Morgunblaðið - 09.05.2019, Qupperneq 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019
Elsku Gerða
frænka mín hefur
kvatt þennan heim.
Mér þótti afar
vænt um hana og minnist henn-
ar með mikilli hlýju og kær-
leika. Gerða hafði mikla per-
sónu að geyma, góðhjörtuð,
afburðagreind og orðheppin.
Hún var fróðleiksfús, fylgdist
með samtímanum af áhuga og
innsæi.
Hún var ekki sú persónugerð
sem tranaði sér fram en var
hrókur alls fagnaðar í góðra
vina hópi, skemmtileg og full af
gleði og húmor.
Mikil og kærleiksrík vinátta
var milli móður minnar og
Gerðu og auðguðu þær án efa
líf hvor annarrar með ógleym-
anlegum samverustundum í
gegnum tíðina og jafnframt
auðgaði það líf okkar systkina
því hún var svo gefandi og já-
kvæð.
Hún var heiðarleg og trygg
manneskja sem við fengum að
upplifa svo oft enda mikilvægur
hlekkur í stórfjölskyldunni okk-
ar þar sem hún sáði gleði og
góðvild og sýndi öllum áhuga.
Elsku Linda Sif, Svana, Íris,
Gunnar og fjölskylda, einlægar
samúðarkveðjur.
Sif Hauksdóttir, frænka.
Steingerður
Sigurðardóttir
✝ SteingerðurSigurðardóttir
fæddist 6. ágúst
1926. Hún lést 24.
apríl 2019.
Útför Stein-
gerðar fór fram 3.
maí 2019.
Þegar við kveðj-
um Gerðu frænku
okkar rifjast upp
stór hluti eigin lífs-
sögu. Við minn-
umst elskulegrar
frænku og gleðj-
umst yfir fjölmörg-
um góðum minn-
ingum um hana,
einkum frá Mosfelli
og af Hlíðarvegin-
um í Kópavogi.
Upp í hugann koma mannfundir
og ættarmót þar sem við sitjum
með Gerðu yfir kaffi og bakk-
elsi, þessar liðnu stundir voru
kryddaðar skemmtilegum sam-
ræðum og íhugulum athuga-
semdum hennar.
Gerða var okkur afar kær,
ávallt til staðar með sína geisl-
andi léttu lund. Glettni hennar
var alltaf græskulaus og hún
hafði gott skopskyn, ekki síst
fyrir sjálfri sér. Frænka okkar
var einstaklega snyrtileg og
hafði lag á að gera allt fallegt í
kringum sig. Ekki var slegið af
kröfunum þótt einungis væri
um að ræða stuttan göngutúr
úti í náttúrunni. Hún átti það til
að ganga um æskuslóðir sínar í
Straumi, létt í spori og glæsileg
í fasi með hatt á höfði þegar
aðrir létu sér nægja buff eða
prjónahúfu.
Á efri árum fór Gerða flestra
sinna ferða fótgangandi, eftir
að hún hætti að aka bíl. Þá rölti
hún í ræktina, komin vel á ní-
ræðisaldur. Gerða ræktaði jafnt
líkama og sál og sinnti vel ætt-
ingjum sínum og vinum. Af-
komendur hennar fengu sinn
skerf, dæturnar Svana og
Linda Sif og þeirra börn og
einnig börn eiginmanns hennar,
Sigurðar Más Péturssonar, sem
Gerða var svo lánsöm að kynn-
ast. Öllum var sinnt af sömu
mildinni og gæskunni en nán-
asta fjölskylda nægði henni
ekki. Hún prjónaði einnig af
miklu kappi peysur fyrir Rauða
krossinn svo börnunum í gömlu
Sovétríkjunum yrði ekki kalt í
vetrarhörkunum þar eystra.
Við þökkum fyrir að hafa átt
Gerðu sem frænku og fyrir-
mynd með sitt hreina hjarta og
umhyggju fyrir öllu lífi.
Sif Bjarnadóttir,
Ýr Þórðardóttir,
Bjarki Bjarnason.
Nú hefur hún Gerða föður-
systir mín kvatt okkur og hald-
ið yfir í sumarlandið. Það verð-
ur tómlegra hérna megin en
margar góðar minningar lifa og
auðga líf okkar sem nutum þess
að eiga hana að. Hún var sann-
kölluð sumarstelpa, fædd 6.
ágúst 1926, mikill gleðigjafi í
vöskum hópi bræðra sem þótti
undurvænt um systur sína.
Gerða var snemma ein af
þessum sjálfstæðu konum og
var á ýmsan hátt á undan sinni
samtíð og hafði einhvern veginn
allt til að bera. Man að hún
keyrði um á bíl þegar aðrir áttu
ekki bíl, var alltaf með svo
mikla röð og reglu á öllum hlut-
um, starfaði við fjármál og svo
stundaði hún líkamsræktina
nánast til dauðadags. Samt var
hún Gerða hógværðin uppmál-
uð, ávallt nægjusöm, glöð,
sjálfri sér nóg og státaði aldrei
af nokkrum hlut.
Ég leit ávallt upp til Gerðu
og dáðist að þessari greindu,
flottu frænku minni sem ég var
svo lánsöm að vera skírð í höf-
uðið á. Hún var ávallt glæsileg
og vel tilhöfð, klæddist fínustu
kápum og var hárið ávallt
fallega greitt. Gerða mín var
svo vel af guði gerð að öllum í
stórfjölskyldunni þótti ofurvænt
um þessa elskulegu frænku.
Hún var í áratugi gjaldkeri
hjá Vikunni, síðar Dagblaðinu
Vísi. Þar sá hún um launa-
greiðslur allra starfsmanna fé-
lagsins ásamt fleiru fjármála-
tengdu. Þar var örugglega
enginn losarabragur á neinu
hjá Gerðu minni sem vandaði
öll sín verk, með allt í röð og
reglu eins og henni einni var
lagið.
Þegar Gerða var á fertugs-
aldri kynntist hún Sigurði Má
Péturssyni, giftist honum og
áttu þau svo ótal margar góðar
stundir saman. Hún var mjög
hagmælt og samdi gjarnan
texta við lögin hans Sigga sem
var mikill tónlistarmaður sem
söng og spilaði snilldarlega á
píanó og harmonikku af náttúr-
unnar hendi.
Gerða bar ávallt aldurinn vel
og hélt hún upp á 90 ára afmæl-
ið sitt með glæsibrag í Pet-
ersen-svítunni fyrir tæpum
þremur árum. Þar var hún um-
vafin sínu fólki og góðum vin-
um.
Það lifnar yfir Sumarlandinu
þegar Gerða mín mætir á svæð-
ið og bræður hennar og elsku
Siggi taka henni opnum örmum.
Sofðu, hvíldu sætt og rótt,
sumarblóm og vor þig dreymi!
Gefi þér nú góða nótt
guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi.
(G. Guðm.)
Dætrum hennar, Svönu og
Lindu Sif, og fjölskyldum
þeirra færi ég innlegar sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minn-
ing Gerðu frænku
Steingerður Þorgilsdóttir.
Hebbi frændi ólst upp hjá
fóstru föður míns, Guðmundu Ís-
leifsdóttur (1898-1968) frá Ísa-
firði, en hún bjó í Herskálakamp-
inum. Í hænsnabúi
bakarameistara voru fremur
þröng húsakynni, voru þar stund-
um tvær fjölskyldur hvor í sínu
herberginu. Síðar fluttist amma
mín í forskalað hús skammt frá að
Suðurlandsbraut 100.
Hebbi fermdist í Laugarnes-
kirkju vorið 1956 og nam skóla-
lærdóm í Laugarnesskólanum
sem þá var næsti skólinn.
Snemma sýndi Hebbi frændi list-
ræna hæfileika og var einstaklega
flinkur teiknari. Hlaut hann mikið
lof fyrir og hefði náð langt sem
listamaður hefðu aðstæður verið
betri.
Hann tók snemma þátt í at-
vinnulífinu, hóf ungur sjó-
mennsku á síðutogaranum Aski.
Ekki líkaði honum dvölin um borð
enda mikið um sukk og miður góð-
ar lífsvenjur. Hebbi tók bílpróf og
var um tíma við akstur stöðvarbíla
í Reykjavík ásamt föður mínum.
Ólafur Herbert
Skagvík
✝ Ólafur HerbertSkagvík fædd-
ist á Ísafirði 9. des-
ember 1942. Hann
lést á sjúkrahúsi í
Seattle 4. apríl
2019.
Foreldrar hans
voru Gíslína Krist-
jánsdóttir og Ha-
rold Skagvík.
Eiginkona hans var
Margrét Sölvadótt-
ir og eignuðust þau tvo syni;
Sölva Pál og Gísla Þór. Margrét
og Ólafur skildu árið 1978 og
flutti Ólafur til Bandaríkjanna
stuttu eftir það og bjó þar til
dauðadags.
Útför hans fór fram í Seattle
13. apríl 2019.
Minnisstætt er mér
að í nóvembermán-
uði 1963 kom hann
með miklum asa til
fóstru sinnar en ég
var þar búsettur hjá
ömmu minni um
nokkurra vikna
skeið vegna fótbrots.
Kvaðst Hebbi hafa
verið að hlusta á am-
eríska útvarpið á
Miðnesheiði og að
sjálfum Bandaríkjaforseta hefði
verið ráðinn bani þá fyrir örfáum
klukkustundum og það væri
ábyggilega víðtækt samsæri. Mik-
ið var næstu daga rætt um þennan
skelfilega atburð og er enn ekki
ljóst hverjir áttu þar hlut að máli.
Um nokkurra ára skeið starfaði
Hebbi frændi í sendiráði Vestur-
Þýskalands sem bílstjóri og trans-
portmaður. Það þótti föður mín-
um merkilegt sökum þess að sem
unglingur hafði Hebbi farið víða
um Austur-Evrópu. Þá var eðli-
lega mikil tortryggni enda kalda
stríðið í algleymingi með öllum
öfgum sínum og ómanneskjulegu
viðhorfum.
Á þessum árum var hann fjöl-
skyldumaður, kvæntist Margréti
Sölvadóttur ættaðri frá Horn-
ströndum og eignuðust þau tvo
syni.
Hebbi var mikill ævintýramað-
ur. Hann keypti sér litla snekkju
og sigldi hingað til lands yfir Atl-
antshafið. Líklega er hann einn af
þeim fyrstu sem fengu hugmynd
um að sigla út á Faxaflóa með er-
lenda ferðamenn. Brautryðjanda
gengur yfirleitt illa fjárhagslega
og oft vonbrigði. Varð það tilefni
þess að hann fluttist vestur um
haf og settist að í borginni Seattle
við Kyrrahafsströndina. Þar
starfaði hann í áratugi við fisk-
veiðar og skipstjórn.
Um áratuga skeið skiptumst
við á orðsendingum og sérstak-
lega voru jólakortin frá Hebba
frænda okkur kærkomin. Þau
voru ætíð mjög efnisrík af frá-
sögnum frá lífi sjómannsins við
Kyrrahafsströndina. Hebbi
frændi var ætíð fundvís á það
broslega í lífinu. Eitt sinn sagði
hann frá ferð sinni til
Shakalínseyjar milli Japans og
Kamtsjatka. Lýsti hann vel íbúum
þar og sérstaklega hafði hann átt
vinsamleg samskipti við gamla
rússneska konu sem minnti hann
mjög mikið á fóstru sína. Nokkr-
um sinnum leit hann til okkar í
Mosfellsbæ á ferðum sínum til Ís-
lands en aldrei varð úr að við legð-
um á okkur ferð héðan frá Íslandi
á vesturströnd Ameríku.
Það er mikil eftirsjá að Hebba
frænda. Góðar minningar eru
bundnar Ólafi Herbert Skagvík.
Sonum, eftirlifandi maka sem og
öðrum ættingjum og vinum er
vottuð innileg samúð.
Guðjón Jensson.
Ég kynntist Hebba, eins og við
í fjölskyldunni kölluðum hann,
fyrst þegar Maddý, systir mín og
síðar eiginkona hans, kom með
hann í heimsókn eitt kvöldið. Það
sem mér er minnisstæðast er að
hann tók strax upp penna og fór
að teikna skopmyndir aftan á eitt
blaðið sem lá á borðinu, síðar kom
í ljós að hann var afskaplega fær
að teikna en yfirleitt skopmyndir.
Í þá daga var einnig teflt mikið og
þjálfaðist ég mikið við að tefla við
hann.
Hermann bróðir minn og
Hebbi voru góðir vinir og fóru oft
á veiðar, þeir báðir höfðu mikið
dálæti á skotvopnum og oftar en
ekki var strákgemlingurinn tek-
inn með í veiðiferðirnar.
Hebbi hafði mikinn áhuga á
sjómennsku enda fór hann ungur
til sjós, en eftir að hann slasaðist
illa á hendi hætti hann á sjónum
og fór að vinna í landi. Hann var
alltaf með nýjar og nýjar hug-
myndir sem hann reyndi að koma
í framkvæmd og ein þeirra var að
kaupa bát sem átti að þjóna ferða-
mönnum til skemmtisiglinga,
hvalaskoðunar og sjóstangaveiði,
má þar segja að hann hafi verið
frumkvöðull að hvalaskoðun á Ís-
landi og langt á undan sinni sam-
tíð. Það fór svo að hann keypti bát
í Danmörku og hann ásamt Her-
manni og Sveinbirni (svili hans og
mágur minn) og ég, við fjórir
sigldum bátnum frá Danmörku til
Íslands.
Sú ferð var ævintýraleg og er
efni í heila bók. En það voru fáir
túristar í þá daga og fyrirtækið
gekk ekki.
Hebbi og Maddý skildu nokkru
seinna og fluttist hann síðan til
Bandaríkjanna. Þar fór hann fljót-
lega á sjóinn og tók skipstjórnar-
réttindi þar. Þegar synirnir full-
orðnuðust fór þeir í ævintýraleit
til pabba síns til Seattle, honum til
mikillar gleði. Þar tók Gísli skip-
stjórnarpróf og vann á skipum í
Alaska og Sölvi setti á stofn sitt
eigið fyrirtæki sem hann rekur
enn.
Það var mikil gleði hjá honum
þegar hann eignaðist barnabörn
en Gísli eignaðist tvær stúlkur,
Elenu og Alexis. Eftir að Gísli
skildi við barnsmóður sína fluttist
hann ásamt stúlkunum til Hebba
þar sem þau bjuggu upp frá því.
Sölvi giftist Michelle en þau eiga
ekki börn en fjölskyldan er mjög
náin og stúlkurnar litlu dvöldust
löngum hjá Sölva og Michelle þeg-
ar faðir þeirra og afi voru á sjón-
um. Þá var líka gott að hafa ömmu
sína en Maddý fluttist til Banda-
ríkjanna og tók sér íbúð rétt hjá til
að geta rétt hjálparhönd og tekið
þátt í uppeldi barnanna.
Ég reyndi að heimsækja fjöl-
skylduna reglulega og var alltaf
tekið opnum örmum. Hebbi lánaði
mér Lincolninn sinn en ég dvald-
ist yfirleitt hjá Maddý systur því
hún hafði leigt íbúð nálægt þeim
með aukaherbergi og eins og ég
sagði oft bara fyrir mig. Stundum
fórum við í ferðalag, keyrðum til
Kanada eða um sveitir og bæi í ná-
grenni við Seattle, þá var mikið
fjör.
Hans verður sárt saknað.
Axel Sölvason.
Svo lengi sem ég
man eftir hef ég
vitað af frænda
mínum honum Jóni
Halldórssyni en í um 50 ár höf-
um við verið tengdir nánum fjöl-
skylduböndum þar sem eigin-
konur okkar eru systur. Ég hef
því alltaf vitað hversu vandaður
maður Jón var. Hann var ein-
staklega ljúfur í viðmóti og úr-
ræðagóður. Það lék allt í hönd-
unum á honum, hvort sem það
voru rafmagn, vélar, tölvur,
fjörugrjót eða íslenskt birki.
Hann var stór og sterkbyggður
og það voru fáir sem stóðust
honum snúning ef tekist var á
krók í nettri kraftakeppni.
Það var svo fyrir um 30 árum
að Jón fór að vinna fyrir útgerð
okkar og óhætt er að segja að
það hafi verið mikið gæfuspor
fyrir útgerðina að ráða Jón í
vinnu. Hann vann hjá útgerðinni
sem vélstjóri, útgerðarstjóri og
við netavinnu. Einnig kom hann
að saltfiskvinnslu í upphafi
starfsferils hans hjá okkur.
Ekkert verkefni var of erfitt eða
of flókið þegar Jón var annars
vegar. Hann nálgaðist öll verk-
efni með opnum huga og leitaði
alltaf að lausnum og uppgjöf var
ekki til í hans huga.
Þegar núverandi skip útgerð-
arinnar var nýtt fór Jón með í
fyrstu túrana sem vélstjóri.
Eins og oft vill verða þegar um
ný skip er að ræða koma upp
ýmis vandamál en í huga Jóns
voru það bara verkefni sem
þurfti að leysa. Áhafnar-
meðlimir höfðu á orði hvað það
væri gott að leita til Jóns varð-
andi úrlausn allra mála og enn-
fremur hafði Jón frumkvæði að
því að gera alla vinnuaðstöðu
sem besta.
Ávallt er Bylgja VE-75 kom
til löndunar var Jón okkar
mættur um borð reiðubúinn að
miðla af þekkingu sinni og
reynslu varðandi allt það sem
þurfti að gera og lagfæra.
Fjölskyldur okkar tengdust
mikið og ferðuðumst við meðal
annars saman bæði innanlands
og utan og var Jón góður ferða-
félagi og alltaf hægt að treysta
á ratvísi hans, svo gott áttaskyn
hafði hann.
Hans stærsta gæfa í lífinu
var eiginkonan og fjölskyldan
sem stóð alltaf þétt saman.
Hann var einstaklega barngóður
og hafði mikla þolinmæði gagn-
vart börnum og var alltaf til í
smá leik með þeim.
Það er með innilegu þakklæti
sem við minnumst Jóns, við er-
um þakklát fyrir að hafa notið
samvista við hann og fyrir
starfskrafta hans í þágu útgerð-
arinnar. Nú þegar komið er að
kveðjustund viljum við votta
Svönu, dætrum og fjölskyldu
okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd útgerðar Bylgju
VE-75,
Matthías Óskarsson.
Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag og ómögulegt er að sjá
✝ Jón Hall-dórsson fædd-
ist 14. júní 1950.
Hann lést 21. apríl
2019.
Jón var jarð-
sunginn 3. maí
2019.
fyrir hvað hver
dagur ber í skauti
sér. Ekki áttum við
von á þeim fréttum
um páskana að
Nonni mágur, svili
og vinur, væri far-
inn á vit feðra
sinna.
Nonni var ein-
stakur gleðigjafi,
barngóður, hjarta-
hlýr og ávallt mjög
úrræðagóður. Hann kom öllum í
gott skap með glaðværð sinni
og ljúfmennsku. Börn löðuðust
öll að honum og hann náði oft
einstaklega góðum samskiptum
við þau.
Við Nonni áttum margar góð-
ar gleðistundir saman. Við ferð-
uðumst mikið með börnin okkar
þegar þau voru yngri, voru það
þá ferðalög um landið þvert og
endilangt. Það þótti ekkert til-
tökumál að skjótast norður, ef
veður var þar betra en á Suður-
landi.
Farið var í Vaglaskóg og veð-
urblíðunnar notið út í ystu æs-
ar. Ef Vesturlandið var tekið,
þá var það Húsafell og fleiri
góðir staðir. Ef Suðurland varð
fyrir valinu þá voru það einna
helst Flúðir, Laugarás og jafn-
vel Kirkjubæjarklaustur.
Það var alltaf glatt á hjalla
hjá okkur og hlýjar minningar
hrannast upp, m.a. söngur við
tjaldsúlur, vísnabækur oftar en
ekki „gefnar“ út og skrifaðar,
þá annað hvort í minnisbækur
eða á sælgætispappír. Danska
lagið var oft tekið og sungið há-
stöfum í mikilli og góðri gleði.
Það var útvarpsþáttur á
Bylgjunni á þessum tíma þar
sem þáttastjórnendur kölluðu
sig Jón & Gulla. Okkur Nonna
fannst það mjög skemmtileg
nálgun á gríni og glensi að geta
tengt okkur við þá félaga, enda
afburða skemmtilegir eins og
við, að okkur fannst ...
Oftar en ekki var rennt fyrir
fisk á þessum árum og fengur
dagsins grillaður í lok dags. Var
þá enginn betri en Nonni við þá
iðju að grilla og var hann iðu-
lega réttum megin við þá
græju.
Svo kom golfið til sögunnar
og oft á tíðum tekinn hringur,
þá annað hvort uppi á landi eða
úti í eyjum. Nonni hafði afskap-
lega gaman af golfi. Komu þau
Svana sér fljótt upp góðum
græjum og golfbíl til að geta
notið þess saman sem allra
best.
Við Guðrún höfum átt ein-
staklega gott samband við
Nonna, Svönu og börn. Nonni
skilur eftir sig stórt skarð og
við hjónin ásamt börnum okkar
munum sakna hans mikið.
Söknuður okkar bliknar þó í
samanburði við missi nánustu
aðstandenda.
Orð verða oft fátækleg í
þessu sambandi, en minningin
um góðan vin sem fór allt of
snemma er þeim mun sterkari.
Við Guðrún og fjölskylda vilj-
um senda okkar innilegustu
samúðarkveðjur til Svönu og
fjölskyldu á þessum þessum erf-
iðu tímum í þeirra lífi.
Honum Nonna munum við
aldrei gleyma og hlýjar minn-
ingar um góðan og traustan vin
munu ávallt lifa.
Guðlaugur (Gulli),
Guðrún og fjölskylda.
Jón Halldórsson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað.
Minningargreinar