Morgunblaðið - 09.05.2019, Page 62

Morgunblaðið - 09.05.2019, Page 62
VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Of Monsters and Men (OMAM) hefur látið lítið fyrir sér fara á undanförnum mánuðum enda hefur hún verið önnum kafin í hljóð- veri við upptökur á þriðju breiðskífu sinni, Fever Dream, sem kemur út 26. júlí. Fyrsta lagið af þeirri skífu, „Alligator“, kom út fyrir fáeinum dögum og í dag tilkynntu skipu- leggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves að hljómsveitin myndi koma fram á henni í nóv- ember en um þrjú ár eru liðin frá því sveitin kom síðast fram hér á landi. OMAM fór með sigur af hólmi í Músíktilraunum árið 2010 og árið 2011 gaf Record Records út fyrstu breiðskífu sveitarinnar, My Head is an Animal. Lagið „Little Talks“ af þeirri plötu náði miklum vinsældum í Bandaríkjunum líkt og hér á landi og vakti m.a. athygli ráðamanna stórfyrirtækisins Universal sem sömdu við hljómsveitina um útgáfu fjögurra platna og var My Head is an Animal sú fyrsta í röðinni. Hljómsveitin náði þeim stórkost- lega árangri að koma plötunni í sjötta sæti Billboard-listans yfir mest seldu plötur Bandaríkjanna og hafði engin íslensk hljómsveit náð slíkum árangri. Um 55 þúsund ein- tök voru seld af plötunni í fyrstu viku sölu í Bandaríkjunum og til að fylgja eftir þessum miklu vinsældum lék hljómsveitin vítt og breitt um heiminn og fylgdust Íslendingar með því mikla ævintýri í gegnum fjölmiðla. Síðan eru liðin mörg ár, eins og segir í laginu og hefur hljóm- sveitin farið í marga tónleikaferðina um heiminn, leikið í spjallþáttum og átt lög í sjónvarpsþáttum og kvik- myndum, m.a. The Hunger Games og The Walking Dead. Sveitin sendi aðra breiðskífu frá sér árið 2015, Beneath the Skin, og var hún öllu drungalegri en sú fyrsta. Og ef marka má fyrsta lagið af þriðju plötunni er sveitin orðin enn rokkaðri en áður. Eða hvað? Blaðamaður hitti tvo liðsmenn OMAM, þau Nönnu Bryndísi Hilm- arsdóttur og Ragnar Þórhallsson - Nönnu og Ragga - og ræddi við þau um plötuna, frægðina, framtíðina og sitthvað fleira. Flytja „Alligator“ hjá Fallon „Við erum að fara út núna að spila,“ svarar Nanna þegar blaða- maður spyr hvort hljómsveitin sé komin í frí. „Við erum að fara í Fall- on,“ bætir Raggi við og á þar við spjallþátt Jimmy Fallon en hljóm- sveitin hefur áður komið fram í hon- um. Hún mun að þessu sinni flytja „Alligator“, fyrsta lagið af plötunni væntanlegu og verður það jafnframt í fyrsta sinn sem hljómsveitin flytur lagið opinberlega. „Þetta verður ógeðslega gaman, spennandi,“ segir Nanna og hlakkar greinilega til og Raggi segir hljómsveitina hafa „æft grimmt“ fyrir þessa uppákomu hjá Fallon sem er einn vinsælasti spjall- þáttastjórnandi heims. OMAM er þekkt hljómsveit og vinsæl og því eðlilega mikið havarí í kringum hana og skipulag. Nanna og Raggi eru spurð að því hversu miklu þau ráði sjálf, t.d. hvaða lag ætti að heyrast fyrst af plötunni nýju og segir Nanna að hljómsveitin hafi fengið að ráða því sjálf. „Við vorum sammála með þetta lag, bæði við og útgáfan, það meikaði rosa mikinn sens alveg frá upphafi,“ segir hún og Raggi tekur undir það. „Þetta var eiginlega fyrsta lagið sem við vissum að yrði á plötunni. Svo er orkan í því þannig að þetta er góð byrjun á ferli,“ segir hann. Nanna og Raggi segja lagið ekki dæmigert fyrir plötuna í heild. „Það er svolítið „in your face“, kemur inn með látum en er ekkert voðalega góð lýsing á plötunni,“ segir Nanna, „platan verður ekkert öll svona“. – Lagið virkar hrárra og rokkaðra en fyrri lögin ykkar og er býsna langt frá fyrstu plötunni þó enn megi greina ákveðinn samhljóm? Nanna og Raggi taka undir þetta. Raggi 23 ára. „Bara „babies“,“ segir Nanna brosandi, nýorðin þrítug og Raggi bendir á að þrátt fyrir ungan aldur hafi hann verið kominn á síð- asta séns með að keppa í Músíktil- raunum sökum aldurs. Halda mætti að hljómsveitar- meðlimir byggju allir erlendis vegna tíðra tónleikaferða um heiminn en svo er ekki, OMAM býr öll á Íslandi og hefur gert í tvö ár eða þar um bil. Auk þess var platan nýja tekin upp hér á landi, í hljóðveri hljómsveitar- innar í Garðabæ. „Við fórum bara út til að mixa plötuna,“ útskýrir Nanna. Það gangi ágætlega að búa á Íslandi og halda reglulega í víking til Evr- ópu og annarra heimsálfa en að vísu fylgi hljómsveitinni mikið hafurtask, tæki og alls konar hljóðfæri og ann- að dót. Raggi tekur undir þetta og segir helst til mikið hafa fylgt sveit- inni í síðustu tónleikaferð. „Það var rosalega mikið dót!“ segir hann með áherslu. Alltaf á fullu Fimm tónlistarmenn skipa OMAM í dag, auk Nönnu og Ragga þeir Brynjar Leifsson, Arnar Rósen- kranz Hilmarsson og Kristján Páll Kristjánsson en Árni Guðjónsson sagði skilið við sveitina fyrir nokkr- um árum. Sá kvittur komst á kreik eftir síðustu tónleikaferð að hljóm- sveitin væri hætt því lítið sem ekk- ert spurðist til hennar en þeir sem fylgjast með OMAM á Facebook vita að hún var og er sprelllifandi og í fullu fjöri. Nanna segir hljómsveitarmeðlimi hafa einbeitt sér algerlega að plöt- unni nýju, Fever Dream og látið lítið fyrir sér fara á meðan. „Við þurftum bara aðeins að fá að gleyma okkur,“ segir hún og Raggi bendir á að eftir að síðasta plata kom út, fyrir fjórum árum, hafi hljómsveitin verið á ferð og flugi í um tvö ár. Að ferðalagi loknu hafi næsta plata tekið við. „Við erum búin að vera á fullu all- an tímann en eins og tímarnir eru núna, fólk að dúndra út lögum, er hætt við því að maður gleymist,“ segir Raggi kíminn og Nanna hlær að því að fólk hafi haldið að hljóm- sveitin væri hætt. „Við erum búin að vera á milljón!“ segir hún og bætir við að að ef til vill hafi hljómsveitin Reyna að lifa í núinu  Of Monsters and Men heldur tónleika á Iceland Airwaves í nóvember  Þriðja breiðskífan, Fever Dream, kemur út 26. júlí  Litadýrð og jákvæðni  Óhrædd við að prófa eitthvað nýtt Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Þetta er nær manni, einhvern veg- inn,“ segir Raggi, „svolítið mikið rokk miðað við restina af plötunni en lagið minnir alveg á lög af fyrstu plötunni, t.d. „Six Weeks“. Þegar við spilum þetta „live“ held ég að þetta passi alveg vel inn í settið“. Nanna segir hljómsveitina óhrædda við að prófa eitthvað nýtt þó að alltaf megi heyra OMAM- hljóminn góða. „Okkur finnst það skemmtilegt,“ segir hún. Ekki lengur lítil og krúttleg En hvernig er OMAM í dag miðað við þá sem keppti í Músíktilraunum fyrir níu árum? „Ég man alltaf eftir því þegar við komum aftur ári eftir að við unnum Músíktilraunir og spil- uðum, þá voru einhverjir að segja að þetta væri svikin vara, að við værum ekki sama hljómsveitin ári síðar,“ segir Raggi sposkur og Nanna hlær að þeim ummælum. „Við vorum svo lítil og krúttleg þegar við unnum og svo var bara komið band!“ bætir Raggi við. Nanna var 21 árs þegar OMAM keppti í Músíktilraunum en Litríkt Umslag Fever Dream prýðir verk eftir Jón Sæmund Auðarson. Kvintett Hljómsveitin Of Monsters and Men gefur út plötu og leikur á Iceland Airwaves. 62 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN Kíktu á netverslun okkar bambus.is Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 Glæsilegur kaupauki fylgir* ef keyptar eru vörur frá Clinique fyrir 7.900 kr. eða meira CLINIQUE DAGAR í Urðarapóteki 6.–12. maí *Á m eð an b ir g ð ir en d as t.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.