Morgunblaðið - 30.05.2019, Page 10
vaxa.
Elliði segir að
sóknarfæri Ölf-
uss felist í land-
fræðilegri sér-
stöðu með
stærstu fersk-
vatnslindir lands-
ins, stærstu jarð-
orkuver í heimi
og allt upplandið
auk þess að vera
úthverfi Reykjavíkur þar sem stór
hluti íbúa sem flytji þangað haldi
áfram að vinna í Reykjavík.
Útgerð mun ná fótfestu á ný
„Ein af forsendum stórskiphafnar
í Þorlákshöfn er stórir gámavellir.
Athuganir hafa sýnt að 1⁄3 allra fyr-
irtækja í Sundahöfn vilji fara þaðan
því erfitt sé að reka fyrirtæki þegar
komið er út í borgarumferðina eftir
fyrstu 300 metrana. Það eru allt aðr-
ar forsendur í Ölfusi með allt land-
rýmið en samt í nálægð við borgina,“
segir Elliði sem telur að með inn- og
útflutningshöfninni muni útgerð ná
fótfestu í Þorlákshöfn á ný.
Elliði segir Þorlákshöfn til-
tölulega ungt samfélag, ekki nema
60 til 70 ára gamalt. Miðbærinn sé
eins og í gömlum sjávarplássum og
fyrst hafi verið jarðað í kirkjugarð-
inum 1984. „Við erum að horfa upp á
mikla íbúðafjölgun og til þess að
geta tekið á móti ferðamönnum úr
farþegaskipum þurfum við að
þjónustu. Höfnin sé miklu áreið-
anlegri en menn þorðu að vona. Með
örlítið meiri breytingum verði hægt
að taka inn miklu stærri skip en
Mykinesið og vilji sé til þess að geta
tekið inn 180 m löng 30 m breið skip.
„Við finnum áhuga skipafélaga á
því að efla fraktsiglingar til Þorláks-
hafnar beint frá Bretlandi og til
meginlands Evrópu. Það er líka
áhugi fyrir farþegaflutningum. Með
slíkum siglingum myndi sparast
mikill útblástur og tugir þúsunda
lítra af olíu,“ segir Elliði sem bendir
á að það sé ekki spurning um hvort
heldur hvenær Þorlákshöfn muni
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Koma Mykinessins gjörbreytti
daglegum rekstri hafnarinnar og
það dylst engum hvað mikið breytist
með uppbyggingu hafnaraðstöðu í
Þorlákshöfn. Eftir að Mykinesið fór
að sigla skilja landsmenn betur
hversu miklu máli styttri sigling
milli landa skiptir. Það sparast um
sólarhrings sigling fram og til baka
ef miðað er við Sundahöfn,“ segir El-
liði Vignisson, sveitarstjóri Ölfuss,og
bætir við að sveitarfélagið eigi mikið
land til að leggja undir hafnsækna
styrkja miðbæinn. Hann er nú í
deiliskipulagi og ein hugmynd til að
styrkja miðbæinn er að staðsetja
framtíðarskjalasafn Árnessýslu í
Þorlákshöfn. Búið er að vinna
ákveðna hugmynd að húsinu og
Sunnlendingar hafa tekið vel í hug-
myndina,“ segir Elliði og bætir við
að búið sé að deilskipuleggja 400-500
íbúða svæði og semja við eitt fyrir-
tæki um skipulagningu gatna,
skolps, gangstétta o.þ.h. Auk þess
séu 150 til 200 íbúðir í deiliskipulagi
á næstu árum. Sveitarfélagið sjálft
sé svo að byggja íbúðir fyrir aldraða
og byggi með Bjargi, húsnæði á fé-
lagslegum forsendum. Auk þess sem
fimleikahús sé í byggingu. Hér sé
ævintýraleg íþróttaaðstaða. Þrír
grasvellir, tartanbraut, stúka, hand-
bolta- og körfuboltavöllur, sjö heitir
pottar, inni- og útilaug, tveir 18 holu
golfvellir, mótorkrossbraut, reið-
skemma, strandblaksvöllur og völlur
fyrir frisbígolf svo eitthvað sé nefnt.
Jarðhitagarðar á Hellisheiði
Elliði segir fiskeldi sterkt í Ölfus-
inu öllu og að í undirbúningi séu tvö
stór landeldi, annað 5.000 tonn og
hitt 8.500. Ölfusingar vilji sjá land-
eldi dafna og landfræðilegar að-
stæður til fiskeldis séu frábærar
með góðum jarðsjó og miklu af
fersku vatni og orku.
„Eitt stærsta verkefnið í Ölfusi er
jarðhitagarðarnir á Hellisheiði sem
eru gríðarlega spennandi með verk-
Mikil uppbygging í Ölfusi
Bæjarstjóri Ölfuss segir sveitarfélagið með landfræðilega sérstöðu, stærstu
ferskvatnslindir landsins, stærstu jarðorkuver í heimi og mikið uppland
Fyrirhuguð uppbygging í Þorlákshöfn Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Nýtt fi mleikahús við
Íþróttamiðstöðina
Matvælaklasi
Fiskeldi
Nýr miðbær
Nýtt athafna-
svæði
Endurbætur á hafnarsvæði
■ Endurbygging Svartaskersbryggju
■ Suðurgarður lengdur, Austurgarður styttur
■ Sandfangari austan við Austurgarð
■ Dýpkun innsiglingar og snúningsrýmis
80 íbúðir í 7
nýjum blokkum
Parhús, 12 sér-
eignaríbúðir aldraðra
24 félagslegar leigu-
íbúðir fyrir aldraðra
Nýtt Héraðsskjala-
safn Árnesinga
75 íbúðir í rað-, par- og
einbýlishúsum, fyrsti
áfangi tilbúinn í sumar
400-500 íbúðir í bland-
aðri byggð í Móanum
Stórt Mykines kemur til Þorlákshafnar á
föstudagmorgnum og er fram á kvöld.
Bæjarbúar gera sér ferð á bryggjuna til
að fylgjast með fermingu og affermingu.
Elliði
Vignisson
Breyting Í stað auðnar sjást nú
bílar í löngum röðum og annar
tollvarningur í Þorlákshöfn.
efni sem eru stór á heimsvísu eins og
t.d. Algae Inovation þar sem Íslend-
ingar og Ísrelar eru í samstarfi í
framleiðslu á smáþörungum sem eru
eftirsóttir og verðmætir í matvæla-
vinnslu. Jarðhitagarðarnir á Hellis-
heiði eru samstarfsverkefni Orku
náttúrunnar og Ölfuss þar sem orka
og hliðarafurðir eru fullnýttar,“ seg-
ir Elliði og bendir á að Ölfus ætli sér
að verða leiðandi í öllu sem tengist
umhverfisvænni og sjálfbærri mat-
vælaframleiðslu.
„Þorláksskógaverkefni er mjög
spennandi umhverfisverkefni og er
stærsta framlag Íslands vegna Par-
ísarsáttmálans þar sem áætlað er að
binda rúma eina og hálfa milljón
tonna af koltvísýringi. Landsvæðið
sem er ætlað undir skóginn er svipað
og allt höfuðborgarsvæðið. Nær úr
Selvoginum og út að Þrengslavegi,“
segir Elliði sem bendir á að verk-
efnið sé ekki einungis umhverfis-
vænt heldur komi til með að breyta
umhverfi Þorlákshafnar mjög mikið.
Skógurinn verði svipaður og Heið-
mörkin, blandaður landgræðslu- og
útvistarskógur með umhverfisvænni
sumarhúsabyggð.
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
Hefur þú prófað nýju
kjúklingasteikurnar?
NÝTT OG
SPENNANDI
FRÁ HOLT
A
Uppstigningardagur 30. maí kl. 11:00
- Dagur eldri borgara
Guðsþjónusta verður í Grafarvogskirkju kl. 11:00 þar sem eldri
borgurum er sérstaklega boðið að taka þátt. Sr. Vigfús Þór Árnason
fyrrverandi sóknarprestur prédikar og prestar safnaðarins þjóna fyrir
altari. Karlakór Grafarvogs syngur undir stjórn Írisar Erlingsdóttur.
Organisti er Hákon Leifsson.
Útvarpað verður frá guðsþjónustunni.
Hádegisverður og kaffiveitingar í boði Safnaðarfélags og
sóknarnefndar.
Uppbygging í Ölfusi