Morgunblaðið - 30.05.2019, Síða 38

Morgunblaðið - 30.05.2019, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tæpast verðahöfð of sterkorð um skýrslu ríkislög- reglustjóra um skipulagða brota- starfsemi á Íslandi. Áhættumat grein- ingardeildar ríkis- lögreglustjóra sýnir að áhætta vegna helstu brotaflokka skipu- lagðrar glæpastarfsemi hér á landi fari enn vaxandi, en áður hefur komið fram í skýrslum rík- islögreglustjóra að vandinn sé mikill og vaxandi. Nú er niður- staðan sú að hér á landi sé „gífur- leg áhætta“ vegna skipulagðrar glæpastarfsemi, en „gífurleg áhætta“ er hæsta stig á kvarða líkans löggæsluáætlunar. Í skýrslunni er nefnt að matið lýsi þeirri „áhættu sem lögregla telur að skipulögð glæpastarf- semi valdi. Það felur ekki í sér heildareinkunn fyrir öryggis- stigið í landinu. Ísland telst enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði. Á hinn bóginn telur greiningardeild rík- islögreglustjóra það skyldu sína að benda á þróun sem kann að breyta þeirri stöðu. Með sama hætti er mikilvægt að upplýsa al- menning um þetta stöðumat.“ Íslendingum þykir án efa sér- kennilegt að heyra að hér þrífist skipulögð brotastarfsemi og að hún fari vaxandi. Fólk sér sjálf- sagt frekar fyrir sér að hér á landi séu einstaka glæpamenn, mest smáglæpamenn, og að skipulögð glæpastarfsemi geti ekki þrifist hér á landi. Mikilvægt er að ríkislögreglustjóri skuli í skýrslum sínum kynna með svo afgerandi hætti að Ísland er ekki lengur undanskilið í þessum efn- um. Í nýju skýrslunni segir að skipulögð brotastarfsemi ein- skorðist ekki við ákveðna brota- flokka. Þá er bent á að skipulögð brotastarfsemi sé oft fjölþjóðleg í eðli sínu. Skipulögð brotastarfsemi er að mati greiningardeildar ríkislög- reglustjóra „hvað greinilegust í innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna. Ljóst er að þessi markaður veltir miklum fjármunum og starfsemin er þaul- skipulögð hjá sumum þeirra af- brotahópa sem nærri koma. Fyr- irliggjandi upplýsingar greiningardeildar ríkislög- reglustjóra eru á þann veg að skipulögðum hópum hafi fjölgað á síðustu árum.“ Í þessum alvar- lega brotaflokki benda upplýs- ingar til að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi. Í rúm- lega þriðjungi fíkniefnamála lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2015-2017 eru sakborn- ingar útlendingar. Vændi og mansal eru líka vax- andi glæpir hér á landi og þar eru tengslin við erlenda glæpahópa greinileg: „Ólöglegir fólksflutn- ingar og smygl á fólki eru liður í umsvifum skipulagðra glæpa- samtaka. Glæpahópar sem starfa yfir landamæri og hafa komið sér fyrir í mörgum ríkjum Evrópu eru umsvifamiklir á þessu sviði. Upplýs- ingar lögreglu benda til þess að erlendir ríkisborgarar hafi verið fluttir til Ís- lands með skipu- lögðum hætti til að sæta mansali og mis- neytingu. Árið 2018 hófst um- fangsmikil mansalsrannsókn. Virðist sem erlendur ein- staklingur hafi skipulega flutt fólk yfir landamæri víða um heim og loks til Íslands.“ Þá segir í skýrslunni að farand- brotahópar frá Austur-Evrópu hafi ítrekað komið til landsins á síðustu árum í þeim tilgangi ein- um að fremja skipulögð innbrot og þjófnaði. „Lögregla hefur grunsemdir um að hópar þessir njóti, í einhverjum tilvikum hið minnsta, leiðsagnar aðstoðar- manna búsettra hér á landi.“ Í skýrslunni segir einnig að þekkt sé á Norðurlöndum og víð- ar í Evrópu að glæpasamtök „misnoti opinbera þjónustu og kerfi og að sú háttsemi sé liður í skipulagðri starfsemi þeirra. Þetta á við um bótakerfi, vinnu- miðlun, móttökukerfi vegna flóttafólks og umsækjenda um al- þjóðlega vernd og margvíslega félagslega aðstoð sem þeim stendur til boða.“ Samkvæmt skýrslu ríkislög- reglustjóra fer fjöldi, umsvif, stærð og styrkur skipulagðra glæpahópa vaxandi. „Margir þeirra skipulögðu glæpahópa sem hafa náð fótfestu á Íslandi koma frá Austur-Evrópu, ríkjum á borð við Pólland, Litháen, Rúmeníu og Albaníu. Greiningardeild ríkis- lögreglustjóra er t.a.m. kunnugt um þrjá hópa manna sem allir koma frá einu ríki í Austur- Evrópu. Hóparnir halda uppi skipulagðri brotastarfsemi á Ís- landi sem í senn er víðfeðm og ábatasöm.“ Ekki vekur hvað síst áhyggjur að í skýrslunni segir að eftir því sem glæpahóparnir eflist verði örðugra fyrir lögreglu að sporna við starfsemi þeirra. Þeir eigi þá auðveldara með að fela slóð sína og fela ágóðann í löglegum rekstri. „Slík aðferð við pen- ingaþvætti getur haft bein áhrif á markaði, t.d. vegna betri sam- keppnisstöðu sem ólöglegur ábati tryggir,“ segir í skýrslunni. Þetta verður svo enn alvar- legra þegar horft er til þess að í skýrslunni kemur fram að lög- reglumönnum sem sinni rann- sóknum á skipulagðri brota- starfsemi hafi fækkað á undanförnum árum og að staða löggæslumála sé með þeim hætti að geta lögreglunnar til að takast á við skipulagða brotastarfsemi sé mjög lítil. Því sé fyrirsjáan- legt, að óbreyttu, að umfang skipulagðrar glæpastarfsemi aukist enn hér á landi. Þetta ástand er óviðunandi. Ábyrg stjórnvöld hljóta að taka mark á aðvörunarorðum ríkislög- reglustjóra og styðja hann og lög- regluna alla til að takast á við þessa vaxandi ógn. Stjórnvöld verða að hlusta á aðvaranir ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi} Nú þarf að bregðast við V ið í Miðflokknum höfum staðið á þingi á aðra viku og rætt orku- pakkann. Þrátt fyrir að hafa þurft að sitja undir gagnrýni frá einhverjum þjóðfélagshópum höfum við haldið umræðunni áfram og þrátt fyrir að sömu gagnrýnisraddir vilji meina að þetta sé populismi hjá okkur eða við gerum þetta því okkur finnist svo gaman að hlusta á okkur sjálf tala þá er það ekki raunin. Raun- veruleikinn er sá að okkur finnst þing og þjóð skorta þekkingu á þessu mikilvæga máli og höfum við því leitast við að setja fram nýja vinkla og koma með upplýsingar sem nýtast í umræðunni. Með þessu móti hefur okkur tekist að fá fólk til að velta orkupakkanum fyrir sér og hafa þessar umræður tendrað neista hjá fólki, enda höfum við fengið fjölmargar ábendingar og kveðjur sem benda til þess að skortur er á upplýsingum um hvað orkupakkinn þýði fyrir hag landsmanna. Í þessu máli eru eðlilega skiptar skoðanir ef litið er til þjóðarinnar og endurspeglar það skort á upplýsingum. Það er jafnframt óvenjulegt að þingið sé ekki í takt við meirihlutaskoðun þjóðarinnar og segja má að það sé áhyggjuefni. Hlutverk þingsins er jú að vera málsvari þjóðarinnar og ætti það því að end- urspegla skoðanir hennar. Gerðar hafa verið skoðanakannanir er varða afstöðu almennings og hafa þær leitt í ljós að flestir landsmenn eru andvígir orkupakkanum. Auk þess hafa grasrætur ríkisstjórnarflokkanna ályktað gegn orkupakkanum svo það er því afar- slæmt þegar ríkisstjórnin gengur gegn þjóð- arviljanum. Það er umhugsunarefni hvers vegna ríkisstjórnarflokkarnir hafa skipt svona rækilega um skoðun. Sökum þess hef- ur þessi einkennilega staða komið upp að Miðflokkurinn hefur þurft að halda uppi vörnum fyrir meirihluta þjóðarinnar og saknar hann nokkurra flokka úr þeirri máls- vörn sem hefðu ef til vill átt að fylgja álykt- unum sinna flokksfélaga. Þar sem mikil óeining ríkir um málið inni á Alþingi væri vissulega óskandi að málinu væri frestað svo hægt væri að kynna það betur. Einnig væri betra ef þinghald færi fram á daginn svo fólk ætti auðveldara með að koma á palla og aðrir þingmenn myndu frekar taka þátt. Þetta fyrirkomulag er óhagkvæmt fyr- ir alla og í raun undarlegt að reynt sé að gera þing- mönnum erfitt um vik þegar þeir vilja ræða þau mál sem fyrir þinginu liggja. Það er enginn hagur í því að sleppa umræðum um þetta mál og vonast ég til að sem flestir taki þátt á meðan á því stendur. Þangað til, þá munum við í Miðflokknum standa okkur og hafa um- ræðurnar málefnalegar nú sem fyrr. annakolbrun@a- lthingi.is Anna Kolbrún Árnadóttir Pistill 3. orkupakkinn Höfundur er þingmaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Arnar Þór Ingólfsson arnarth@mbl.is Ekki eru augljós merki umað þolmörkum hafi veriðnáð varðandi fjölda gestasem stunda köfun og yfir- borðsköfun í Silfru í Þingvalla- þjóðgarði. Jafnvel er mögulegt að fjölga gestum hóflega, þannig að þeir verði 76 þúsund á ári að hámarki mið- að við óbreytta aðgangsstýringu, samkvæmt þolmarkagreiningu frá verkfræðistofunni Eflu, sem unnin var fyrir þjóðgarðinn og kynnt hags- munaaðilum á fundi síðdegis í gær. „Það er jákvætt að þessi skýrsla er komin og hún er mjög skýr leið- beining til okkar um það hvert við eigum að stefna með stjórnunina í Silfru,“ segir Einar Á. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Hann segir niðurstöðurnar sýna að ferðaþjónustuaðilum sem starfa í Silfru geti ekki haldið áfram að fjölga þrátt fyrir að skýrslan sýni að þol- mörkum sé ekki náð. „Skýrslan sýnir mjög vel að Silfra er hratt að nálgast þolmörk. Það er þjóðgarðsins að ákveða fjölda gesta í Silfru og er skýrslan eitt af þeim verkfærum sem nýtist til að ákvarða og stjórna um- ferð til framtíðar um Silfru,“ segir Einar. Gestum farið ört fjölgandi Gestum sem stunda köfun eða yfirborðsköfun í Silfru hefur fjölgað mikið undanfarin ár, úr rúmlega 19 þúsund manns árið 2014 og upp í 62 þúsund manns árið 2018. Tölur fyrstu mánaða þessa árs benda til 5-10% fjölgunar frá því í fyrra og því má bú- ast við því að ekki sé langt þar til fjöldi gesta á ári verði orðinn 76 þús- und. Þó segja skýrsluhöfundar að hafa verði í huga þá óvissu sem er varðandi þróun í fjölda ferðamanna sem hingað til lands koma. Sjö ferða- þjónustufyrirtæki bjóða upp á köfun og yfirborðsköfun í gjánni. Nokkur alvarleg slys hafa orðið í tengslum við köfun í Silfru á und- anförnum árum, en alls eru banaslys- in á þessum vinsæla köfunarstað orð- in fimm talsins síðan árið 2010. Þessi slys og fleiri eru ein meginástæðan fyrir því að talin hefur verið þörf á að skoða mögulega stjórnun á aðgengi að gjánni. Fram kemur í skýrslunni að ekki sé sjáanlegt samhengi á milli fjölg- unar gesta og tíðni slysa, en gögnin sem skýrsluhöfundar studdust við sýndu þó að fleiri slys eða önnur skráð atvik eigi sér stað að vetri en að sumri, til dæmis þegar að biðraðir myndist við Silfru er veðuraðstæður eru slæmar. „Öryggisþátturinn er mikil- vægur allt árið en hann er mikil- vægastur yfir veturinn,“ segir Einar og bætir við: „Þá er ekki jafn mikil birta. Á mjög fáum klukkustundum á hverjum degi í desember eru í raun jafn margir að reyna að troðast ofan í Silfru og yfir sumarið. Við settum upp tilraunaverkefni í vetur þar sem það voru tveir starfsmenn í að miðla fólki ofan í Silfru og það gaf ágæta raun.“ Leggja skýrsluhöfundar einnig til að leitað verði að framtíðarlausn til þess að stýra aðgengi að gjánni, sem hafi það að markmiði að minnka bið- raðamyndun og draga úr áhrifum starfseminnar á ásýnd þjóð- garðsins. „Felur það mögu- lega í sér að færa aðstöðuna fjær Silfru sjálfri, t.d. að þjónustumiðstöð innan þjóðgarðsins eða jafnvel út fyrir þjóðgarðinn. Ferja mætti gesti með vistvæn- um samgöngumáta að Silfru og stýra þannig aðgengi,“ segir í skýrslunni. Silfra ekki enn komin að þolmörkum sínum Skýrsluhöfundar segja einnig þörf á að setja reglur um það við hvaða veðurskilyrði hætta skuli að hleypa gestum ofan í Silfru, „með því að horfa t.d. til viðvar- ana Veðurstofu Íslands eða ann- arra veðurfarsupplýsinga“. Einar Á. Sæmundsen þjóðgarðsvörður tekur undir þetta, en auk þess segir í skýrslunni að hafa þurfi í huga aðgengi viðbragðsaðila. „Ef lokað er fyrir umferð að Þingvöllum eða ekki eru að- stæður sem bjóða upp á aðstoð úr lofti er ekki skynsamlegt að leyfa starfsemi í Silfru. Í sumum tilfellum geta veðuraðstæður við Silfru verið þannig að mögulegt er að stunda þar köfun þrátt fyrir að aðgengi viðbragðsaðila að svæðinu sé erfitt eða ómögulegt. Við slík skilyrði er ekki skynsamlegt að leyfa ferðir í Silfru,“ segir í skýrsl- unni. Tryggja þarf gott aðgengi VEÐURSKILYRÐI Einar Á. Sæmundsen Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ævintýri Gjáin Silfra á Þingvöllum hefur lengi verið vinsæll staður ferða- manna hér á landi enda þykir hún einn fegursti staður heims til að kafa á.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.