Morgunblaðið - 09.05.2019, Síða 68

Morgunblaðið - 09.05.2019, Síða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 2019 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Í raun má lýsa verkunum sem smækkuðum afbrigðum af jarð- fræðilegum breytingum á milljón- földum hraða miðað við náttúruna. Í mínum huga eru þetta þrívíðir skúlptúrar sem í sköpunarferlinu umbreytast í tvívíðar teikningar,“ segir Alistair Macintyre sem opnar myndlistarsýninguna Rofmáttur tímans – Time Frozen, Time Thaw- ed í Galleríi Gróttu í dag kl. 17. Um er að ræða áttundu einkasýningu Alistairs á Íslandi á síðustu 23 árum, en fyrstu einkasýninguna hélt hann í Gerðarsafni 1996 og þá síðustu í Ketilhúsinu 2010. Alistair sem fædd- ur er á Bretlandi og menntaður frá Listaháskólanum í Cardiff hefur verið íslenskur ríkisborgari frá 2009, en hann býr og starfar hérlendis. Átök á pappírnum „Sýningin er búin að vera lengi í mótun,“ segir Alistair og bendir á að mjög langan tíma taki að vinna hvert verk og því kalli ferlið á mikla þolin- mæði. „Verkin myndast á um tólf klukkustunda tímabili þegar ísblokk bráðnar á pappír og blandast saman við járnlitaefni í duftformi og álagnir úr kvörninni sem ég nota. Járnduftið ryðgar með tímanum og framkallar hina ýmsu liti. Efnin berjast á þykk- um pappírnum meðan ísinn er að bráðna og ég reyni mitt besta til að stýra ferlinu og stjórna hreyfingu vatnsins þannig að útkoman verði eins og ég vil hafa hana. Engu að síð- ur ræður heppnin og örlögin miklu. Ef eitthvað fer úrskeiðis á lokamín- útunum, til dæmis ef pappírinn bognar ranglega undan vatninu, get- ur margra vikna undirbúningsvinna hæglega farið í súginn,“ segir Alist- air og tekur fram að ferlið við mynd- sköpunina minni sig iðulega á ljós- mynd í framköllun sem birtist smám saman. Aðspurður segir Alistair hvert verk geti verið vikur og jafnvel mán- uði í vinnslu. „Það getur tekið marg- ar vikur að undirbúa eitt verk, síðan þarf að sitja yfir pappírnum í bráðn- unarferlinu og loks getur tekið allt að tvo mánuði fyrir pappírinn að þorna alveg. Sum verkanna þarf að vakta nánast allan sólarhringinn og því krefst þetta mikils úthalds,“ seg- ir Alistair og tekur fram að hann hafi heillast af ísnum þegar hann dvaldi hér í vinnustofu yfir vetrar- mánuðina fyrir nærri aldarfjórð- ungi. „Þetta var harður vetur og ég gat sótt mér klaka úti sem ég geymdi í frystinum og þróaði smám saman þessa tækni sem ég hef notað æ síðan,“ segir Alistair og tekur fram að hann viti ekki betur en að hann sé eini listamaðurinn í heim- inum sem skapi listaverk sín með þessari aðferð. „Ég hélt að veturnir væru alltaf svona harðir hér á landi, en veðráttan er hverful og hefur breyst á umliðnum árum og áratug- um,“ segir Alistair sem með tíman- um hefur neyðst til að nota tilbúinn ís úr frystinum í stað náttúrulegs klaka sem hann finnur úti við. Í leit að sannleika handan tíma Spurður hvort túlka megi verk hans sem ádeilu á tímum loftlags- breytinga þar sem vitað er að jöklar muni með tímanum bráðna og hverfa svarar Alistair að ekkert sé því til fyrirstöðu að horfa á verkin með þeim augum, enda geti túlkun verka breyst í samspili við breytta tíma. „Markmið mitt er samt ekki að skapa pólitísk verk. Í mínum augum eru verkin fyrst og fremst leið til að rýmka tímaskynjun okkar, fletja tímann út og komast handan hans og finna sannleikann sem þar leynist – en sú viðleitni hefur einkennt flestöll trúarbrögð í gegnum tíðina. Helsta ástæða þess hvað ég hef lengi verið heillaður af ísnum stafar af hverful- leika efnisins. Við eigum það sam- eiginlegt með ísnum að við eigum öll eftir að hverfa í tímans rás og fletj- ast út í jarðfræðilegum skilningi. Í þeim skilningi birtist ákveðinn tregatónn í verkum mínum. Þau eru til vitnis um eitthvað sem var,“ segir Alistair og tekur fram að birtan leiki lykilhlutverki í skynjun verkanna. „Birtan í Galleríi Gróttu er góð og hentar verkunum vel, en með réttri lýsingunni er líkt og verkin lifni við.“ Sýningin stendur til 2. júní og er opin á sama tíma og Bókasafn Sel- tjarnarness, þ.e. mánudaga til fimmtudaga, kl. 10-19, föstudaga kl. 10-17 og laugardaga kl. 11-14. Rýmkar tímaskynjunina Morgunblaðið/Hari Bráðnun „Verkin myndast á um tólf klukkustunda tímabili þegar ísblokk bráðnar á pappír og blandast saman við járnlitaefni í duftformi og álagnir úr kvörninni sem ég nota,“ segir listamaðurinn Alistair Macintyre.  Alistair Macintyre opnar sýninguna Rofmáttur tímans í Galleríi Gróttu í dag  Þolinmæðisvinna að skapa hvert verk  Heillaður af hverfulleika efnisins Ríkisstjórnin samþykkti á fundi í vikunni að veita 15 millj- ónum kr. af sam- eiginlegu ráð- stöfunarfé sínu til Sinfóníu- hljómsveitar Ís- lands til að standa straum af tónleikaferða- lögum hljómsveitarinnar til Bret- lands og Bandaríkjanna á árunum 2020 og 2021. 7,5 millj. kr. verða veittar af ráðstöfunarfé ársins 2019 og sama upphæð af ráðstöfunarfé ársins 2020. Hljómsveitinni stendur til boða að fara í tónleikaferð til Bretlands í febrúar. Til stendur að halda átta tónleika í öllum helstu borgum Bretlands en þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitinni stendur til boða að fara í tónleikaferð til Bretlands. Þá hefur hljómsveitinni verið boðið að leggja upp í tónleikaferð til Norður-Ameríku haustið 2021. Ríkisstjórnin styrkir ferðir SÍ Frá tónleikum hljómsveitarinnar. Vorsýning Mynd- listaskólans í Reykjavík verður opnuð kl. 17 í dag, fimmtudag, í húsnæði skólans í JL-húsinu, Hring- braut 121. Sýningin verð- ur síðan opin milli kl. 13 og 18 frá föstudegi til og með mánudeginum 13. maí. Verkin á sýningunni eru eftir 115 nemendur sem stunda samfellt nám í dagskóla. Á listnámsbraut eru nem- endur að búa sig undir háskólanám í list- og hönnunargreinum. Nem- endur á fyrra ári sýna verkefni úr ís- lenskuáfanga en útskriftarnem- endur sýna sjálfstæð lokaverkefni. Þrír útskriftarnemendur á keramik- braut sýna sjálfstæð lokaverkefni en aðrir, á keramikbraut, listmálara- braut, teiknibraut og textílbraut, sýna ýmiskonar verkefni unnin á fyrra námsárinu af tveimur. Vorsýning Mynd- listaskólans opnuð Frá sýningu í Mynd- listaskólanum. Blå åker eða Blái akurinn nefnist nýtt leikverk í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar sem frumsýnt verður í Hálogaland- leikhúsinu í Tromsø í Noregi í dag. „Verkið tekur á kvótamálum, fisk- veiðióstjórn og einkavæðingu stærstu náttúrauðlindar Norð- manna, nefnileg fisksins. Árið 1989 hafði norski flotinn ofveitt í sinni lögsögu. Aflabrestur varð veruleg- ur og sett var á fiskiveiðibann fyrir ofan 62. breiddargráðu. Komið var á kvótakerfi til að vernda stofninn. Af 9.000 fiskveiðiskipum fengu 3.500 þorskveiðikvóta, ókeypis og að eilífu. Síðan þá hefur kvótinn færst yfir á hendur fjárhagslega sterkra leikmanna og strand- veiðimenn Norður-Noregs hafa tapað fiskveiðiréttindum sinum, lífsviðurværi og sjálfsvirðingu,“ segir í tilkynningu frá leikhúsinu. Þar kemur fram að norska ríkið hafi brugðið sér í hlutverk Hróa hattar, en í stað þess að taka frá hinum ríku og gefa þeim fátækari hafi sú leið verið farin að taka frá samfélaginu og gefa fáum útvöld- um gæði. „Frá og með 1. janúar 2018 tóku Færeyingar málin í eigin hendur. Allur kvóti hefur verið innkallaður og ríkið leigir nú út kvóta til átta ára. Greiðslur færast í fjárfest- ingarsjóð sem þjóðin á. Hvaða leið vilja Norðmenn fara, þá íslensku eða þá færeysku? Þessarar spurn- ingar spyr sýningin meðal annars.“ Verkið er samsköpunarverkefni Egils Heiðars og norska vísna- söngvarnas og þýðandans Ragnar Olsens, leikhópsins og tónlistarkon- unnar Herborgar Rundberg. Blái akurinn frum- sýndur í Tromsø  Egill Heiðar semur og leikstýrir nýju verki um fiskveiðikerfi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Leikstjórinn Egill Heiðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.