Morgunblaðið - 09.05.2019, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þegar evranvarð til varpólitíkin
látin ráða för og
efnahagslegur
veruleiki mætti af-
gangi. Þetta hefur
í raun blasað við
frá upphafi þótt reynt hafi ver-
ið að horfa fram hjá því eins og
oft er þegar óþægilegt er að
gangast við hinu augljósa.
Sumir eru þó tilbúnir að
segja hlutina eins og þeir eru.
Það á við um Mervyn King,
fyrrverandi bankastjóra Eng-
landsbanka, sem í fyrradag
kom fram á fundi viðskipta-
fræðideildar Háskóla Íslands
og Samtaka sparifjáreigenda
og sagði að tilurð evrusvæð-
isins hefði verið algerlega
ótímabær.
Þar sagði King eins og fram
kom í frásögn Morgunblaðsins
af fundinum í gær að hann
þekkti ekki nein dæmi í sög-
unni um myntbandalag sem
hefði lifað af án þess að hafa
orðið að einu ríki og bætti við
að væri ekki vilji til að taka
það skref væri betur heima
setið.
King sagði enn fremur að
áhrifafólk í Evrópusamband-
inu hefði gert sér fulla grein
fyrir að evrusvæðið væri ávís-
un á vandamál. Þau myndu á
endanum leiða til efnahags-
kreppu, sem hins vegar myndi
neyða ráðamenn innan sam-
bandsins til að fara alla leið og
breyta því í eitt ríki.
„Þeir trúa þessu ennþá, þeir
trúa því enn að Þýskaland
verði aldrei reiðubúið til að
láta myntbandalagið hrynja og
að lokum muni þýskir kjós-
endur neyðast til þess að nið-
urgreiða skuldir
[evru-]ríkja í suðr-
inu,“ var haft eftir
King í fréttinni.
Bætti King við að
það hefði verið
ábyrgðarlaust að
setja mynt-
bandalag á laggirnar án sam-
eiginlegra ríkisfjármála.
Síðan segir í endursögninni
af máli Kings: „Þetta hefði
meðal annars leitt til þeirra
efnahaglegu erfiðleika sem
Grikkir hefðu þurft að takast á
við, sem hefðu verið jafnvel
verri en efnahagskreppan á
fjórða áratug síðustu aldar.
Það væri hneyksli að hans
áliti. Ríki evrusvæðisins væru
á milli steins og sleggju. Þau
legðu ekki í að yfirgefa evru-
svæðið, þótt það væri mis-
heppnað, og ekki væri heldur
nægur vilji til þess að taka
skrefið í átt að sameiginlegum
fjármálum. „Þau eru algerlega
föst þar sem þau eru.“
King sagði ekki hægt að
fara út í „ævintýri“ eins og
evrusvæðið án þess að vera
heiðarlegur við kjósendur og
tjá þeim hvað því myndi
fylgja. Ekki hefði verið heið-
arlegt að segja kjósendum að
ekkert neikvætt fylgdi evru-
svæðinu og ekki þyrfti að hafa
neinar áhyggjur.“
Það er óvenjulegt að svo
tæpitungulaust sé talað um
evruna og pólitíkina á bak við
hana. Sú spurning vaknar
hvers vegna hér á landi finnast
enn stjórnmálamenn, sem til-
búnir eru að fara út í „ævin-
týri“ eins og evrusvæðið án
þess að vera heiðarlegir við
kjósendur og tjá þeim hvað því
myndi fylgja.
Fyrrverandi forstjóri
Englandsbanka seg-
ir ríki evrusvæðisins
milli steins og
sleggju}
Evran ávísun á vanda
Samgöngur íReykjavík eru
í miklum ólestri og
hafa verið um ára-
bil. Þetta stafar
einkum af því að
borgaryfirvöld
hafa brugðist við aukinni um-
ferð með því að þrengja götur
og hafna hugmyndum sem
greitt gætu umferð.
Reynt er að vinna gegn því
að almenningur fari ferða
sinna á eigin bílum en ýtt und-
ir það með öllum ráðum, meðal
annars framlagi ríkisins sem
ella færi í vegabætur í borg-
inni, að auka notkun strætis-
vagna.
Árangurinn af þessu hefur
ekki verið neinn. Hlutfall
þeirra sem nýta strætó nú og
þegar átakið mikla hófst er
óbreytt. Það ber vott um jafn-
vel minni áhuga á almennings-
samgöngum en
mestu efasemda-
menn gátu ætlað.
Þrátt fyrir þetta
ætla borgar-
yfirvöld að halda
áfram á sömu
braut, en gefa í og bæta við
svokallaðri borgarlínu, sem er
lítið annað en ofvaxið og rán-
dýrt strætisvagnakerfi.
En þetta er ekki allt. Á
sama tíma og borgaryfirvöld
vanrækja gatnagerð setur
borgarstjóri fram þá hugmynd
að bæta hjólahraðbrautum við
hjólastígakerfi borgarinnar.
Væri ekki nær að einbeita
sér að því að koma umferðar-
mannvirkjum fyrir lang-
samlega algengasta ferðamát-
ann í lag, áður en farið er að
leggja hraðbrautir fyrir fá-
mennan hóp ofurhjólreiða-
manna?
Gatnakerfið í borg-
inni er í molum en
borgarstjóri ræðir
um hjólahraðbrautir }
Undarlegar áherslur
Í
sland mælist ofarlega og gjarna efst á
ýmsum mælikvörðum sem við notum
þegar við berum okkur saman við önn-
ur lönd. Það er oft ánægjulegt að mæl-
ast efst en alla lista er þó ekki eftir-
sóknarvert að toppa. Þar á meðal er það hvaða
lönd eru með flóknasta eftirlitsregluverkið en
Ísland mælist þar hæst allra OECD-þjóða. Á
öllum mælikvörðum listans um eftirlits-
regluverk er Ísland það hagkerfi þar sem
reglukerfið er mest.
Þetta er ekki jákvæð þróun. Eftirlitskerfi er
dýrara fyrir íslenskt atvinnulíf og hefur þannig
töluverð áhrif á samkeppnishæfni okkar. Það
hefur síðan bein áhrif á hagvöxt og atvinnu-
tækifæri. Þetta er þróun sem við þurfum að
snúa við. Það er ljóst að umhverfið í dag hefur
tilhneigingu til að ofregluvæða hlutina og borið
hefur til að mynda á því að gengið sé lengra við
innleiðingu EES-gerða en nauðsyn krefur. Oft reynist erf-
itt að greina hvaða hluti lagafrumvarps er á grundvelli
EES-samningsins og hvaða hluti er að frumkvæði ís-
lenskrar stjórnsýslu.
Utanríkismálanefnd samþykkti fyrr á árinu breytingar
sem einfalda en umfram allt gera innleiðingu EES-
reglugerða skilvirkari hér á landi. Það felur meðal annars í
sér að ekki verði hægt að læða inn aukareglugerðum eða
íþyngjandi ákvæðum eins og gjarnan vill gerast. Ráðherr-
arnir tveir í atvinnuvegaráðuneytinu hafa einnig sett af
stað vinnu um einföldun regluverks og það mættu fleiri
ráðherrar taka sér til fyrirmyndar. Það er sjálf-
sagt hægt að réttlæta ofsetningu reglugerða
með góðum tilgangi – líkt og svo mörg önnur af-
skipti hins opinbera af einstaklingum og at-
vinnulífi. Þegar upp koma mál, t.d. um vafa-
sama viðskiptahætti, er það yfirleitt fyrsta verk
að kanna hvort hið opinbera hafi verið búið að
setja lög eða reglur um viðeigandi starfsemi og
í kjölfarið kannað hvort hið opinbera hafi fylgt
því eftir með nægu eftirliti. Ef svo er ekki er
misgjörðum manna oft velt yfir á ábyrgð hins
opinbera. Á móti kemur að við veltum því sjald-
an fyrir okkur hvaða fórnir við færum með eft-
irliti í kjölfar íþyngjandi reglugerða. Það er að
hluta til eðlilegt, því það er erfitt að mæla ár-
angur sem aldrei varð.
Við eigum að búa til skýrar og góðar reglur í
því umhverfi sem atvinnulíf og almenningur
starfar og lifir í. Á sama tíma og öflugt eftirlit er
mikilvægt og að fyrirtæki séu varin fyrir ólögmætri hátt-
semi í atvinnurekstri má umhverfið ekki vera of íþyngj-
andi og kostnaðarsamt. Það er hagsmunamál okkar allra
að búa þannig um hnútana að hinn frjálsi markaður fái að
njóta sín. Um leið og hinn frjálsi markaður refsar skuss-
unum verðlaunar hann þá sem standa sig vel. Hið opinbera
mun aldrei – og á aldrei – ná þannig utan um atvinnulífið
að það teljist fullkomið á mælikvarða reglugerða.
aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Árangurinn sem aldrei varð
formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Malasíski auðkýfingurinnVincent Tan er við þaðað ganga frá kaupum á80% hlut í Icelandair
Hotels. Það er dótturfélag fjárfest-
ingafélagsins Berjaya Corporation
sem kaupir hlutinn, að því er greint
var frá í ViðskiptaMogganum í gær.
Áður hafði komið fram í fjölmiðlum
að dótturfélag Berjaya Corporation
hefði tilkynnt til kauphallarinnar í
Kuala Lumpur að félagið væri að
ganga frá yfir 1,6 milljarða kaup-
samningi á fasteign að Geirsgötu 11.
En hver er þessi auðkýfingur
og af hverju kýs hann að fjárfesta á
Íslandi? Tan er 67 ára og er þekkt-
astur fyrir að vera eigandi knatt-
spyrnuliðsins Cardiff City sem leikið
hefur í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Þræðir hans í viðskiptum liggja víða
og hann er sagður hafa góð tengsl
við stjórnmálamenn í heimalandi
sínu. Tan hefur fjárfest í fjarskipta-
og netfyrirtækjum, smásölu, fjöl-
miðlum, fasteignum og ferðaþjón-
ustu auk veðmálafyrirtækja. Hann
mun bera ábyrgð á innreið McDon-
alds skyndibitakeðjunnar til Malasíu
snemma á níunda áratugnum og síð-
ar fleiri alþjóðlegum vörumerkjum.
Vincent Tan keypti Cardiff City
árið 2010. Þó hann hafi komið með
nauðsynlega fjárfestingu inn í félag-
ið og stuðningsmenn hafi glaðst eftir
mögur ár féllu þó ekki allar hug-
myndir hans og ákvarðanir í góðan
jarðveg. Þannig þótti hann ekki sýna
sögu félagsins næga virðingu þegar
hann ákvað árið 2012 að liðið myndi
leika í rauðum búningum í stað
blárra eins og Cardiff hafði gert frá
upphafi. Gælunafnið Bluebirds þótti
ekki passa vel við rauða búninginni
og margir stuðningsmenn sneru
baki við liðinu. Um þverbak keyrði
þó þegar Tan vildi breyta nafni liðs-
ins í Cardiff Dragons. Tan bakkaði á
endanum með þessa ákvörðun sína
og Cardiff hefur leikið í bláu aftur
frá 2015.
Ræðir við leikmenn Cardiff
Aron Einar Gunnarsson lands-
liðsfyrirliði þekkir vel til Vincents
Tan eftir að hafa leikið í átta ár með
Cardiff City. Hann ber Tan vel sög-
una: „Vincent Tan er bisnessmaður
sem þykir vænt um sinn bisness.
Maður sér það með Cardiff hvað
hann hefur sett mikinn pening í
klúbbinn. Hann vill að klúbbnum
gangi vel.“
Aron segir að Tan sé duglegur
að heilsa upp á leikmenn liðsins og
ræða við þá. „Það er mikil ástríða í
honum. Ég hef ekki fengið að kynn-
ast bisnessmanninum Vincent Tan
heldur bara í gegnum fótboltann.
Eftir átta skemmtileg ár í Cardiff,
þar sem gengið hefur upp og ofan,
hef ég ekkert slæmt um manninn að
segja.“
Hefur sambönd á Íslandi
Það virðist ekki koma Aroni
mikið á óvart að Tan hafi ákveðið að
fjárfesta á Íslandi. Tan hafi lengi
verið áhugasamur um Ísland og tal-
að um undurfagra náttúru landsins.
„Hann hefur heimsótt landið
nokkrum sinnum og hefur heyrt í
mér og spurt hvert hann ætti
að fara. Hann hefur líka sam-
bönd heim. Það hafa margir
Íslendingar komið á leiki í
Cardiff í gegnum hann. Tan
hefur líka langað að gera
eitthvað á Íslandi, hvort
sem það væri í bisness
eða ekki. Ég vissi þó
ekkert af þessum
áformum, hann hafði
ekki spurt mig út í
neitt af þessu,“ segir
Aron Einar.
Kaupsýslumaður með
ástríðu fyrir boltanum
Vincent Tan er svo sannarlega
ekki allra. Fyrstu árin sem eig-
andi Cardiff City voru margar
ákvarðanir hans umdeildar eins
og rakið er hér til hliðar og var
honum til að mynda líkt við
óþokka úr James Bond-
myndunum. Sjálfur sagðist Tan
reyndar frekar líta á sjálfan sig
sem James Bond en óþokka
sem hann þarf að kljást við.
Svo eru það afskipti af fót-
bolta liðsins. Eitt sinn sagði
hann að til að betur gengi
þyrftu leikmenn þess einfald-
lega að skjóta oftar á markið.
Því oftar sem þeir skytu, þeim
mun líklegra væri að þeir
skoruðu. „Ég vil sjá mitt lið
taka 30-40 skot í hverj-
um leik,“ sagði Tan.
Aron Einar játar því
að Tan sé litríkur per-
sónuleiki. „Já, og það
er gaman að hlusta á
hann þegar hann tek-
ur sínar ræður.“
Gaman að
hlusta á hann
ARON ÁNÆGÐUR MEÐ TAN
Aron Einar
Gunnarsson
AFP
Ástríðumaður Vincent Tan, eigandi Cardiff City, mætir jafnan á heima-
leiki liðsins og situr í stúkunni íklæddur treyju liðsins. Vel gyrtur þó.