Morgunblaðið - 30.05.2019, Page 65
ÍÞRÓTTIR 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019
Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Skútan
Sjá verð og verðdæmi
á heimasíðu okkar
www.veislulist.is
Fagnaðir
Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur
fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá
samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar.
Veislur eru
okkar list!
Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta
Pinna- og tapasréttir
eru afgreiddir á
einnota fötum,
klárt fyrir veisluborðið.
útskriftarveislur
FRÉTTASKÝRING
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Sterkasta körfuknattleikslið lands-
ins í karlaflokki síðustu sex árin,
KR, varð í gær enn sterkara. Tölu-
vert sterkara. Þrír uppaldir leik-
menn hafa ákveðið að snúa heim í
KR. Bræðurnir Jakob Örn og Matt-
hías Orri Sigurðarsynir og Brynjar
Þór Björnsson. Gengið var frá samn-
ingum við þá á blaðamannafundi í
gær. Brynjar og Matthías semja til
tveggja ára en Jakob til eins árs.
Þrír úr árgangi 1982?
KR hefur misst Emil Barja til
Hauka en ekki liggur fyrir hvort
aðrir leikmenn hugsi sér til hreyf-
ings fyrir utan erlendu leikmennina
tvo. Morgunblaðið spurði þjálfarann
Inga Þór Steinþórsson út í leik-
mannamálin og hann sagði þau vera
í vinnslu. Ekkert væri öruggt í þeim
efnum en menn væru jákvæðir varð-
andi það að vera með næsta vetur.
Jakob er fæddur árið 1982 eins og
þeir Jón Arnór Stefánsson og Helgi
Már Magnússon. Fari svo að Jón og
Helgi verði með næsta vetur, eins og
ágætar líkur eru á, þá myndu þre-
menningarnir sameinast á ný hjá
KR en þeir voru saman í firnasterku
liði í yngri flokkum félagsins. Léku
þeir síðast saman hjá KR fyrir ára-
tug, tímabilið 2088-2009. Þar áður
voru þeir saman í KR árið 2000.
Hver þjálfaði KR þá? Jú Ingi Þór
Steinþórsson rétt eins og nú. KR
varð Íslandsmeistari bæði 2000 og
2009. Eru það einu tímabilin sem
Jakob hefur spilað á Íslandi í meist-
araflokki að einhverju ráði. Hann
hefur hins vegar átt langan feril er-
lendis, síðasta áratuginn í Svíþjóð
þar sem hann varð sænskur meistari
árið 2011. Jakob styrkir KR-liðið
verulega en hann er bæði góð skytta
og einnig mjög klókur varnarmaður.
ÍR missir spón úr aski sínum
Matthías Orri og Jakob hafa ekki
spilað saman fyrr en báðir vonuðust
eftir að fá tækifæri til þess. Matthías
hefur verið einn atkvæðamesti ís-
lenski leikmaður deildarinnar síð-
ustu árin. Með honum fær KR ekki
bara öflugan skorara heldur eru
einnig nokkrar tennur dregnar úr
liði ÍR um leið, þar sem Matthías
hefur blómstrað. Matthías lék síðast
með KR árið 2011, þá aðeins 17 ára
gamall.
Brynjar Þór Björnsson snýr aftur
eftir eitt tímabil með Tindastóli.
Brynjar er áttfaldur Íslandsmeistari
með KR í meistaraflokki og á nú
góða möguleika á því að bæta þeim
níunda við sem er ævintýraleg stað-
reynd. Alla jafna er lítið vit í því að
spá um Íslandsmeistara næsta árs í
lok maí, en þar sem KR-ingar virð-
ast ætla að mæta til leiks með bæði
belti og axlabönd þá má ljóst vera að
erfitt verður að hnupla bikarnum úr
bikaraskápnum í Frostaskjólinu.
Á mbl.is/sport/korfubolti er að
finna viðtöl við leikmennina þrjá.
KR-ingar með belti og axlabönd
Þrír úrvalsleikmenn gengu í raðir meistaraliðsins í gær Bræðurnir Jakob
og Matthías leika saman í fyrsta sinn Áratugur síðan Jakob lék með KR
Morgunblaðið/Kris
Alsæll Gærdagurinn var góður fyrir Inga Þór, þjálfara KR, sem stillir sér
hér upp með Matthíasi Orra og Brynjari. Jakob er enn búsettur í Svíþjóð.
Eftir fremur slæmt gengi á þessu
ári sprakk lið Chelsea út í úrslita-
leik Evrópudeildar karla í knatt-
spyrnu í Baku í gær. Chelsea vann
stórsigur á Arsenal, 4:1, og Arsenal
verður þá aftur í Evrópudeildinni á
næsta keppnistímabili. Sigur í
keppninni hefði fleytt skyttunum í
Meistaradeildina á næsta ári en það
tækifæri gekk þeim úr greipum að
þessu sinni.
Fjörið hófst í síðari hálfleik en
eftir markalausan fyrri hálfleik
komu fimm mörk í þeim síðari. Oli-
vier Giroud kom Chelsea á bragðið
gegn sínu gamla liði á 49. mínútu.
Pedro og Eden Hazard bættu við
mörkum áður en Alex Iwobi minnk-
aði muninn. Hazard skoraði hins
vegar aftur og innsiglaði sigurinn.
Líklega í sínum síðasta leik fyrir
Chelsea, í bili að minnsta kosti.
Er þetta annar sigur Chelsea í
keppninni í sögu félagsins og sá
fimmti í Evrópukeppnum. Stjóri
liðsins, Maurizio Sarri, vann sinn
fyrsta titil á ferlinum sem knatt-
spyrnustjóri. sport@mbl.is
Ljósmynd/AFP
Gleði Eden Hazard og Jorginho fagna marki Hazard í Baku í gær.
Sarri vann bikar í
fyrsta skipti í Baku
Árni Vilhjálmsson var enn og aftur
á skotskónum með úkraínska liðinu
Chornomorets Odessa í gær þegar lið-
ið bar sigurorð af Desna 3:0. Árni
skoraði tvö síðustu mörk sinna manna
og kom fyrra mark hans af vítapunkt-
inum. Hann hefur þar með skorað 7
mörk í 12 leikjum með liðinu.
Chornomorets bjargaði sér frá beinu
falli í lokaumferðinni í gær. Liðið hafn-
aði í næstneðsta sæti í deildarkeppn-
inni og fór þar með í aukakeppni sex
neðstu liðanna sem lauk í gær. Þar
hafnaði liðið í næstneðsta sæti, eftir
að hafa setið á botninum lengi vel, og
fer í umspil um að halda sæti sínu í
deildinni.
Caster Semenya, ólympíumeistari í
800 metra hlaupi kvenna, hefur áfrýj-
að til hæstaréttar í Sviss dómsmáli
sem hún tapaði þar sem hún vildi fá
hnekkt nýjum reglum Alþjóðafrjáls-
íþróttasambandsins. Þær kveða á um
hámark karlkyns hormóna í líkama
kvenna í hlaupamótum á vegum sam-
bandsins.Vegna reglnanna þarf hún
framvegis að taka inn lyf sem bæla
niður testosterónmagnið í líkama sín-
um. Alþjóðafrjálsíþrótta-
sambandið hélt því fram að
reglurnar væru nauðsyn-
legar til að tryggja sann-
gjarna samkeppni
og að allir kven-
kyns kepp-
endur geti
séð „leið til
frama“.
Eitt
ogannað
Flensburg færðist nær þriðja
Þýskalandsmeistaratitlinum í gær
þegar liðið vann Füchse Berlin á
heimavelli, 26:18. Bjarki Már El-
ísson skoraði 5 mörk fyrir Berl-
ínarliðið. Alfreð Gíslason og læri-
sveinar í Kiel unnu einnig sinn leik,
gegn Lemgo, 34:26. Fyrir loka-
umferðina hefur Flensburg 62 stig
en Kiel 60 stig í öðru sæti. Í loka-
umferðinni sækir Flensburg lið
Bergischer heim og Kiel tekur á
móti Hannover. Fari svo að liðin
endi jöfn að stigum verður Kiel
meistari á betri markamun.
Ekkert hik á liði
Flensburg
Ljósmynd/THW Kiel
THW Kiel Alfreð Gíslason á enn von
um að vinna meistaratitilinn.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mun í
dag hefja leik á Opna bandaríska
meistaramótinu í golfi sem haldið
er í Charleston í Suður-Karól-
ínuríki í Bandaríkjunum. Verður
þetta sjöunda risamót Ólafíu á ferl-
inum og er hún í algerum sérflokki
íslenskra kylfinga hvað það varðar.
Ólafía er í þriðja síðasta ráshópn-
um og fer af stað kl. 18.46 að ís-
lenskum tíma, eða 14.46 að staðar-
tíma. Hún er í ráshópi með Jiyu
Jung frá Suður-Kóreu og áhuga-
kylfingnum Ginu Kim frá Banda-
ríkjunum. sport@mbl.is
Ólafía í eldlínunni
í suðrinu í dag
Ljósmynd/LPGA
Heitt Ólafía Þórunn mun að lík-
indum leika í rúmlega 30 stiga hita.