Morgunblaðið - 09.05.2019, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 09.05.2019, Qupperneq 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 Haustið 2013 samþykkti borg- arstjórnarmeirihlutinn nýtt að- alskipulag. Helstu áherslur þess voru mikil „þétting byggðar“ og breyttir samgönguhættir. Afleiðingar 95% þéttingar Málsvarar nýja aðalskipulags- ins töluðu eins og þeir hefðu fundið upp þéttingu byggðar en það var öðru nær. Í fyrra aðal- skipulagi var gert ráð fyrir 75% þéttingu. En nú skyldi þéttingin verða 95%. Þessi mikla þétting útilokaði strax að byggt yrði á ódýrum lóðum í eigu borgarinnar. Þess í stað hefur einkum verið byggt í og við Miðbæinn, á fokdýrum lóðum í eigu banka, sjóða eða forríkra einstaklinga. Nú þessa dagana eru fjölmiðlar að fjalla um nokkurra hundraða offramboð á lúxus- íbúðum í Miðbæ Reykjavíkur og næsta ná- grenni. Verðlag þessara íbúða er á bilinu frá 700 þúsund krónum fermetrinn og upp í og yfir milljón krónur fermetrinn. Á sama tíma og reyndar sl. átta ár, hefur verið viðvarandi meiri skortur á venjulegu fjölskylduhúsnæði í Reykjavík en dæmi eru um í áratugi, lóða- verð sem hlutfall af íbúðaverði hefur marg- faldast og íbúðaverð og húsaleiga hafa hækk- að meira og hraðar í Reykjavík en sögur fara af. Auk þess hefur svokölluð þétting byggðar í Reykjavík leitt af sér meiri dreifingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu en nokkurn tíma fyrr: Hundruð, ef ekki þúsundir ungra Reykvíkinga. hafa flúið í nærliggjandi sveit- arfélög, m.a. á Akranes, í Ár- borg og Reykjanesbæ, starfa enn í Reykjavík. en aka nú margfalda vegalengd til og frá vinnu. Þessi þróun hefur aukið umferðarálag, umferðarmengun, slysahættu og tímaskatt vegfar- enda. Þessar tvær meginforsendur Aðalskipulagsins, 95% þétting og eindregin andstaða við ríkjandi samgönguhætti borg- arbúa, eru líklega einhver skelfi- legustu skipulagsmistök sem gerð hafa verið í sögu Reykja- víkur. En það grátlega við þessi mistök er sú staðreynd að þau voru fullkomlega fyrirséð, öllum þeim sem vildu hugsa málið til enda. Í raun snerist málið aldrei um forpokaða flok- kapólitík, heldur almenna skynsemi, og þann hæfileika að hlusta á gagnrýni og réttmætar efasemdir. Fimm ára gömul aðvörun Þegar Aðalskipulagið var samþykkt greiddu ég, Júlíus Vífill Ingvarsson og Kjart- an Magnússon, atvæði gegn því og sömdum bókun þar að lútandi. Það er vel við hæfi að rifja nú upp þessa bókun, í tilefni af því að borgarstjórn hefur nú tekist að skapa hvort tveggja í senn, skort og offramboð á íbúðar- húsnæði í Reykjavík. Í bókun okkar segir m.a.: „Uppbygging á skipulagstímanum er tak- mörkuð við þéttingarreiti í eldri hluta borg- arinnar. Slík ofurtrú á einni leið til uppbygg- ingar stríðir gegn eðlilegri borgarþróun. Hún mun auk þess ýta undir að stór hluti fólks sem vill búa í Reykjavík mun leita þangað sem framboð er fjölbreyttara. Horft er framhjá margvíslegum göllum þess að þétta byggð, m.a. þeim aukna byggingarkostnaði sem því fylgir, aukinni umferð og meiri mengun.“ Í bókun okkar frá 2013 segir einnig: „Sú forsenda aðalskipulagsins að flestir vilji búa á þéttingarreitum í vesturborginni stenst ekki. Verði skipulagið samþykkt munu ungar fjölskyldur í ríkara mæli leita til ann- arra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu enda er með þessu skipulagi ekki verið að skapa þeim aðstæður til að hefja sinn búskap í borginni. Reynslan sýnir að barna- fjölskyldur eru ekki kaupendur íbúða á þétt- ingarreitum þar sem lóðarverð er hátt og íbúðir eru óhjákvæmilega dýrar. Við styðjum þéttingu byggðar þar sem því verður við komið en farsæl skipulagsvinna sem styður við eðlilega borgarþróun byggist á að svara ólíkum óskum íbúa og atvinnulífs. Úthverfum er í texta aðalskipulagsins lýst sem mein- semd sem verður að stöðva eftir „áratuga- langa gegndarlausa útþenslu“. Í samræmi við það er ekki gert ráð fyrir uppbyggingu í nýju eða nýlegu hverfi í útjaðri borgarinnar á aðalskipulagstímanum. Þau hverfi hafa í áranna rás verið eftirsóttustu byggingar- svæðin á höfuðborgarsvæðinu. Framtíð Reykjavíkur byggist á því að skapa ungu fólki tækifæri og aðstæður til uppbyggingar. Meginstefna aðalskipulagsins er að þétta byggð í Reykjavík en það mun leiða til meiri dreifingar byggðar á höfuðborgarsvæðinu.“ Brauð og kökur Allar þær afleiðingar sem hér var varað við hafa nú komið á daginn, skýrt og greini- lega. Þeir sem enn berja höfði við steininn og neita tölfræðilegum upplýsingum þar að lút- andi, ættu ekki að vera í pólitík. Frægasta setning mannkynssögunnar sem lýsir full- komnu skilningsleysi á tilteknum mannlegum aðstæðum og pólitískri stöðu, er með réttu eða röngu eignuð Marie Antonette, Frakk- landsdrottningu og eiginkonu Lúðvíks XVI. Tilefnið var krafa hungraðra Parísarbúa um brauð, skömmu fyrir stjórnarbyltinguna miklu, 1789: „Si le peuple n’a pas de pain qu’il mange de la brioche.“ Þetta hefur út- lagst á ensku: „Let them eat cakes“, en á ís- lensku: „Af hverju borða þau ekki bara kök- ur.“ Nú er offramboð á lúxsusíbúðum í og við Miðbæ Reykjavíkur, rétt eins og það var of- framboð á kökum í sölum Versala. Skyldi borgarstjórnarmeirihlutinn vera að velta því fyrir sér hvers vegna venjulegt, ungt fólk í Reykjavík kaupi sér ekki bara lúxusíbúð í Miðbænum á milljón krónur fermetrann? Eftir Mörtu Guðjónsdóttur » „Horft er framhjá marg- víslegum göllum þess að þétta byggð, m.a. þeim aukna byggingarkostnaði sem því fylgir, aukinni umferð og meiri mengun.“ Marta Guðjónsdóttir Vantar brauð – nóg af kökum Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hugvit verður drifkraftur vaxtar á þessari öld rétt eins og hagkvæm nýting náttúru- auðlinda var forsenda vaxtar og verðmætasköpunar á 20. öldinni. Náttúruauðlindir eru takmark- aðar og staðbundnar en hugvitið er óþrjótandi og án landamæra. Tilvist Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins byggist á því að virkja þann mikla kraft sem í hugvitinu felst með því að leggja félögum til áhættu- fjármagn með fjárfestingu og taka virkan þátt í uppbyggingu þeirra. Sjóðurinn kemur að félögum snemma á vaxtarskeiðinu og fyllir þannig upp í ákveðið tómarúm sem annars ríkti gagnvart áhættufjárfestingum. Þetta hefur sjóðurinn gert frá árinu 1998 en hann hefur lagt íslenskum sprotafyrirtækjum til um 11 milljarða króna frá stofnun. Sjóðurinn er öflugur bakhjarl nýsköpunar og fjölmarg- ar umsóknir sem sjóðnum berast undirstrika það. Aukum verðmæti og sköpum lausnir Nýsköpun er ein fjögurra stoða samkeppn- ishæfni ásamt menntun eða mannauð, efnis- legum innviðum og starfsumhverfi fyrir- tækja. Líkja má samkeppnishæfni við heimsmeistaramót þjóða í lífsgæðum enda má gera ráð fyrir aukinni verðmætasköpun með aukinni samkeppnishæfni. Þetta undir- strikar mikilvægi nýsköpunar og er ágætt að minnast þess að hún eykur bæði verðmæta- sköpun og færir lausnir á samfélagslegum viðfangsefnum. Dæmi um slík viðfangsefni sem uppi eru um þessar mundir eru öldrun þjóða og loftslagsmál. Nýlegar fjárfestingar Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, eftir nokkurt hlé, hafa meðal annars verið á þessum svið- um. Það er sannarlega ánægjulegt að íslensk fyrirtæki skuli leggja sitt af mörkum við lausn þessara mikilvægu mála sem eiga al- þjóðlega skírskotun. Nýsköpunarlandið Ísland Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar eru skýr skilaboð um að áratugur endurreisnar sé að baki og að ríkisstjórnin muni líta til framtíðar og stuðla að langtímauppbyggingu samfélagsins. Þetta á ekki síst við þegar kemur að nýsköpun enda er vísað 17 sinnum til nýsköpunar í stefnuyfirlýsingunni þar sem meðal annars er boðuð mótun nýsköpunar- stefnu fyrir Ísland. Vinna við mótun nýsköp- unarstefnu hófst á síðasta ári og styttist í að hún verði kynnt. Í þeirri stefnu má búast við því að meðal annars verði fjallað um fjármagn, mannauð, stuðnings- umhverfi og kynningar- og markaðsstarf. Aukinn slagkraftur Fjárfesting í rannsóknum og þróun er ein forsenda þess að nýsköpun dafni. Aðgangur að hæfu starfsfólki, með sér- fræðiþekkingu á ýmsum sviðum vísinda og hátækni, er lykillinn að því að styðja við nýsköpun og sýn um hugvitsdrifið hagkerfi til framtíðar. Stuðningsumhverfi ný- sköpunar á að vera skilvirkt og styðja við op- inbera stefnu í nýsköpun. Kynningar- og markaðsstarf er tvíþætt, annars vegar að hvetja til nýsköpunar og hins vegar að koma vörum og þjónustu á markað en hvað hið síð- arnefnda varðar má gera betur. Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins hefur sem fyrr segir mikilvægu hlutverki að gegna varðandi fjár- mögnun og sem hluti af stuðningsumhverfinu með því að taka virkan þátt í uppbyggingu félaga sem fjárfest er í auk þess að koma að ýmsum öðrum verkefnum sem hvetja á einn eða annan hátt til nýsköpunar og eflingar hennar hér á landi. Um nokkurra ára skeið hefur verið kallað eftir endurskoðun á umgjörð sjóðsins. Eðli- legt er að ráðast í slíka vinnu með hliðsjón af nýrri stefnu stjórnvalda um nýsköpun. Þar þarf sérstaklega að skoða þrennt; hlutverk sjóðsins, fjármögnun og samspil ólíkra stofn- ana í stuðningsumhverfinu. Viðsnúningur hefur orðið á rekstri sjóðsins en afkoma hans var jákvæð árið 2018, í fyrsta sinn síðan árið 2014. Sjóðurinn hefur fjárfest í nokkrum félögum undanfarin miss- eri og frekari fjárfestingar eru fyrirhugaðar. Mikil vinna hefur verið lögð í að styrkja inn- viði sjóðsins með endurskoðun á innri ferlum og stefnum. Sjóðurinn er því vel í stakk bú- inn til að sinna sínu hlutverki af krafti. Eftir Sigurð Hannesson » Stuðningsumhverfi nýsköpunar á að vera skilvirkt og styðja við opinbera stefnu í nýsköpun. SigurðurHannesson Höfundur er stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Öflugur bakhjarl nýsköpunar Þá er það byrjað. Samstillt átak fyrir innleiðingu 3. orku- pakka Evrópusambandsins. Í gær birtu átta forsprakkar sam- taka atvinnurekenda sameig- inlega grein í Morgunblaðinu. Greinin gekk út á að lofa dá- semdir glóbalismans í við- skiptum og stjórnmálum. Und- irliggjandi var hin hefðbundna viðvörun við því að Íslendingar verji eigin rétt og hagsmuni um- fram það sem sé alþjóðakerfinu þóknanlegt. Allt er þetta mjög kunnuglegt. Með fyrirvaralausri lofgjörð um EES- samninginn og áminningu um hversu lítið Ís- land sé er tekið undir meginstef stuðnings- manna orkupakkans. Þ.e. að við megum ekki gerast svo djörf að nýta heimildir samnings- ins til að senda mál aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar og fara fram á undan- þágur þar. Með slíku sé samningnum stefnt í hættu. Ólíkt mörgum öðrum stuðningsmönnum orkupakkans segja greinarhöfundar þetta þó ekki berum orðum. Þeim til hróss er hættu- talið mjög hófstillt samanborið við málflutn- ing utanríkisráðherrans og ekkert er fjallað um Kúbu norðursins. Reyndar er nálgun greinarhöfunda í grundvallaratriðum ólík þeirri mynd sem ríkisstjórnin hefur haldið að okkur og fyrir vikið eru skrifin mjög upplýs- andi. Þar er ekkert tal um mikilvægi heima- tilbúnu fyrirvaranna. Þess í stað er látið eins og þeir séu ekki til (eðlilega). Höfundarnir lofsama þvert á móti afleiðingar orkupakkans og biðja um meira af því sama. Þó er því haldið fram að EES-samstarfið nái ekki til nýtingar auðlinda. Það megi sjá af því að Norðmenn ráði sjálfir hvernig þeir nýti olíu- og gaslindir sínar og Finnar og Svíar ákveði hvernig skuli höggva skóga. Vissulega rétt. Enda er ekki búið að innleiða olíu- og gas- pakka eða skógarpakka með samevrópskri stofnun til að stýra framboði, samkeppni og jafnvel verðlagi á þeim sviðum. Hætt er við að fyrrnefndar þjóðir tækju slíku tiltölulega illa. EES-samstarfið átti vissulega ekki að ná til nýtingar auðlinda en nú er ESB jafnt og þétt að færa sig upp á skaftið hvað það varðar og tekur risastórt skref í þeim efnum með 3. orkupakkanum. Áfram verður svo haldið með þeim 4. og 5. og ekki annað að sjá en átt- menningarnir telji það hið besta mál. EES-samstarfið átti heldur ekki að ná yfir landbúnað og sjávarútveg. Á því byggði Ís- land varnir sínar gagnvart kröfum um aukinn innflutning landbúnaðarafurða. Hvar stóðu greinarhöfundarnir þá? Beittu ekki a.m.k. sumir þeirra sér fyr- ir málstað ESB/ESA og gegn af- stöðu Íslands í málinu? Nú horf- um við upp á stjórnvöld reyna að innleiða löggjöf til að mæta kröfum ESB í þeim efnum þrátt fyrir að málin hafi aldrei átt að heyra undir EES-samstarfið og niðurstaðan hafi verið „röng“ eins og Stefán Már Stefánsson, sérfræðingur í Evrópurétti, orð- aði það. Áttmenningarnir vísa líka í þau erlendu rök að með orku- pakkanum standi til að auka samkeppni. Hvernig verður það nú gert? Jú, með því að tengja saman raforkukerfi og brjóta upp fyrirtæki sem teljast of stór á sínu sviði. En einnig, eins sérkennilegt og það er, með því að setja alla orku í einn pott og selja úr þeim potti á því verði sem ESB heimilar en alls ekki lægra verði en það. Þessi rök snúast upp í andhverfu sína þeg- ar litið er til íslenskra hagsmuna. Hér höfum við notið góðs af því að vera með eitt stórt og öflugt fyrirtæki í almannaeigu sem framleitt getur raforku á mun betra verði en því sem ESB heimilar. Loks inniheldur greinin óljóst tal um að við þurfum að leggja okkar af mörkum í baráttu við loftslagsbreytingar með þátttöku í 3. orkupakkanum. Það gerum við auðvitað nú þegar og ekki hægt að skilja skrifin öðruvísi en að verið sé að horfa á málið frá sjónar- horni ESB, þ.e. Evrópulöndin þurfi hreina orku frá Íslandi. Því eigi þau, en ekki aðeins Ísland, að nýta þá orku. Ljóst er að rökstuðningur áttmenninganna mun ekki síður eiga við þegar og ef kemur að því að afgreiða 4. og 5. orkupakkann og hann mun svo sannarlega eiga við þegar knúið verður á um lagningu sæstrengs. Þá munum við enn á ný opna blöðin og lesa sama rök- stuðninginn og einhverjir ráðherrar, eða aðrir sem segjast vera boðberar nútímans, munu útskýra að þeir sem þvælist fyrir slíku séu einangrunar- og afturhaldssinnar sem stefni EES-samningnum í hættu. Déjà vu Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson »Ekki hægt að skilja skrifin öðruvísi en að verið sé að horfa á málið frá sjónarhorni ESB, þ.e. Evrópulöndin þurfi hreina orku frá Íslandi. Því eigi þau, en ekki aðeins Ísland, að nýta þá orku. Höfundur er formaður Miðflokksins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.