Morgunblaðið - 30.05.2019, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 30.05.2019, Qupperneq 33
FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is ,,Ég er í skýjunum yfir móttökum bókarinnar bæði á Íslandi og ann- ars staðar. Henni hefur verið mjög vel tekið og vakið athygli,“ segir Sarah Schug, ritstjóri Isle of art, eftir útgáfuhóf sem haldið var í Ný- listasafninu í Marshall-húsinu á þriðjudagskvöld. Schug sem er þýsk býr í Brussel og starfar sem blaðamaður í lausa- mennsku. Hún hefur sérhæft sig í skrifum um menningu, listir, hönn- un og ljósmyndun. Í Isle of art eru viðtöl við yfir 50 listamenn og sýningarstaði alls staðar á landinu. Bókinni er skipt niður eftir landsvæðum og í hverj- um kafla eru ljósmyndir af lista- verkum, landslagi og sýningarsölum sem samstarfskona Schug, Pauline Miko tók. Miko er belgísk- ungverskur ljósmyndari sem sér- hæft hefur sig í ljósmyndum tengd- um listum. Kom fyrst til landsins 2009 Í viðtali við Schug í Morgun- blaðinu 18. apríl kom fram að hún hefði heillast af fallegri náttúru Ís- lands sjö ára að aldri eftir að hafa séð þættina um Nonna og Manna. Drauminn um að koma til Íslands lét hún rætast árið 2009. Í nokkrum heimsóknum sínum til landsins hafi hún fundið hvað mikil listastarfsemi væri á landinu en erfitt hefði verið að finna upplýsingar um einstaka listamenn og sýningarstaði í einni bók og þannig hefði hugmyndin af Isle of art kviknað og hún hefði aldrei verið í vafa um að gefa upp- lýsingarnar út á bókarformi. Schug segir að einstaklingar og listasöfn á Íslandi, í Bandaríkjunum og Kan- ada hafi keypt Isle of art og að hægt sé að fá hana á listasöfnum, bókabúðum og í gegnum netsölu. Yfir 50 listamenn á Ís- landi í máli og myndum  Heillaðist af Íslandi sjö ára gömul  Mikil listastarfsemi Ljósmynd/Steinunn Lilja Draumland Heilluð Sarah Schug, ritstjóri bókarinnar Isle of art, í útgáfuhófi á Ný- listasafninu í Marshall-húsinu. Á bak við hana má sjá tilvitnanir úr bókinni. ins. Síðan taka við viðtöl og af- greiðsla á erindum um allt milli himins og jarðar. Beint til bæjarstjórans „Gott skipulag og agi skipta öllu í svona starfi og að dreifa verkefnum og ábygð,“ segir Ásthildur og að lok- um: „Hjá Akureyrarbæ er sterkt embættismannakerfi og í hverju rúmi valið fólk sem leysir verkefnin en sem betur fer leitar fólk líka tals- vert beint til mín sem bæjarstjóra með erindi. Það er gott þar sem það hefur gefið mér tækifæri til að kynn- ast bæjarlífinu. Hvað varðar at- vinnulífið, þá veit ég að það er gott hljóð og bjartsýni meðal stjórnenda, enda er landsbyggðarhagkerfið um margt ólíkt því sem er á höfuðborg- arsvæðinu. Hreyfingarnar eru hæg- ari, sveiflurnar minni og hér sjáum við enn ekki þá kreppu sem sögð er vera að koma fyrir sunnan.“ Heildarvelta samstæðu Akureyrarbæjar er í ár um 25 milljarðar króna. Staða bæjarins er sterk og framkvæmdafé í ár er um 3,9 milljarðar króna. Margt er í gangi og má þar nefna malbikun, það er átak í viðhaldi gatna bæði á Akureyri og í Hrísey. Á Akureyri er sömuleiðis unnið að endurbótum á Glerárskóla og framkvæmdir við byggingu leikskóla fyrir 100 börn sem er þar í grennd hefjast fljótlega. Þá er í smíðum við göt- una Klettaborg kjarni sex íbúða fyrir fatlað fólk. Á vegum Norðurorku er verið að leggja nýja heitavatnslögn til Akureyrar frá Hjalteyri fyrir vöxt og viðgang bæjarins og er vænst mikils af þeirri orkuöflun. MIKLAR FRAMKVÆMDIR HJÁ AKUREYRARBÆ Í ÁR Olíumöl Framkvæmdir í fullum gangi í Þórunnarstræti fyrir nokkrum dögum. Malbik á götur og hitaveita
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.