Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
Í fréttum segir að upplausnar-ástand sé á þingi vegna eftir-
spurnar eftir umræðu um orku-
pakka 3, en pökkunum 1 og 2 var
lætt í gegn umræðulaust og það
lúalag átti einnig að
nota nú. Eftirfar-
andi er haft eftir
Steingrími J. Sig-
fússyni, forseta
þingsins: „Forseti
vill nú upplýsa að
þingfundur hefur
staðið hér á Alþingi
í réttan sólarhring
og reyndar nokkrum mínútum bet-
ur.“
Hér áður voru næturfundir al-gengir en þó oftast reynt að
beita þeim ekki gróflega gagnvart
einu ákveðnu málefni.
Sé þingið komið út í ógöngur númá leita til þingmanns með
mesta þingreynslu og þess þing-
manns sem hvað lengst hefur talað
samtals í „málþófi“. Reynslubolt-
arnir tveir og forseti þings gætu
fljótt komið með tillögu að lausn því
þeir þrír eru einn og sami mað-
urinn. Gætu þeir gefið málþófs-
mönnum kost sem þeir gætu ekki
hafnað: Þeir mættu hver og einn
tala jafn lengi nú og sá sem lengst
hefur talað á þingtíma sínum en
ekki lengur.
Þá gæti komið í ljós að núverandiræðumenn mættu tala vel fram
í júlí, og lengur séu andsvör talin
með. Þeir gætu einnig krafist þess
að „viðkomandi ráðherra“ sæti öll-
um stundum yfir „málþófinu“.
Og kæmi ráðherra ekki í salgætu þeir öskrað út í nóttina
og þingsalinn að sá ráðherra, sem
ekki mætti og hlustaði á sömu ræð-
una í 10. sinn, væri „drusla og
gunga“ eins og SJS gerði svo
smekklega í maí 2004.
Steingrímur J.
Sigfússon
Einn þrefaldur
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Árleg flugsýning á Reykjavíkur-
flugvelli verður haldin nk. laugar-
dag milli klukkan 12 og 16. Meðal
sýningargripa verður Catalina-
flugbátur sem kemur sérstaklega
hingað til lands til að taka þátt í
sýningunni, en vélin var á Íslandi á
stríðsárunum.
Flugsýningin verður með glæsi-
legasta móti þar sem nú er haldið
upp á 100 ára afmæli flugs á Ís-
landi, en fyrsta flugvélin sem hóf
sig til lofts á Íslandi fór frá Vatns-
mýri árið 1919.
„Við hlökkum mikið til laugar-
dagsins. Við erum með nokkur at-
riði sem ekki hafa sést hérlendis í
fjölda ára svo sem flugbátur og loft-
belgur. Á sýningunni verður að
vanda fjöldi flugatriða í lofti þar
sem gestir geta séð listflug, hæg-
flug, hópflug, þyrluflug, svifflugur,
fallhlífarstökk og svo mætti áfram
telja. Á svæðinu verða einnig alls
konar loftför sem gestir geta skoð-
að, farið um borð og kynnst flug-
fólki úr flestum sviðum flugsporta á
Íslandi,“ er haft eftir Matthíasi
Sveinbjörnssyni, forseta Flugmála-
félags Íslands, í tilkynningu.
Búist er við góðu veðri á laugar-
dag, að sögn Matthíasar. „Veður-
spáin er góð og það er allt klárt hjá
okkur með atriðin, veitingar og
annað sem þarf til að skapa frá-
bæra fjölskyldustemningu.“
Flugbátur úr seinna
stríði á flugsýningunni
Flugbátur Sýningin verður haldin á Reykjavíkurflugvelli nk. laugardag.
Búið er að bjóða langstærstum hluta
þeirra barna sem verða 18 mánaða 1.
september nk. eða rúmlega fimmtán
hundruð börnum pláss í leikskóla í
borginni. Einungis 48 börn sem eru
18 mánaða og eldri eru á biðlista skv.
nýjustu tölum. Þetta kemur fram í
bókun fulltrúa Samfylkingar, Við-
reisnar, Pírata og Vinstri grænna í
skóla- og frístundaráði. Lagt var
fram minnisblað um stöðu innrit-
unar í leikskóla á seinasta fundi
ráðsins.
Fram kemur að byrjað er að bjóða
yngri börnum pláss, sem verða 14-
17 mánaða í haust, og hefur þegar
rúmlega 100 börnum verið boðið í
leikskóla, sem sagt meirihluta barna
sem eru með umsókn á þessum
aldri.
„1.531 barni sem fætt er frá 30.
apríl 2018 hefur verið boðin leik-
skólavist frá hausti 2019. Þar af eru
einnig 43 börn fædd 1. maí til 30.
september sem eru metin í forgangi.
Nú eru 259 börn fædd frá 1. mars
til 30. júní 2018 á biðlista eftir leik-
skólavist þ.e. börn sem verða 14-17
mánaða 1. september nk. Af þeim
eru 7 börn sem eru á sjálfstætt starf-
andi leikskóla og forsjáraðilar hafa
óskað eftir flutningi á borgarrekinn
leikskóla,“ segir í minnisblaðinu.
48 börn 18 mánaða og eldri á biðlista
Minnisblað birt um innritun í leikskóla borgarinnar
Morgunblaðið/Ómar
Börn 5.393 börn eru í dag með vist-
un í leikskólum borgarinnar.