Morgunblaðið - 09.05.2019, Side 57
DÆGRADVÖL 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019
„GETUR ÞÚ EKKI BARA RÚNNAÐ ÞETTA
NIÐUR?” „ÉG SKIPTI Á BARNINU. HVAÐ NÚ?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... besta fjárfestingin.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
GRETTIR,
VAKNAÐU!
ÞÍN BÍÐA
VERKEFNI!
Ó, ÞETTA ER
ALDEILIS
HVETJANDI
Í BÓKINNI STENDUR AÐ ÉG GETI EKKI
ANNAST ÞIG FYRR EN ÉG HEF ANNAST
SJÁLFA MIG FYRST!
GETUR ÞÚ EKKI BARA SÓTT BJÓR FYRIR
OKKUR BÆÐI Í SÖMU FERÐ?
SJÁLF
S-
HJÁLP
SJÁL
FS-
HJÁL
P
mars 1996, nemi; 2) Embla Líf, f. 24.
ágúst 2004, og 3) Nói Sær, f. 22. febr-
úar 2010.
Bróðir Guðmundar er Eggert Pét-
ursson, f. 18. júlí 1973, lagerstjóri í
Norrköping í Svíþjóð.
Foreldrar Guðmundar eru Auð-
björg Guðmundsdóttir, f. 27. janúar
1944, leikskólakennari, bús. á Eyrar-
bakka, og Pétur Sveinbjarnarson, f.
23. ágúst 1945, fv. framkvæmdastjóri,
bús. í Reykjavík.
Guðmundur
Ármann Pétursson
Guðbjörg Sigríður Jensdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Guðmundur Finnbogason
sjómaður á Ísafirði
Guðrún S. Pétursdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Pétur Sveinbjarnarson
fyrrv. framkvæmdastjóri í Rvík
Sveinbjörn Tímóteusson
bifreiðastjóri í Reykjavík
Björg Sveinsdóttir
húskona á Brennistöðum
Tímóteus Stefánsson
húsmaður á Brennistöðum í Borgarfirði
Sigríður Bergsteinsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Guðmundur Sigurðsson
sjómaður í Reykjavík
Ásta Guðmundsdóttir
afgreiðslukona í Rvík
Halldór Guðmundsson rafmagnsfræðingur í Rvík
Eyjólfur Guðmundsson bóndi og rithöfundur á Hvoli í Mýrdal
Guðmundur Ólafsson
bakarameistari í Rvík
Auðbjörg Guðmundsdóttir
húsfreyja á Minna-Mosfelli og í Reykjavík
Ólafur Bjarnason
bóndi á Minna-Mosfelli
í Mosfellssveit, síðar
verkamaður í Rvík
Úr frændgarði Guðmundar Ármanns Péturssonar
Auðbjörg Guðmundsdóttir
leikskólakennari á Eyrarbakka,
kjörmóðir hennar var Aðalheiður
Þorkelsdóttir húsfreyja í Rvík
Mæðginin Guðmundur, Auðbjörg og Eggert við Windsor kastala árið 2003.
Það er vor í lofti og hagyrðingarnirí sólskinsskapi. Pétur Stefánsson
orti á sunnudaginn á Leir:
Nú er bjart og blíðuveður,
blikar sól á vík og ál.
Indælt vorið alla gleður,
unað veitir hverri sál.
Spretta blóm og lauf í lautum,
losnar fólk úr vetrarþrautum.
Blessað vorið hlær í hlíðum,
hvammar skarta fögrum lit.
Völlur grær í vindi þýðum,
veröld baðar sólarglit.
Argur vetur er að baki,
ómar loft af fuglakvaki.
Í tímaritinu Helgafelli var þáttur
sem kallaðist „Úr Vísnabókinni, þýtt
og endursagt af Magnúsi Ásgeirs-
syni“. Hér eru sýnishorn. Fyrst er
„Grafskrift yfir hundi“:
Ég var hundur húsbóndans á Rein.
Hver á þig, sem skoðar nú minn stein?
Úr gömlu bréfi:
Hvað sem annars er um mig,
engin líður stundin
svo, að ekki sé við þig
sérhver þanki bundinn.
Hitt mér leyndist langa tíð,
ljúfan dyggðaríka,
að þú hugsar ár og síð
um þig sjálfa líka.
Meydómsminning.
– Barnfóstran hét Hanna.
Hún bar mig upp í hlíð.
Þá kom til okkar piltur
og kyssti hana í gríð.
Og Hanna kyssti piltinn.
Ég hugsaði, ein á bala:
„Þetta segi ég mömmu,
þegar ég læri að tala!“
Landráð.
„Af landráðum vex ekki vegsemd!
„Hve verður það sannað?“
„Er landráðin hafa heppnast,
þá heita þau annað“.
Ármann Þorgrímsson er með „smá
innlegg í umræðuna um þungunarrof
og hlýnun jarðar“ á Leir:
Veröld illa á vegi stödd og versnar færðin
Mesta vanda málið er
mennirnir að fjölga sér.
Ármann hefur líka sett fram
„heimspekilegar hugleiðingar um til-
gang lífsins“:
Tilganginn með tilgangsleysi tel ég vera
aðeins til að ergja sig
engu skiptir þetta mig.
Bólu-Hjálmar orti:
Lofsvert er að læsa kjaft
og lukku sléttur vegur,
Satan hefur segulkraft,
syndarann að sér dregur
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vor í lofti og vísnabókin
Eyesland . Grandagarði 13 . sími 510 0110 . www.eyesland.is
NÝTT! JULBO
SPORTGLERAUGU
Julbo er franskt gæðamerki
sem býður úrval af útivistar- og
íþróttagleraugum.
15% kynningarafsláttur er í verslun
okkar Grandagarði um helgina.
Opið virka daga frá kl. 10-18
og á laugardögum frá kl. 11-16