Morgunblaðið - 30.05.2019, Page 60

Morgunblaðið - 30.05.2019, Page 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 50 ára Þóra er Akur- eyringur en býr í Kópa- vogi. Hún er fatahönn- uður og viðskipta- fræðingur, er með meistaragráðu í fjár- málum og er löggiltur fasteignasali. Hún er framkvæmdastjóri Borgar fasteignasölu. Maki: Ingimundur Árnason, f. 1970, verkfræðingur og framkvæmdastjóri framleiðslusviðs hjá ORF líftækni. Börn: Birgir Viðar Magnússon, f. 1991, Inga Rós Ingimundardóttir, f. 2003, og Árni Þór Ingimundarson, f. 2004. Foreldrar: Birgir Valur Ágústsson, f. 1939, verkfr. og einn stofnenda Bílaleigu Akureyrar, og Ingunn Þóra Baldvins, f. 1942. Þau eru búsett á Akureyri. Þóra Birgisdóttir út einskonar sýnisbók á CD-diskum undir samheitinu Íslenska ein- söngslagið. Jónas hefur ásamt Trausta Jóns- syni veðurfræðingi safnað saman og skráð um 3.000 íslensk einsönglög og tekið þátt í flutningi mikils hluta þeirra. Hann hefur haldið fjölda tónleika þar sem eingöngu íslensk lög hafa verið á efnisskrá ný og gömul með landsins bestu söngv- urum bæði hér heima og erlendis. Jónas og Trausti hafa gefið Tónlist- arsafni Íslands söngvasafn sitt og skrásetningar þess. Jónas var lengi í stjórn FÍT – fé- lags íslenskra tónlistarmanna – og formaður þess um skeið, hann er nú heiðursfélagi FÍT. Hann var í fjög- ur ár formaður verkefnavals- nefndar Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Jónas hafði umsjón með útgáfu vasasöngbókar UMFÍ 1974. Safnaði saman, útsetti og gaf út safn laga fyrir píanó „Með léttum leik“ 1977 og kom það út í endurbættri útgáfu 1988 og 3. útgáfu 1989. Út hafa komið tvær bækur um ævi og störf Jónasar, sú fyrri 2004 „Á vængjum söngsins“ skráð af Gylfa Gröndal og 2018 kom út bók- in „Þankar við slaghörpuna“ skrifuð af Jónasi. lauk stjórnaði hann Karlakór Sel- foss 1970-74 og var fyrsti stjórnandi Samkórs Selfoss. Hann stjórnaði Karlakórnum Fóstbræðrum 1974- 79 og stóð fyrir „Söngdögum“ í Skálholti 1979-91 og kenndi á sum- arnámskeiðum þar á vegum Söng- málastjóra þjóðkirkjunnar um ára- bil. Auk þessa leiðbeindi hann fjölda áhugakóra og sönghópa víðs- vegar allan sinn starfsferil. Jónas hélt mikinn fjölda tónleika ýmist einn eða með öðrum og þá einkum söngvurum. Auk þess hefur hann komið fram á fjölmörgum samkomum af öllu tagi. Hann stóð fyrir öflugu tónlistarkynning- arstarfi í tengslum við tónleikahald sitt frá upphafi og skipulagði að eigin frumkvæði skólatónleika með fjölda tónlistarmanna fyrir Kópa- vog, Akranes og Selfoss og raunar víðar. Þetta leiddi til þess starfs sem fékk heitið „Tónlist fyrir alla“. Hann hefur leikið margoft í útvarp og sjónvarp hérlendis og erlendis og stjórnað tónlistarþáttum bæði í útvarpi og sjónvarpi. Jónas hefur margsinnis leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, verk eftir Bach, Mozart, Beethoven, Brahms, Liszt, Grieg, Saint-Saëns, hann hefur leikið með Kammersveit Reykjavíkur, Kamm- ersveit Akureyrar, Blásarakvintett Reykjavíkur og starfað með fjölda hljóðfæraleikara auk starfans með söngvurum og sem söngstjóri eins og áður er getið. Jónas hefur komið fram sem píanóleikari ýmist einn eða með öðrum um allt land og á öllum löndum á Norðurlöndum (einnig Færeyjum og Grænlandi,) Bandaríkjunum, Kanada, Þýska- landi, Englandi, Rússlandi, Litháen, Frakklandi, Sviss, Spáni. Hann hef- ur leikið á Listahátíðum í Þýska- landi, Englandi, Noregi og Finn- landi auk þess á listahátíðum í Reykjavík og á Akureyri. Jónas var skipuleggjandi og píanóleikari á „Ljóðatónleikum Gerðubergs“ Menningarmiðstöð Reykjavíkur í allmörg ár frá 1988. Gefnir voru út nokkrir CD-diskar með sýnishornum af þessum tón- leikum. Þar að auki gaf Gerðuberg J ónas Ingimundarson er fæddur 30. maí árið 1944 á Bergþórshvoli í Vestur- Landeyjum í Rangár- vallasýslu. Æskuslóðir voru á Selfossi og í Þorlákshöfn. Sumardvöl í sveit var fyrst á Laug- um í Hraungerðishreppi og síðar á Búlandi í Austur-Landeyjum. Grunn- og framhaldskólar voru á Selfossi, Þorlákshöfn og Hveragerði og síðar í Kvöldskóla KFUM. Jónas hóf tónlistarnám sitt eftir fermingu sumarið 1958. Árin 1959- 67 stundaði hann alhliða tónlistar- nám við Tónlistarskólann í Reykja- vík með píanóleik sem aðalgrein og auk þess nám í Tónmenntakennara- deild Tónlistarskólans 1963-65. Á námsárum stjórnaði hann kór vagnstjóra SVR. Einnig stjórnaði hann og lék undir söng Keflavíkur- kvartettsins. Hann aðstoðaði við æfingar hjá Karlakór Reykjavíkur og var fyrsti söngstjóri Árnes- ingakórsins í Reykjavík. Hann kenndi píanóleik í hlutastarfi í Tón- skóla Sigursveins. Störf með söngv- urum hófust þegar á námsárum og lék Jónas á sínum fyrstu opinberu tónleikum árið 1967. Framhaldsnám stundaði Jónas við Tónlistarháskólann í Vínarborg (Academie für Music und darstell- ende Kunst) 1967-70 með píanóleik „Konsertfach“ sem aðalnámsgrein. Jónas hefur auk þessa sótt mikinn fjölda námskeiða og fyrirlestra af afar fjölbreytilegu tagi. Að námi loknu starfaði Jónas sem píanókennari og síðar skóla- stjóri við Tónlistarskóla Árnessýslu á Selfossi 1970-74. Píanókennari við Tónmenntaskóla Reykjavíkur 1974- 78 og við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1974 og sem deild- arstjóri píanódeildar þess skóla 1992-94. Frá 1994-2014 starfaði Jónas sem tónlistarráðunautur Kópavogs, var listrænn ráðgjafi og skipuleggjandi tónleika þar og hafði afskipti af undirbúningi að bygg- ingu Salarins í Tónlistarhúsi Kópa- vogs, sem vígður var í janúar 1999. Jónas var athafnasamur kórstjóri á árum áður og byrjaði snemma eins og áður er getið. Eftir að námi Jónas hefur leikið inn á mikinn fjölda hljómplatna og CD-diska. Hann hefur hlotið listamannalaun og notið starfslauna listamanna. Hann hlaut heiðurslaun Brunabóta- félags Íslands 1991. Hann var til- nefndur til tónlistarverðlauna DV 1990, 1991 og 1992 fyrir störf sín sem píanóleikari. Í tilefni af því að menningarverðlaun DV voru veitt í tuttugasta sinn árið 1998, fékk Jón- as sérstök heiðursverðlaun frá DV. Hann var sæmdur heiðurs- verðlaunum Íslensku tónlistarverð- launanna árið 2001. Jónas var til- nefndur heiðurslistamaður Þorlákshafnar og hlaut heiðursvið- urkenningu frá Selfossi fyrir tón- listarstörf. Jónas er heiðursfélagi Rótarýhreyfingarinnar á Íslandi og heiðursborgari Kópavogs. Jónas Ingimundarson píanóleikari – 75 ára Með barnabörnunum Jónas, Elva Lind, Ugla Huld, Sólrún Tara, Hlynur Orri, Trausti Steinn, Kristófer Örn, Perla Karen og Ágústa árið 2016. Verðugur allra viðurkenninganna Börnin Haukur Ingi, Lára Kristín og Gunnar Leifur. Ljósmyndir/Gunnar Leifur 40 ára Inga Hlín er Reykvíkingur, en dvaldi mikið á sumrin hjá ömmu sinni og afa á Borg í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi Hún er með meistaragráðu í alþjóðamarkaðssetningu frá Strath- clyde-háskóla í Glasgow. Hún er for- stöðumaður sviðs áfangastaðarins hjá Íslandsstofu og hefur stýrt Inspired by Iceland frá upphafi. Systir: Lóa Dögg Pálsdóttir, f. 1972, for- stöðumaður hjá Íslandspósti. Foreldrar: Páll Pálsson, f. 1950, vinnur hjá Rafmiðlun, og Hafdís Hallsdóttir, f. 1951, fyrrverandi skrifstofustjóri á Árbæj- arsafni. Þau eru búsett í Reykjavík. Inga Hlín Pálsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú býrð yfir miklum fróðleik sem þú getur miðlað til annarra ef þú ert tilbú- in/n til að gefa af sjálfri/sjálfum þér. Ekki gefast upp núna, allt er að smella hjá þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Gakktu glaður/glöð til verka, því þú átt í vændum skemmtileg verkefni, sem gera kröfur til allra þinna hæfileika. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er alltaf gaman að rekast á gamla vini og rifja upp liðna tíð. Þú vilt ekki láta ráðskast með þig, aðrir ekki held- ur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú verður hugsanlega fyrir von- brigðum með skiptingu á tilteknum hlunn- indum eða verkefni. Þér leiðist að hjakka í sama farinu, vertu því dugleg/ur að breyta til. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Ef þú hefur ekki hemil á skapi þínu svona almennt nennir enginn að vera ná- lægt þér. Ástvinur fer undan í flæmingi ef hann er spurður um álit. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ekki eyða tímanum í að reyna að sannfæra einhvern um að hann/hún hafi rangt fyrir sér. Þú kannt þá list að vera hvetjandi og ná fram því besta í öðrum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gættu þess að gleyma þér ekki í vangaveltum og dagdraumum. Góður mál- staður fær alla þína krafta þessa vikuna. Hafðu lífið einfalt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér finnst engu líkara en þér sé haldið í heljargreipum og þú eigir ekki undankomu auðið. Það áttu samt, þú þarft bara að kunna réttu svörin. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu góður hlustandi. Geymdu stórinnkaup þar til á morgun. Einhver siglir undir fölskum fána. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það eru litlu hlutirnir sem gefa lífinu gildi. Sjálfboðaliðastörf hafa alltaf heillað þig, hver veit nema þú stökkvir með haustinu á tækifæri þeim tengd. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þótt einhverjir kasti að þér hnútum í dag skaltu láta sem ekkert sé. Taktu forskot á sæluna og farðu í stutt frí. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vegna vaxandi vinsælda þinna þarftu að eyða meiri peningum á næst- unni. Gefðu þér tíma til að sýna þig og sjá aðra. Byggið upp líkama og húð fyrir fríið KAUP AUKA TILBO Ð ÉG FER Í FRÍIÐ Astaxanthin – íslenskt og öflugt: Byggir upp og vernda húðina gegn sterkum sólargeislum. Epla Cider – lífsins elexír: Eflir meltingu, styður við lifrarstarsemi, jafnar blóðsykur og ýtir undir niðurbrot á fitu. Hver vill ekki geta sólað sig og notið matar og drykkjar í fríinu? Fæst í flestum apótekum og heilsuhillum stórmarkaðanna Til hamingju með daginn Reykjavík Astrid Líf Leonar de la Cruz fæddist 2. apríl 2019 kl. 23.28. Hún vó 3.310 g og var 47 cm löng. For- eldrar hennar eru Alexis Mae Leonar og Clifford Jay de la Cruz. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.