Morgunblaðið - 09.05.2019, Side 50

Morgunblaðið - 09.05.2019, Side 50
Gucci-pungur Þessi er margnota. Hægt er að nota punginn bæði við sparikjóla og svo má geyma vasapela í honum í útilegum. Sumardagurinn fyrsti rann upp bjartur og fagur og síðan þá hefur nokkrum sinnum verið hægt að fara berfættur í skóm út úr húsi. Í framhaldinu bárust fréttir af því að aprílmánuður hefði verið sá hlýjasti í lang- an tíma. Þetta ýtti svo sannarlega undir bjartsýni um að sumarið yrði ein samfelld sólarlest og hægt yrði að spranga um í blómstrandi og léttum sumarfötum án þess að sýna mikla áhættuhegðun. Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is Segjum sem svo að sumarið verði milt og dásamlegt; þá er ekki úr vegi að sporta sig svolít- ið í fallegum sumarfötum, setja á sig örlítið brúnkukrem og örlítið brons í kinnarnar. Nú ef sumarið verður eins og í fyrra má alltaf fari í þunn ullarföt undir blómakjólana enda ætla landsins spariskór ekkert að láta veðrið stoppa sig. Sumarið 2019 verður sumar blómamunstranna. Þá er ekki bara verið að tala um um létta síða sumarkjóla heldur munstraðar blómadragtir. Það sem er sniðugt við dragtir með blómamunstri er að þær hafa í raun þríþætt notagildi. Hægt er að nota bux- urnar og jakkann saman en svo má nota bux- urnar einar og sér við létta toppa og svo má alltaf fara í jakkann við gallabuxur eða hvítar gallabuxur. Við þennan pakka er fal- legt að vera í ljósum lakkskóm og sleppa sokkunum. Ef ristarnar eru fölar og litlaus- ar eftir veturinn má úða smá brúnku frá Marc Inbane yfir. Bara svona rétt til að fæt- urnir líti ekki út fyrir að tilheyra annarri manneskju. Sumir flaska nefnilega á því að mála andlitið í öllum heimsins litum en gleyma útlimunum. Þá verðum við svolítið eins og við höfum verið send á dúkkuspítal- ann og vitlausir handleggir eða fótleggir verið límdir á. Hindar vönduðu og góðu fóst- urlandsins freyjur ætla ekki að láta hanka sig á þessu. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Njóttu þess að hvílast í hreinum rúmfötum Við þvoum og pressum rúmfötin - þú finnur muninn! Brúnka í brúsa Brúnkukrem- ið frá Marc Inbane kemur að góðum notum til að fríska sig eftir veturinn. Blómstrandi fósturlandsins freyjur Ferðafreyjur þurfa svona Gucci- ferðataska, fæst á Net-a- porter.com. Blómajakki Þessi jakki er úr Selected. Flottar einar og sér Þessar blómabuxur er hægt að nota ein- ar og sér en eru líka æðislegar með jakkanum. Í stíl H&M býður upp á svipuð föt á börn og full- orðna. Vorboðinn ljúfi Þessi blómadragt er ákaflega sumarleg og falleg. Hún fæst í Selected. Blómlegur Þessi kjóll er afar kvenlegur enda tek- inn saman í mittið. Hann fæst í Selected. Blómleg Þessi sum- arföt fást í Zöru. Berar axlir Í sumar má alveg láta sjást aðeins í axlirnar. Bert á milli Það er mikið í tísku núna að láta örlítið glitta í holdið. Þessi föt fást í Zöru. Flottir Þessir sumarskór fást í GS skóm. Bleikt og hvítt Þessi sam- festingur fæst í Zöru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.