Morgunblaðið - 30.05.2019, Qupperneq 63
ÍÞRÓTTIR 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
Þótt augu margra áhuga-
manna um íþróttir muni á laug-
ardaginn beinast að úrslita-
leiknum í Meistaradeild karla í
knattspyrnu er ég satt að segja
spenntari fyrir öðrum alþjóð-
legum íþróttaviðburði. Fram-
undan er úrslitahelgi Meist-
aradeildar Evrópu í handknatt-
leik karla í Lanxess--
íþróttahöllinni í Köln. Til Kölnar
stefni ég í rauðabítið í dag. Þar
ætla ég að njóta þess besta í evr-
ópskum handknattleik á laugar-
dag og á sunnudag.
Þetta verður sjötta árið í röð
sem ég fylgist í návígi með hand-
boltahátíðinni í Köln. Vænti ég
þess að verða ekki svikinn af
skemmtuninni fremur en áður.
Ekki mun spilla fyrir að Íslend-
ingur verður í eldlínunni á leik-
vellinum. Aron Pálmarsson tekur
nú þátt í úrslitahelgi Meistara-
deildarinnar í áttunda sinn. Að
þessu sinni með Spánarmeist-
urum Barcelona.
Aron var í sigurliði Meistara-
deildarinnar 2010 og 2012 með
Kiel. Síðan hefur hann komist
nærri sigrinum en herslumuninn
vantað uppá, bæði með Kiel og
síðar með Veszprém. Raunar
voru Aron og félagar klaufar að
tapa úrslitaleiknum fyrir þremur
árum á móti Kielce eftir að hafa
náð níu marka forskoti stundar-
fjórðungi fyrir leikslok.
Barcelona vann Meistara-
deild Evrópu í handknattleik síð-
ast fyrir fjórum árum. Þá var
Guðjón Valur Sigurðsson í áhöfn
liðsins. Vonandi endurtekur
Barcelona leikinn á sunnudaginn
með Aron innanborðs.
Hafi ég bærilegan tíma á laug-
ardagskvöld er aldrei að vita
nema ég liggi á meltunni eftir
handboltann og gjói augum í átt
að sjónvarpinu meðan ensku lið-
in eigast við á iðgjagrænum leik-
vellinum í Madríd.
BAKVÖRÐUR
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
NBA
Gunnar Valgeirsson
Í Los Angeles
Meistarar Golden State Warriors
stefna nú á þriðja meistaratitil sinn í
röð og þann fjórða á fimm árum í
viðureigninni gegn Tortonto Rap-
tors í lokaúrslitarimmu NBA-
deildarinnar sem hefst í nótt í Kan-
ada. Árangur Warriors er sögulegur
fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta
sinn síðan Boston Celtics komst tíu
sinnum í röð í úrslitin frá 1957 til
1966 að lið nær að komast í loka-
úrslitin fimm ár í röð – nú loksins
eitthvert annað lið en Cleveland.
Þegar Boston náði sínum árangri
voru bara níu lið í deildinni, ekkert
launaþak, og leikmenn gátu aldrei
skipt um lið nema með samþykki
liðs síns. Það voru öðruvísi tímar.
Árangurinn Warriors á þessum
tímum er sérstaklega athygl-
isverður þar sem mun erfiðara er
fyrir lið að vinna titilinn ár eftir ár
vegna launaþaks deildarinnar og
frelsis leikmanna að skipta um lið –
sem er mun algengari nú en fyrr í
sögu deildarinnar. Leikmenn meist-
aranna leika þar að auki fleiri leiki
en önnur lið og þegar það gerist ár
eftir ár tekur það mikla orku leik-
manna að halda það út mörg ár í
röð.
Scottie Pippen, fyrrverandi leik-
maður Chicago Bulls, sagði á
ESPN-sjónvarpsstöðinni í síðustu
viku að þegar hann lék með Michael
Jordan, ákvað sá kappi að taka sér
frí frá körfuboltanum í tvö ár eftir
að liðið vann þrjá meistaratitla í röð
1991-1993. „Michael var alveg búinn
eftir þá titla. Hann átti ekkert eftir
til að gefa og það átti við um okkur
flesta. Þennan árangur Warriors nú
verður erfitt að endurtaka í náinni
framtíð eins löng og strembin deild-
arkeppnin og úrslitakeppnin er orð-
in í dag.
Styrkur þrátt fyrir mótlæti
Það er ekki eins og að allt hafi
fallið með Golden State í þessari úr-
slitakeppni. Bæði miðherjinn DeM-
arcus Cousins og Kevin Durant
meiddust fyrr í keppninni og óvíst
er hversu mikið – ef eitthvað – þess-
ir kappar eiga eftir að leggja liðinu
til í þessari rimmu. Þá meiddist
framherjinn Andre Iguodala gegn
Portland TrailBlazers og lék nánast
ekkert í tveimur síðustu leikjunum.
Þrátt fyrir fjarveru þessara þriggja
lykilleikmanna rúllaði Warriors yfir
Portland. Liðið er eins og vel smurð
vél.
Það virðist litlu skipta fyrir leik-
mannahópinn hver meiðist – það
virðist ávallt maður koma í manns
stað. Í þessum pistlum fyrir síðustu
umferð var bent á að ekkert af
þessu væri mögulegt án framtaks
þjálfarans Steve Kerr. Hann hefur
þróað ákveðna menningu hjá liðinu
síðan hann tók við Warriors fyrir
fimm árum og hún sýnir sig í leik
liðsins ár eftir ár.
Ég hef verið að fylgjast með
NBA-boltanum síðan seint á sjö-
unda áratugnum í Kanasjónvarpinu
gamla í Keflavíkinni og man ég ekki
eftir að hafa séð eins skemmtilega
leikandi NBA-lið og Warriors síð-
ustu hálfa öld – og er ég ekki sá eini
um þá skoðun.
Kanadalið loksins í úrslitunum
Það má segja að mótherjar Gol-
den State nú hafi komið á óvart því
fæstir sérfræðingar áttu von á því
að Toronto Raptors myndi vinna
Milwaukee Bucks í úrslitarimmu
Austurdeildarinnar.
Í þeim úrslitum kom hinsvegar í
ljós að miðherjann Giannis Ante-
tokounmpo skortir nægilega
reynslu til að taka yfir leiki svo seint
í úrslitakeppninni. Það var hins-
vegar ekkert mál fyrir Kawhi Leon-
ard hjá Toronto sem hreinlega kom
liði sínu með viljanum í lokaúrslitin í
síðustu leikjunum gegn Milwaukee.
Sigur Toronto var mikill sigur
fyrir forseta liðsins, Nígeríumann-
inn Masai Ujiri, en það var hann
sem tók þá ákvörðun síðasta sumar
að senda stjörnuleikmanninn DeM-
ar DeRozan til San Antonio Spurs í
skiptum fyrir Leonard, sem átti að-
eins eitt ár eftir á samningi sínum
við Spurs og neitaði að leika lengur
fyrir Texasliðið. Ujiri rak einnig
þjálfara liðsins, en hann hafði verið
kosinn þjálfari ársins í deildinni vik-
una áður!
Það voru ekki margir svokallaðir
sérfræðingar (þar á meðal undirrit-
aður) sem héldu að þessi skipti
myndu virka vel fyrir liðið, þótt
Leonard hefði verið kosinn leik-
maður lokaúrslitanna 2014, þegar
Spurs vann sinn síðasta meistara-
titil. Hann hefur þó sýnt í undan-
förnum leikjum hversu mikilvægt er
fyrir lið að hafa einhvern inni á vell-
inum á lokamínútum leikja seint í
úrslitakeppninni. Hann hreinlega
tók yfir rimmuna gegn Milwaukee
eftir töpin í fyrstu tveimur leikj-
unum og þaggaði alfarið niður í
Antetokounmpo í vörninni.
Þetta hafði Ujiri hinsvegar í hug-
anum þegar hann gerði þessar stór-
breytingar síðasta sumar og hann á
skilið lof fyrir að taka áhættuna.
Hann hefur breytt árangri Raptors
frá því að vera lið sem tapar leikjum
í úrslitakeppninni sem það átti að
vinna, í lið sem nær sigri í leikjum
sem það átti ekki að vinna.
Curry að venju lykillinn
Langflestir veðja hér á Golden
State. Það er ekki annað hægt eftir
að hafa séð til leiks liðsins und-
anfarið. Þetta verður hinsvegar ekki
eins auðvelt og gegn Portland og
Houston.
Leonard er frábær varnarmaður
og hefur gert vel í að þagga niður í
Kevin Durant í leikjum hans fyrir
bæði Oklahoma City og Golden
State. Durant gæti hinsvegar ekki
leikið mikið í þessari rimmu þar sem
hann er enn að jafna sig á liðamóta-
meiðslum í kálfa. Það munu því
verða Klay Thompson og Stephen
Curry sem þurfa að sjá um stiga-
skorunina fyrir meistararana, og
þjálfarar Raptors hafa eflaust eytt
síðustu dögum í að skipuleggja
varnaraðferð gegn Curry.
Þeir eru ekki þeir einu sem það
hafa reynt í gegnum árin og á end-
anum vona andstæðingar Warriors
að Curry hitti illa í leikjum, því hann
finnur ávallt leið til að finna skot-
færi. „Á endanum gengur þetta allt
út á að finna góð skotfæri fyrir okk-
ur í sókninni, sama hver mótherjinn
er. Ég þekki minn styrkleika og
mun reiða mig á þá í þessum leikj-
um. Þegar í þessa leiki kemur mun-
um við þurfa að aðlaga okkur varn-
arleik þeirra, en við höfum séð þetta
allt áður,“ sagði Curry eftir æfingu í
vikunni.
Fyrir Golden State er mikilvæg-
ast að koma böndum á Leonard í
sókn Raptors. Samherjar hans hafa
ekki enn sýnt það sem af er þessari
úrslitakeppni að hann geti reitt sig á
þá að skora nóg í leikjum. Hann er
allt í öllu hjá liðinu og ef leikmenn
eins og Kyle Lowry, Pascal Siakam
og Serge Ibaka ná sér ekki á strik
gegn meisturunum gæti þetta orðið
erfitt fyrir Toronto.
Þetta verður eflaust skemmtileg
leiksería, en Golden State ætti að
hafa þetta í sex leikjum. gval@mbl.is
Söguleg sigurganga Gol-
den State heldur áfram
Lið frá Kanada í fyrsta sinn í úrslitunum Óvissa varðandi Kevin Durant
AFP
Flottur Greinarhöfundur hrífst af Stephen Curry hjá Golden State Warriors eins og margir aðrir.
Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is
Allt til merkinga & pökkunar
VOGIR
Allar gerðir voga á nýrri heimasíðu pmt.is
• MIÐAVOGIR
• TALNINGARVOGIR
• RANNSÓKNARVOGIR
• SMÁVOGIR
OFL.