Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 68

Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 hitataekni.is – sjö viftur í einni Ein sú hljóðlátasta á markaðinum (17-25 dB) Valin besta nýja vara ársins, Nordbygg 2016 Sjálfvirk, raka-og hitastýring, fer sjálfkrafa í gang þegar ljós eru kveikt eða við hreyfingu í rými. Klimat K7 er fjölnota vifta, þróuð og framleidd í Svíþjóð. Hjólastillingar Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is SAMEINUÐ GÆÐI Starfsstyrkjum Hagþenkis 2019 til ritstarfa var úthlutað fyrr í vikunni. Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, auglýsti í apríl eftir umsóknum um starfsstyrki til ritstarfa og handritsstyrki vegna fræðslu- og heimildamynda. Til út- hlutunar starfsstyrkja voru 15 milljónir og þrjár milljónir til hand- ritsstyrkja. Alls bárust 67 umsóknir um starfsstyrk til ritstarfa og af þeim hljóta 29 verkefni styrk. Í út- hlutunarráði Hagþenkis fyrir starfsstyrki voru þrír félagsmenn, Hafþór Guðjónsson, Ingólfur Vil- hjálmur Gíslason og Kristín Jóns- dóttir. Tíu umsóknir bárust um handritsstyrk og hlutu níu þeirra styrk. Í úthlutunarráði fyrir hand- ritsstyrki voru þrír félagmenn, Árni Hjartarson, Helgi Máni Sigurðsson og Sólveig Ólafsdóttir. Fimm hlutu hæsta styrk til rit- starfa sem er 900 þúsund krónur. Þetta eru Guðmundur Ólafsson fyr- ir The Complex Development of a Greenlandic Norse Farm; Ingunn Ásdísardóttir fyrir Jötnar í blíðu og stríðu; Jóhann Óli Hilmarsson og Ólafur Einarsson fyrir Lífið í fjör- unni – Fræðslurit fyrir skóla og almenning; Paolo Turchi fyrir Grísk-íslensk, íslensk-grísk orða- bók og Ragnhildur Sigurðardóttir fyrir Fyrirsagnar tilraun um lit- unargjörð. Einn umsækjandi hlaut 750 þúsund króna styrk, en það er Sigrún Huld Þorgrímsdóttir fyrir Þá ung ég var. Mannlíf og atburðir á Íslandi 1950-1990. Fimm hlutu styrk að upphæð 600 þúsund krónur. Það eru Davíð Hörgdal Stefánsson fyrir Skapalón- ið hugvekja um ritlist; Kristín Guð- björg Guðnadóttir fyrir Að finna listinni samastað í samfélaginu. Ágrip af sögu FÍM; Kristján Leós- son fyrir Silfurberg – merkasta framlag Íslands til vestrænnar menningar?; Lára Magnúsardóttir fyrir Að finna velvildinni takmörk – eða bannsett fordæðan og Margrét Tryggvadóttir fyrir Reykjavík barnanna. Sex hlutu styrk að upp- hæð 450 þúsund krónur. Þetta eru Ásdís Ósk Jóelsdóttir fyrir Textíl- og neytendafræði: Neysla, nýting og nýsköpun; Bára Baldursdóttir fyrir Ríkisafskipti af íslenskum konum og hermönnum í síðari heimsstyrjöld; Hallfríður Þórarins- dóttir fyrir Innflytjendur starfandi á veitingastöðum; Ólafur J. Eng- ilbertsson fyrir Þórir Baldvinsson arkitekt; Rannveig Lund fyrir Fimm vinir í blíðu og stríðu – 5 daga stríðið og Viðar Hreinsson fyrir Náttúrur og fornar frásagnir. Fjögur hlutu styrk að upphæð 400 þúsund krónur. Þetta eru Art- húr Björgvin Bollason fyrir Die Is- länder, þættir af merkum Íslend- ingum (skráðir á þýsku); Árni Daníel Júlíusson fyrir Bók um Þóri Baldvinsson arkitekt; Clarence E. Glad fyrir Ævisaga Sveinbjarnar Egilssonar og Sigríður Dögg Arn- ardóttir fyrir Litla bókin um blæð- ingar. Einn umsækjandi hlaut 350 þúsund króna styrk, en það er Úlf- hildur Dagsdóttir fyrir Grein um Medúsu. Sjö hlutu styrk að upphæð 300 þúsund krónur. Þetta eru Elfar Logi Hannesson fyrir Leiklist og list á Þingeyri; Elín Bára Magnús- dóttir fyrir Spurningin um höfund Grettis sögu; Gunnþóra Ólafsdóttir fyrir Þegar náttúran er áfanga- staður; Hrafnhildur Ragnarsdóttir fyrir Íslenskt mál í notkun – þróun textagerðar frá miðstigi til fullorð- insára; Jónas Knútsson fyrir Gegn Catilinu; Unnur Birna Karlsdóttir fyrir Saga Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST) og Unnur Óttarsdóttir fyrir Unnið úr tilfinn- ingum og námsefni lagt á minnið með minnisteikningum. Eftirfarandi umsækjendur hlutu handritsstyrk: Edoardo Mastan- tuoni hlaut 700 þúsund krónur fyrir Þeirra Ísland; Davíð Hörgdal Stef- ánsson hlaut 450 þúsund krónur fyrir 1 2 3 forever: Jóhann Jóhanns- son; Vera Sölvadóttir hlaut 450 þús- und krónur fyrir NAJMO og Ásdís Thoroddsen hlaut 400 þúsund krón- ur fyrir Milli fjalls og fjöru. Fjórir umsækjendur hlutu 300 þúsund krónur hver. Þetta eru Ari Trausti Guðmundsson fyrir Eldhugarnir; Arthur Björgvin Bollason fyrir Málari Íslands; Ásta Sól Kristjáns- dóttir fyrir Vonarlandið og Jón Bjarki Hjálmarsson fyrir Gangan langa. Morgunblaðið/Hari Styrkþegar Ánægjan var að vonum mikil í hópi styrkþega starfsstyrkja Hagþenkis árið 2019. Starfsstyrkir Hagþenkis 2019  15 milljónum úthlutað til 29 verkefna  Alls bárust 67 umsóknir um starfsstyrki til ritstarfa  Þremur milljónum króna úthlutað til níu verkefna á sviði fræðslu- og heimildamynda » Hollensk prinsessa að þjóna dragdrottningum til borðs á góðgerðarsam-komu, fjölmenn dragdrottningaráðstefna RuPaul, geðþekki leikarinn Keanu Reeves á frumsýningu og risastórt portrett úr korni af Donald Trump. Já, ljósmyndarar AFP komu víða við í vikunni sem endranær. Ljósmyndarar AFP mynda fjölbreytt mannlíf víða um lönd AFP Mósaík Í Kósóvó vann listamaðurinn Alkent Pozhegu að mósaíkverki úr korni af Donald Trump Bandaríkjaforseta. Vildi hann með verkinu slá heimsmet hvað stærð slíkra verka varðar en verkið er 560 fermetrar. Reyndur Leikarinn Keanu Reeves var hress á frumsýningu netflix- kvikmyndarinnar Always Be My Maybe í Kaliforníu í vikunni. Kóngafólk Hollenska prinsessan Mabel þjónar dragdrottningum á góðgerð- arkvöldverði í Amsterdam til styrktar baráttunni gegn alnæmi. Glæsileg Dragdrottningin Art Sim- one stillir sér upp á dragráðstefnu hinnar heimskunnu dragdrottning- ar RuPaul í Los Angeles.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.