Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 54
Hópurinn Það er mikið af hæfileikaríku fólki sem kemur að tónleikunum. F.v. Benedikt Brynleifsson, Helgi Reynir Jónsson, Ingi Björn Ingason, Stefaní Svavarsdóttir, Svenni Þór og Pétur Valgarð Pétursson. „Þegar ég fór á þessa mynd í bíó með konunni minni varð ég alger- lega hugfanginn af tónlistinni í myndinni og sagði við hana á leið- inni út að mig langaði ótrúlega að gera tónleika með þessari tónlist,“ sagði Svenni Þór í samtali við Sigga Gunnars á K100. „Í kjölfarið á því heyri ég í Hauki á Græna hattinum á Akureyri og spurði hvort það væri eitthvað laust fyrir svona tónleika en því miður var allt uppbókað. Hann sagðist þó ætla að setja mig á lista ef eitthvað myndi losna.“ Það gerðist og fékk Svenni símtal frá Hauki um mánuði síðar. „Hann sagðist eiga laust pláss eftir þrjár vikur og spurði hvort ég væri klár með tónleikana. Ég laug aðeins og sagði bara já, þrátt fyrir að ekkert væri klárt,“ segir Svenni hlæjandi en það kom ekki að sök því allir þeir sem hann vildi fá með í verk- efnið voru lausir og tilbúnir til þess að taka þátt í því, þeirra á meðal söngkonan Stefanía Svavarsdóttir. Átta klukkutíma ferð í óveðri með ungbarn Það var ákveðið að halda norður í land með allt stóðið en svo óheppi- lega vildi til að óveður skall á, á tón- leikadeginum. „Ég var nýbúin að eignast barn og var búin að ákveða að taka mér frí frá því að koma fram nema að ég fengi tilboð sem ég gæti ekki hafnað og þá hringdi Svenni með þetta spennandi verk- efni,“ segir Stefanía Svavars sem fetar í fótsport Lady Gaga á tón- leikunum. „Það tók mig átta tíma þennan dag að komast til Akureyr- ar. Ég tók þriggja mánaða gamalt barnið mitt með og honum fannst það vægast ekki skemmtilegt,“ seg- ir Stefanía hlæjandi og bætir við að þetta sé hennar fyrsta barn og að þetta hafi verið mikilvæg lexía fyrir hana sem móður. „Það var tvísýnt um stund hvort við þyrftum að af- lýsa tónleikunum en sem betur fer gerðist það ekki og við komum fram fyrir fullum kofa á Akureyri,“ bætir hún við. Nú stendur svo til að halda tón- leikana aftur í miðborg Reykjavíkur en þau munu koma fram í Gamla bíói annað kvöld klukkan 22. Á efn- isskrá tónleikanna eru öll lögin úr myndinni og koma þau tvö fram ásamt hljómsveit sem skipuð er þeim Benedikt Brynjólfssyni, Inga Birni Ingasyni, Pétri Valgarði Pét- urssyni og Helga Reyni Jónssyni. Svo ætla þau að freista þess að halda aftur norður í land í júní og vonandi fara veðurguðirnir mildari höndum um þau þá. Græni hatturinn Svenni og Stefanía á tónleikunum á Akureyri. Tónleikar Svenni og Stefanía heiðra þau Bradley Cooper og Lady Gaga á A Star Is Born-tónleikum annað kvöld. Heiðra kvikmyndina A Star is Born Kvikmyndin A Star is Born sló í gegn í kvikmyndahúsum í fyrra og er það ekki síst tónlistinni í kvikmyndinni að þakka hversu vel hún fangaði hug og hjörtu áhorfenda. Tónlistarmaðurinn Svenni Þór fékk þá hugmynd að setja upp tón- leika með tónlistinni úr kvikmyndinni og munu þeir fara fram annað kvöld. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 Bremsuviðgerðir Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Sálfræðingurinn og einkaþjálfarinn Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga nagli sem býr í Danmörku segir að flestir Danir eigi heilbrigðara sam- band við mat en Íslendingar. „Mað- ur sér ekki fólk vel í holdum í Kaupmannahöfn þar sem ég bý,“ sagði hún meðal annars í áhuga- verðu viðtali við Ísland vaknar á dögunum. Ástæðuna fyrir því telur hún vera þá að Danir séu afslapp- aðri, njóti hverrar máltíðar og gefi sér góðan tíma í að neyta hennar. „Sjálf gef ég mér klukkustund á hverjum degi í að borða. Þá slekk ég á símanum og er utan þjón- ustusvæðis því ég er að borða. Það skal ekkert trufla mig frá því að njóta matarins,“ sagði Ragga sem auk þess að vera sálfræðingur er einnig einkaþjálfari. Ragga telur að margir séu ekki í tengslum við líkamleg einkenni svengdar og seddu þar sem þeir séu oft búnir að hrúga í sig of miklu magni af mat löngu áður en líkaminn gefur skilaboð um að hann sé orðinn saddur. Meðal- maðurinn er um 11 mínútur að borða matinn sinn að sögn Röggu sem er allt of stuttur tími að sögn Röggu. Meðalkarlmaðurinn getur verið mun sneggri að næra sig eða jafnvel um 5-6 mínútur. Fyrir utan heilsubætandi áhrif þess að borða hægt segir Ragga að fólk geti jafnframt misst af nautn- inni sem fylgir því að borða góðan mat. Fólk fari á flottan veitinga- stað, panti sér dásamlega góðan mat, bíði eftirvæntingarfullt eftir að fá að borða og svo loks þegar maturinn kemur á borðið borði sumir á þeim hraða að þeir varla muni eftir að hafa neytt hans. Ragga Nagli kemur annað slagið til Íslands í þeim tilgangi að bjóða upp á námskeið í þessum málum. Viðtalið við hana má nálgast á heimasíðu K100, www.k100.is islandvaknar@islandvaknar.is Við eigum að vera lengi að borða Mikill áthraði eykur líkur á offitu Ragga nagli segir að það sé mun heilsusamlegra að gefa sér góðan tíma í að borða heldur en að gúffa matnum í sig á stuttum tíma. Líkurnar á ofþyngd fari til að mynda minnkandi þar sem þeir sem borði á lengri tíma borði alla jafna minna en hinir. Skynsöm Ragga nagli lætur ekkert trufla sig við það að njóta matarins. Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.