a.: „Greinin er yfirlitsgrein um stöðu algengustu vaðfuglategunda sem verpa í úthaga á Íslandi. Farið er yfir stofnstærðir, lýðfræðilega þekkingu (þá litlu sem til er), stöðu verndar og helstu ógnir sem stafa að þessum tegundum. Hér á Íslandi höfum við ofurstóra vað- fuglastofna (samanborið við ná- grannalönd okkar sem mörg hafa gengið alltof harkalega á búsvæði þeirra) sem við höfum skuldbundið okkur til að vernda með þátttöku okkar í fjölda alþjóðlegra samninga. Tillit sé tekið til fuglanna Mikilvægi Íslands í því samhengi er gríðarmikið, en til dæmis má nefna 34% heimsstofns heiðlóu og 27% spó- ans verpa hér á landi, og því mikil- vægt að við umgöngumst þessar teg- undir og búsvæði þeirra af virðingu. Ein helsta ógnin sem þessir fuglar búa við á Íslandi er búsvæðatap og loftslagsbreytingar. Það er því nauð- synlegt að við skipulag framkvæmda sé fylgt eftir ákvæðum alþjóðasamn- inga, tekið tillit til þarfa fugla og að við Íslendingar gerum allt sem í okk- ar valdi stendur til að sporna við lofts- lagsbreytingum.“ aij@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Veisla hjá lóunni Umgangast þarf búsvæði fugla af virðingu. Þriðjungur lóustofns heimsins verpur hér Umsagnir sem borist hafa Al- þingi vegna frumvarps um félög til almannaheilla eru yfirleitt já- kvæðar, en flestir gera þó ein- hverjar efnislegar athugasemd- ir. Umsögn SÍBS sker sig úr. Það vill að frumvarpið verði dregið til baka og fari til gagngerrar endurskoðunar í ráðuneytinu. SÍBS telur sérstök lög af þessu tagi óþörf, íþyngjandi og yfir- stýrandi og til þess fallin að bregða fæti fyrir starfsemi fé- laga sem ekki ráða við strangar formkröfur laganna. Þá kemur fram í umsögn SÍBS að félagið Almannaheill tali ekki fyrir þann yfirgnæfandi meirihluta frjálsra félagasamtaka sem ekki eru að- ilar að Almannaheillum. Fundið að frumvarpi LÖG UM ÞRIÐJA GEIRANN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.