Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is PappelinaMono gólfmotta 27 litir og 8 stærðir Verð frá 14.500 kr. Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is GOTT var opnað árið 2013 í Vest- mannaeyjum og var draumaverkefni þeirra hjóna sem voru að flytja aftur á æskuslóðirnar. „Þetta er búið að vera stórkostlegra ævintýri en við þorðum að vona. Hér er baklandið okkar, börnin okkar fá að upplifa stórkostlegt frelsi og við fáum að gera það sem við elskum.“ Veitingastaðurinn vakti strax mikla athygli og varð fljótt afar vin- sæll enda maturinn bæði bragðgóð- ur, gæðin og hráefnin í fyrirrúmi auk þess sem verðinu var stillt í hóf. Í fyrra var svo opnað GOTT Reykjavík í Hafnarstrætinu. Umhverfið í fyrirrúmi Berglind segir umhverfisvernd- armarkmiðin skýr. „Við reynum að hafa eins lítið plast og við mögulega getum. Seljum ekki drykki í plast- flöskum og bjóðum hvorki upp á plaströr né plastpoka. Flest matar- ílát í eldhúsinu eru endurnýtt box. Sósuflöskurnar eru allar endur- nýttar flöskur og allar take-away-- umbúðir eru umhverfisvænar. Við Umhverfisvæn í Eyjum „Við höfum frá upphafi lagt áherslu á ábyrga stefnu gagnvart umhverfinu,“ segir Berglind Sigmarsdóttir, sem á og rekur veitingastaðinn GOTT ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Gíslasyni matreiðslumanni. Þau hjónin leggja mikið upp úr endur- nýtingu og er nánast allt leirtau staðarins notað auk þess sem þjónasvunturnar eru saumaðar úr gömlum gallabuxum. Endurnýting Þessi gamla hurð hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga sem borð. Borðið hefur vakið mikla athygli gesta og þykir afar fallegt. Nýveitt og notalegt Þessi þorskur var veiddur fyrr um morguninn af kokkunum sem ákváðu að bregða sér út á sjó þar sem það vantaði meiri fisk. Bollar með sögu Þær eru ábyggilega margar sögurnar sem þessir bollar hafa fengið að heyra. flokkum jafnframt ruslið okkar og erum með skýr markmið gegn mat- arsóun,“ segir Berglind. Athygli vek- ur jafnframt að innviðir staðarins eru úr öllum áttum. „Tvö af stóru borðunum okkar eru endurnýttar hurðir með glerplötu ofan á,“ segir Berglind en allur borðbúnaður er einnig endurnýttur. Borðbúnaðinn kaupir hún hjá Kristbjörgu Trausta- dóttur á Akranesi sem selur notaða muni en Berglind hefur verslað mik- ið hjá henni í gegnum tíðina. „Öll ljósin inni á GOTT eru til að mynda frá henni og má segja að hún hafi verið mín kona í þessum málum enda búðin hennar æðisleg. Það er einnig frábær búð hér í Eyjum sem ég nota mikið.“ Svuntur staðarins verða allar saumaðar úr endurunnum gallabux- um. Frumgerðin er komin í hús og kemur mjög vel út. Þjónarnir eru spenntir fyrir þessu og finnst svunt- urnar bæði óvenjulegar og fallegar. „Þetta er svo rökrétt þróun. Við sem rekstraraðilar verðum að axla ábyrgð á umhverfinu og leggja okkar af mörkum til þess að gefa gömlum hlutum nýtt líf og draga þannig úr neyslunni,“ segir Berglind að lokum. Smart Nýju svunturnar eru saumaðar úr endur- nýttum gallabuxum og koma vel út. Veðurblíða Veðrið hefur leikið við Eyja- menn að undanförnu. Gamlir en góðir Þessir fallegu espressobollar hafa allir átt fjörugt fyrra líf á öðrum vígstöðvum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.