Morgunblaðið - 30.05.2019, Síða 42

Morgunblaðið - 30.05.2019, Síða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Í borgaralegu lýð- ræði er að finna fáeina burðarbita: Meiri- hlutavald, sanngirni í garð minnihluta, ábyrgð og málfrelsi sem miðar að skil- virkni í þeirri vinnu sem lýðræðið nær til. Þetta vita allir sem vilja. Án meiri- hlutavalds er ekki hægt að ná árangri og þess vegna eru hafðar uppi reglur sem miða að því að meirihluti, til dæmis þings eða sveitarstjórnar, geti þjónað samfélaginu með því að afgreiða mál eftir faglegar umræður og pólitískar umræður. Þetta vita allir sem vilja. Sanngirni meirihluta í garð minnihluta felst meðal annars í því að hann nái að koma sínum sjónar- miðum á framfæri og jafnvel móta afgreiðslu mála, allt eftir pólitísku landslagi í samkundunni. Á móti reynir upplýstur og sanngjarn minnihluti að virða þau sannindi að ávallt kemur að þeim tíma að rök með og á móti í máli eru ljós orðin – eins þótt ekki verði til nein brú á milli minni- og meirihluta. Þetta vita allir sem vilja. Málfrelsi fylgir ábyrgð; sú ábyrgð að misnota ekki rýmstu fundarsköp, misnota ekki heimildir, sem eru ekki einu sinni tiltek- inn réttur, svo sem heimild til andsvara, til þess eins að lengja um- ræður með samtölum við samherja, eins og í hverjum öðrum mál- fundarklúbbi hróðugra og einsýnna manna. Ábyrgð í umræðum felst í því að nýta tíma í raunverulegar rök- ræður og frelsið í því að nýta það þangað til ljós mynd af and- stæðum sjónarmiðum, eða samstöðu, er til orðin. Linnu- lausar endurtekningar og málaleng- ingar eru andstæðar borgaralegu lýðræði. Þetta vita allir sem vilja. Leikritið sem alþjóð er nú vitni að, eftir umræður fyrstu daga á Al- þingi og í fjölmiðlum, þar sem öll helstu rök og staðreyndir hafa fyrir löngu komið fram, jaðrar æ meir við farsa, bæði sorglegan og grát- broslegan en um leið alvarlegan því hann hindrar lýðræðislega kjörið þjóðþing í að starfa með eðlilegum og skilvirkum hætti. Farsi Miðflokksins Eftir Ara Trausta Guðmundsson » Linnulausar endur- tekningar og mála- lengingar á Alþingi eru andstæðar lýðræði. Ari Trausti Guðmundsson Höfundur er þingmaður VG. Bolir - Verð 4.995 kr. Buxur Verð 9.995 kr. Buxur Verð 9.995 kr. Stuttbuxur Verð 7.995 kr. skoðið úrvalið á facebook Frábær golf- og útivistarfatnaður frá CMP - ítalskt gæðamerki Þú getur pantað í gegnum Facebook síðu okkar og fengið sent hvert á land sem er. Opið: Mánudaga-laugardaga frá 10-18, sunnudaga frá 11-17. Bolir Verð 4.995 kr. Mikið úrval Þetta er aðeins lítið brot af því sem við eigum til! OPIÐ Í DAG uppstigningard ag kl. 10-18 Uppstigningardagur dregur heiti sitt af þeim atburði sem frá er greint í fyrsta kafla Postulasögunnar, þar sem segir frá því að Jesús hafi fjörutíu dög- um eftir upprisuna ver- ið uppnuminn til him- ins fyrir augliti lærisveina sinna. Nú var hann ekki lengur með þeim á þennan sama hátt og fyrr. En þess í stað hét hann þeim að hann myndi ætíð vera nærri þeim í Anda sínum, Hjálparanum eins og hann kallaði Andann. Þess vegna markaði uppstigningin nýtt upphaf fyrir lærisveinana. Það var ekki sorg sem var efst í huga þeirra er þeir yf- irgáfu staðinn þar sem þeir sáu Jesú síðast, heldur gleði og ný von. Og nú var þeim líka falið nýtt hlut- verk. Jesús sendi þá í sínu nafni til allra þjóða heimsins. Einhver eftirminnilegasti upp- stigningardagur sem ég hef lifað var vorið 1995. Þá var ég starfandi prestur í sænsku kirkjunni í út- hverfasöfnuði í Stokk- hólmi, þar sem bjuggu meðal annars fjölmarg- ir kristnir sýrlenskir flóttamenn er höfðu flúið ofsóknir heima fyrir og fundið skjól í Svíþjóð. Þennan morg- un var messað við sól- arupprás, kl. sex. Veð- ur var með eindæmum gott, sól skein í heiði, og því var messað utan dyra á kirkjutorginu, við fuglasöng. Mikið fjölmenni sótti messuna, á þriðja hundrað manns. En megnið af kirkjugestum var úr röðum hinna kristnu sýrlensku innflytjenda því Svíar sváfu á sínu græna eyra og nutu þannig frídagsins. Og það sem meira var, Sýrlendingarnir kunnu fæstir orð í sænsku, hvað þá að þeir skildu mína sænsku með mínum ís- lenska framburði. En það kom ekki að sök. Öll messan var flutt á sænsku og Sýrlendingarnir tóku þátt í öllum liðum hennar, hlustuðu andagtugir á ræðuna og gengu allir til altaris – án þess að skilja orð. En sjaldan hef ég verið kvaddur af meiri hlýhug heldur en eftir þessa messu. Hver messugesturinn á fætur öðrum kvaddi mig með faðmlagi og kossi og fallegum sýrlenskum bænum, brosi og hlýju, sem sýndi mér að orðin sögðu skiptu engu, heldur var það andinn sem sameinaði okkur öll í fögnuði Jesú á þessum morgni. Enn í dag á ég góða vini í hópi sýrlensku innflytjendanna í Uppsölum og hef heimsótt þá þegar ég hef átt leið um slóðir gamla safnaðarins míns. Og í þessu er kraftur hins kristna boðskapar fólginn. Hann sameinar okkur um alla heimsbyggðina í einu samfélagi, óháð uppruna okkar og siðum. Og hann styrkir okkur í þeim ofsóknum sem kristnir menn verða fyrir um allan heim um þessar mundir, í Sýrlandi, Írak, Íran, arabalöndunum, Indónesíu og víðar. Enginn trúarhópur er ofsóttur meir en kristnir menn. Þess má líka minn- ast á uppstigningardegi. En í sam- félagi kristinna er hinn upprisni með okkur, í gleði og sorg, í lífi og dauða, alla daga, allt til enda veraldarinnar. Uppstigningardagur með Sýrlendingum Eftir Þórhall Heimisson »Kristinn boðskapur sameinar okkur um alla heimsbyggðina í einu samfélagi, óháð uppruna okkar og siðum. Þórhallur Heimisson Höfundur er sóknarprestur í Svíþjóð. thorhallur33@gmail.com Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.