Morgunblaðið - 09.05.2019, Síða 45

Morgunblaðið - 09.05.2019, Síða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 ✝ Vigdís Guð-finnsdóttir fæddist í Reykja- vík 8. október 1927. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 26. apr- íl 2019. Foreldrar henn- ar voru Marta Pétursdóttir, f. 12. ágúst 1901, d. 2. apríl 1992, og Guðfinnur Þorbjörnsson, f. 11. janúar 1900, d. 4. apríl 1981. Bræður Vigdísar eru Pétur Guðfinnsson, f. 14. ágúst 1929, maki Stella Sigurleifs- dóttir, f. 12. janúar 1928, d. 22. apríl 2003, og Þorbjörn Guðfinnsson, f. 1. apríl 1945, d. 25. september 2008. Vigdís ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur, lengst af í Mjó- stræti og á Víðimel 38. Vigdís giftist 12. desember 1953 Lofti J. Guðbjartssyni, f. 5. júní 1923, d. 13. ágúst 2014. Dætur Vigdísar og Lofts eru: 1) Marta, f. 19. mars 1955. Maki Gunnar Jóhanns- son, f. 14. september 1955. åriga Handelsskolan í Ljungskile í Svíþjóð skólaárið 1947-1948. Vigdís vann sem bréfritari og einkaritari forstjóra alla sína starfsævi, fyrst hjá Egg- erti Kristjánssyni hf. og síðan hjá Frón hf. þar til hún hætti sökum aldurs. Sem bréfritari þýddi hún bréf úr íslensku yfir á önnur tungumál og öf- ugt. Vigdís og Loftur höfðu gaman af því að ferðast og heimsóttu fjölda landa í öllum heimsálfum á meðan þau bæði höfðu heilsu til. Vigdís stofnaði saumaklúbb með vinkonum sínum úr Kvennaskólanum árið 1945 sem þær hafa haldið gangandi í rúm 74 ár. Þá var Vigdís virkur félagi í Inner Wheel Breiðholti til fjölda ára. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu Vigdís og Loftur í Blönduhlíð en fluttu á Forn- haga 13 árið 1956 þar sem þau bjuggu til ársins 1981 þegar þau fluttu sig um set og keyptu íbúð í Asparfelli 6 þar sem þau bjuggu í 34 ár. Eftir andlát Lofts flutti Vigdís í Boðaþing 22 en þegar heilsu hennar fór að hraka seinni- part árs 2017 varð Hrafnista í Reykjavík heimili hennar. Útför Vigdísar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 9. maí 2019, og hefst athöfnin klukkan 15. Synir Mörtu frá fyrra hjónabandi eru Hörður Sveinsson, f. 1981, maki Hugrún Geirsdóttir, f. 1985, og Finnur Sveinsson, f. 1986. Börn Gunnars frá fyrra hjónabandi eru Árni Beck, f. 1978, maki Mie Rasmussen, f. 1973, og Guðrún Björg, f. 1980, maki Pétur Ingi Péturs- son, f. 1974. Saman eiga Marta og Gunnar átta barna- börn. 2) Svava, f. 2. febrúar 1957. Maki Ásmundur Krist- insson, f. 13. október 1956. Þau eiga tvo syni, Friðrik Heiðar, f. 1980, maki Hildur Helga Sævarsdóttir, f. 1979, og Loft, f. 1984, maki Bergdís Heiða Eiríksdóttir, f. 1984. Svava og Ásmundur eiga fimm barnabörn. Vigdís gekk í Kvennaskól- ann í Reykjavík og útskrif- aðist þaðan árið 1945. Að loknu námi í Kvenna- skólanum fór hún í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Vigdís stundaði nám í Ett- Í dag kveð ég tengdamóður mína Vigdísi Guðfinnsdóttur, eða Dísu eins og hún var alltaf kölluð. Ég kynntist Dísu fyrir 22 árum þegar ég hóf sambúð með Mörtu eldri dóttur hennar og Lofts Guð- bjartssonar en hann lést árið 2014. Dísa tók mér strax vel og urð- um við mjög góðir vinir. Hún tók börnunum mínum tveimur vel og síðar börnum þeirra eins og þau væru hennar eigin. Þessi ár eru mér ógleymanleg og stundirnar sem við Dísa áttum saman voru alltaf ánægjulegar. Þær voru ekki bara í Asparfellinu, þar sem jólaboðin voru hápunktur ársins, heldur einnig í Boðaþingi, í Dalselinu hjá okkur Mörtu eða hjá Svövu og Ása. Vorferðirnar á Tortu, bíltúrarnir á hin ýmsu kaffihús í nágrenni Reykjavíkur og utanlandsferðirnar. Dísa og Loftur höfðu alla tíð mikinn áhuga á ferðalögum og ferðuðust víða og fóru oft á fram- andi slóðir. Þau heimsóttu allar heimsálf- urnar nema Suðurskautslandið en það var bara vegna þess að það var of flókið að fara þangað. Á seinni árum voru það einkum ferð- ir í sólina sem heilluðu þau. Ferðin til Ungverjalands árið 2005 með okkur Mörtu og Svövu og Ása var ákaflega skemmtileg. Í tvær vikur nutum við samvista hvert við annað í undurfögru um- hverfi Balatonvatns, ferðuðumst um næsta nágrenni og nutum lífs- ins. Dísa var einstaklega yfirveguð og skapgóð kona, brosmild og með smitandi hlátur. Hún var mikil fjölskyldumanneskja og hugsaði vel um sína. Hún var góður og traustur vinur sem gott var að leita til. Hún aðstoðaði dætur sínar og síðar barnabörn við heimanám og skipti þá sjaldnast máli hvert námsefnið var. Alltaf gat hún að- stoðað. Langömmubörnunum sýndi hún kærleik og umhyggju sama hvert þeirra átti í hlut. Þekking hennar var yfirgripsmikil og þá sjaldan að hún hafði ekki svar á reiðum höndum þá vissi hún ávallt hvar það var að finna. Hún var málamanneskja mikil og þekking hennar á íslensku var einstaklega góð. Dísa hélt upp á 90 ára afmæli sitt í Borgarnesi þar sem nánast öll stórfjölskyldan var saman komin til að samgleðjast ættmóð- urinni. Þetta var bjartur og sól- ríkur dagur og gleðin skein úr hverju andliti. Eftir að Loftur féll frá flutti Dísa í Boðaþing en síðasta eina og hálfa árið bjó hún á Hrafnistu í Reykjavík þar sem hún fékk góða umönnun hjá því yndislega starfs- fólki sem þar starfar. Margt af heimilisfólkinu varð góðir vinir hennar. Annað var eiginlega ekki hægt, slíkir voru kostir Dísu. Elsku Dísa, nú ert þú sameinuð Lofti, foreldrum þínum og öðrum ástvinum sem hafa kvatt þennan heim. Söknuður okkar sem eftir lifum er mikill en minningin um þig lifir hjá okkur. Hvíl í friði. Gunnar Jóhannsson. Elsku amma Dísa. Ég á svo margar góðar minn- ingar um þig í gegnum árin. Í æsku hlakkaði ég alltaf til að gista hjá ykkur afa því það var sérstak- lega vel stjanað við mann. Oft var harðfiskur í morgunmat, brauð með súkkulaði í kaffinu og lamba- kjöt í kvöldmat. En það var ekki bara maturinn sem var freistandi, þú varst alltaf til í alls konar leiki, og fórum við t.d. oft í keilu, felu- leik og fleira. Oft þegar ég gisti mátti ég ráða hvort ég færi í bað eða sund, og varð sund næstum alltaf fyrir val- inu. Við fórum þá í stuttan göngu- túr í Breiðholtslaug og á ég marg- ar minningar þaðan, ennþá að nota sundkúta. Þegar ég komst á unglingsárin fór ég oft heim til þín eftir skóla eða um helgar þar sem þú hjálp- aðir mér með íslensku og dönsku. Oft sátum við í marga klukkutíma í hvert sinn þar sem þú hlýddir mér samviskusamlega yfir. Ég man að ég var oft mjög þreyttur eftir langa yfirferð, og stundum náði ég varla að halda mér vak- andi, en ég kvartaði aldrei. Þú varst algjör snillingur í ís- lensku og ef málfræðin var ekki rétt fékk maður strax að heyra það. Ég hef tekið upp þennan sið og hef kennt börnunum mínum að tala rétta íslensku, alveg eins og þú kenndir mér. T.d. í hvert sinn sem ég heyri talva en ekki tölva hugsa ég um þig og leiðrétti við- komandi enda stórslys á ferð. Þú varst alltaf svo glöð og já- kvæð og vildir helst ekki ónáða neinn. Á síðustu árum hringdir þú stundum í mig þegar sjónvarpið var til vandræða. Oft náðum við að leysa vandamálið í gegnum síma en stundum keyrði ég til þín og stillti sjónvarpið. Þú varst allt- af svo glöð og oft fannst mér þú halda að þú værir að ónáða mig. Mér fannst alltaf gaman að hjálpa þér og getað endurgoldið brota- brot af greiðvikni þinni. Bless amma, takk fyrir allt. Friðrik Heiðar Ásmundsson. Með sorg í hjarta kveð ég þig, elsku amma Dísa. Minningarnar úr Asparfellinu með þér og afa Lofti mun ég alltaf eiga, varðveita og gleðjast yfir. Öll spilin, öll sam- tölin og allir keiluleikirnir. Þú varst alltaf tilbúin að taka á móti barnabörnunum, alltaf tilbúin með lúðra og rúsínur í skál og alltaf til í að hlusta. Hjartahlýrri og hlátur- mildari konu verður erfitt að finna. Ég mun sakna þín. Þinn Hörður. Elsku amma Dísa. Þið afi tókuð oft á móti mér eft- ir skóla. Þú varst frábær fyrir- mynd og kennari. Þú kenndir mér dönsku, sem mér þótti óskiljanleg. Svo endaði ég með bestu ein- kunnina í samræmdu prófunum í dönsku. Þú varst hjálpsöm, hvetj- andi og alltaf til staðar fyrir mig. Ekki skemmdi það fyrir að í hverri heimsókn var veislumatur á eldhúsborðinu. Hvort sem það var ömmuspaghettí, kjúklingur með kjúklingasósunni eða steiktar fiskibollur. Ég gleymi því seint þegar þú plataðir ungan strák að sækja pakka sem átti að vera niðri fyrir utan lyftuna á 7. hæð. Ég fann hvergi þennan pakka og leitaði að honum á öllum hæðunum. Skildi ekkert í því af hverju þú sagðir mér hvaða mánaðardagur var þegar ég kom tómhentur upp. Þarna lærði ég að trausta og ljúfa amma mín var líka stríðnispúki. Ég stefni á enn fleiri aprílgöbb á komandi árum í minningu þinni. Þegar komið var að kveðju- stund í Asparfelli voruð þið afi allt- af mætt í eldhúsgluggann til að veifa til okkar. Það var órjúfanleg- ur hluti af tilverunni. En núna er komið að hinstu kveðjustundinni. Hvíl í friði, amma mín. Loftur Ásmundsson. Elsku amma Dísa. Amma segi ég þrátt fyrir að þú hafir ekki ver- ið amma mín. Þú varst amma Friðriks míns og langamma barnanna minna. Við vorum búnar að þekkjast í næstum 23 ár en einnig varstu frænka mín. Dísa, þú varst ávallt hlý, léttlynd og þakklát kona. Þú tókst fólki eins og það er og varst ekkert með of miklar kröfur á fólkið í kringum þig. Þér fannst alltaf gaman þegar við komum til þín og sérstaklega þegar langömmubörnin komu til sögunnar. Þú gafst þér ávallt góðan tíma til að spjalla við okkur um hin ýmsu málefni. Ég hafði einstak- lega gaman af því að spyrja þig um öll ferðalögin sem þú fórst í með Lofti þínum í gamla daga til Ameríku og Asíu. Það voru heldur ekki fá skipti sem við komum með spurningar um íslenska tungu til þín. Enda varst þú sú manneskja sem vissi hvað mest um tungumál- ið okkar. Við sögðum alltaf, „amma Dísa veit svarið“ ef við vorum að velta einhverju fyrir okkur um íslenska tungu. Það voru líka ófá skiptin sem þú komst með ábendingar um hvaða orð væru betri eða réttari en önn- ur að nota. Ég gleymi því aldrei þegar ég kom til þín rétt áður en við Friðrik giftum okkur. Þá var ég að leita mér að perlueyrnalokkum til að vera með í brúðkaupinu. Þú hafðir mjög gaman af því að ég skyldi koma til þín og varst ekki lengi að ná í skartgripaskrínið þitt og við fundum þessa fínu eyrnalokka. Þú varst svo meyr að þú felldir tár á þessari stundu, ógleymanleg stund. Þú hafðir ávallt gaman af sam- komum og varst dugleg að koma í barnaafmælin til langömmu- barnanna. Ég hafði jafnframt mjög gaman af því þegar þú komst nokkrum sinnum með Svövu yngri dóttur þinni á tón- leikana með kórnum mínum, Stöllunum. Þú hafði svo gaman af að þú kallaðir okkur skemmtileg- asta kór landsins, það þykir mér mjög vænt um. Friðrik hefur alltaf talað um þig með miklu þakklæti og hlýju. Hann kom til þín í nokkurn tíma fyrir samræmdu prófin í íslensku og dönsku og þið lærðuð saman. Þú gafst þér alltaf tíma til að hjálpa og sýndir ávallt mikla þolinmæði. Friðrik hafði matarást á þér og sagði að þú hefðir ávallt stjanað í kringum hann eins og barnabörn- in öll. Þú varst jafnframt iðin við að leika þér með barnabörnunum í hinum ýmsu leikjum og spilum. Á Þorláksmessu síðastliðinni heimsóttum við Friðrik þig í síð- asta sinn. Þá höfðum við búið er- lendis í hálft ár og hvað þú hafðir gaman af því að heyra frá okkar nýju heimkynnum. Elsku amma Dísa, þú átt sér- stakan stað í hjarta okkar. Þín er sárt saknað en við munum ávallt minnast þín með hlýju, þakklæti og gleði fyrir að hafa átt þig að sem ömmu. Hinsta kveðja, Hildur Helga Sævarsdóttir. Elsku Dísa. Það er með þökk og söknuði sem við kveðjum þig. Þú varst allt- af svo glæsileg, yndisleg og sann- gjörn. Þegar ég hugsa til baka man ég ekki eftir að þú hafir nokkru sinni skipt skapi. Það var alltaf svo gott að koma í heimsókn til þín og ég á eftir að halda fast í minninguna um síð- ustu heimsókn okkar til þín á Hrafnistu. Þú sast við borðið þeg- ar við fjölskyldan gengum inn ganginn og eins og vanalega brostir þú þegar þú sást okkur. Við áttum góða stund saman og það var gaman að fylgjast með þér, Lofti og Daða Fannari að leika ykkur. Daði Fannar var að reyna að kitla þig og þú tókst þátt í leiknum hans. Emilía Dís, Hauk- ur Leó og Daði Fannar hjálpuðu þér síðan að fara út á svalir þar sem Emilía Dís lánaði þér sólgler- augun sín. Takk fyrir allar samverustund- irnar. Minning þín verður ljós í lífi okkar. Hvíldu í friði. Bergdís Heiða. Fyrstu kynni mín af Dísu voru fremur óvenjuleg þegar hugsað er til þess að hún var komin hátt á níræðisaldurinn þegar við kynnt- umst. Hún addaði mér sem vin- konu í gegnum Facebook síðla sumars 2013 en þá hafði ég verið að hitta Hörð, dótturson hennar, í nokkra mánuði. Þetta fannst mér vera merki um að Dísa væri mann- eskja ung í anda og óhrædd við að tileinka sér nýjungar hvers tíma fyrir sig. Nú, og að kannski væri hún svolítið forvitin um fólkið í kringum sig. Ekki löngu seinna hittumst við svo og komst ég að raun um hversu hress og jákvæð Dísa var. Við Hörður komum í kaffi til hennar í Asparfellið og bar heimili hennar og Lofts keim fag- urkera, falleg málverk prýddu veggi og öllum innanstokksmunum var raðað haganlega. Klæðaburður Dísu bar þess líka merki, hún var alltaf í fallegum fötum og vel til- höfð enda smekkmanneskja fram í fingurgóma. Gaman var að spjalla við Dísu en hún var ekki mikið að rifja upp sögur úr fortíðinni heldur vildi hún heyra hvernig sitt fólk hefði það og hvað það væri að sýsla. Henni var umhugað um fjölskyldu sína, að allir hefðu það gott og gengi vel. Við deildum áhuga á því að spila Scrabble og var Dísa ansi seig með orðin enda með góða mál- kennd og mikil spilamanneskja. Þrátt fyrir að hafa horfið inn í heim sjúkdóms síðustu árin hélt Dísa alltaf sama góða lundarfarinu og var bjart yfir henni og gott að hitta hana. Blessuð sé minning þín Vig- dís. Hugrún Geirsdóttir. Kveðja frá IW-klúbbnum Reykjavík – Breiðholt. Fallin er frá Vigdís Guðfinns- dóttir 91 árs að aldri.Vigdís bar aldurinn vel og það var ekki fyrr en síðustu árin sem Elli kerling fór að ónáða hana. Vigdís var stofnfélagi í Inner Wheel Reykjavík – Breiðholt árið 1984 og var félagi meðan heilsan leyfði. Hún gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir klúbbinn. Var for- seti, ritari, gjaldkeri og endurskoð- andi ársreikninga. Vigdís lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og starfaði við skrif- stofustörf auk þess að sinna hús- móðurstörfum og barnauppeldi. Þegar Vigdís útskrifaðist úr Kvennaskólanum voru ferðalög til útlanda vandlega skipulögð og með löngum fyrirvara. Og bókhald var handskrifað og um að gera að hafa fallega og skýra rithönd. Að út- skrifast frá Kvennaskólanum þótti gott og voru Kvennaskólastúlkur mjög eftirsóttur starfskraftur. Vegna þekkingar Vigdísar og Ell- enar Sverrisdóttur á skrifstofu- störfum þótti okkur við hæfi að kjósa þær endurskoðendur árs- reikninga og sinntu þær þessu frá stofnun klúbbsins þangað til þær töldu að nóg væri komið. Þá var komið fram á tuttugustu og fyrstu öldina. Vigdís var alltaf boðin og búin að aðstoða ef eitthvað stóð til hjá klúbbnum.Vorið 2012 sá klúbburinn um umdæmisþing IW. Þá mætti Vigdís orðin 84 ára gömul og hjálpaði til við að sjá um veitingarnar. Þegar fólk nær svo háum aldri hefur það öðlast lífsreynslu sem við sem yngri erum höfum ekki. Það var fróðlegt að heyra Vigdísi segja frá skrifstofustörfum eins og þau voru þegar hún fór út á vinnumarkaðinn. Ritvélar voru ekki tengdar við rafmagn, sam- lagningarvélar voru ekki til nema sums staðar og engar tölvur til að skrá bókhaldið. Það var fært í stórar bækur af mikilli vand- virkni. Vigdís var mjög heilsugóð og bjó ein eftir að Loftur eiginmaður hennar dó 2014. Haustið 2017 var hún svo óheppin að brotna tvíveg- is. Þá flutti hún á Hrafnistu, þar sem hún dvaldist þegar kallið kom. Inner Wheel-konur í Breiðholti kveðja kæra vinkonu og senda ættingjum samúðarkveðjur við fráfall hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Ásthildur Pálsdóttir, forseti IW Reykjavík – Breiðholt. Nú er hún Dísa föðursystir mín gengin á vit áa sinna, södd lífdaga. Hún náði háum aldri en var ung- leg fram eftir öllu, kvik og teinrétt og tíguleg, stuttklippt og svipmik- il, hógvær skörungur sem eftir var tekið. Þær eru býsna margar, minn- ingarnar um Dísu frænku, og ber hæst heimsóknir á Fornhaga til þeirra Lofts og ógleymanlegar lautarferðir og skógrækt að Tortu í fylgd frændgarðsins og annarra Tortufélaga. Þau Dísa og Loftur voru þar atkvæðamikil og Dísa jafnan glaðleg og hláturmild. Ekki verður sagt um hana Dísu að hún hafi verið málglöð, en það var gaman að spjalla við hana, allt hennar tal var hnitmiðað og mark- visst, kímnin aldrei langt undan, augnaráðið glettnislegt undir dökkum bráhárum. Svo lést Loft- ur fyrir nokkrum árum en Dísa flutti í litla íbúð og þar hitti ég hana nokkrum sinnum. Þangað var gaman að koma. Nærvera Dísu var alltaf nota- leg, svipurinn oftar en ekki íbygg- inn og brosmildur. Þannig minnist ég hennar. Elsku Marta og Svava, hjart- ans kveðjur til ykkar og fjöl- skyldna frá okkur. Ólöf. Vigdís Guðfinnsdóttir Við kveðjum Engilbjörtu með óbærilegum sökn- uði og sorg í hjarta. Frá því á háskólaárunum höfum við notið vináttu Óla og Engil- bjartar í gegnum sterkan vina- hóp. Börnin okkar hafa jafnframt orðið miklir vinir. Þrátt fyrir að vera á hvor á sínum leikskóla gátu þeir Guðni og Atli Hrafn myndað góð tengsl með því að kallast á yfir grindverkið sem skildi þá að í Skerjafirðinum og þannig skipulagt leiktíma eftir skóla. Þeir urðu bekkjarbræður í Engilbjört Auðunsdóttir ✝ EngilbjörtAuðunsdóttir fæddist 5. júlí 1972. Hún lést 11. apríl 2019. Útför Engil- bjartar fór fram 2. maí 2019. Melaskóla og hafa verið bestu vinir all- ar götur síðan. Ást- hildur og Kári voru einnig saman í bekk í Melaskóla og hafa haldið sameiginleg- an vinahóp með öðr- um góðum krökk- um. Fráfall Engilbjartar snertir okkur því öll á Sól- vallagötunni. Við vonumst til að geta með einhverju móti stutt þá feðga í þeirri sorg og missi sem þeir standa nú frami fyrir. Sameigin- leg vinátta okkar við þá feðga mun lifa áfram. Minningin um einstaklega hlýja, skemmtilega og góða konu mun ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð. Andri, Auður, Atli, Ásthildur og Edda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.