Morgunblaðið - 09.05.2019, Síða 63
ekki verið nógu dugleg að láta vita af
sér.
OMAM gaf sér góðan tíma í að
semja og taka upp Fever Dream og
segir Nanna að hljómsveitin hafi
tekið meðvitaða ákvörðun um að
gera hlutina aðeins öðruvísi en áður.
Það hafi verið nauðsynlegt. Raggi
segir að hljómsveitin hafi ekki verið
alveg sammála í fyrstu um hvaða
stefnu skyldi taka. „Við vorum að
reyna að byrja eins og við gerðum á
fyrstu og annarri plötu og það er
bara ekki spennandi. Þetta tók
kannski lengri tíma, lögin voru leng-
ur með okkur og lengur að þróast og
ég held að það sé gott,“ segir hann.
Jón sá um myndlistina
OMAM hefur alltaf lagt mikið upp
úr sjónrænum þætti listar sinnar og
myndböndin við lög hljómsveitar-
innar hafa vakið athygli fyrir hversu
mikið er lagt í þau. Myndbandið við
„Alligator“, fyrsta lagið af Fever
Dream, er í þeim anda, fljótandi
málning í öllum regnbogans litum og
hinum ýmsu formum. Og umslag
plötunnar er líka litríkt og sýnir
gróflega málað verk af auga á bleik-
um grunni.
Nanna og Raggi eru spurð að því
hvort þarna sé plötunni lýst með
myndrænum hætti. „Já, ég myndi
segja það. Okkur langaði með þess-
ari plötu að vera með meiri litagleði,
hafa þetta aðeins hrárra og meiri
orku,“ segir Nanna. Hljómsveitin
hafi viljað að sjónræni þátturinn,
myndlistin, endurspeglaði tónlistina
og hafi því leitað til Jóns Sæmunds
Auðarsonar myndlistarmanns.
„Hann málar allt sem þú munt sjá
nema vídeóið við „Alligator“, annar
listamaður gerði það en allt sem
kemur út með þessari plötu er frá
Jóni,“ segir Raggi. „Hann er með
svo fallega nærveru og það er svo
gaman að vinna með honum.“
Raggi segir jákvæða orku að finna
á plötunni og Nanna tekur undir þau
orð. „Þetta er mjög jákvæð plata
fyrir okkur,“ segir hún og að Jón
Sæmundur hafi einfaldlega málað á
meðan hann hlustaði á lögin af plöt-
unni. „Hann var með okkur allt ferl-
ið,“ segir Nanna.
Meðvirk og kurteis
– Nú eruð þið orðin svo þekkt og
vinsæl, hversu mikið er verið að
stýra ímynd hljómsveitarinnar, t.d.
myndatökum? Er einhver stílisti
sem segir ykkur að vera í rauðum og
svörtum fötum, til dæmis?
Nanna hlær að þessu og Raggi
segir að hún hafi einfaldlega hringt í
stílista sem hún fílaði fyrir mynda-
tökuna sem blaðamaður vísar til.
„Við höfðum bara samband við hana
og unnum svo með henni,“ segir
Raggi og Nanna bætir við að liðs-
menn OMAM séu of miklir þver-
hausar til að láta aðra stjórna sér.
– Hvernig er samstarfið milli ykk-
ar í hljómsveitinni, ræður eitthvert
ykkar meiru en hin eða ríkir algjört
lýðræði innan hennar?
„Nei, við erum voðalega meðvirk
og kurteis,“ segir Raggi og þau
Nanna hlæja að þeirri lýsingu. „Það
er mikil virðing á milli okkar, við
virðum hvert annað mikils og hlust-
um vel hvert á annað. Stundum get-
um við verið endalaust að hlusta á
hvert annað,“ bætir Raggi við og
Nanna kinkar kolli því til staðfest-
ingar.
Hljómsveitin er skipuð fimm tón-
listarmönnum sem fyrr segir en á
tónleikaferðum bætast nokkrir
gestahljóðfæraleikarar við hópinn.
„Síðast vorum við níu á sviði, með
fjóra „session“-leikara með okkur en
núna erum við í miðju ferli að setja
saman sjóið og fatta hvernig við ætl-
um að hafa þetta,“ segir Nanna.
– Finnst ykkur erfitt að finna jafn-
vægi milli þess sem listamanns-
hjartað vill og þess sem markaður-
inn vill? Þið þurfið auðvitað líka að
láta fólk fá það sem það biður um.
„Ég held við séum ekki mjög upp-
tekin af því eða alla vega ekki ég.
Þessi plata er drullupoppuð en við
erum það bara!“ svarar Nanna og
Raggi tekur í sama streng. „Mér
finnst svolítill misskilningur að tón-
listarmenn séu alltaf að reyna að
vera eitthvað abstrakt og artí og að
það sé meiri list. Stundum vill lista-
mannshjartað bara gera eitthvað
sem hægt er að dansa við,“ segir
hann. Nanna bætir við að þau vilji
einfaldlega ná til fólks með sinni list-
sköpun.
Uppi á svölum í GoT
OMAM hefur komið víða við á
undanförnum níu árum og meðal
annars í vinsælustu sjónvarpsþátt-
um heims hin síðustu ár, Game of
Thrones. Hljómsveitin lék þar á
fornfáleg hljóðfæri og sást rétt svo
bregða fyrir uppi á svölum í einu at-
riði þáttanna þrátt fyrir að hafa ver-
ið á tökustað í þrjá daga.
Nanna og Raggi hlæja að þessu
skemmtilega ævintýri. „Þetta byrj-
aði allt með því að Arnar trommara
langaði til að vera statisti í svörtum
kufli með spjót og að Jon Snow
myndi kannski ganga framhjá hon-
um,“ segir Raggi sposkur. Hann
segist ekki muna hvernig það kom til
að OMAM var svo boðið að koma
fram í einum þáttanna en líklega
hafi umboðsmaður verið settur í
málið.
Nanna segir bráðfyndið að þau
hafi endað uppi á svölum og aðeins
sést í fáeinar sekúndur í þættinum.
„Vinnan var svo mikil á bakvið þetta,
við vorum öll í svakalegum búning-
um og allt var óaðfinnanlegt,“ segir
Nanna og Raggi bætir við að Krist-
ján hafi verið með rándýra hárkollu
á höfði sem hafi svo varla sést þegar
á hólminn var komið.
Meira stress að spila á Íslandi
– Hvernig finnst ykkur tónlistar-
bransinn vera nú þegar þið eruð
komin með áralanga reynslu af hon-
um og hafið farið í marga heimstón-
leikaferðina?
„Ég held að hann sé að breytast
mjög mikið frá því við túruðum síð-
ast,“ svarar Raggi, „hljómsveitir eru
færri og sólóartistar fleiri, plötusala
minni og allir að hlusta á Spotify og
Apple Music“. Nanna segir líka for-
vitnilegt að skoða aðsókn að tónleik-
um og Raggi segist hafa heyrt að því
að hún fari minnkandi. En hvernig
ætli standi á því? Nanna og Raggi
segjast ekki átta sig á þessari þróun
og eru sammála blaðamanni í því að
ekkert komi í stað tónleika, að vera á
staðnum og njóta lifandi tónlistar-
flutnings.
OMAM heldur í næstu tónleika-
ferð í haust og ætlar að æfa hér
heima fram að því. Og svo er það
Iceland Airwaves í nóvember en
ekki hefur enn verið tilkynnt hvaða
dag OMAM stígur á svið eða á hvaða
tónleikastað. Hvernig skyldi það
leggjast í þau Nönnu og Ragga að
spila aftur á Íslandi eftir þriggja ára
hlé? „Ég get bara ekki beðið eftir að
standa aftur á sviði,“ segir Raggi,
„maður gerir þetta í mörg ár og ger-
ir þetta svo allt í einu ekki í nokkur
ár og þá bara vantar eitthvað.“
– Nú heyrir maður tónlistarmenn
oft tala um að það sé meira stress að
spila í eigin landi en öðrum …
– „Já, það er miklu meira stress-
andi að spila á Íslandi,“ svarar
Nanna og Raggi tekur undir með
henni. „Maður týnist ekki jafnmikið
í þvögunni hérna,“ segir hann kím-
inn.
Alltaf gaman
– Nú eru elstu lögin ykkar orðin
níu ára, eruð þið ekkert orðin leið á
að spila sum þeirra, t.d. „Little
Talks“?
„Mér finnst bara alltaf erfitt að
þurfa að gera eitthvað sem ég var að
gera fyrir tveimur árum, ég á erfitt
með það, vil alltaf bara halda áfram.
En nei, nei, við höfum aðeins verið
að spila þetta til núna og ég held við
setjum þetta bara í nýjan búning og
gerum spennandi,“ segir Nanna og
Raggi segir að það taki bara um
þrjár mínútur að dúndra út einu lagi
á tónleikum. „Svo er fólk að öskra
með og það er alltaf gaman. Auðvit-
að eru alveg textabrot sem maður
fær kjánahroll yfir en það er bara
eins og það er,“ segir Raggi.
Nanna segir alltaf gaman að spila
„Little Talks“, einn mesta smell
OMAM frá upphafi. „Þegar maður
fær viðbrögðin og sér að fólki finnst
þetta geggjað og syngur með þá
verður maður bara glaður.“
„Maður á bara að vera ánægður
með að hafa samið svona lag,“ bætir
Raggi við og hittir þar naglann á
höfuðið. Nanna segir það einmitt
málið, „Little Talks“ hafi gefið þeim
mikið.
„Ætlum bara að gera
þetta ógeðslega lengi“
– Hafið þið rætt framtíð hljóm-
sveitarinnar, hvort þið verðið enn að
eftir tíu ár til dæmis?
„Þetta eru svo stórar spurn-
ingar!“ segir Nanna og skellihlær að
blaðamanni sem viðurkennir að stórt
sé spurt. „Nei, nei, við ætlum bara
að gera þetta ógeðslega lengi,“ segir
hún og Raggi segir sveitina ekki
hafa rætt þau mál meðvitað. „Á með-
an okkur langar að gera þetta þá
höldum við áfram,“ segir hann og
Nanna bætir við að hana langi ekki
að gera neitt annað. „Maður reynir
að lifa í núinu í þessu, veit alveg að
þetta er ekki sjálfgefið og þetta er
brútal bransi. Við erum komin með
góðan hóp af aðdáendum og þó að
við séum ekki búin að gefa út í lang-
an tíma er alltaf verið að hlusta á
okkur og við erum alltaf að fá skila-
boð. Þannig að við erum spennt að fá
að spila aftur fyrir þetta fólk,“ segir
Raggi að lokum.
Morgunblaðið/Golli
Fjölmenni Of Monsters and Men á tónleikum í Hljómskálagarðinum 2012. Auk OMAM léku Lay Low og Mammút.
» „Þegar maður færviðbrögðin og sér að
fólki finnst þetta geggjað
og syngur með þá verður
maður bara glaður.“
Ofmonstersandmen.com
Icelandairwaves.is.
MENNING 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019
Sjónvarpsmaðurinn Sir David
Attenborough, sem orðinn er 93
ára, leitar nú plötusnúðar til að
endurhljóðblanda upptöku sem
hann gerði á Balí fyrir 70 árum.
Attenborough vill að upptakan,
sem er þrjár mínútur að lengd,
verði gerð að dansvænum smelli,
að því er fram kemur á vef
breska ríkisútvarpsins BBC en
upptakan er af helgum gamelan-
leik. Attenborough gerði sínar
fyrstu upptökur af slíkum hljóð-
færaleik þegar hann var í leit að
kómódódreka árið 1954 sem rat-
aði í sjónvarpsþáttaröð hans á
BBC, Zoo Quest.
Attenborough minnist þessa
merka hljóðfæraleiks á vef BBC
og segir eyjaskeggja hafa leikið
af ótrúlega mikilli nákvæmni og
fjöri. Þetta hafi verið tónlist
veiðimanna sem leikin var á
hverju kvöldi í þá daga í þorpum
Balí. Vonast hinn síungi Atten-
borough til þess að tónlistin verði
kynnt nýjum kynslóðum með því
að færa hana í nýjan búning.
Attenborough leitar að plötusnúði
AFP
Fróður Sir David Attenborough.
Keith Flint, söngvari The Prodigy
sem fannst látinn 4. mars síðastlið-
inn, hafði neytt kókaíns, áfengis og
kódeins áður en hann lést, að því er
dagblaðið Guardian greinir frá.
Segir í frétt blaðsins að ekki séu
næg sönnunargögn fyrir því að
Flint hafi svipt sig lífi en hann
fannst hengdur á heimili sínu.
Blaðið hefur eftir dánardóm-
stjóra að mögulega hafi Flint verið
að fíflast og að þau fíflalæti hafi
endað með hörmungum, þ.e. and-
láti hans.
Flint öðlaðist frægð með The
Prodigy á tíunda áratugnum og var
hljómsveitin með vinsælustu raf-
tónlistarsveitum þess tíma.
Með kókaín, áfengi og kódín í blóði
AFP
Óhapp? Keith Flint fannst hengdur á
heimili sínu og dárnardómstjóri útilokar
ekki að um óhapp hafi verið að ræða.
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
., '*-�-��,�rKu�,
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
Iðnaðareiningar
í miklu úrvali