Morgunblaðið - 30.05.2019, Síða 56

Morgunblaðið - 30.05.2019, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Marta María mm@mbl.is „Okkur fannst spennandi að taka að okkur að stílisera sýningaríbúð- ina í Lerkidal. Þessi raðhús eru einstaklega falleg með björtum og opnum rýmum. Það var okkur augljóst frá upphafi að húsin eru afskaplega vönduð, bæði hvað efn- isval og frágang varðar. Við þurft- um því að vanda valið á hús- gögnum og húsmunum með fjölbreyttan hóp kaupenda í huga,“ segir hún. Húsin koma í tveimur stærðum og eru ýmist þriggja eða fjögurra herbergja. Minna húsið er á 39,9 milljónir en stærra á 44,9 millj- ónir. „Þrátt fyrir að hafa unnið í um áratug sem arkitektar var þetta verkefni eitt af þeim fyrstu þar sem við tókum að okkur að stíl- isera hús sérstaklega fyrir sölu. Við sóttumst sérstaklega eftir því að vinna með verslunum og hönn- uðum sem eru að okkar mati framúrskarandi á sínu sviði. Með því að velja fjölbreyttar vörur næst yfirbragð sem virkar per- sónulegt og líflegt. Við áttum mjög gott samstarf við NORR11 en vöruúrvalið þar rammar vel inn skandinavískan stíl sem við vorum að sækjast eftir. Ljósin í stofunni og borðstofunni eru þaðan, ásamt sófaborðum, og Mammoth- hægindastólnum sem er algjört stofustáss og einstaklega þægileg- ur,“ segir hún. Ástríður Birna segir að textíll, flauelspúðar og vönduð gólfteppi skapi hlýleika í rýminu. „Við völdum gólfteppin frá Kara Rugs, púða og teppi frá Ihanna home og flauelspúða frá DIMM- verslun. Rúmteppið og púðar í svefnherberginu auk ýmissa skrautmuna eru frá Lífi og list þar sem er endalaust úrval af fal- legum vörum. MUN stúdíó í Reykjavík er ein af uppáhalds- búðunum okkar en sú búð er rekin af sjálfum hönnuðunum. Það var frábært að vinna með þeim þar sem þær eru með svo skemmtilegt úrval af vandaðri íslenskri hönn- un, bæði húsgögn, muni og textíl. Til þess að ná fram upplifun í sýningaríbúð sem höfðar til sem flestra er mikilvægt að blanda saman vandaðri hönnun og hag- stæðum en smekklegum lausnum. Það er því gott að geta leitað í IKEA sem er nánast endalaus uppspretta. Borðstofuborðið og sófarnir eru úr Habitat / Tekk en þar er gott úrval af fallegum hús- gögnum sem eru bæði smekkleg og vönduð. Borðstofustólar og hill- urnar í barnaherberginu eru frá Ilva.“ Ástríður Birna segir að til að toppa rýmið hafi plöntum og myndlist verið komið fyrir í rað- húsinu. „Við fengum góða ráðgjöf um plöntur frá 4árstíðum og völdum nokkrar fallegar plöntur fyrir plöntustandana frá Stúdíó A Reykjavík. Steypta klukkan er úr smiðju Hildiberg sem er arkitekt frá Reykjanesbæ. Einnig áttum við fallegar myndir frá Reginu Rourke og Korkimon sem setja punktinn yfir i-ð.“ Draumahús fyrir litla peninga Dreymir þig um að eignast sérbýli með fallegum garði þar sem þú gætir vaknað við fuglasöng á morgnana? Ef svo er þá voru að koma í sölu splunkuný raðhús sem var verið að byggja. Þau eru í Lerkidal og eru ákaflega falleg. Ástríður Birna Árnadóttir sá um stíl- iseringu og innanhússráðgjöf en hún starfar hjá KOT og ÓRAR arkitektúr. Huggulegt Fallegar innrétt- ingar prýða húsið en hér sést hvernig viður og sprautulakk- aðar innréttingar mætast.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.