Morgunblaðið - 09.05.2019, Síða 44

Morgunblaðið - 09.05.2019, Síða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 Laugavegi 77 | 101 Reykjavík | Sími 551 3033 Flottir í fötum Frábært úrval af herrafatnaði fyrir útskriftina frá BERTONI Skipan skiptastjóra fyrir þrotabú Wow air var nýlega gagn- rýnd af kvenlög- mönnum sem töldu gengið fram hjá sér. Heyrst hefur að klíkuskapur og jafn- vel umbun (bein og óbein) hafi áhrif á hvaða lögmenn fá stærri bú til skipta. Eftirfarandi er dæmi um skipta- stjóra sem tók sér 6,6 m.kr. fyrir að skipta einföldu dánarbúi sam- býlisfólks, sem í ljós kom að er um þrisvar sinnum hærra en eðli- legt má telja. Svo virðist sem umsjón og eftir- lit með störfum skiptastjóra sé í formi sérhagsmuna og leyndarhyggju. Dánarbúið hennar Gunnu frænku Guðrún Lilja Magn- úsdóttir, móðursystir mín, lést barnlaus árið 2012. Bú hennar var einfalt dánarbú barn- lauss sambýlisfólks og enginn ágreiningur meðal erfingja sem voru eftirlif- andi systkin og börn látinna systkina. Óskað var opinberra skipta undir árslok 2012. Í janúar 2013 tók Héraðsdómur Reykjavík- ur búið til opinberra skipta og skipaði skiptastjóra. Árið 2015, lauk (fyrri) skiptum. Eignir Guðrúnar töldust nettó um 21 milljón kr. Þar af reiknaði skiptastjóri sér rúmar 5 m.kr. Erfingjum þótti skiptin hafa tekið óeðlilega langan tíma og skipta- kostnaður vera óeðlilega hár. Eng- inn lagði þó fram formlega kvört- un. Vorið 2017 boðaði skiptastjórinn óvænt aftur til skiptafundar því að „eftir að fyrri skiptum lauk bárust frá Arion banka upplýsingar um rúmlega þriggja m.kr. verðbréfa- eign“. Að sögn skiptastjórans var ástæða seinkunarinnar klúður bankans. Skiptastjórinn bætti af þessu tilefni 1,3 m.kr við skipta- kostnaðinn og sem varð samtals (5,3+1,3) 6,6 m.kr. Á þessum síð- ari fundi var kvörtun yfir háum skiptakostnaði færð til bókar. Tveimur dögum síðar upplýsti Arion banki aðspurður að skipta- stjórinn hefði fengið vitneskju um verðbréfaeignina strax í janúar 2013 með tölvupósti á netfangið sitt hjá lögmannsstofunni. Það var því yfirsjón skiptastjórans en ekki bankans að verðbréfaeignin var ekki tekin með í fyrri skiptunum í júní 2015. Samt tók skiptastjórinn sér viðbótarþóknun og laug til um atvik. Daginn eftir óskaði erfingi eftir því við skiptastjórann að hún léti viðbótarskiptakostnaðurinn, 1,3 m.kr., niður falla. Því hafnaði lög- maðurinn fjórum dögum síðar og tilkynnti samdægurs Héraðsdómi Reykjavíkur að skiptum væri lok- ið og gat ekki ágreinings. Af þessu tilefni báru erfingjar það undir ýmsa lögmenn hvað þeir teldu eðlilega þóknun til skiptastjóra fyrir skipti á búi eins og þessu. Töldu þeir að skipta- kostnaður hefði í mesta lagi átt að vera 1,3 til 2 milljónir króna en ekki 6,6 m.kr. Þremur dögum síðar kvartaði erfingi því til Héraðsdóms Reykjavíkur vegna hins háa skiptakostnaðar með ítarlegum upplýsingum um málavexti. Nokkrum vikum síðar svaraði Héraðsdómur Reykjavíkur að þar sem kvörtunin hefði komið meira en viku eftir að skiptum lauk „verða aðfinnslur ekki hafðar uppi gegn skiptastjóra. Erindi þitt verður því ekki tekið til frekari af- greiðslu“. Kjarni máls og möguleg úrræði Fyrir lögmenn er verðmætt að fá gott bú til skipta, ekki síst ef þeir geta ráðið þóknun sinni sjálf- ir. Lögmenn eru misjafnir, sumir sanngjarnir, aðrir óskammfeilnir ruddar sem svína á fólki í skjóli kunnáttuleysis neytenda/umbjóð- enda sinna í lögum og taka sér margfalda þóknun og komast flestir upp með það. Uppfæra þarf starfsaðferðir dómstóla varðandi umsjón skipta. Úthlutun búa þarf að byggjast á faglegum, gagnsæjum vinnubrögð- um, þóknun þarf að vera hæfileg og raunverulegt eftirlit með því að allt gangi vel fyrir sig. Þeir sem óska eftir opinberum skiptum eða sæta þeim ættu að fá leiðbeiningar hjá viðkomandi dóm- stóli um ferlið framundan. Fræða þarf fólk um hvers þarf að gæta í samskiptum við skipta- stjóra, hversu langan tíma eðlilegt er að skipti taki, hverjar eru eðli- legar þóknanir, hvernig á að bera sig að við kvartanir. Hugsanlega ættu dómstólar að bjóða út slatta af skiptum, öðru hverju til að fá sanngjarnt verð sem skiptaþolar fá að njóta. Útgangspunkturinn þarf að vera að gæta sanngirni milli allra við- komandi það er neytenda og lög- manna. Eftir Guðjón Sigurbjartsson Guðjón Sigurbjartsson »Umsjón og eftirlit með störfum skipta- stjóra virðist vera í formi sérhagsmuna og leyndarhyggju. Höfundur er viðskiptafræðingur. gudjonsigurbjartsson@gmail.com Hvenær ræna skiptastjórar bú? Það er dálítið skrýtið að páskafrí- ið skuli oft vera lengra og áhrifa- meira en sjálf jólahátíðin þar sem minnst er fæðingar frelsarans. Páskar ættu að vera, að hluta til a.m.k., sorgartími vegna kross- festingarinnar þó að upprisan komi líka við sögu sem „happy end“. En erum við nokkuð að hugsa um trúmálin þegar páskafríið er planað og menn þeytast á skíði landið á enda? Líklega ekki. Kirkjusókn ekki í hámarki og flest lokað og læst nema vegasjoppur. Hagvöxturinn verður út undan þegar allt dettur svona niður í heila viku og það á þeim tíma þegar þjóðin ætti að vera að vakna af vetrardoðanum og fara að taka til hendinni. Birtan flæðir inn um gluggana á morgnana og kallar á starfandi hendur en ekki gauf í bústöðum eða skíðabrekk- um. Ef við skærum skírdaginn af og líka annan í páskum, já, þá yrðum við ríkari þjóð. Er það ekki það sem allir vilja? Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Eigum við skilið páskafrí?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.