Morgunblaðið - 30.05.2019, Síða 25
okkur upphafsmönnum Snorraverk-
efnanna varð að ósk okkar um að þau
myndu skila sér í öflugra starfi þjóð-
ræknisfélaganna. Unga fólkið hefur
gengið til liðs við þau og tekið að sér
ábyrgðarstörf. Ég dreg samt ekki
dul á að víða hefur verið tekið of
treglega undir sjónarmið þeirra og
nýjar hugmyndir.“
Elstu árgangar Snorranna eru
orðnir ráðsett fjölskyldufólk, sem el-
ur börn sín upp í Snorrahugsjóninni.
„Með tímanum taka þau við,“ segir
Almar og bendir á að ámóta upp-
bygging hafi verið í íslensku sumar-
búðunum á Gimli, sem hafi verið fyr-
ir fimm til sautján ára krakka í
vikunni fyrir Íslendingadaginn í um
40 ár. Þar hafi tveir Snorrar lengi
verið í forsvari, Brad Hirst frá Sel-
kirk og Mallory Swanson frá Minne-
sota. „Kalla má búðirnar forskóla
fyrir Snorra,“ segir Almar.
Tungumálið ekki vandamál
Lengi vel var stór hluti íslenska
samfélagsins vestra íslenskur ef svo
má að orði komast. Íslenskan var
málið, kennsla fór víða fram á tungu-
máli forfeðranna og íbúarnir gáfu út
blöð, tímarit og bækur á íslensku. Nú
tala æ færri tungumálið og útgáfa
þekkist ekki á móðurmálinu. Almar
telur þetta brotthvarf íslenskunnar
ekki vera vandamál.
„Það er rétt að íslenska er almennt
ekki töluð en þó er til ungt fólk, sem
komið hefur til Íslands á náms-
styrkjum til að nema íslensku við HÍ
eða með öðrum hætti. Mér finnst að
samkenndin og þjóðræknin skipti
miklu meira máli en tungan. Það er
líka gaman að heyra að ýmis orðtök
eru fólkinu töm og koma frá ömmu
og afa.“
Hann bendir einnig á að fjar-
lægðin til Íslands hafi minnkað með
aukinni þjónustu Icelandair og ann-
arra flugfélaga. „Vaxandi straumur
fólks af íslenskum ættum kemur til
Íslands á eigin vegum og í hópum og
styrkir þannig böndin.“
Almar segir að nú þurfi að staldra
við og skoða vel framhald INL, bæði
í Kanada og Bandaríkjunum, byggja
upp og bæta við beggja vegna landa-
mæranna. „Það sem er knýjandi er
að ná meiri útbreiðslu,“ segir hann.
„Þótt félögin séu um 30, flest í Kan-
ada, er langur vegur frá að þau nái til
allra landnámssvæða og sums staðar
eru tiltölulega fáir félagsmenn í
deildum þótt fjöldi fólks af íslenskum
ættum sé býsna mikill.“
Heiðraður fyrir störf sín
Á hátíðarfundinum voru veittar
ýmsar viðurkenningar. Þar á meðal
fékk Davíð Gíslason í Árborg í Mani-
toba Joan Inga Eyolfson Cadham-
verðlaunin, Margrét Kristjánsdóttir
Arnar og Örn Arnar í Minneapolis
fengu Laurence S.G. Johnson Life-
time Achievement-verðlaunin og Al-
mari voru veitt heiðursverðlaunin
„Römm er sú taug“ (Strong is the
Bond). Þau eru til einstaklings sem
hefur unnið ötullega að því að styrkja
tengsl Íslands við afkomendur ís-
lenskra landnema í Vesturheimi og
voru nú afhent í fyrsta sinn.
Almar segist vera mjög þakklátur
fyrir þessa viðurkenningu. „Ég var
svo heppinn að vera kallaður til for-
ystu um stofnun og framkvæmd
Snorraverkefnisins 1999,“ segir Al-
mar sem var valinn í stjórn ÞFÍ í
kjölfarið þar sem hann var formaður
í átta ár. Hann hefur um árabil verið
fararstjóri í hópferðum á íslensku
landnámssvæðin í Norður-Ameríku.
„Fyrsta heimsókn mín á Íslendinga-
slóðir vestra var til Gimli á Íslend-
ingadaginn 1998 og þar með hófst
þetta stórkostlega skeið í lífi mínu. Á
rúmum 20 árum hef ég farið í meira
en 60 heimsóknir og kynnst fjöl-
mörgum og eignast marga nýja vini,“
segir Almar. „Ég tel að fólkið vestra
kunni vel að meta þau störf sem ég
hef unnið við að efla samstarfið og
treysta böndin milli Íslands og Norð-
ur-Ameríku. Fjölmargir hér heima
sem og vestra hafa stutt þetta starf
og unnið með mér og þeim öllum til-
einka ég þessi heiðursverðlaun,“
heldur hann áfram. „Ég vil einnig
halda því til haga að stjórnvöld á
hverjum tíma, forsetar lýðveldisins,
ríkisstjórnir og Alþingi hafa veitt
ómetanlegan stuðning og fyrir það er
þakkað.“
FRÉTTIR 25Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
SAGAN Á BAKVIÐ
ÆVINTÝRIÐ
Mögnuð bók þar sem eitt
merkilegasta viðskiptaævintýri
Íslandssögunnar er rakið af
innsæi og einstakri þekkingu
Stefán Einar Stefánsson
blaðamaður varpar ljósi á
áður óþekktar ástæður þess
að WOW varð gjaldþrota
FÁANLEG SEM:
Kilja Rafbók Hljóðbók
Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | laugardaga 11–16 | www.forlagid.is
LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA
Morgunblaðið. Hann segir að áhrifin af
Hvalfjarðargöngum á allt samfélagið hafi
orðið miklu meiri en Spalarfólk hafi nokkru
sinni þorað að vona og því kveðji þau Spöl
afar sátt.
„Nú er komin upp sú staða að menn eru
farnir að kalla eftir næstu göngum,“ segir
Gísli og rifjar upp orð Halldórs Blöndals,
þáverandi samgönguráðherra, frá því við
opnun ganganna.
„Þá sagði Halldór Blöndal að það myndi
ekki líða á löngu þar til kallað yrði eftir nýj-
um göngum við hlið Hvalfjarðarganga og nú
er sá tími kominn,“ sagði Gísli. agnes@mbl.is
Gísli Gíslason, hafnarstjóri og stjórnarfor-
maður Spalar, hefur setið í stjórn félagsins
frá upphafi, eða frá því að Spölur var stofn-
aður árið 1991, og stjórnarformaður frá
1995. Hann segist kveðja Spöl afar sáttur.
Vegagerðin tók formlega við Speli á
lokaaðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var
á Akranesi í gær og mun Vegagerðin hér
eftir tilnefna alla stjórnarmenn félagsins.
„Þetta hefur verið yndislegt ferðalag og
það hefur verið stórkostlegt að fylgjast
með því hversu mikil og jákvæð áhrif Hval-
fjarðargöng hafa haft á samfélagið í kring-
um Hvalfjörðinn,“ sagði Gísli í samtali við
Segir kallað eftir næstu göngum
Gísli Gíslason, stjórnarformaður Spalar, segist kveðja eftir yndislegt ferðalag
Kátir Gísli Gíslason, Jón Sigurðsson stofnhluthafi og
Jónas A. Aðalsteinsson lögmaður á síðasta aðalfundi.
Ljósmynd/Atli Rúnar Halldórsson