Morgunblaðið - 30.05.2019, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 30.05.2019, Qupperneq 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Elsku amma Pet- an mín, það er svo notalegt að setjast niður og minnast þín, núna þegar fal- legasti árstíminn er kominn með öllum sínum fuglasöng og ný- fæddu ungviði sem skoppar hér um túnin í sveitinni minni. Þú kvaddir okkur á fallegum vordegi með stóran hluta af fjöl- skyldunni þinni hjá þér, já ein- mitt eins og þú vildir alltaf hafa það, hafa sem mest af fólkinu þínu hjá þér, þá var svo gaman, mikið fjör og mikill hávaði. Minningarnar eru svo margar og skemmtilegar. Það var alltaf svo mikið æv- intýri að fá að koma til þín, og þá sérstaklega þegar mikið stóð til á Sigurðsstöðum, sláturgerð eða álíka stórhátíðisdagar. Manstu, amma mín, hvað okkur krökkun- um fannst þetta spennandi og vildum ólm fá að vera með og prófa allt, og þú leyfðir okkur alltaf að prófa og sagðir okkur til. Þarna voru flestar dætur þínar samankomnar með börnin sín og þú verkstýrðir öllu af stakri snilld. Dásamlegustu stundir okkar barnanna voru þó þegar þú tókst okkur í fangið, rerir með okkur fram og aftur og söngst fyrir okk- ur svo skemmtilegar vísur, sem Petrea Guðmundsdóttir ✝ Petrea Guð-mundsdóttir fæddist 24. nóv- ember 1921. Hún lést 7. maí 2019. Útför Petreu fór fram 24. maí 2019. ég hélt reyndar allt- af að væru allt vísur eftir þig; en þó ég hafi komist að því síðar að svo væri ekki þá eru þær allt- af vísurnar þínar. Þessar stundir upp- lifði ég svo aftur þegar börnin mín fengu að njóta þess að kúra í hálsakoti og syngja þessar vísur með Löngu-Petu. Húsið ykkar afa, Sigurðs- staðir, var alltaf fullt af fólki og alltaf nóg pláss, hvort sem fólk ætlaði bara að stoppa í kaffi eða í einhverja daga. Aldrei hefur nokkur manneskja heldur farið svöng frá Sigurðsstöðum, þar fékk maður bestu fiskibollur í heimi, kæfan alveg einstök, hafrakexið guðdómlegt og svona mætti lengi telja upp allt sem var alltaf langbest hjá þér. Amman mín, ég á þér svo margt að þakka, og held að ég hafi erft svo margt frá þér. Ég þarf alltaf að vera að standa í ein- hverju matarstússi og þá helst í stórum pottum og ég geri alltaf helling af slátri með minni stór- fjölskyldu, eins og þú. Ég hef auga fyrir fallega rækt- uðum kartöflum; byrjaði sex ára að rækta þær, og hef alltaf óstjórnlega þörf fyrir að setja niður kartöflur þegar vorar, eins og þú. Heimilið mitt stendur alltaf opið öllum og þar er alltaf mikið af fólki, eins og var hjá þér. Amma mín, svo kenndir þú mér að reyna alltaf að vera góð við alla, og ég held að mér hafi tekist það ágætlega, ja nema kannski við bróður minn þegar hann var á leiðinlegasta aldrin- um, en ég er búin að bæta honum það allt upp nú á seinni árum. Ég veit, amma mín, að nú tek- ur þú öll börnin sem eru nú hjá þér í fangið og syngur fyrir þau allar skemmtilegu vísurnar þín- ar. Evu minni þótti þetta alltaf mjög skemmtilegt og ég veit að hún á eftir að syngja mikið með þér þarna í Draumalandinu. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Harpa Dís og fjölskylda. Þá er hún amma Peta farin yfir í sumarlandið 97 ára gömul og kroppurinn orðinn lúinn. Í sumarlandinu hittir hún þá sem á undan eru farnir og er hún örugglega farin að útbúa mat, baka og taka á móti gestum eins og hún elskaði. Þannig leið henni ömmu Petu, eins og við kölluðum hana, best með fullt hús af fólki sem kom svangt en fór satt og ef það var leitt þegar það kom þá fór það sáttara heim, því hún átti auðvelt með að gleðja og seðja gesti sína. Við systurnar erum fjórar en það er bara sú yngsta sem raun- verulega á hana ömmu Petu sem alvöruömmu en við hinar þrjár fundum aldrei að við ættum hana ekki eins mikið og hún Eygló Peta Gilbertsdóttir yngsta systir okkar, sem skírð var í höfuðið á ömmu og systur sinni samfeðra sem lést barnung. Við hinar systurnar vorum 8, 10 og 12 ára þegar Gilbert elsti sonur hennar ömmu fór að búa með móður okkar og frá þeim degi sá hún sko um að okkur liði eins og við værum alvörubarna- börn hennar og þar duttum við í lukkupottinn. Það var yndislegt að kíkja við á Sigurðsstöðum og fá gott knús, smá spaug, mjólk og heimabakað hafrakex með smjöri. Alltaf var okkur krökkunum tekið opnum örmum hvernig sem á stóð, kartöfluuppskeran á fullu úr stóra sandgarðinum sem amma hugsaði svo vel um, slát- urtíð, kæfugerð, matseld og oft- ast mikið af fólki að koma og fara, því sú hefð hafði skapast að á Sig- urðsstöðum hittust ættingjar og vinir enda ættboginn þaðan kominn. Hún var fædd þar og uppalin og bjó þar síðan alla ævi að und- anskildum síðustu tveimur árun- um sem hún bjó á Höfða hjúkr- unar- og dvalarheimili þar sem heilsunni var tekið að hraka, en þar var einstaklega vel hugsað um hana. Amma var glaðlynd og skemmtileg kona sem ávallt var með létta tónlist á fóninum og eins og unglingarnir ekki stillt á lægsta og var það okkur mjög að skapi því hún hlustaði á úrvals ís- lenska dægurtónlist. Amma var mikil barnagæla og áttu börnin okkar og barnabörn líka vísan stað hjá henni. Gaman var að fylgjast með henni taka þau í fangið, róa með þau og syngja góðar barnavísur eða segja þeim sögur. Við systurnar þökkum ömmu fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyrir okkur og hugsað um okkur eins og hún ætti okkur. Við mun- um halda utan um litlu systur sem var ömmu mjög náin og enn nánari eftir að hún hafði misst bæði pabba sinn og mömmu. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur sendum við börnum hennar, tengdabörnum og öllum afkomendum. Góða heimferð, elsku amma. Guðný Jóna, Daðey Þóra, Erla og Eygló Peta. Hvílíkt lán það var fyrir mig og fjölskyldu mína þegar foreldrar mínir keyptu hús á Akranesi við hliðina á Sigurðsstöðum, húsinu hennar Petu, sem henni þótti svo vænt um og bjó í þar til hún var komin langt á tíræðisaldur. Peta og mamma áttu báðar sjö börn og svo skemmtilega vill til að ein dóttir Petu er fjórum mánuðum eldri en ég. Hulda er fyrsta vin- konan sem ég eignaðist og er góð vinkona mín enn í dag. Leiðir skildu þegar við fluttum í bæinn en við tókum upp vinskap að nýju tugum ára síðar. Það var þá sem ég fór að fara í heimsókn með mömmu og pabba til Petu upp á Skaga. Það voru innilegir fagnaðarfundir, Peta tók okkur opnum örmum eins og ævinlega, með heimabökuðu hlaðborði, en hún var alla tíð þekkt fyrir hörku- dugnað. Það var unun að hlusta á fullorðna fólkið tala um gömlu tímana, heyra dillandi hlátur Petu og hlæja með henni þegar hún reytti af sér brandara. Hún mundi nöfnin á okkur öllum syst- kinunum eins og við hefðum flutt fyrir einu ári og sagði jafnan hvað segirðu mér af henni/honum og bætti gjarnan minni/mínum við, en ég heyri ekki oft þannig tekið til orða lengur. En ég minnist Petu sem glaðværustu konu sem ég hef þekkt, tvíræðir brandarar hennar drepfyndnir og þessi dill- andi hlátur sem ómar í eyrum mínum þegar ég hugsa til hennar. Hún var alltaf svo þakk- lát fyrir heimsóknir okkar og skildi ekkert í því að við nenntum að keyra upp á Skaga til að heim- sækja hana, eins og hún sagði og hló. En við svöruðum því til eins og satt var að heimsóknir til hennar voru ekki síður gefandi fyrir okk- ur þrjú. Eftir að mamma lést og Peta var flutt á hjúkrunarheim- ilið Höfða skelltum við pabbi okkur stundum upp á Skaga til að sækja okkur andlega upplyftingu í glaðværð Petu en hún var sömu- leiðis alltaf mjög glöð að sjá okkur. Það væri dásemdin ein ef allir hefðu svipað viðhorf til lífsins og Peta, en hún var góð fyrirmynd. Minning hennar lifir með allri gleði. Margrét Rósa Grímsdóttir. Nú er Petrea farin. Sú seinasta af stórum syst- kinahópi frá Sigurðsstöðum á Akranesi. Húnn var fædd og alin upp á Sigurðsstöðum og bjó þar alla sína tíð. Okkur er til efs að nokk- ur Akurnesingur kominn á miðj- an aldur kannist ekki við Petu á Sigurðsstöðum, eins og hún var ætíð kölluð. Hún var allra manna hugljúfi, alltaf glaðvær, kát og hress og einstaklega gestrisin. Hvenær sem mann bar að garði var ekki hjá því komist að þiggja hjá henni góðgerðir, kaffi, nýbak- að brauð og kökur. Á 95 ára afmæli sínu stóð hún að miklu leyti fyrir veitingunum. Góðvild og glæsleiki geislaði af henni hvar sem hún kom, brú- neyg og dökkhærð og hver man ekki eftir ljóðinu „brúnaljósin brúnu þín“ sem samið var um hana á sínum tíma. Sigurðsstöðum unni hún mjög og vildi hvergi annars staðar vera, þannig að þegar ellin loks barði að dyrum og hún varð að flytjast á hjúkrunarheimili dofn- aði mjög yfir Petu. Glaðværðin og jákvæðni til allra hvarf þó aldrei og var hún ætíð þakklát fyrir þá þjónustu sem hún fékk á Höfða. Guð blessi þig, elsku Peta, við þökkum fyrir okkur. Guðmundur K. Jónmundsson og systur. ✝ HalldóraRagna Péturs- dóttir fæddist á Siglufirði 12. febr- úar 1942. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Norður- lands á Siglufirði 20. maí 2019. Foreldrar henn- ar voru Mundína V. Sigurðardóttir, f. 1911, d. 2000, og Pétur Baldvinsson, f. 1909, d. 1995. Systkin Halldóru Rögnu eru Ásbjörn, f. 1937, d. 2001, Hanna Guðrún, f. 1939, bróðir samfeðra, Tómas, f. 1930, d. 1963. Halldóra Ragna giftist 25. maí 1963 Björgvini S. Jónssyni, f. 1942, d. 2014. Foreldrar hans voru Unnur H. Möller, f. 1919, d. 2010, og Jón Ó. Sig- urðsson, f. 1918, d. 1997. Syst- ur hans sammæðra eru Stein- unn, f. 1943, Brynja, f. 1944, og Salbjörg, f. 1947. Bræður hans samfeðra eru Guðmundur Kr., f. 1959, og Sigurður, f. 1972, móðir þeirra var Valdís Ármannsdóttir, f. 1930, d. 2014. Börn Halldóru og Björgvins Eyþór Gunnar Jónsson, f. 1983. Sonur Sunnu frá fyrra sam- bandi er Gabríel Máni, f. 2010, faðir hans er Ómar Ómarsson, b) Teitur Ingi, f. 1989, dóttir hans er Aría Valdís, f. 2015, móðir hennar er Silja Rut Jónsdóttir, c) Dagur Bjarki, f. 1995, unnusta Ragna Sól Evu- dóttir, f. 1998. Móðir þeirra er Jenný Inga Eiðsdóttir, d) Atli Björn, f. 1999, e) Unnar Steinn, f. 2003. Móðir þeirra er Birna Björk Árnadóttir. Halldóra fékk mjög snemma að fara til sumardvalar hjá frænku sinni á Hóli í Ólafs- firði. Hún byrjaði einnig snemma að vinna fyrir sér, meðal annars við afgreiðslu- störf og síldarsöltun, einnig starfaði hún í niðursuðuverk- smiðjunni Siglósíld og við al- menna fiskvinnslu og eftirlits- störf í hraðfrystihúsi SR og Þormóðs ramma. Þar á eftir starfaði hún við heimilishjálp hjá Siglufjarðarkaupstað og í lok starfsferils síns við að- hlynningu og ræstingar á Heil- brigðisstofnun Siglufjarðar. Hún söng meðal annars með Kirkjukór Siglufjarðar, Kvennakór Siglufjarðar og Vorboðakórnum. Hún starfaði lengi með Sinawikklúbbi Siglu- fjarðar og slysavarnadeildinni Vörn. Útför Halldóru Rögnu fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 30. maí 2019, klukkan 14. eru: 1) Halldóra Salbjörg, f. 8. október 1960, gift Ólafi Þór Ólafs- syni, f. 1959, börn þeirra eru a) Stella Dóróthea, f. 1983, gift Ómari Þór Lárussyni f. 1977, börn þeirra eru Einar Björg- vin, f. 2010, Elmar Óli, f. 2013, og Hrafntinna, f. 2018, sonur Óm- ars Þórs er Arnar Freyr, f. 1998, b) Sólveig Sara, f. 1993, unnusti Ingimar Guðnason, f. 1996, c) Selma Dóra, f. 1995. Sonur Halldóru Salbjargar frá fyrra sambandi er Björgvin Davíð, f. 1976, d. 1992, faðir hans er Björn Valur Gíslason. 2) Jón Ólafur, f. 20. janúar 1962, synir hans eru a) Pétur Friðrik, f. 1989, unnusta Josef- in Nyman, f. 1987, börn þeirra eru Ísold Pia Luna, f. 2015, og Liljar Jón, f. 2018, b) Sölvi Þór, f. 1993, unnusta Helga Olafs- son, f. 1988. Móðir þeirra er Guðbjörg S. Jóhannesdóttir. 3) Sigurður Tómas, f. 23. mars 1963. Börn hans eru a) Sunna Mist, f. 1986, sambýlismaður Elsku hjartans mamma mín, söknuðurinn og tómarúmið er mikið þessa dagana. Eftir fráfall pabba urðum við mjög nánar og heimsóttum hvor aðra eða töluðum saman í síma á hverjum degi. Í vetur fór heilsu þinni að hraka mikið og greindist þú með mjög svo erfiðan og ólæknandi sjúk- dóm, og hefur baráttan við hann undanfarna mánuði verið virki- lega erfið fyrir okkar báðar. Nú er þrautagöngu þinni lokið og þú komin í ný friðsæl heim- kynni þar sem ástvinir þínir taka á móti þér með útbreiddan náðar- faðminn sem veitir þér hlýju og drottins dásemdarfrið. Yndislegu nafnarnir okkar, Björgvin Sigurður og Björgvin Davíð, leiða þig að ótrúlega fögr- um og lygnum vötnum þar sem feitir silungar vaka við hvert ára- lag og himinhá fjöllin speglast í endalausri litadýrð og þið róið saman inn í blóðrautt glóandi sólarlagið. Þegar angistin nístir þinn hug og hjarta, og harmurinn brotið þig niður í parta. Þá mundu að minningin, myndaði í huga þinn, hugljúfa brosið hennar bjarta. (Halldóra S. Björgvinsdóttir) Minningin er ljós í lífi okkar. Halldóra S. Björgvinsdóttir (Dóra Sallý). Okkur bræðurna langar til að minnast móður okkar í nokkrum orðum. Við munum mömmu standandi vaktina við eldhús- gluggann í Hafnartúninu þar sem við lékum lausum hala niðri í fjöru, úti á sjó og á öskuhaugunum. Svo vorum við dregnir heim eftir að hafa dottið í sjóinn, brenndir á eyrum eða með skurð á enni. En þetta var bara hluti af því að alast upp á Sigló. Mamma var afar umburðar- lynd og lítið fyrir skammir, jafnvel þótt við reyndum að sprengja upp húsið í tilraunum okkar í efna- fræði. Hún var ein af þessum kjarnakonum sem byggðu upp síldarbæinn, byrjaði snemma í söltun á plani og svo eignaðist hún okkur systkinin í einum rykk. Elsta dóttirin fæddist í október ’60, síðan kom miðsonurinn í jan- úar ’62 og svo sá yngsti í mars ’63. Sem sagt þriggja barna móðir 21 árs gömul. Fljótlega þar á eftir, samhliða vinnu í Siglósíld, var hafist handa við að byggja stórt og mikið hús í Hafnartúni 6 í samvinnu við syst- ur mömmu og hennar maka. Þetta hús var okkur öllum mikill gleði- gjafi með fullt af börnum á öllum hæðum. Mamma vann síðan bæði í gamla og nýja frystihúsinu hjá Þormóði ramma og skrapp heim í hádeginu og lagaði mat fyrir maka og skólabörnin sín. Kom síðan heim í lok vinnudags hlaðin vörum úr kaupfélaginu og við tóku heim- ilisstörf og áhugamál og heima- verkefni barnanna. Mamma stóð alltaf vaktina með pabba en hann hafði hún þekkt alla ævi enda voru þau fædd í sama litla bænum, sama mánuð og sama ár og hún átti í erfiðleikum með að finna sig í lífinu eftir andlát pabba. Fórnfýsi og nægjusemi eru góð orð sem lýsa persónuleika mömmu því hún var ein af þessum yndislegu kjarnakonum Íslands sem fórna miklu og gefa mikið af sér fyrir vellíðan annarra. Að verða amma 35 ára fór henni bara vel en það varð henni líka mikið og langt sorgarferli að missa sitt fyrsta barnabarn þegar Björgvin Davíð lést í hörmulegu slysi aðeins 15 ára gamall. En það komu mörg barnabörn og barnabarnabörn til viðbótar og hún naut þess að vera amma og langamma. Mamma átti sér ýmis áhugamál í gegnum tíðina. Söngur og kóra- starf var þar lengi númer eitt. Hún söng með kirkjukórnum, kvennakórnum á Siglufirði og svo með kór eldri borgara í Fjalla- byggð síðustu ár. Farið var í mörg ferðalög eftir að pabbi smíðaði sinn eigin húsbíl og þá ferðuðust þau um landið þvert og endilangt árum saman. Svo kom hjólhýsið sem hefur reyndar staðið mest sumarlangt við Vatnsenda í Héð- insfirði síðustu árinn, langvarandi veikindi pabba enduðu lengri ferðalög. Mömmu þótti ákaflega vænt um Héðinsfjörð og þar hitti hún marga ættingja úr móðurætt og hún talaði einnig oft um þann tíma þegar hún var í sveit hjá móður- systur sinni Kristínu og Gísla á Hóli í Ólafsfirði og þótti afskap- lega vænt um þau og þeirra börn og var í raun hluti af þeirri fjöl- skyldu líka. Elsku mamma, við söknum þín mikið og erum þér eilíft þakklátir fyrir að hafa stutt okkur í gegnum súrt og sætt og komið okkur heil- um út í lífið. Jón Ólafur Björgvinsson, Sigurður T. Björgvinsson. Elskuleg æskuvinkona mín og skólasystir Dóra er látin. Eftir standa minningar um trygga, góða og hlýja vináttu liðinna ára. Vil ég minnast hennar með þessu fallega ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Dóra Sallý, Nonni, Siggi Tommi og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur frá okkur Jó- hannesi. Guð styrki ykkur. Bless- uð sé minning Dóru. Þín vinkona, Kristín G. Baldursdóttir. Halldóra Ragna Pétursdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.