Morgunblaðið - 30.05.2019, Page 48

Morgunblaðið - 30.05.2019, Page 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Þá er hún Þóra okkar farin, ein okkar fremsta og skemmtilegasta leikkona. Hún vakti strax mikla athygli í sínu fyrsta stóra hlutverki í Þjóðleikhúsinu 1955 í leikritinu Fædd í gær strax að loknu námi og var síðan í röð okkar helstu leikkvenna um áratuga skeið, aðallega í Þjóðleikhúsinu þar sem hún lék yfir sjötíu hlut- verk. Hjá Leikfélagi Reykjavík- ur starfaði hún öðru hverju fyrstu ár ferils síns auk þess sem hún á að baki fjölda hlut- verka í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Þóru voru falin bæði fræg og stór hlutverk úr leikbókmenntunum eins og Þóra Friðriksdóttir ✝ Þóra Friðriks-dóttir fæddist 26. apríl 1933. Hún lést 12. maí 2019. Útför hennar var gerð 23. maí 2019. Blanche í Spor- vagninum Girnd eftir Tennessee Williams og hin dauðvona Mary Tyrone í Dagleið- inni löngu eftir O’Neill, sem hún skilaði báðum af- burðavel. Meðal annarra þekktra hlutverka hennar eru frú Stokkman í Þjóðníðingi Ibsens, Kristín Linde í Brúðuheimili, Kopetska í Sveyk í síðari heimsstyrjöld- inni, Elvíra í Ærsladraugnum og Lucy í Túskildingsóperunni. Þar söng hún líka, eins og reyndar í íslensku söngleikjun- um Járnhausnum þeirra Jónas- ar og Jóns Múla og Hornakóral Odds Björnssonar. Eftirminnileg eru líka hlut- verkin í íslensku leikritunum. Ég minni á Rauðsmýrarmaddö- muna hans Laxness, Nínu í Sólarferð Guðmundar Steins- sonar, Júllu í Týndu teskeiðinni og Matthildi í síðasta verki Jök- uls Syni skóarans að ógleymdri Ljónu Ólfer í Strompleiknum þar sem hún fór á kostum og varð fyrst íslenskra leikkvenna til að deila með okkur þeirri lífsspeki Ljónu að „þó heimur- inn sé blöff, þá eru kjaftshöggin ekta!“ Þóra blómstraði í gaman- leikjum, hún gat skapað ógleymanlegar persónur úr til- tölulega litlum hlutverkum því hún hafði eðlislæga kómíska gáfu. Það fylgdi henni stundum eins og dálítið óöryggi prívat og það nýttist henni skemmtilega á sviði, sérstaklega í gamansöm- um verkum. Hún hafði einstakt lag á að tímasetja tilsvör sín þannig að þau virtust detta óvænt og jafnvel ósjálfrátt upp úr henni og koma persónunni sem hún var að leika gjörsam- lega á óvart. Hún var líka gædd þeim eiginleika góðs leikara að geta dregið að sér athygli áhorfandans um leið og hún birtist án nokkurrar áreynslu. Hún hafði sterkan sviðssjarma. Þótt við ynnum aldar- fjórðung saman í leikhúsinu æxlaðist það þannig að við unn- um ekki saman að sýningu nema þrisvar, þótt hún léki reyndar oft hjá mér í útvarps- leikritum. Fyrsta sýningin var Liðin tíð eftir Pinter, þar sem hún lék eitt aðalhlutverkanna, hina töfrandi en dularfullu Kötu, og tveim áratugum síðar lék hún hjá mér frú Pearce, ráðskonu Henrys Higgins í My Fair Lady. Loks var það síð- asta hlutverk hennar í Þjóðleik- húsinu: amman í Veislunni; allt var þetta samstarf einstaklega skemmtilegt. Eitt af síðustu hlutverkum hennar var í leik- ritinu Maður í mislitum sokkum. Þar léku þau líka, Árni Tryggva, Bessi, Gunnar Eyj- ólfs, Helga Bachmann og Guð- rún Stephensen. Nú er þessi kynslóð eiginlega horfin úr leikhúsinu þótt Árni sé vissu- lega sprelllifandi enn. Við hjónin sendum dætrum Þóru, Láru og Kristínu, og fjöl- skyldunni allri innilegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Þóru Friðriksdóttur. Stefán Baldursson. ✝ SigurðurHörður Krist- jánsson fæddist í Grindavík 20. nóvember 1958. Hann lést 4. maí 2019 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, eftir baráttu við krabbamein, sem fyrst lét á sér kræla síðla árs 2015. Foreldrar Sigurðar voru þau Kristján Ragnar Sigurðsson, f. 1931 í Hafnarfirði, d. 2014, og Ingey Arnkelsdóttir, f. 1929 í Buðlungu, Grindavík, d. 2014. Þau bjuggu alla tíð í Grindavík. Systkini Sigurðar eru: Brynja, f. 1951, gift Knúti Aadnegard, f. 1951, búsett á Sauðárkróki; Soffía, f. 1955, búsett í Garðabæ, hennar mað- ur er Jóhann Magnús Guð- mundsson, f. 1952, og Jón Ingi- berg, f. 1963, kvæntur Írisi Kristjánsdóttur, f. 1964, búsett í Keflavík. Eftirlifandi eiginkona Sig- urðar er Guðlaug Björg Metúsalemsdóttir, f. 21. febrúar 1961 í Reykjavík en ólst upp á Reyðarfirði. Guðlaug er sjúkra- Dætur Sigurðar og Guð- laugar eru: 1) Rakel Ósk, f. 1981, gift Róbert Rafni Birg- issyni, f. 1982, og eru synir þeirra Jóhann Rafn, f. 2012, og Óliver Rafn, f. 2015. Þau eru búsett í Kópavogi. 2) Hrefna Björk, f. 1981, gift Frey Brynj- arssyni, f. 1977, og eru synir þeirra Brynjar Dagur, f. 2005, Daníel Logi, f. 2009, og Andrés Bjarmi, f. 2012. Þau eru búsett í Njarðvík. 3) Ingey Arna, f. 1989, búsett í Neskaupstað. Sigurður ólst upp í Grinda- vík og stundaði venjubundið grunnskólanám þar, en lauk þó tveimur síðustu bekkjum grunnskóla í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. Síðar stundaði hann nám í tækniteiknun, en starfaði ekki við slíkt. Sigurður lagði stund á ýmis störf, eftir því sem tækifæri gáfust til í Grindavík og nágrenni. Hann vann um tíma við netagerð og starfaði við áhaldahús Grinda- víkur í alls kyns verkefnum. Þá starfaði hann hjá Íslenskum að- alverktökum, en hóf síðan störf hjá Varnarliðinu 1987 og starf- aði þar til ársins 2006, þegar Varnarliðið hvarf af landi brott. Frá árinu 2006 og allt þar til hann varð að hætta störfum vegna veikinda sinna haustið 2015 starfaði Sigurður hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli. Útför Sigurðar fór fram frá Grindavíkurkirkju 15. maí 2019, í kyrrþey að ósk hins látna. liði og starfar á hjúkrunarheim- ilinu Víðihlíð í Grindavík. For- eldrar Guðlaugar voru þau Metúsal- em Kjerúlf Sig- marsson, f. 1917 í Vallarneshjáleigu á Völlum, S-Múla- sýslu, d. 1998, og Ásta Arnbjörg Jónsdóttir, f. 1923 á Búðareyri í Reyðarfirði, d. 1987. Þau bjuggu alla tíð á Reyðarfirði. Systkini Guðlaugar eru: Ás- geir, f. 1941, kvæntur Ingu Hólmfríði Ingvarsdóttur, f. 1946, búsett á Reyðarfirði; Hildur, f. 1946, d. 2011, var gift Svavari Kristinssyni, f. 1944, voru búsett á Eskifirði; Lára Ragnheiður, f. 1950, í sambúð með Guðna Þór Elíssyni, f. 1956, búsett á Eskifirði, og Sig- mar, f. 1964, kvæntur Ásrúnu Elmarsdóttur, f. 1971, búsett í Reykjavík. Sigurður og Guðlaug hófu sambúð í ágúst 1980 í Grinda- vík og áttu þar heimili sitt alla tíð eftir það, nú síðast í Efsta- hrauni 3 þar í bæ. Þau gengu í hjónaband 16. janúar 1988. Það er svo óendanlega margt sem kemur í hugann þegar ég lít til baka yfir öll þau 39 ár sem okkur voru ætluð saman. Efst í huga er þakklæti, þakklæti fyrir allan þann góða tíma sem okkur var gefinn, þakklæti fyrir börnin okkar og barnabörnin, sem þú elskaðir öll svo óendanlega mikið. Við kynntumst fyrst á Reyð- arfirði 1978, þegar þú komst þar í heimsókn til Soffíu systur þinnar, sem þá sá um félags- heimili bæjarins. Ég starfaði við félagsheimilið og síðan leiddi eitt af öðru. Við gerðum svo margt saman, áttum svo margar góðar stundir – sem nú verða dýrmætari en nokkru sinni í minningunni. Þú varst ávallt til staðar þegar ég átti í mínum veikindum – kletturinn sem ég gat treyst á í einu og öllu. Þú dreifst mig út að ganga og minntir á að það gerði mér gott til að ná bata og þannig áttum við saman ótal gönguferð- ir, sem við nutum bæði. Við fórum ekki oft til útlanda – en sú ferð sem við nutum bæði best og ég á eftir að ylja mér við í minningunni um ókomin ár er ferðin okkar um Svartaskóg í Þýskalandi í október á síðasta ári. Okkur lánaðist að fara þessa ferð með Bændaferðum áður en þú varst orðinn of veikur til að ferðast. Þá mánuði sem í hönd fóru rifjuðum við þessa ferð oft upp, hvað hún gaf okkur mikið. Þú varst alla tíð svo mikill fjöl- skyldumaður. Ég og börnin þín og svo allir afastrákarnir þegar þeir komu hver af öðrum – við vorum alltaf númer eitt hjá þér. Þegar stelpurnar okkar voru börn var það fastur liður í okkar tilveru að þú vannst mikið fimm daga vikunnar en laugardaga og sunnudaga helgaðir þú fjölskyld- unni. Þá höfðum við pabba óskiptan fyrir okkur og oftar en ekki var farið eitthvað um helgar, hvort sem það var rúntur út og suður, fjöruferðir eða ann- að sem stelpunum þótti gaman að gera. Ég minnist allra íþróttaferð- anna sem við fórum með stelp- unum, þar kom aldrei annað til greina en að fylgja þeim eftir, hvert sem farið var – þar varst þú óþreytandi. Barnabörnin – fimm hressir strákar – þú elskaðir þá alla og vissir ekkert skemmtilegra en vera samvistum við þá. Ekki síst man ég hvað þú varst glaður síð- asta sumar þegar yngsti afa- strákurinn, hann Óliver Rafn, var hjá okkur nokkra daga. Sam- an voruð þið að smíða kafbát, a.m.k. sögðuð þið það – og mátti ekki á milli sjá hvor ykkar var áhugasamari í kafbátasmíðinni. Þannig stundir áttir þú oft með öllum þínum afastrákum, sem allir elskuðu þennan afa, sem var alltaf til í hvað sem var. Síðustu vikurnar hafðir þú mestar áhyggjur af mér, hvernig mér myndi farnast eftir að þú værir farinn, en af sjálfum þér hafðir þú ekki áhyggjur. Þú varst alla tíð mjög trúaður og trúin á Guð var þér svo töm og eðlileg. Bæði trúðum við einlæglega á að líf væri eftir þetta líf og í þeirri Sigurður Hörður Kristjánsson vissu kveð ég þig að sinni, með þökk fyrir allt og allt. Guðlaug. Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund, sem hefði átt að verða eftir mörg ár, en er nú runnin upp. Þú varst ekki nema nýlega orðinn sextugur þegar kallið kom, alltof snemma. Í sorg okkar er þó huggun að rifja upp allar góðu stundirnar sem við áttum með þér, þær verða ekki frá okkur teknar og þær dýrmætu minningar munum við varðveita. Það var sama hvað upp kom, alltaf varst þú tilbúinn að veita aðstoð í öllum okkar vanda- málum, stórum og smáum. Alltaf voru vinir okkar vel- komnir á heimili þitt og mömmu, jafnt þegar við vorum börn og unglingar og ekki tókuð þið mamma síður vel á móti tengda- sonunum, þegar þeir komu til sögunnar. Fimm afastrákar eiga nú um sárt að binda, enda duttu þeir sannarlega í lukkupottinn að fá þig fyrir afa. Alltaf þegar þú hitt- ir afastrákana fengu þeir allan þinn tíma og áhuga, fullorðna fólkið mátti bíða. Þú varst óþreytandi að brasa allt mögu- legt með þeim, sem bæði var leikur en ekki síður varstu oft að kenna þeim til verka. Bílskúrinn var þinn heimur og þar fengu strákarnir að hjálpa afa að laga og smíða allt mögu- legt. Þessar stundir voru dýr- mætar, bæði fyrir strákana og þig – og mátti ekki á milli sjá hverjir voru kátastir á svona stundum, strákarnir eða þú. Þú varst algjör dellukall og vélar af öllu tagi heilluðu þig, allt frá borvélum til fjórhjóla, auk bíla að sjálfsögðu. Ef afastrák- arnir fá dellu af þessu tagi vitum við af hverju. Þegar veikindin byrjuðu að herja á þig var ekkert annað í stöðunni hjá þér en berjast til sigurs, þú ætlaðir ekki að láta eitthvert krabbamein stýra þínu lífi. Svo fór að taka þurfti af þér annan handlegginn vegna krabbameinsins, en þú lést það ekki stöðva þig í því sem þú hafð- ir ákveðið að gera. Með annarri hendi byggðir þú heilan skúr og settir upp nýja eldhúsinnréttingu – nokkuð sem ekki allir geta, þótt hafi báðar hendur til verka. Svo fór þó að krabbinn sigraði á endanum. Sól slær silfri á voga, sjáið jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim, því ég er kominn heim. (Jón Sigurðsson) Við munum gæta mömmu fyr- ir þig, elsku pabbi. Rakel Ósk og Hrefna Björk. Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, BRAGA SIGURÞÓRSSONAR verkfræðings, Kristnibraut 6. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heru, sérhæfðrar líknarþjónustu, og starfsfólki líknardeildar LSH í Kópavogi fyrir einstaka og kærleiksríka umönnun. Inga Björk Sveinsdóttir Sólrún Bragadóttir Þórdís Bragadóttir Þorbjörn Guðjónsson Friðrik Bragason María Guðmundsdóttir Ragnar Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐMUNDAR ÞORSTEINSSONAR, Leynisbraut 38, Akranesi. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Gyða Bergþórsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRAUSTI SIGURÐSSON frá Hæli í Vestmannaeyjum, til heimilis á Kirkjusandi 5, Reykjavík, lést miðvikudaginn 22. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 5. júní klukkan 13. Herborg Sigurðsson Soffía Traustadóttir Skúli Bergmann Bára Traustadóttir Björn Elíson Sóley Traustadóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma okkar, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Miklubraut 66, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 17. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum samhug og hlýhug við andlát hennar. Jóna Björg Sigurðard. Karl H. Karlsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Okkar ástkæri, JÓNMUNDUR GÍSLASON, Barðavogi 42, lést á Hrafnistu Reykjavík 11. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum hlýhug og auðsýnda samúð. Þórdís Richardsdóttir Kjartan Jónmundsson Björg Jónmundsdóttir Anna Jóna Jónmundsdóttir Gísli Jónmundsson Anton Jónmundsson og fjölskyldur Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.