Morgunblaðið - 30.05.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.05.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Í fréttum segir að upplausnar-ástand sé á þingi vegna eftir- spurnar eftir umræðu um orku- pakka 3, en pökkunum 1 og 2 var lætt í gegn umræðulaust og það lúalag átti einnig að nota nú. Eftirfar- andi er haft eftir Steingrími J. Sig- fússyni, forseta þingsins: „Forseti vill nú upplýsa að þingfundur hefur staðið hér á Alþingi í réttan sólarhring og reyndar nokkrum mínútum bet- ur.“    Hér áður voru næturfundir al-gengir en þó oftast reynt að beita þeim ekki gróflega gagnvart einu ákveðnu málefni.    Sé þingið komið út í ógöngur númá leita til þingmanns með mesta þingreynslu og þess þing- manns sem hvað lengst hefur talað samtals í „málþófi“. Reynslubolt- arnir tveir og forseti þings gætu fljótt komið með tillögu að lausn því þeir þrír eru einn og sami mað- urinn. Gætu þeir gefið málþófs- mönnum kost sem þeir gætu ekki hafnað: Þeir mættu hver og einn tala jafn lengi nú og sá sem lengst hefur talað á þingtíma sínum en ekki lengur.    Þá gæti komið í ljós að núverandiræðumenn mættu tala vel fram í júlí, og lengur séu andsvör talin með. Þeir gætu einnig krafist þess að „viðkomandi ráðherra“ sæti öll- um stundum yfir „málþófinu“.    Og kæmi ráðherra ekki í salgætu þeir öskrað út í nóttina og þingsalinn að sá ráðherra, sem ekki mætti og hlustaði á sömu ræð- una í 10. sinn, væri „drusla og gunga“ eins og SJS gerði svo smekklega í maí 2004. Steingrímur J. Sigfússon Einn þrefaldur STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Árleg flugsýning á Reykjavíkur- flugvelli verður haldin nk. laugar- dag milli klukkan 12 og 16. Meðal sýningargripa verður Catalina- flugbátur sem kemur sérstaklega hingað til lands til að taka þátt í sýningunni, en vélin var á Íslandi á stríðsárunum. Flugsýningin verður með glæsi- legasta móti þar sem nú er haldið upp á 100 ára afmæli flugs á Ís- landi, en fyrsta flugvélin sem hóf sig til lofts á Íslandi fór frá Vatns- mýri árið 1919. „Við hlökkum mikið til laugar- dagsins. Við erum með nokkur at- riði sem ekki hafa sést hérlendis í fjölda ára svo sem flugbátur og loft- belgur. Á sýningunni verður að vanda fjöldi flugatriða í lofti þar sem gestir geta séð listflug, hæg- flug, hópflug, þyrluflug, svifflugur, fallhlífarstökk og svo mætti áfram telja. Á svæðinu verða einnig alls konar loftför sem gestir geta skoð- að, farið um borð og kynnst flug- fólki úr flestum sviðum flugsporta á Íslandi,“ er haft eftir Matthíasi Sveinbjörnssyni, forseta Flugmála- félags Íslands, í tilkynningu. Búist er við góðu veðri á laugar- dag, að sögn Matthíasar. „Veður- spáin er góð og það er allt klárt hjá okkur með atriðin, veitingar og annað sem þarf til að skapa frá- bæra fjölskyldustemningu.“ Flugbátur úr seinna stríði á flugsýningunni Flugbátur Sýningin verður haldin á Reykjavíkurflugvelli nk. laugardag. Búið er að bjóða langstærstum hluta þeirra barna sem verða 18 mánaða 1. september nk. eða rúmlega fimmtán hundruð börnum pláss í leikskóla í borginni. Einungis 48 börn sem eru 18 mánaða og eldri eru á biðlista skv. nýjustu tölum. Þetta kemur fram í bókun fulltrúa Samfylkingar, Við- reisnar, Pírata og Vinstri grænna í skóla- og frístundaráði. Lagt var fram minnisblað um stöðu innrit- unar í leikskóla á seinasta fundi ráðsins. Fram kemur að byrjað er að bjóða yngri börnum pláss, sem verða 14- 17 mánaða í haust, og hefur þegar rúmlega 100 börnum verið boðið í leikskóla, sem sagt meirihluta barna sem eru með umsókn á þessum aldri. „1.531 barni sem fætt er frá 30. apríl 2018 hefur verið boðin leik- skólavist frá hausti 2019. Þar af eru einnig 43 börn fædd 1. maí til 30. september sem eru metin í forgangi. Nú eru 259 börn fædd frá 1. mars til 30. júní 2018 á biðlista eftir leik- skólavist þ.e. börn sem verða 14-17 mánaða 1. september nk. Af þeim eru 7 börn sem eru á sjálfstætt starf- andi leikskóla og forsjáraðilar hafa óskað eftir flutningi á borgarrekinn leikskóla,“ segir í minnisblaðinu. 48 börn 18 mánaða og eldri á biðlista  Minnisblað birt um innritun í leikskóla borgarinnar Morgunblaðið/Ómar Börn 5.393 börn eru í dag með vist- un í leikskólum borgarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.