Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda og hagræða málin fyrir húsfélög Traust - Samstaða - Hagkvæmni eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005 Ráðgjöf Veitum faglega ráðgjöf til húsfélaga Bókhald Höfum umsjón með bókhaldi fyrir húsfélög Þjónusta Veitum persónulega þjónustu sem er sérsniðin að hverju og einu húsfélagi BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, var meðal ræðumanna á verðlaunahátíð sem haldin var í gamalli kirkju í miðborg Ósló. Efnt var til samkeppni um vistvænar byggingar og voru verðlaunin veitt samhliða ráðstefnunni Framtíð borga sem fram fór í borginni. Ásamt Degi voru ræðumenn þau Arild Hermstad, sem fer með um- hverfis- og samgöngumál í Ósló, Pierfrancesco Maran, sem fer með skipulagsmál í Mílanó, Silvia Villa- cañas, sem fer með skipulagsmál í Madríd, og Valérie Mayer-Blimont, sem fer með skipulagsmál í París. Veittu þau öll verðlaun til höfunda verkefna í viðkomandi borgum. Rauður þráður í hönnuninni var að leita leiða til að lágmarka umhverfis- áhrif húsanna. Það er aftur hluti af því að endurhanna borgir í þágu um- hverfisins. Meðal atriða sem horft er til er sjálfbærni í orkuöflun, endurnýting byggingarefna og kolefnisspor. Verðlaunin eru á vegum C40 sem eru samtök borga um allan heim. Reykjavík er ekki aðili að C40 en fékk að taka þátt í keppninni. Verk- efnin tvö sem báru sigur úr býtum í keppninni á Íslandi eru vegna hönn- unar á nýbyggingum á Malarhöfða og í Lágmúla 2. Sjá má teikning- arnar á þessari síðu og síðu 30. Fékk hugmyndina í París Fram kom í ræðu Dags að hann hefði fengið hugmyndina að þátttöku í keppninni á fundi um loftslagsmál í París, sem Anne Hidalgo, borgar- stjóri Parísar, veitti forstöðu. „Það var mér hugstætt sem stóð í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey að byggingariðnaðurinn hefði ekki breyst í 50 ár. Ég var að hrósa Hidalgo fyrir verkefni sem miðar að endurhönnun Parísar, sem mér líkaði vel. Fyrir hreina tilviljun var málþing í næsta ráðstefnusal um endurhönnun borga. Ég sótti þingið en brá í brún þegar ég heyrði að tímafresturinn fyrir borgir til að taka þátt í verkefninu myndi renna út inn- an 48 stunda. Ég hringdi hins vegar heim og fann lóðir,“ sagði Dagur og uppskar hlátur viðstaddra. Hann rakti síðar á fundinum hvernig byggingin á Malarhöfða verður stærsta timburhús í sögu Ís- lands og kolefnishlutlaus. Þá geri nýjar leiðir til að bora á ská eftir heitu vatni kleift að nýta jarðhita- lóðina Lágmúla 2 undir visthæf hús. Græn skref framundan Dagur ræddi við Morgunblaðið að hátíðinni lokinni. Sumarið var komið og brakandi hiti í kirkjunni. Hann sagði aðspurður að áherslur borg- arinnar í umhverfismálum myndu meðal annars birtast í flokkun sorps og endurvinnslu. Jarðgerðarstöðin í Álfsnesi leiki þar stórt hlutverk. „Núna munum við geta farið að taka við lífrænum úrgangi frá heim- ilum og jarðgera hann. Ég held að samfélagið sé komið á allt annan stað en það var fyrir 10 árum. Fólk er miklu tilbúnara að taka þátt, flokka meira og gera betur,“ segir Dagur og bendir á að ný endurvinnslustefna sé í mótun í borginni. Umdeildar en svo viðurkenndar Fram kom í máli Dags á ráðstefn- unni að við umbreytinguna fram und- an í þágu umhverfisverndar gætu einstaka ákvarðanir orðið umdeildar og jafnvel óvinsælar. „Ég er að tala um verkefni eins og þegar við erum að gera borgina frá- bæra fyrir þá sem velja að hjóla. Þá höfum við stundum fengið mjög hörð viðbrögð við því. Mér fannst mjög eftirminnilegt þegar [Boris Johnson] borgarstjóri London sagði frá því á Parísarráðstefnunni í loftslags- málum að sumt af því sem London hefði gert fyrir hjólreiðafólk hefði verið órúlega óvinsælt en engu að síður það sem væri rétt að gera. Við verðum að horfast í augu við að sl. 50 ár hefur einkabíllinn verið í algjörum forgangi í umferðar- og skipulagsmálum borga, meðal ann- ars í Reykjavík. Nú kalla loftslagsmálin, loftgæðin og lífsgæðin á aðra forgangsröðun; að við forgangsröðum í þágu þeirra sem vilja ganga um borgina. Fólkið er sett í fyrsta sætið og þar með er- um við ekki að útiloka bílinn, við er- um bara ekki að veita honum þennan fyrsta forgang sem hann hefur haft á kostnað allra annarra samgöngu- máta. Við þurfum að gera margt þegar kemur að loftslagsmálum. Þetta er einfaldlega það brýnn vandi og sam- göngurnar eru stóra verkefnið hjá okkur, heima í Reykjavík, ásamt endurvinnslunni og úrgangsmál- unum. Það er að hluta til vegna þess að við njótum hitaveitunnar, náðum þar gríðarlegum árangri sem við bú- um að,“ segir Dagur B. Eggertsson. Borgirnar endurhannaðar  Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, veitti íslenskum arkitektum viðurkenningu í Ósló  Haldin var samkeppni um vistvænar byggingar  Dagur horfir til hjólastefnu Lundúnaborgar Morgunblaðið/Baldur Verðlaunum fagnað Talið frá vinstri: Hrólfur Karl Cela og Marcos Zotes, arkitektar hjá Basalt arkitektum, Helga J. Bjarnadóttir, verkfræðingur hjá Eflu, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Silvia Villacañas, sem fer með skipulagsmál í Madríd, á verðlaunaafhendingunni í Ósló í síðustu viku. Teikning/Basalt arkitektar/Verkefni unnið af Basalt arkitektum/Landmótun/Eflu og Regin Lágmúli 2 Fyrirhugað hús á horni Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. Kulturkirken Jakob Dagur borgarstjóri var meðal ræðumanna á verðlaunahátíðinni sem haldin var í Ósló.  Sjá síðu 30 Ráðstefnan Framtíð borga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.