Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 30.05.2019, Blaðsíða 70
Djákninn á Myrká er ann-að verkið í röð gróður-húsaverkefna LeikfélagsAkureyrar og er unnið í samvinnu við leikhópinn Miðnætti. Það eru þær Agnes Wild leikstjóri, Sigrún Harðardóttir tónlistarkona og Eva Björg Harðardóttir, leik- mynda- og búningahönnuður, sem skipa Miðnætti og hópurinn hefur meðal annars áður sett upp brúðu- sýninguna Á eigin fótum sem til- nefnd var til tvennra Grímuverð- launa árið 2017. Í Djáknanum á Myrká hafa þær fengið til liðs við sig leikarana Birnu Pétursdóttur og Jóhann Ax- el Ingólfsson ásamt ljósameistar- anum Lárusi Heiðari Sveinssyni og gert sína eigin útgáfu af þessari sí- gildu þjóðsögu með gáskafulla gleði og leiftrandi skopskyn að leiðarljósi. Sviðsmyndin er einföld, altari fyrir miðju sviði og kirkjubekkur og orgel sitt hvorum megin við það. Birna og Jóhann stíga á svið íklædd samræmdum grunnbúningi íslenskum, háir ullarleistar, hné- buxur og hvít treyja. Þau segja okkur söguna og með því að setja upp lopahúfu, íklæðast kyrtli, bregða á sig prestakraga eða sveipa um sig pilsi með áfastri svuntu tekst þeim að bregða sér í öll hlutverkin. Búningar og sviðs- mynd virka vel í einfaldleika sínum því hér er fyrst og fremst verið að segja sögu með leikrænum til- burðum frekar en að leika leikrit. Já, og hvílíkir leikrænir tilburðir. Birna og Jóhann fara á kostum í tilþrifamiklum og ýktum söng- leikjaatriðum, gamanvísum sem eru eins og klipptar út úr revíu- sýningu eða stuttum leikþáttum sem minna á sjónvarpsþættina Fóstbræður og þau hika ekki við að gefa hvort öðru endurgjöf á frammistöðu hvort annars og hrósa þegar við á. Sögumenn gefa sér góðan tíma í að kynna persónur og leikendur til sögunnar. Ýmsir karakterar sem leika smáhlutverk í þjóðsögunni fá hér meira rými og sína eigin örk og jafnvel er kynnt til sögunnar fólk sem ekki er getið um í sögunni sjálfri, svo sem brúarsmiðurinn Ársæll í Saurbæ og synir hans þrír og bóndinn á Þúfnavöllum verður í meðförum þeirra að hinum kostu- legu systkinum Bergi og Sigur- laugu. Sýningin rennur þannig áreynslulaust áfram með kátlegum uppátækjum og tilheyrandi hlátra- sköllum uns sögumenn tilkynna allt í einu að þau séu komin á blaðsíðu 28 í handritinu en bara í línu 4 í sögunni. Þá er gefið í. Tónlistin setur skemmtilegan svip á heildarverkið og er mjög fjölbreytt, allt frá dramatískum ástaróð djáknans og Guðrúnar til gamansöngs systkinana á Þúfna- völlum. Þessi léttleikandi gaman- semi sem einkennir sýninguna frá upphafi til enda á það til að vera svolítið kjánaleg eða barnaleg á köflum og fer stundum neðanbeltis, en er líka í dásamlegri andstöðu við innihald þessarar alvarlegu draugasögu sem byggt er á. Leik- hópurinn segist hafa stuðst við bæði spuna og rannsóknarvinnu í sköpunarferlinu en það er spurning hvort sú rannsóknarvinna hafi snú- ið að mannlífinu í Hörgárdal á þeim tíma sem sagan á að gerast eða hvort hún hafi frekar beinst að mannlífinu eins og það ber fyrir sjónir í dag, því sýningin er stútfull af vísunum í nútímamenningu og tíðaranda sem endurspeglast t.d. í glettilegum vísunum í reif, skutl og hashtag-væðingu nútímans. Í raun má segja að það dramatískasta við sýninguna sé lýsingin, sem ekki einungis er not- uð til að láta hluti birtast og hverfa á sviðinu, heldur ýtir undir hve ógnandi djákninn er afturgenginn, framkallar þrumuveður á sviðinu og sannkallaðan gjörningastorm í draugalegustu atriðunum. Þetta er allt faglega gert og nokkuð vel út- fært. Það er skemmtilega farið með gamla og ef til vill dálítið þreytta þjóðsögu í þessu verki. Leik- hópnum tekst að tengja hana á skemmtilegan hátt við nútímann og eflaust væri þetta góð farandsýn- ing til að sýna víðar, mögulega í skólum landsins þar sem nemendur vinna nú þegar ýmis áhugaverð verkefni en gætu þarna séð hvern- ig tengja má saman gamla og nýja tímann og mögulega gæti kviknað áhugi á sagnaarfinum í einhverjum brjóstum. #skemmtilegsýning Djákninn Skemmtilega er farið með gamla og ef til vill dálítið þreytta þjóðsögu í þessu verki, að mati rýnis. Samkomuhúsið Djákninn á Myrká bbbmn Handrit og söngtextar: Agnes Wild og leikhópurinn. Leikstjórn: Agnes Wild. Tónlist og hljóðmynd: Sigrún Harðar- dóttir. Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir. Ljósahönnun: Lárus Heið- ar Sveinsson. Leikarar: Birna Péturs- dóttir og Jóhann Axel Ingólfsson. Sam- starfsverkefni leikhópsins Miðnætti og Leikfélags Akureyrar undir merkjum Gróðurhúsaverkefna LA. Frumsýning í Samkomuhúsinu á Akureyri 23. maí 2019. DANÍEL FREYR JÓNSSON LEIKLIST 70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Suðuramerísk áhrif Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt íslenskrar menningarsögu sem lýtur að hönnun, eink- um frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkosturinn fer sístækkandi, enda æ fleiri hönnuðir sem hasla sér völl og koma fram með vandaða gripi sem standast alþjóðlegan samanburð og eru hvort tveggja nytjamunir og/eða skrautmunir. Í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands setti safnið upp sýninguna 100 ár 100 hlutir á Instagram þar sem 100 færslur eru birtar á jafnmörgum dögum af hönnunargripum í eigu safnsins frá árunum 1918 til 2018. Árið 1947 stofnuðu hjónin Sigrún (Rúna) Guðjónsdóttir (1926) og Gestur Þorgrímsson (1920-2003) leir- brennsluverkstæðið Laugarnesleir. Gestur og Rúna, sem bæði voru myndlistarmenntuð, eru meðal frum- kvöðla í íslenskri leirlistasögu. Munir þeirra einkennast af suðuramerískum áhrif- um jafnt í formum sem lit og einnig áhrifum frá leiðandi myndlistarmönnum tímabilsins sem höfðu fengist við leirlist á nýjan hátt, eins og Picasso. Gestur og Rúna höfðu þann háttinn á að skipta með sér verkum, hann renndi og hún skreytti. Þau fengu með sér í skreytingarnar svissnesku listakonuna Dolindu Tanner (1923-1967) og skoska listamanninn Wais- tel Cooper (1921-2003). Verkstæðið var rekið til 1950 en þá var slakað á innflutnings- höftum og sam- keppni við inn- fluttan varning varð þeim um megn. Árið 1968 endurreistu þau Laugarnesleir sem var starfræktur fram á níunda áratug síðustu aldar. Íslensk hönnun – Hönnunarsafn Íslands Ljósmynd/Hönnunarsafn Íslands/Elísabet V. Ingvarsdóttir skráði 1947 Sigrún Guðjónsdóttir og Gestur Þorgrímsson Atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.