Morgunblaðið - 30.05.2019, Síða 61
Jónas fékk viðurkenninguna
„Steinway artist“ frá Steinway &
Sons í Hamburg 2006. Jónas Ingi-
mundarson var sæmdur riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu af
forseta Íslands 1. janúar 1994 fyrir
tónlistarstörf. Hann var sæmdur
Dannebrogsorðunni dönsku 1996.
„Ég hef fengið margvísleg verð-
laun og viðurkenningar úr öllum
áttum en ég læt þetta nægja. Ég
vona að ég sé verðugur viðurkenn-
inganna – veit það ekki. Ég ræð því
ekki hvernig þeir hugsa til mín sem
veita verðlaun og viðurkenningar
en ég hef tekið við þessu öllu al-
gáður og er þakklátur fyrir.“
Fjölskylda
Eiginkona Jónasar er Ágústa
Hauksdóttir, f. 29.6. 1945, tónlistar-
kennari. Foreldrar hennar voru
hjónin Haukur Eggertsson, f. 8.11.
1913, d. 24.4. 2006, forstjóri í
Reykjavík, og Lára Böðvarsdóttir,
f. 25.8. 1913, d. 12.7. 2010, húsfreyja
í Reykjavík.
Börn Jónasar og Ágústu eru 1)
Haukur Ingi Jónasson, f. 9.8. 1966,
guðfræðingur, sálgreinir og lektor
við Háskólann í Reykjavík, bús. í
Kópavogi. Barn Hauks Inga og
Pálínu Jónsdóttur leikkonu, f. 16.5.
1968 er Ugla Huld, f. 31.7. 1989; 2)
Gunnar Leifur Jónasson, f. 16.5.
1971, ljósmyndari, bús. í Kópavogi.
Maki: Guðrún Blöndal, f. 1.6. 1970,
talmeinafræðingur. Börn þeirra eru
Kristófer Örn, f. 27.9. 1998, Hlynur
Orri, f. 12.12. 2002, Perla Karen, f.
12.12. 2002, Trausti Steinn, f. 12.12.
2002, 3) Lára Kristín Jónasdóttir, f.
23.6. 1981, grasalæknir, bús. á Ír-
landi. Maki: Tim Morrissey tækni-
stjóri. Börn þeirra eru Sólrún Tara,
f. 13.10. 2012, og Elva Lind, f. 23.12.
2015.
Hálfsystkini Jónasar samfeðra
eru Elísabet Anna Ingimundar-
dóttir, f. 31.8. 1959, starfsmaður hjá
Íslandspósti, bús. í Reykjavík; Ró-
bert Karl Ingimundarson, f. 21.8.
1963, rekstrarstjóri, bús. í Þorláks-
höfn; Albert Ingi Ingimundarson, f.
18.1. 1969, matreiðslumaður, bús. í
Kópavogi. Móðir þeirra var Mar-
grét Róbertsdóttir, kona Ingimund-
ar, f. 23.1. 1932, d. 17.10. 1993.
Foreldrar Jónasar voru Ingi-
mundur Guðjónsson, f. 28.12. 1916,
d. 4.12. 1982, verkstjóri og organisti
í Þorlákshöfn, og Guðrún Kristjáns-
dóttir, f. 5.10. 1915, d. 10.2. 1999,
saumakona í Reykjavík.
Úr frændgarði Jónasar Ingimundarsonar
Jónas
Ingimundarson
Bóel Sigurðardóttir
húsfreyja á Þorleifsstöðum
Böðvar Jónsson
bóndi á Þorleifsstöðum
á Rangárvöllum
Kristján Böðvarsson
bóndi á Voðmúlastöðum
Guðrún Kristjánsdóttir
saumakona í Reykjavík
Guðrún Sigurðardóttir
húsfreyja í Stóru-Hildisey
Guðmundur Þórðarson
bóndi í Stóru-Hildisey í
Austur-Landeyjum
Guðjón Guðmundsson
bóndi í Voðmúlastaða- Austur-Hjáleigu
Jóna Guðmundsdóttir
húsfreyja í Voðmúlastaða-Austur-
hjáleigu, nú Búland, í Austur-Landeyjum
Ingibjörg Helgadóttir
húsfreyja á Fífustöðum
Guðmundur Þorsteinsson
bóndi á Fífustöðum í Ketildölum, V-Barð.
Ingimundur Guðjónsson
verkstjóri í Þorlákshöfn
Sigríður Guðmundsdóttir
húsfreyja á Voðmúlastöðum
í Austur-Landeyjum
DÆGRADVÖL 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
Eikjuvogur 29 - 104 Rvk.
s: 781-5100
Opið: Mán-fim: 12-18
fös: 12-16
SUMAR
2019
„LÆKNIRINN SAGÐI AÐ ÞÚ VÆRIR
HEPPINN AÐ TÓRA. ÉG TÓK ÞVÍ SEM
HRÓSI.”
„HÁLSKIRTLATAKA ER Á TILBOÐI ÞESSA
VIKUNA.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... dýrmætt smáfólk.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG ER ALVÖRU-
GEFINN MAÐUR, LÍSA
TRÚÐANEFIÐ
ÞITT DATT AF
EINS OG ÉG
SAGÐI …
TÖLUM UM
EITTHVAÐ ANNAÐ,
ÓKEI?
GRIMMÚLFUR GRIMMI, VIÐ VITUM AÐ ÞÚ ERT
GRIMMUR! EN ÞÚ ÞARFT ÞESS EKKI. ÞÚ GETUR
HÆTT OG VERIÐ GÓÐUR! HVAÐA AÐRA GALLA
HEFURÐU Í RAUN?
ÉG ER EKKI GÓÐUR ÁHEYRANDI!
Ljóðmæli séra Matthíasar Joch-umssonar er sú ljóðabók sem
ég blaða oftast í. Þar er margt
skemmtilegt og blátt áfram og ber
það með sér, að skáldið hefur ekki
alltaf tekið sig of hátíðlega. Þannig
er um „Skriftamál“:
Þekkti ég marga fríða frú,
fjörs því dofnar eldur;
engin var mér alveg trú –
ekki ég þeim heldur.
Heimtaðu ekki drósar dygð
dygðarlaus og hálfur;
enginn skyldi treysta tryggð,
tryggðarofi sjálfur.
Hugsaði ei um heilagleik
hér á breyskri jörðu;
Guð hefur skapað vífin veik,
en veikari menn þau gjörðu.
Heimtaðu fyrri fullan rétt,
frelsi og ábyrgð kæru,
en að svanni í sinni stétt
sé þér meiri að æru.
Aldrei kviknar æru-blóð
undir þrælsins helsi;
viljirðu koma upp kosta þjóð
kenndu snótum frelsi.
Kjósir þú í kvenna hóp
að kallast þræll og herra
kalla þær þig gauð og glóp
og gjöra kannski verra.
Eitt vorið orti séra Matthías og kallaði
„Kveddu, þröstur“:
Kveddu, þröstur, kæri minn,
kenn mér bögur yrkja;
hálfu betri er hljómur þinn
heldur en mögur kirkja.
Gefðu mér þín ljúflingsljóð,
litli hörpuslagi!
Lagið völdu við þinn óð
Vanadís og Bragi. –
Maður kvað:
Annað líf er eins og snær
eða veika skarið;
mér í dag það máske hlær,
á morgun er það farið.
Séra Matthías svaraði:
Lögmál Guðs um lönd og sjá
leyf þér ei að pretta,
þótt þú treystir aldrei á
æðra líf en þetta.
Ármann Þorgrímsson vísar til
vísindamanna og hvað þeir segja:
Öll við stefnum eina leið
öfugþróun virðist hröð
gatan okkar bein og breið
bráðum komin endastöð.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísur eftir séra Matthías
og fleira gott