Morgunblaðið - 30.05.2019, Síða 30

Morgunblaðið - 30.05.2019, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið K260 Hasle 3ja-2ja sæta sófi eða stóll Erum á facebook Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2015 hefur meirihlutinn í Ósló gripið til margvíslegra aðgerða til að draga úr umferð einkabíla í miðborginni. Meðal annars hefur bílastæðum verið fækkað og götum verið lokað fyrir umferð ökutækja. Fjallað var um þessar aðgerðir á ráðstefnunni Framtíð borga sem fram fór í Ósló í síðustu viku. Umræðan var sett í samhengi við rafbílavæðingu í Noregi og barátt- una gegn loftslagsbreytingum. Fram kom í máli Britt Ann Kås- tad Høiskar, sérfræðings hjá stofn- un sem rannsakar loftgæði í Ósló (NILU), að mælingar bendi til að dregið hafi úr nituroxíðsmengun í miðborg Ósló eftir að byrjað var að draga úr umferð á svæðinu. Á það beri þó að líta að veðurfar geti haft áhrif á útkomu slíkra rannsókna. Markmiðið væri að minnka nitur- oxíðsmengun í miðborginni um 60% milli ára 2014 og 2020. Það ætti þátt í þessari þróun að nýr staðall, Euro VI, hefði verið innleiddur fyrir flutn- ingabíla. Árið 2020 væri áætlað að hlutur þeirra verði 70%. Þá hefði fjölgun rafbíla haft sitt að segja. Hún fjallaði um svifryk í miðborg- inni og þátt nagladekkja í meng- uninni. Spurð um öryggisþáttinn sagði Høiskar að eðlilegt þætti að hlutfall nagladekkja væri um 10% í Ósló. Þess má geta að nituroxíðs- mengun sést stundum sem gul slikja hér á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst í stillum á köldum vetrardögum. Bíllinn tekið of mikið rými Ellen De Vibe, yfirmaður skipu- lagsmála í Óslóborg, fjallaði um að- gerðir til að fækka einkabílum í mið- borginni. Árin eftir síðari heims- styrjöldina hefði einkabíllinn verið tákn frelsis. Hann hefði orðið mót- andi í skipulagi borganna og krafist mikils rýmis í miðborgum. Síðustu ár hefði verið reynt að snúa þeirri þróun við með því að greiða fyrir öðrum fararmátum. „Hugmyndin um bíllausa borg var kynnt fyrir kosningarnar 2015. Hún var meðal málefna í kosningunum,“ segir De Vibe og rifjar upp fyrri að- gerðir til að stuðla að útbreiðslu raf- bíla í Ósló. Það sé verk núverandi meirihluta að afmarka svæði í mið- borginni sem bíllaus svæði. De Vibe segir borgina hafa til að byrjað með gert tilraunir með lokun gatna. Næsta skref hafi verið að breikka gangstéttir og planta trjám. Þá hafi verið lögð áhersla á að efla menningarstarfsemi í miðborginni, til dæmis með úthlutun lóða. „Milli 600 og 700 bílastæði hafa verið fjarlægð af götunum og rýmið sem losnaði við það var annaðhvort nýtt til að útvíkka gangstéttar, eða sem stæði fyrir fatlað fólk eða flutn- ingabíla,“ segir De Vibe. Hvað varðar möguleg neikvæð áhrif slíkra breytinga á veltu stærri verslana í miðborg Óslóar bendir hún á breytt verslunarmynstur. Netverslun hefði hvort sem er rutt sér til rúms. Hún telur versl- anamiðstöðvar nærri miðborgum munu halda velli. Hins vegar verði róðurinn þyngri fyrir versl- anamiðstöðvar fjær miðborginni. Þá meðal annars vegna þess að fólk sækist eftir upplifun og menningar- starfsemi. Kannanir bendi til að 60% fólks noti verslunarferðir til að fara út að borða eða til að sækja menn- ingarviðburði. Kauphegðun hafi því breyst. Spurð um það sjónarmið að þess- ar breytingar ýti undir að miðborg Óslóar verði of dýr fyrir lágtekjufólk í Noregi, sem hafi ekki efni á að fara út að borða í verslunarferðum, segir De Vibe verðlag á húsnæði vera ótengt afmörkun bíllausra svæða. Það sé algeng þróun í Evrópu að eftir því sem starfsemi safnast sam- an og byggist upp í miðborgum fjölgi efnaðra fólki á kostnað fátækra. „Þekkingin, auðurinn, sköpunar- gáfan og svo framvegis safnast gjarnan saman í borgunum. Því flytjast margir til borganna. Fyrir vikið hækkar fasteignaverðið,“ segir De Vibe og bendir á að núverandi meirihluti í Ósló hyggist grípa til að- gerða til að stýra markaðnum. Meðal annars sé til skoðunar að Óslóborg kaupi 20% hlut í íbúðum til að greiða fyrir því að efnalítið fólk geti búið á miðborgarsvæðinu. Vildu fleiri græn svæði Hanna Marcussen aðstoðarborg- arstjóri, sem fer með skipulagsmál í Ósló, rifjaði upp að árið 2015 hefði verið mynduð ný borgarstjórn með samvinnu Verkamannaflokksins, Græna flokksins, sem hún er fulltrúi fyrir, og Sósíalíska vinstriflokksins. Flokkarnir hefðu verið sammála um að gefa gangandi vegfarendum aukið rými í miðborginni. Íbúarnir hafi verið spurðir hvað þeir vildu helst sjá í miðborginni. Þeir hafi ekki helst nefnt bíla heldur fleiri göngugötur, græn svæði og garða, meiri menningarstarfsemi og fleiri leiksvæði fyrir börn. Borgaryfirvöld hafi gert tilraunir með tímabundna lokun gatna, til dæmis á sunnudögum, áður en þeim yrði lokað varanlega fyrir bílum. Bílastæðum hafi verið fækkað og hjólastígum fjölgað. Hvatar fyrir rafbíla Arild Hermstad aðstoðarborgar- stjóri, sem fer með umhverfis- og samgöngumál í Ósló, sagði í samtali við Morgunblaðið að borgin hefði innleitt margvíslega hvata til að stuðla að fjölgun rafbíla í borginni. „Rafbílarnir voru undanþegnir gjöldum þegar þeim var ekið um tollhringina. Við munum með tím- anum innheimta slík gjöld en þau verða engu að síður mun lægri en af bensín- og dísilbílum. Þá er ókeypis að leggja bílunum í stæði á vegum sveitarfélagsins. Við erum jafnframt að útvega hleðslustöðvar á götunum og við fjölbýlishús,“ sagði Hermstad og vísaði m.a. til svæða með mis- munandi veggjöld í Ósló. Þ.e. til toll- hringanna. Hann áætlaði að frá og með byrj- un júní yrðu veggjöldin af rafbílum 10-15% af hefðbundnum gjöldum. Þau myndu síðan hækka í 50% af hefðbundnum gjöldum í mars 2020. Hermstad benti í fyrirlestri sínum á að rúmlega 230 þúsund nýir rafbíl- ar hefðu selst í Noregi. Núverandi skattalöggjöf á rafbíla renni út 2021. Vegna hennar eru rafbílar hag- kvæmari fjárfesting en ella. „Með sama hraða er býsna líklegt að eftir 2 til 3 ár verði um hálf millj- ón rafbíla í Noregi,“ sagði Hermstad og bætti því við að engin áform væru um að breyta skattalöggjöfinni. Þó kynnu skattarnir smátt og smátt að hækka með tímanum. Bíllausu svæðin verða stærri „Það verður alltaf ódýrara að eiga rafbíl en bíl sem er knúinn jarðefna- eldsneyti. Norsk stjórnvöld hafa sagt að frá og með árinu 2025 verði ekki lengur hægt að selja nýja einkabíla knúna jarðefnaeldsneyti,“ segir Hermstad sem telur aðspurður að árið 2030 verði bíllaus svæði orðin enn stærri í miðborg Óslóar. Þá verði almenningssamgöngur orðnar betri. Mun fleiri muni hjóla og lítil flutn- ingatæki verði orðin algengari kost- ur. Þá m.a. með rafknúnum tækjum. Dísilknúnir bílar verði þá á útleið. Lifað án einkabíls Hanna Marcussen vinnur við skipulagsmál í Óslóborg. Bílagötum breytt Ellen De Vibe stýrir skipulagsmálum í Óslóborg. Færðu bílinn úr miðborg Óslóar  Skipulagsstjóri borgarinnar segir fækkun bifreiða hafa eflt mannlíf og skapað götustemningu  Vegna ýmissa þátta sé miðborgin að verða of dýr fyrir fátæka  Því verði íbúðir niðurgreiddar Ný ásýnd Mikil uppbygging hefur verið í miðborg Óslóar. Morgunblaðið/Baldur Við aðallestarstöðina Lítið er um einkabíla í miðborg Óslóar.Hjólað Nýja bókasafnið í miðborginni er til hægri á myndinni. Teikning/Jakob+MacFarlane arkitektar/T.ark arkitektar/Landslag Framhald af síðu 28 Byggingin á Malarhöfða í Reykjavík yrði sennilega stærsta timburbygging landsins. Fjallað er um verkefnið á bls. 28 í dag. Ráðstefnan Framtíð borga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.