Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
Alþjóðaskólinn á Íslandi (The International School of Iceland) er
frumkvöðull í alþjóðlegri grunnskólamenntun á Íslandi. Skólinn,
sem fagnar í ár 15 ára starfsafmæli, er með viðurkennda
alþjóðlega vottun, sá eini sinnar tegundar hérlendis.
Við leitum að metnaðarfullum aðila til að bætast í okkar hóp og
taka þátt í skemmtilegu og spennandi uppbyggingarstarfi með
grunnskólabörnum frá öllum heimshornum
Viðkomandi er aðstoðarmaður skólastjóra og er um 80-100%
starf að ræða. Hann/hún ber ábyrgð á öllu er varðar rekstur
skrifstofu skólans sem og almennu skrifstofuhaldi. Hluti starfs-
sviðs er m.a. að tryggja að á skrifstofu séu jafnan til reiðu
upplýsingar um hina ýmsu þætti skólastarfsins og innra skipu-
lag. Starfið krefst frumkvæðis, mikilla samskipta- og skipu-
lagshæfileika ásamt skilvirkra vinnubragða.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Hefur umsjón með daglegu starfi á skrifstofu skólans
• Stýrir upplýsingaflæði innan skólans og til forráðamanna
• Sér um skjalavistun skólans
• Sér um að skrá forföll og skipuleggja forfallakennslu
• Hefur umsjón með fjármálum og bókhaldi skólans í samráði
við skólastjóra
• Sinnir öðrum þeim störfum sem skólastjóri kann að fela
viðkomandi
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
• Fjölbreytt reynsla af skrifstofustörfum
• Mjög góð tölvukunnátta skilyrði og bókhaldsþekking kostur
• Mjög gott vald á íslensku og ensku, töluðu og rituðu máli
• Lausnamiðað viðhorf til flókinna úrlausnarefna
• Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfileikar
• Frumkvæði og skipulagshæfileikar
• Jákvæðni og ábyrgðarkennd
Við bjóðum:
• Tækifæri til að taka þátt í öflugu frumkvöðlastarfi
• Krefjandi og skemmtilegt starfsumhverfi
• Góðan starfsanda
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á heimaslðu
skólans: www.internationalschool.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hanna Hilmarsdóttir
skólastjóri í síma 896-8726 og á netfangi
hanna@internationalschool.is
Umsóknir sendist á netfangið hanna@internationalschool.is
eigi síðar en 7. júní 2019. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfs-
ferilskrá og kynningabréf. Ráðning er frá 12. ágúst 2019.
Alþjóðaskólinn á Íslandi leitar að öflugum starfsmanni
til að sinna fjölbreyttu og krefjandi skrifstofustarfi
Tannréttingar
Móttökuritari /
gjaldkeri
Móttökuritari / gjaldkeri óskast til starfa á
Tannlæknastofu Gísla Vilhjálmssonar í fullt
starf. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á
íslensku og ensku, ríka þjónustulund og
geta unnið undir álagi.
Áhugasamir sendi umsóknir á
tölvupóstfangið: gisli@teinar.is.
Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu
auglýsir eftir tónlistarkennara í eftirfarandi stöður
• Píanókennari 30-40% staða
• Málmblásturshljóðfæri 50% staða
• Forskóli 16% staða
• Söngur 30% (afleysingakennslu)
• Lúðrasveitarstjórnandi 15-25% staða
• Tónfræðakennari allt að 45% staða
Sérstök áhersla er lögð á að fá rytmískan kennara.
• Gerð er krafa um menntun í tónlist og reynslu af
tónlistarstarfi.
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
• Sveigjanleiki, stundvísi og áreiðanleiki.
Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is
Auðvelt er að búa til 100% stöðu fyrir þann einstakling
sem treystir sér í kennslu á mörgum sviðum.
Laun eru samkvæmt samningum launanefndar
Sveitarfélaga við FT/FÍH.
Umsókn sendist á netfangið: tonskoli@hornafjordur.is
eigi síðar en 17. júní 2019.
Nánari upplýsinga hjá Jóhanni Morávek skólastjóra
Tónskóla Austur- Skaftafellssýslu í síma 661-2879.
Vopnafjarðarskóli
auglýsir laus störf kennara næsta
skólaár
Kennslugreinar eru smíðar, íþróttir,
danska og almenn kennsla.
Umsóknarfrestur er til 6. júní.
Upplýsingar hjá skólastjóra, sími 470-
3251, 861-4256,
netfang: adalbjorn@vopnaskoli.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Ferðafélag Íslands og Slysa-
varnafélagið Landsbjörg hafa
gert með sér samstarfssamn-
ing. Ferðafélagið styrkir starf
hálendisvaktar Landsbjargar
og félögin vinna sameiginlega
að öryggismálum ferða-
manna, bæði með fræðslu-
starfi, meðal annars skiltum
sem sett eru upp við fjölfarn-
ar gönguleiðir, stikunum leiða
og merkingum.
,,Starf hálendisvaktarinnar
er mjög mikilvægt fyrir ör-
yggi ferðamanna á hálendinu,
bæði hvað varðar forvarna-
starf og eins er viðbragðstím-
inn miklu styttri ef óhöpp
verða,“ segir Páll Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri FÍ.
Má þess geta að hálendis-
vaktin er gerð út frá nokkrum
af þeim stöðum þar sem FÍ er
með fjallaskála, svo sem í
Landmannalaugum og Nýja-
dal við Sprengisandsleið.
„Við höfum lengi átt
ánægjulegt samstarf við
björgunarsveitirnar. Starf
þeirra er ómetanlegt og aðdá-
unarvert. Um leið er margt
líkt með félögunum sem
byggjast á sjálfboðaliðastarfi
í öllu sínu starfi. Skálaverðir
Ferðafélagsins hafa lengi haft
það hlutverk að aðstoða
ferðamenn í ýmsum að-
stæðum en tilkoma hálendis-
vaktarinnar fyrir sjö árum
hefur stóraukið öryggi ferða-
manna á hálendinu. Um þess-
ar mundir er verið að opna
skála FÍ og í kjölfarið fer há-
lendisvaktin af stað,“ er enn-
fremur haft eftir Páli í til-
kynningu. sbs@mbl.is
Samstarf um öryggi
Samstarf Páll Eysteinn Guðmundsson frá Ferðafélagi Íslands
til vinstri og Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri
Slysavarnafélags Íslands. Ferðafélagsfólk í aftari röð.
FÍ og Slysavarnafélagið
Landsbjörg Forvarnastarf
Áburður Atmonia er fram-
leiddur í vatnslausn og því
er einfalt að skammta áburð
með vatnsúðakerfi, sem
tryggir betri upptöku nær-
ingarefna og minni losun
efna í nánasta umhverfi.
Rannsóknarhópur Egils
Skúlasonar sem stendur að
baki Atmonia hlaut nýlega
öndvegisstyrk frá Rann-
sóknarsjóði Íslands og er
stefnt á fyrstu prófanir í
sumar. Atmonia aflar nú
fjármagns til að ljúka við
smíði á frumgerð að áburð-
arframleiðslutæki sínu.
Gildi á heimsvísu
„Verðlaun Sameinuðu
þjóðanna eru mikill heiður
fyrir Atmonia og eru stað-
festing á mikilvægi vörunnar
og gildi nýjungarinnar á
heimsvísu. Verðlaunin munu
einnig koma þessu litla
sprotafyrirtæki frá Íslandi í
sviðsljósið á alþjóðlega vísu.
Verðlaununum fylgir að-
gangur að sérfræðingum á
sviði landbúnaðartækni á
heimsvísu sem og aðgangur
að 70 hektara tilraunagarði
á vegum Future Food Insti-
tute á Ítalíu, segir í tilkynn-
ingu. sbs@mbl.is
Atmoniafólk Frá vinstri talið: Egill Skúlason, Arnar Svein-
björnsson, Helga Dögg Flosadóttir, Magnús Már Guðnason og
Guðbjörg Rist Jónsdóttir. Öll vísindafólk í fremstu röð.
Íslenska sprotafyrirtækið
Atmonia hefur hlotið al-
þjóðleg verðlaun frá Sam-
einuðu þjóðunum (UNIDO –
United Nations Industrial
Development Organization) í
flokki fyrirtækja með konur
í fararbroddi. Alls 440 verk-
efni frá 100 þjóðlöndum
voru tilnefnd og fá sjö
þeirra viðurkenningu af
ýmsu tagi. Atmonia er ís-
lenskt sprotafyrirtæki sem
byggir vinnu sína á niður-
stöðum úr rannsóknum í
rafefnafræði við Háskóla Ís-
lands og við Nýsköpunar-
miðstöð Íslands.
Umhverfisvæn
framleiðsla
Nýsköpun fyrirtækisins er
lítið tæki á stærð við þvotta-
vél sem tekur inn loft, vatn
og rafmagn og framleiðir
nituráburð fyrir hvern
bónda fyrir sig. Þannig get-
ur hver bær haft sína eigin,
umhverfisvænu áburðar-
framleiðslu, sem kemur í
stað flutninga frá stórum
verksmiðjum. Með tækni At-
monia er auk þess aflögð
aldagömul aðferð við áburð-
arframleiðslu sem skilur eft-
ir sig mikil umhverfisáhrif.
Atmonia með áburð
Íslenskur sproti Verðlaun
frá SÞ Afla fjár til framleiðslu