Morgunblaðið - 09.05.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 09.05.2019, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Varmadælur Hagkvæmur kostur til upphitunar Verð frá aðeins kr. 145.000 m.vsk Midea KMB-E09 Max 3,4 kW 2,65 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,85) f. íbúð ca 40m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Hægt að fá WiFi sendi svo hægt sé að stjórna dælunni úr GSM síma Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Mission Extreme Umhverfisvænn kælimiðill Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Rekstraröryggið eykst til stórra muna og kostnaður við aðföng minnkar,“ segir Halldór J. Gunn- laugsson, kúabóndi á Hundastapa á Mýrum. Hann var fulltrúi Bún- aðarsambands Mýramanna í starfshópi sem gerði áætlun um lagningu háspennustrengs fyrir þriggja fasa rafmagn um Mýrarn- ar. Vinna við fyrsta áfanga er haf- in, lagning háspennustrengs til þriggja kúabúa í gamla Álftanes- hreppi, og er búist við að streng- urinn verði kominn að býlunum í næstu viku. Um leið eru lögð rör fyrir ljósleiðara. Starfshópurinn og Rarik gerðu greiningu á því hvar brýnast væri að tengja þriggja fasa rafmagn. Bæir með stór kúabú, róbóta og aðra nútímatækni eru þar í for- gangi ásamt öðrum býlum með mikla atvinnustarfsemi. Halldór segir að raflínurnar á hluta svæðisins séu gamlar og raf- magn slái oft út. Því sé komið að endurnýjun. Þá séu kúabúin rekin með dýrum bráðabirgðalausnum. Flýtifé á fjárlögum Lagning þriggja fasa rafmagns um sveitahreppana vestan Borg- arness var ekki á áætlun hjá Rarik fyrr en um miðjan fjórða áratug þessarar aldar. Sveitarstjórn Borgarbyggðar, Búnaðarfélag Mýramanna og einstakir bændur hafa þrýst á um að fyrr yrði ráðist í úrbætur. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra beitti sér fyrir því að flýtifé fengist á fjárlögum og fjármálaáætlun rík- isins, bæði fyrir Mýrarnar og Skaftárhrepp. Mýrarnar eru í þessu efni skilgreindar vítt, það er að segja svæðið frá Hvítárósum, vestur Mýrar og um Kolbeins- staðahrepp hinn forna og Eyja- og Miklaholtshrepp. Áætlun um lagn- ingu ljósleiðara ýtti á eftir enda hagkvæmt að leggja báða streng- ina í einu. Vinna við fyrsta áfanga stendur yfir. Þórarinn Þórarinsson verk- taki er að plægja í jörð strengi að Leirulæk, Leirulækjarseli og Lambastöðum í Álftaneshreppi hinum forna. Eftir tvö ár stendur til að leggja að nokkrum bæjum í Hraunhreppi hinum forna og Kol- beinsstaðahreppi og síðasti áfang- inn er áætlaður árið 2022. Halldór segir að með þessum framkvæmdum sé komin grind fyrir stofnlagnir um þessar sveitir og auðveldara að tengja fleiri bæi við bæði rafmagn og ljósleiðara. Kúabúin fá þriggja fasa rafmagn til sín  Háspennustrengur og ljósleiðararör plægð í jörðu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Plæging Vélar Þórarins Þórarinssonar verktaka eru notaðar til að plægja háspennustreng og ljósleiðararör niður í jörðina hjá Leirulæk. Þeir sem kjósa Miðflokkinn og Framsóknarflokkinn hafa minnsta trú á framlagi Íslands, Hatara, í Eurovision í ár. Fjórðungur lands- manna telur að íslenska lagið verði í einum af fimm efstu sætunum í keppninni. Álíka margir spá því að lagið verði í 6. – 10. sæti og 80% spá því að lagið komist áfram á loka- kvöld keppninnar. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar MMR á því hvert landsmenn spá að gengi Ís- lands verði í Eurovision í ár. Meðal annarra niðurstaðna var að jákvæðni gagnvart gengi Íslands í keppninni er mest hjá yngri aldurshópum, en 64% svarenda á aldrinum 18-29 ára spáðu ís- lenska laginu einu af tíu efstu sætunum, en 25% þeirra sem eru 68 ára og eldri. Stuðningsfólk Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar reyndist líklegra en annarra flokka til að hafa trú á íslenska laginu. Ungir líklegastir til að hafa trú á Hatara Hatari Höfðar meira til ungra. Umhverfisstofnun hefur ákveðið að takmarka umferð um Dyrhólaey frá síðasta föstudegi til 25. júní milli kl. 9 og 19. Þá verður umferð almennings einvörðungu heimil um Lágey og Háey eftir merktum göngustígum og akvegum. Á næt- urnar er friðlandið lokað frá kl. 19 til 9. Frá 25. júní kl. 9 að morgni verður friðlandið opið allan sólar- hringinn. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar skýrslu fuglafræðings að lokinni árlegri athugun á fuglalífi í Dyr- hólaey og með tilliti til verndunar fuglalífs á varptíma. Samtals sáust 26 tegundir fugla í Dyrhólaey í könnun fuglafræðinga í lok apríl, en sjófuglar eru algengastir fugla í Dyrhólaey. Flestum verpandi teg- undum hefur farið þar fækkandi frá aldamótum. Umferð ferða- manna hefur stóraukist á síðast- liðnum áratug. aij@mbl.is Umferð takmörkuð um Dyrhólaey Morgunblaðið/Árni Sæberg Dyrhólaey Umferð verður tak- mörkuð til 25. júní næstkomandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.