Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Alþjóðaskólinn á Íslandi (The International School of Iceland) er frumkvöðull í alþjóðlegri grunnskólamenntun á Íslandi. Skólinn, sem fagnar í ár 15 ára starfsafmæli, er með viðurkennda alþjóðlega vottun, sá eini sinnar tegundar hérlendis. Við leitum að metnaðarfullum aðila til að bætast í okkar hóp og taka þátt í skemmtilegu og spennandi uppbyggingarstarfi með grunnskólabörnum frá öllum heimshornum Viðkomandi er aðstoðarmaður skólastjóra og er um 80-100% starf að ræða. Hann/hún ber ábyrgð á öllu er varðar rekstur skrifstofu skólans sem og almennu skrifstofuhaldi. Hluti starfs- sviðs er m.a. að tryggja að á skrifstofu séu jafnan til reiðu upplýsingar um hina ýmsu þætti skólastarfsins og innra skipu- lag. Starfið krefst frumkvæðis, mikilla samskipta- og skipu- lagshæfileika ásamt skilvirkra vinnubragða. Helstu verkefni og ábyrgð: • Hefur umsjón með daglegu starfi á skrifstofu skólans • Stýrir upplýsingaflæði innan skólans og til forráðamanna • Sér um skjalavistun skólans • Sér um að skrá forföll og skipuleggja forfallakennslu • Hefur umsjón með fjármálum og bókhaldi skólans í samráði við skólastjóra • Sinnir öðrum þeim störfum sem skólastjóri kann að fela viðkomandi Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi • Fjölbreytt reynsla af skrifstofustörfum • Mjög góð tölvukunnátta skilyrði og bókhaldsþekking kostur • Mjög gott vald á íslensku og ensku, töluðu og rituðu máli • Lausnamiðað viðhorf til flókinna úrlausnarefna • Framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfileikar • Frumkvæði og skipulagshæfileikar • Jákvæðni og ábyrgðarkennd Við bjóðum: • Tækifæri til að taka þátt í öflugu frumkvöðlastarfi • Krefjandi og skemmtilegt starfsumhverfi • Góðan starfsanda Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á heimaslðu skólans: www.internationalschool.is Nánari upplýsingar um starfið veitir Hanna Hilmarsdóttir skólastjóri í síma 896-8726 og á netfangi hanna@internationalschool.is Umsóknir sendist á netfangið hanna@internationalschool.is eigi síðar en 7. júní 2019. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfs- ferilskrá og kynningabréf. Ráðning er frá 12. ágúst 2019. Alþjóðaskólinn á Íslandi leitar að öflugum starfsmanni til að sinna fjölbreyttu og krefjandi skrifstofustarfi Tannréttingar Móttökuritari / gjaldkeri Móttökuritari / gjaldkeri óskast til starfa á Tannlæknastofu Gísla Vilhjálmssonar í fullt starf. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku og ensku, ríka þjónustulund og geta unnið undir álagi. Áhugasamir sendi umsóknir á tölvupóstfangið: gisli@teinar.is. Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu auglýsir eftir tónlistarkennara í eftirfarandi stöður • Píanókennari 30-40% staða • Málmblásturshljóðfæri 50% staða • Forskóli 16% staða • Söngur 30% (afleysingakennslu) • Lúðrasveitarstjórnandi 15-25% staða • Tónfræðakennari allt að 45% staða Sérstök áhersla er lögð á að fá rytmískan kennara. • Gerð er krafa um menntun í tónlist og reynslu af tónlistarstarfi. • Góð hæfni í mannlegum samskiptum. • Sveigjanleiki, stundvísi og áreiðanleiki. Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is Auðvelt er að búa til 100% stöðu fyrir þann einstakling sem treystir sér í kennslu á mörgum sviðum. Laun eru samkvæmt samningum launanefndar Sveitarfélaga við FT/FÍH. Umsókn sendist á netfangið: tonskoli@hornafjordur.is eigi síðar en 17. júní 2019. Nánari upplýsinga hjá Jóhanni Morávek skólastjóra Tónskóla Austur- Skaftafellssýslu í síma 661-2879. Vopnafjarðarskóli auglýsir laus störf kennara næsta skólaár Kennslugreinar eru smíðar, íþróttir, danska og almenn kennsla. Umsóknarfrestur er til 6. júní. Upplýsingar hjá skólastjóra, sími 470- 3251, 861-4256, netfang: adalbjorn@vopnaskoli.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Ferðafélag Íslands og Slysa- varnafélagið Landsbjörg hafa gert með sér samstarfssamn- ing. Ferðafélagið styrkir starf hálendisvaktar Landsbjargar og félögin vinna sameiginlega að öryggismálum ferða- manna, bæði með fræðslu- starfi, meðal annars skiltum sem sett eru upp við fjölfarn- ar gönguleiðir, stikunum leiða og merkingum. ,,Starf hálendisvaktarinnar er mjög mikilvægt fyrir ör- yggi ferðamanna á hálendinu, bæði hvað varðar forvarna- starf og eins er viðbragðstím- inn miklu styttri ef óhöpp verða,“ segir Páll Guðmunds- son, framkvæmdastjóri FÍ. Má þess geta að hálendis- vaktin er gerð út frá nokkrum af þeim stöðum þar sem FÍ er með fjallaskála, svo sem í Landmannalaugum og Nýja- dal við Sprengisandsleið. „Við höfum lengi átt ánægjulegt samstarf við björgunarsveitirnar. Starf þeirra er ómetanlegt og aðdá- unarvert. Um leið er margt líkt með félögunum sem byggjast á sjálfboðaliðastarfi í öllu sínu starfi. Skálaverðir Ferðafélagsins hafa lengi haft það hlutverk að aðstoða ferðamenn í ýmsum að- stæðum en tilkoma hálendis- vaktarinnar fyrir sjö árum hefur stóraukið öryggi ferða- manna á hálendinu. Um þess- ar mundir er verið að opna skála FÍ og í kjölfarið fer há- lendisvaktin af stað,“ er enn- fremur haft eftir Páli í til- kynningu. sbs@mbl.is Samstarf um öryggi Samstarf Páll Eysteinn Guðmundsson frá Ferðafélagi Íslands til vinstri og Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélags Íslands. Ferðafélagsfólk í aftari röð.  FÍ og Slysavarnafélagið Landsbjörg  Forvarnastarf Áburður Atmonia er fram- leiddur í vatnslausn og því er einfalt að skammta áburð með vatnsúðakerfi, sem tryggir betri upptöku nær- ingarefna og minni losun efna í nánasta umhverfi. Rannsóknarhópur Egils Skúlasonar sem stendur að baki Atmonia hlaut nýlega öndvegisstyrk frá Rann- sóknarsjóði Íslands og er stefnt á fyrstu prófanir í sumar. Atmonia aflar nú fjármagns til að ljúka við smíði á frumgerð að áburð- arframleiðslutæki sínu. Gildi á heimsvísu „Verðlaun Sameinuðu þjóðanna eru mikill heiður fyrir Atmonia og eru stað- festing á mikilvægi vörunnar og gildi nýjungarinnar á heimsvísu. Verðlaunin munu einnig koma þessu litla sprotafyrirtæki frá Íslandi í sviðsljósið á alþjóðlega vísu. Verðlaununum fylgir að- gangur að sérfræðingum á sviði landbúnaðartækni á heimsvísu sem og aðgangur að 70 hektara tilraunagarði á vegum Future Food Insti- tute á Ítalíu, segir í tilkynn- ingu. sbs@mbl.is Atmoniafólk Frá vinstri talið: Egill Skúlason, Arnar Svein- björnsson, Helga Dögg Flosadóttir, Magnús Már Guðnason og Guðbjörg Rist Jónsdóttir. Öll vísindafólk í fremstu röð. Íslenska sprotafyrirtækið Atmonia hefur hlotið al- þjóðleg verðlaun frá Sam- einuðu þjóðunum (UNIDO – United Nations Industrial Development Organization) í flokki fyrirtækja með konur í fararbroddi. Alls 440 verk- efni frá 100 þjóðlöndum voru tilnefnd og fá sjö þeirra viðurkenningu af ýmsu tagi. Atmonia er ís- lenskt sprotafyrirtæki sem byggir vinnu sína á niður- stöðum úr rannsóknum í rafefnafræði við Háskóla Ís- lands og við Nýsköpunar- miðstöð Íslands. Umhverfisvæn framleiðsla Nýsköpun fyrirtækisins er lítið tæki á stærð við þvotta- vél sem tekur inn loft, vatn og rafmagn og framleiðir nituráburð fyrir hvern bónda fyrir sig. Þannig get- ur hver bær haft sína eigin, umhverfisvænu áburðar- framleiðslu, sem kemur í stað flutninga frá stórum verksmiðjum. Með tækni At- monia er auk þess aflögð aldagömul aðferð við áburð- arframleiðslu sem skilur eft- ir sig mikil umhverfisáhrif. Atmonia með áburð  Íslenskur sproti  Verðlaun frá SÞ  Afla fjár til framleiðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.