Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Skólinn er búinn og ég sit í rútu Norðurleiðar á leið í Stórhól. Árið er 1977 og fram und- an er annað sumarið í sveit hjá afa og ömmu. Þegar komið er norður yfir Holtavörðuheiði blasir við önnur veröld, túnin sem eru orðin græn fyrir sunn- an eru norðanmegin gul og snjóskaflar víða. Amma og afi taka vel á móti mér og á eldhús- borðinu eru kunnuglegar kræs- ingar, heimabakaða brauðið hennar ömmu og allt hitt. Alltaf gaman að koma og sjá að allt er óbreytt og snjóskaflinn sunnan við bæinn jafnstór og í fyrra- vor. Ég bind miklar vonir við að fá að keyra traktor þetta sum- arið, aðeins kominn á bragðið með það frá því í fyrra. Amma gefur ekki mikið fyrir þær væntingar, þú ert allt of ungur. Ég suða í afa um að fá að keyra og tækifæri kom í byrjun sum- ars þegar var verið að dytta að Deutz fyrir framan íbúðarhúsið. „Á ég ekki að bakka honum frá?“ spyr ég og fæ grænt ljós á það. Sú tilfærsla endar á þann veg að mér tekst að yfirgefa spólandi traktorinn sem reynir að komast í gegnum húsið. Hlé var gert á traktorsþjálfun. Sumrin urðu sjö í sveitinni hjá ömmu og afa ásamt því að hjálpa til í sláturtíð og tilhleyp- ingum. Amma hafði sérlega notalega nærveru og passaði vel uppá barnabarnið sitt. Eftir að amma og afi brugðu búið flutti amma í Nestún á Hvammstanga. Þar leið henni vel og alltaf gaman að heim- sækja hana þangað. Minningin Sigríður Konráðsdóttir ✝ Sigríður Kon-ráðsdóttir fæddist 12. mars 1920. Hún lést 3. maí 2019. Útför hennar fór fram 17. maí 2019. um ömmu sem var einstaklega hjartahlý kona, bakaði besta brauðið, hafði húm- orinn í lagi, ferð- irnar með henni í kaupstað, heim- sóknirnar í Hörgs- hól og Böðvarshóla og allt hitt, lifir um ókomna tíð. Torfi Sigurjónsson. Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veizt þú ert kominn að vaðinu á ánni... (Hannes Pétursson) Sigríðar Konráðsdóttur, fyrr- verandi bóndakona á Stórhóli í Húnaþingi vestra, kveður nú lífið þegar „vorblærinn hlýr vaknar af dvala“ og vetur hefur vikið fyrir birtunni. Yfir henni sjálfri var líka bjart fram í andlátið. Henni varð oft hugsað til vorsins og rifjaði upp vordaga í sveitinni við búskap og sagði sögur af dýrum. Ég sagði henni að Jökla, tíkin mín, gelti alltaf þegar hún sæi styttuna af sauðnum eftir Ólöfu Nordal sem stendur fyrir utan sjúkra- húsið á Hvammstanga. Taldi ég líklegt að Jökla héldi að þetta væri lifandi dýr. Þá brosti hún og sagði: „Blessaður kjáninn.“ Hálf öld er síðan ég hitti Sig- ríði fyrst. Þá fórum við, tvær skólasystur Birnu dóttur henn- ar, norður í Stórhól í heimsókn. Ekki man ég að við höfum gert boð á undan okkur heldur fór- um við úr Borgarfirði með Norðurleiðarútunni. Þetta var um hábjargræðistímann og allir sem vettlingi gátu valdið voru við heyskap í blíðviðri og ald- eilis ekki rétti tíminn til að tefja fólk. Það er miður dagur þegar okkur er skilað úr rútunni við heimreiðina að bænum. Varla erum við komnar á hlaðið þegar Torfi bóndi afhendir okkur hríf- ur og heykvíslar, við áttum sem sagt að sæta. Ef mig misminnir ekki hittum við Sigríði ekki fyrr en seint um kvöldið og farið að skyggja enda byrjun ágúst. Þótt við værum ekki vanar að- greindum kven- og karlmanns- verkum í okkar sveit voru það yfirleitt karlar sem sáu um að sæta heyið þannig að við kunn- um ekki að sæta. Þarna erum við 16 ára og þá finnst manni allt hlægilegt og ég man að við hlógum mikið en létum það ekki spyrjast að við gætum ekki sett upp hey svo vel væri. Fáir kannast við þetta orð í dag enda sætir enginn lengur. Það er ekki laust við það að við værum fegnar þegar við vöknuðum næsta dag að það hellirigndi! Sigríður var þarna á besta aldri svipfalleg og stillt. Þessu hélt hún til síðasta dags, með mjúkar og fallegar hendur, ró- leg og æðrulaus. Að lifa í nær heila öld er þakkarvert ef heils- an er góð. Hún hélt reisn lengst af en hugurinn var bundinn sveitastörfum. Fyrir nokkrum vikum, síðla vetrar, skein sólin inn um gluggann á herberginu hennar á sjúkrahúsinu, henni þótti það gott því þá „næðu bændurnir heyinu þurru“. Sigríður var vel gefin og minnug og fylgdist með fréttum langt fram yfir níutíu ára aldur. Hugsaði þá um sig, bakaði, eld- aði og prjónaði. Marga sokka og vettlinga á ég frá henni og nota þá flesta daga í norðanáttinni hér á Ströndum. Svo vel gerðir, hlýir og meira að segja eru sumir vettlingarnir með tveimur þumlum. Hvíldin er góð eftir farsælt ævistarf. Samúðarkveðjur til fólksins hennar. Arnheiður Guðlaugsdóttir. Góður vinur og frændi Gísli Hall- dórsson er allur. Hann varð að lúta fyrir ljánum sem fellir svo marga löngu áður en okkur finnst vera kominn sá tími. Halldór Jónsson smiður, faðir Gísla, var bróðir Bjarna föður míns og saman ólust þeir upp í Asparvík á Ströndum í stórum systkinahópi. Asparvíkurfólkið kenndi sig gjarnan við þann stað þótt leið- ir lægju síðar til hinna ýmsu átta. Móðir Gísla, Ágústa Frið- rika Gísladóttir, var frá Gjögri í Árneshreppi en faðir hennar, Gísli Guðmundsson frá Kjós, var bróðir ömmu minnar Guð- rúnar. Fjölskyldan frá Aspar- vík hélt gjarnan þétt saman og frændrækni var mikil. Þannig var Gísla í blóð borin sterk samkennd með „sínu fólki“ og hann var stoltur af uppruna sínum sem Stranda- maður. Gísli var mikill fjöl- skyldumaður og stoltur af dætrum sínum og fjölskyldum þeirra og afkomendunum sem áttu hug hans allan. Gísli var fæddur á Drangs- nesi, í húsinu Bræðraborg sem þeir bræðurnir Dóri og Jói byggðu. Og ég man enn vel Gísli Halldórsson ✝ Gísli Halldórs-son fæddist 29. apríl 1945. Hann lést 7. maí 2019. Útför Gísla fór fram 16. maí 2019. eftir kaupstaðar- ferð á Síldinni frá Asparvík og inn á Drangsnes, í þenn- an ævintýraheim lítils sjávarpláss. Þar tók ég þátt í fyrsta „götubar- daganum“ við stráka úr öðru húsi, við Gísli þá líklega á sjötta og sjöunda ári. Seinna lágu leiðir okkar Gísla aftur saman í Reykjavík. Heimili for- eldra hans, þeirra Dóra og Gústu, stóð öllum opið en margir þurftu að leita suður til læknis, í atvinnuleit eða skóla. Mér verður hugsað til þeirr- ar fórnfýsi að hýsa og fæða all- an þann fjölda fólks sem bar að garði í lengri eða skemmri tíma. Það var alltaf pláss og all- ir svo innilega velkomnir. Þessi sterki fjölskylduandi mótaði Gísla, systur hans þær Svövu og Mundu sem og fjölskylduna alla. Einstök greiðvikni og allt var velkomið. Orðið „nei“ var ekki til í munni Gísla. Ljúfar minningar eru frá því þegar hann dreif mig með sér niður í Miðbæ til að selja blöð- in. „Vísir! Vísir!“ hljómaði sterkri og skærri röddu. Gísli var sífellt að, kvikur og bros- mildur. Seinna á skólaárum mínum í Reykjavík var Gísli hinn trausti félagi hvort heldur var á spila- kvöldi, dansiballi hjá Átthaga- félagi Strandamanna eða bara kíkt við á Borginni. Gísli og Ása fóru að draga sig saman um líkt leyti og við Ingibjörg kona mín. Gísli var ávallt glaðlegur, vinsæll og hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi Og lukkuhjólið hélt áfram að snúast með Gísla. Auðvitað féll hann fyrir þessari myndarlegu stúlku, henni Ásu, sem svo sannarlega hefur alla tíð vitað hvað hún vildi. Ása hefur ávallt staðið þétt með sínum og þau Gísli hvort með öðru. Það duld- ist engum hið mikla ástríki og virðing sem ríkti milli þeirra hjóna. Róttækni, sterk fé- lagshyggja, umhyggja og bar- átta fyrir kjörum þeirra sem höllum fæti standa var Gísla í blóð borin. Lá hann þar ekki á skoðunum sínum og bar mál sitt fram af festu og ákveðni. Þegar ég hringdi í Gísla vor- ið 2013 og spurði hvort hann vildi ekki standa með mér að framboði Regnbogans var svar- ið stutt og laggott: „Já, alveg sjálfsagt.“ Ég kveð nú þennan góða vin og frænda með þakklæti og virðingu. Ég minnist mörgu góðu stundanna sem við áttum sam- an á æskuárunum og þakka samferðina. „Já, alveg sjálfsagt“ voru eins og einkunnarorð Gísla til vina, sinna fjölskyldu, frænd- fólks og samfélagsins alls. Blessuð sé minning Gísla Hall- dórssonar. Guð gefi landi voru marga slíka. Við Ingibjörg sendum Ásu og fjölskyldunni allri einlægar samúðarkveðjur. Jón Bjarnason. ✝ Guðrún Stein-unn Sigur- björg fæddist á Borgarfirði eystri 4. febrúar 1939. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 16. apríl 2019. Sigurbjörg var dóttir hjónanna Sigurðar Ein- arssonar, f. 1889, d. 1939, og Unu Kristínar Árnadóttur, f. 1895, d. 1943. Systkini Sigurbjargar eru: Einar Sigfús, f. 1923, d. 1988, Lilja María, f. 1924, d. 1992, Jóna Sigurlaug, f. 1925, d. 1979, Fjóla Fanney, f. 1927, d. 1927, Guðsteinn Árni, f. 1927, d. 1927, Fjóla Oddný, f. 1928, d. 2017, Jón Jóhannes, f. 1930, d. 2007, Björg Þórdís Sigurð- ardóttir f.1931, d. 2008. Stefán Árni, f. 1932, d. 2017, Fanney Salgerður, f. 1936 og Jónas, f. 1937, d. 1937. Sigurbjörg giftist Jóni Pétri Karlssyni, f. 1941, d. 1963, og lést hann þegar Inga Lilja dótt- ir þeirra var aðeins ársgömul. Sigurbjörg stofnaði síðar til sambúðar með Hannesi Reyni Sigurðssyni, f. 1939, d. 2018, um nokkurra ára skeið. Dætur Sigur- bjargar eru: Inga Lilja Jónsdóttir, f. 28. ágúst 1962, og Margrét Harpa Hannesdóttir, f. 20. janúar 1971, gift Jóni Einars- syni, f. 1970. Dæt- ur Ingu Lilju eru: Eva Björg Haf- steinsdóttir, f. 2. september 1986, og Lilja Guðrún Sigurðar- dóttir, f. 13. júlí 1993. Börn Margrétar Hörpu eru: Jessý Rún Jónsdóttir, f. 31. janúar 1997, og Einar Jónsson, f. 18. maí 2006. Sigurbjörg ólst upp á Seyðis- firði hjá systur sinni Lilju, manni hennar Þorsteini og syni þeirra. Síðar flutti hún til Keflavíkur og að loknu grunn- skólanámi vann hún lengst af verkakvennastörf. Sigurbjörg starfaði við fiskvinnslu, í þvottahúsum og við aðhlynn- ingu. Sem ung kona starfaði Sigurbjörg sem kokkur á síldarbáti frá Siglufirði. Lengst af starfsævinni vann Sigur- björg í mötuneyti varnarliðs- ins, eða í tæpa tvo áratugi. Útför Sigurbjargar fór fram í kyrrþey 9. maí 2019. Elsku amma Björg mín. Þá ertu farin eftir langvinn veikindi. Það er sárt en ég veit þér líður betur þar sem þú ert stödd núna. Þú varst mikið kraftakvendi og líf þitt var ekki alltaf dans á rósum, en þú lést það ekki á þig fá og bjóst yfir mikilli seiglu. Ég sá þig bara einu sinni fella tár og ég man vel að þú kenndir vind- inum um. Þú lést aldrei mikið á þér bera, og kaust einfaldleikann. Þú áttir alltaf mikið í mér amma mín og kallaðir mig stelp- una þína. Ég er fyrsta barna- barnið þitt og nafna þín og eyddi einnig miklum tíma hjá þér sem barn á Austurgötunni í Keflavík. Þar áttirðu hús með garði og ég man hve stolt þú varst af garð- inum þínum, sem þú hannaðir sjálf og skreyttir með yndisfögr- um blómum. Á Austurgötunni létum við oft gamminn geisa og þú sagðir mér frá fegurð eða ójöfnuði heimsins, við hlustuðum á útvarpsleikrit eða horfðum á fallegar kvik- myndir sem þú fékkst lánaðar á bókasafninu, t.d Sound of Music og Lísu í Undralandi. Námsár- angur minn skipti þig ætíð miklu máli og þú hlýddir mér yfir marg- földunartöfluna og skrifaðir hreykin einkunnirnar mínar með skrautskrift þegar ég hafði feng- ið þær afhentar. Svo fórum við ósjaldan í skúr- inn á kvöldin að sækja okkur fisk í pottinn eða kökur í kvöldkaffi. Þegar ég var u.þ.b. átta ára fórum við í geisladiskabúðina Japis og þú leyfðir mér að velja geisladisk. Ég valdi einn með kvenhljómsveitum sjötta áratug- arins. Þú varst afar ánægð með val mitt, því þetta var tónlist upp- vaxtarára þinna. Við hlustuðum mikið á hann saman. Rúmum 20 árum síðar er þessi geisladiskur löngu týndur, en ég man öll lögin og þú kemur ætíð upp í hugann er ég heyri þau. Þegar ég flutti síðar til útlanda var það þér mikið hjartans mál að ég yrði ekki ein- mana, svo þú passaðir að ég hefði símanúmer hjá kirkju eða gam- alli vinkonu þinni. Nú sit ég og skrifa þessi orð heima í Berlín og hlusta á eitt af stúlknaböndunum okkar og minningar um þig ylja mér um hjartarætur. Takk amma, fyrir allt sem þú kenndir mér og fyrir þá hlýju sem þú veittir mér. Ég veit þú gafst mér allt sem þú átt- ir. Ég get vel ímyndað mér að þú sért í garði svipuðum þeim á Austurgötunni að setja niður blóm, drekka kaffi og njóta góða veðursins. Mér þykir vænt um þig. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þitt barnabarn, Eva Björg Hafsteinsdóttir. Sigurbjörg Sigurðardóttir Mamma er öll. Þrátt fyrir slæma heilsu frá unga aldri náði hún því að verða níræð. Hún fór í fóstur í nokkur ár til vinafólks, Sigurgeirs og Malínar, 10 ára gömul, og var svo aftur hjá þeim, þegar hún kláraði gagnfræðaskólann. Hún sagði mér að þar hefði hún kynnst ýmsum nýjungum, sem þau voru með, síðan þau voru erlendis. Henni fannst þetta mjög flott. Þegar hún bjó þar skrifaði hún skáldsögu. Sigurgeir fann hand- ritið og fannst það gott. Hann sagði henni að hann langaði til að gefa bókina út í Bretlandi. En mamma hafði lítið sjálfsálit og reif handritið. Hver veit hvað framtíðin hefði haft upp á að bjóða, ef hún hefði orð- ið rithöfundur. Mamma byrjaði snemma að vinna með börnum og hafði mikla hæfileika á því sviði. Mamma giftist Sveini Jóns- syni 1. nóvember 1950. Þetta var afmælisdagur Sigrúnar ömmu, móður Sveins, og ég var skírð, allt á sama deginum. Þau fluttu inn í íbúð Sigrúnar ömmu til að byrja með, þótt þröngt væri. Sigrún amma reyndist mömmu alltaf eins og móðir, eins og reyndar fleirum. Fljótlega eftir það fluttu þau á Háaleitisveginn, sem er ekki Sigríður Hannesdóttir ✝ Sigríður Hann-esdóttir fædd- ist 24. ágúst 1928. Hún lést 23. apríl 2019. Útför Sigríðar fór fram 7. maí 2019. lengur til. Leigu- íbúðin var lítil og köld, smá eldhús og steintrappa upp í svefnherbergið. Þegar Helgi bróðir var á fyrsta ári fékk hann rólu, sem hékk yfir stein- tröppunni, en hann datt út úr henni og missti fyrstu tönn- ina. Heilsa mömmu byrjaði að versna þarna, en hún lét það ekki stoppa sig. Hún fór á hús- mæðrakvöldnámskeið og lærði að elda flott og baka. Það sem ég man best eftir af því sem hún bakaði og eldaði eftir það voru afmæliskökur fyrir Helga bróð- ur. Eitt árið var það Svana- vatnið; spegill (vatnið) með mörgum stórum og litlum svön- um úr vatnsdeigi, límdum saman með rjóma. Annað ár var kanínukaka, stór kanína á grænu grasi, sem var kókosmjöl með grænum matarlit. Mamma kenndi mér að vera góð við öll dýr, og þegar það voru flugur í gluggakistunum lét hún mig gefa þeim smá sykur og ég horfði á þær éta. Það var ekki fyrr en löngu seinna að hún sagði mér hvað hún gerði við flugurnar þegar ég sá ekki til. Þegar ég var sjö ára flutti fjölskyldan í íbúð, í tvíbýli, sem Svenni hafði byggt með bróður mömmu. Þau voru fegin að kom- ast í nýtt húsnæði, en það vant- aði allar eldhúsinnréttingarnar og því erfitt að annast tvö börn þar. Þau sendu mig þess vegna í heimavistina í Laugarnesskóla, þar sem mamma hafði verið áð- ur, og ég kláraði sjö ára bekkinn þar. Þremur árum seinna fædd- ist Jóna Valdís. Svo liðu árin og hún skildi við Svein, og giftist seinna Ólafi. Hún eignaðist líka þrjú önnur börn, Jónu Valdísi, Magnús og Auðbjörgu Maríu. Síðan komu barnabörnin. Mörg þeirra bjuggu hjá henni um tíma og þótti gott, eða þau gistu hjá henni þegar þau heim- sóttu Ísland. Þau vissu að þau voru alltaf velkomin til ömmu, fyrst á Leir- ubakka og svo á Seljabraut. Þakka þér mamma fyrir al- úðina, sem þú veittir okkur öll- um. Sigrún. Hún Sigga H. er látin. Ég minnist hennar með hlýju og kærleika. Hún var besta vinkona mömmu minnar og ég man eftir henni frá því ég man eftir mér. Sigga H. bjó á Leirubakkanum eins og ég og fjölskylda mín og man ég vel eftir heimsóknum til Siggu með mömmu sem lítil stelpa. Ég man líka eftir að Sigga passaði mig og strauk mér um bakið og var svo hlý og góð. Sigga var falleg kona og ynd- isleg. Hún og mamma voru mikl- ar vinkonur og brölluðu margt saman og töluðu saman á TOT málinu, sérkennilegu tungumáli sem fáir kunna nema þær tvær. Þær kynntumst á unglingsárum þegar þær störfuðu saman við barnagæslu á Silungapolli. Vin- skapur þeirra var einlægur og aldrei bar skugga á. Sigga var mömmu mjög kær. Ég og fjölskylda mín sendum Sigrúnu, Helga, Jónu, Magnúsi og Auðbjörgu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur og Jóna Hall skilar kveðju frá Ameríku. Guð blessi Siggu. Ragnheiður K. Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.