Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 70

Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 70
Djákninn á Myrká er ann-að verkið í röð gróður-húsaverkefna LeikfélagsAkureyrar og er unnið í samvinnu við leikhópinn Miðnætti. Það eru þær Agnes Wild leikstjóri, Sigrún Harðardóttir tónlistarkona og Eva Björg Harðardóttir, leik- mynda- og búningahönnuður, sem skipa Miðnætti og hópurinn hefur meðal annars áður sett upp brúðu- sýninguna Á eigin fótum sem til- nefnd var til tvennra Grímuverð- launa árið 2017. Í Djáknanum á Myrká hafa þær fengið til liðs við sig leikarana Birnu Pétursdóttur og Jóhann Ax- el Ingólfsson ásamt ljósameistar- anum Lárusi Heiðari Sveinssyni og gert sína eigin útgáfu af þessari sí- gildu þjóðsögu með gáskafulla gleði og leiftrandi skopskyn að leiðarljósi. Sviðsmyndin er einföld, altari fyrir miðju sviði og kirkjubekkur og orgel sitt hvorum megin við það. Birna og Jóhann stíga á svið íklædd samræmdum grunnbúningi íslenskum, háir ullarleistar, hné- buxur og hvít treyja. Þau segja okkur söguna og með því að setja upp lopahúfu, íklæðast kyrtli, bregða á sig prestakraga eða sveipa um sig pilsi með áfastri svuntu tekst þeim að bregða sér í öll hlutverkin. Búningar og sviðs- mynd virka vel í einfaldleika sínum því hér er fyrst og fremst verið að segja sögu með leikrænum til- burðum frekar en að leika leikrit. Já, og hvílíkir leikrænir tilburðir. Birna og Jóhann fara á kostum í tilþrifamiklum og ýktum söng- leikjaatriðum, gamanvísum sem eru eins og klipptar út úr revíu- sýningu eða stuttum leikþáttum sem minna á sjónvarpsþættina Fóstbræður og þau hika ekki við að gefa hvort öðru endurgjöf á frammistöðu hvort annars og hrósa þegar við á. Sögumenn gefa sér góðan tíma í að kynna persónur og leikendur til sögunnar. Ýmsir karakterar sem leika smáhlutverk í þjóðsögunni fá hér meira rými og sína eigin örk og jafnvel er kynnt til sögunnar fólk sem ekki er getið um í sögunni sjálfri, svo sem brúarsmiðurinn Ársæll í Saurbæ og synir hans þrír og bóndinn á Þúfnavöllum verður í meðförum þeirra að hinum kostu- legu systkinum Bergi og Sigur- laugu. Sýningin rennur þannig áreynslulaust áfram með kátlegum uppátækjum og tilheyrandi hlátra- sköllum uns sögumenn tilkynna allt í einu að þau séu komin á blaðsíðu 28 í handritinu en bara í línu 4 í sögunni. Þá er gefið í. Tónlistin setur skemmtilegan svip á heildarverkið og er mjög fjölbreytt, allt frá dramatískum ástaróð djáknans og Guðrúnar til gamansöngs systkinana á Þúfna- völlum. Þessi léttleikandi gaman- semi sem einkennir sýninguna frá upphafi til enda á það til að vera svolítið kjánaleg eða barnaleg á köflum og fer stundum neðanbeltis, en er líka í dásamlegri andstöðu við innihald þessarar alvarlegu draugasögu sem byggt er á. Leik- hópurinn segist hafa stuðst við bæði spuna og rannsóknarvinnu í sköpunarferlinu en það er spurning hvort sú rannsóknarvinna hafi snú- ið að mannlífinu í Hörgárdal á þeim tíma sem sagan á að gerast eða hvort hún hafi frekar beinst að mannlífinu eins og það ber fyrir sjónir í dag, því sýningin er stútfull af vísunum í nútímamenningu og tíðaranda sem endurspeglast t.d. í glettilegum vísunum í reif, skutl og hashtag-væðingu nútímans. Í raun má segja að það dramatískasta við sýninguna sé lýsingin, sem ekki einungis er not- uð til að láta hluti birtast og hverfa á sviðinu, heldur ýtir undir hve ógnandi djákninn er afturgenginn, framkallar þrumuveður á sviðinu og sannkallaðan gjörningastorm í draugalegustu atriðunum. Þetta er allt faglega gert og nokkuð vel út- fært. Það er skemmtilega farið með gamla og ef til vill dálítið þreytta þjóðsögu í þessu verki. Leik- hópnum tekst að tengja hana á skemmtilegan hátt við nútímann og eflaust væri þetta góð farandsýn- ing til að sýna víðar, mögulega í skólum landsins þar sem nemendur vinna nú þegar ýmis áhugaverð verkefni en gætu þarna séð hvern- ig tengja má saman gamla og nýja tímann og mögulega gæti kviknað áhugi á sagnaarfinum í einhverjum brjóstum. #skemmtilegsýning Djákninn Skemmtilega er farið með gamla og ef til vill dálítið þreytta þjóðsögu í þessu verki, að mati rýnis. Samkomuhúsið Djákninn á Myrká bbbmn Handrit og söngtextar: Agnes Wild og leikhópurinn. Leikstjórn: Agnes Wild. Tónlist og hljóðmynd: Sigrún Harðar- dóttir. Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir. Ljósahönnun: Lárus Heið- ar Sveinsson. Leikarar: Birna Péturs- dóttir og Jóhann Axel Ingólfsson. Sam- starfsverkefni leikhópsins Miðnætti og Leikfélags Akureyrar undir merkjum Gróðurhúsaverkefna LA. Frumsýning í Samkomuhúsinu á Akureyri 23. maí 2019. DANÍEL FREYR JÓNSSON LEIKLIST 70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Suðuramerísk áhrif Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, eink- um frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkosturinn fer sístækkandi, enda æ fleiri hönnuðir sem hasla sér völl og koma fram með vandaða gripi sem standast alþjóðlegan samanburð og eru hvort tveggja nytjamunir og/eða skrautmunir. Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands setti safnið upp sýninguna 100 ár 100 hlutir á Instagram þar sem 100 færslur eru birtar á jafnmörgum dögum af hönnunargripum í eigu safnsins frá árunum 1918 til 2018. Árið 1947 stofnuðu hjónin Sigrún (Rúna) Guðjónsdóttir (1926) og Gestur Þorgrímsson (1920-2003) leir- brennsluverkstæðið Laugarnesleir. Gestur og Rúna, sem bæði voru myndlistarmenntuð, eru meðal frum- kvöðla í íslenskri leirlistasögu. Munir þeirra einkennast af suðuramerískum áhrif- um jafnt í formum sem lit og einnig áhrifum frá leiðandi myndlistarmönnum tímabilsins sem höfðu fengist við leirlist á nýjan hátt, eins og Picasso. Gestur og Rúna höfðu þann háttinn á að skipta með sér verkum, hann renndi og hún skreytti. Þau fengu með sér í skreytingarnar svissnesku listakonuna Dolindu Tanner (1923-1967) og skoska listamanninn Wais- tel Cooper (1921-2003). Verkstæðið var rekið til 1950 en þá var slakað á innflutnings- höftum og sam- keppni við inn- fluttan varning varð þeim um megn. Árið 1968 endurreistu þau Laugarnesleir sem var starfræktur fram á níunda áratug síðustu aldar. Íslensk hönnun – Hönnunarsafn Íslands Ljósmynd/Hönnunarsafn Íslands/Elísabet V. Ingvarsdóttir skráði 1947 Sigrún Guðjónsdóttir og Gestur Þorgrímsson Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.