Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 33
FRÉTTIR 33Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
,,Ég er í skýjunum yfir móttökum
bókarinnar bæði á Íslandi og ann-
ars staðar. Henni hefur verið mjög
vel tekið og vakið athygli,“ segir
Sarah Schug, ritstjóri Isle of art,
eftir útgáfuhóf sem haldið var í Ný-
listasafninu í Marshall-húsinu á
þriðjudagskvöld.
Schug sem er þýsk býr í Brussel
og starfar sem blaðamaður í lausa-
mennsku. Hún hefur sérhæft sig í
skrifum um menningu, listir, hönn-
un og ljósmyndun.
Í Isle of art eru viðtöl við yfir 50
listamenn og sýningarstaði alls
staðar á landinu. Bókinni er skipt
niður eftir landsvæðum og í hverj-
um kafla eru ljósmyndir af lista-
verkum, landslagi og sýningarsölum
sem samstarfskona Schug, Pauline
Miko tók. Miko er belgísk-
ungverskur ljósmyndari sem sér-
hæft hefur sig í ljósmyndum tengd-
um listum.
Kom fyrst til landsins 2009
Í viðtali við Schug í Morgun-
blaðinu 18. apríl kom fram að hún
hefði heillast af fallegri náttúru Ís-
lands sjö ára að aldri eftir að hafa
séð þættina um Nonna og Manna.
Drauminn um að koma til Íslands
lét hún rætast árið 2009. Í nokkrum
heimsóknum sínum til landsins hafi
hún fundið hvað mikil listastarfsemi
væri á landinu en erfitt hefði verið
að finna upplýsingar um einstaka
listamenn og sýningarstaði í einni
bók og þannig hefði hugmyndin af
Isle of art kviknað og hún hefði
aldrei verið í vafa um að gefa upp-
lýsingarnar út á bókarformi. Schug
segir að einstaklingar og listasöfn á
Íslandi, í Bandaríkjunum og Kan-
ada hafi keypt Isle of art og að
hægt sé að fá hana á listasöfnum,
bókabúðum og í gegnum netsölu.
Yfir 50 listamenn á Ís-
landi í máli og myndum
Heillaðist af Íslandi sjö ára gömul Mikil listastarfsemi
Ljósmynd/Steinunn Lilja Draumland
Heilluð Sarah Schug, ritstjóri bókarinnar Isle of art, í útgáfuhófi á Ný-
listasafninu í Marshall-húsinu. Á bak við hana má sjá tilvitnanir úr bókinni.
ins. Síðan taka við viðtöl og af-
greiðsla á erindum um allt milli
himins og jarðar.
Beint til bæjarstjórans
„Gott skipulag og agi skipta öllu í
svona starfi og að dreifa verkefnum
og ábygð,“ segir Ásthildur og að lok-
um: „Hjá Akureyrarbæ er sterkt
embættismannakerfi og í hverju
rúmi valið fólk sem leysir verkefnin
en sem betur fer leitar fólk líka tals-
vert beint til mín sem bæjarstjóra
með erindi. Það er gott þar sem það
hefur gefið mér tækifæri til að kynn-
ast bæjarlífinu. Hvað varðar at-
vinnulífið, þá veit ég að það er gott
hljóð og bjartsýni meðal stjórnenda,
enda er landsbyggðarhagkerfið um
margt ólíkt því sem er á höfuðborg-
arsvæðinu. Hreyfingarnar eru hæg-
ari, sveiflurnar minni og hér sjáum
við enn ekki þá kreppu sem sögð er
vera að koma fyrir sunnan.“
Heildarvelta samstæðu Akureyrarbæjar er í ár um 25 milljarðar króna.
Staða bæjarins er sterk og framkvæmdafé í ár er um 3,9 milljarðar
króna. Margt er í gangi og má þar nefna malbikun, það er átak í viðhaldi
gatna bæði á Akureyri og í Hrísey. Á Akureyri er sömuleiðis unnið að
endurbótum á Glerárskóla og framkvæmdir við byggingu leikskóla fyrir
100 börn sem er þar í grennd hefjast fljótlega. Þá er í smíðum við göt-
una Klettaborg kjarni sex íbúða fyrir fatlað fólk. Á vegum Norðurorku er
verið að leggja nýja heitavatnslögn til Akureyrar frá Hjalteyri fyrir vöxt
og viðgang bæjarins og er vænst mikils af þeirri orkuöflun.
MIKLAR FRAMKVÆMDIR HJÁ AKUREYRARBÆ Í ÁR
Olíumöl Framkvæmdir í fullum gangi í Þórunnarstræti fyrir nokkrum dögum.
Malbik á götur og hitaveita