Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 72

Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 2019 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hljómsveitin Twin Dive, skipuð Ís- lendingnum Ragnari Guðmundssyni, Litháanum Robert Jancevich og hinni dönsku Charlie Mortensen, kom fram á tónlistarhátíðinni Spot í Árósum í byrjun þessa mánaðar og hlaut þar góðar viðtökur líkt og hún hefur fengið í dönskum fjölmiðlum undanfarið. Ragnar, kallaður Raggi, hefur búið í Árósum frá árinu 2004 og hefur komið víða við í listinni þó að tónlistin hafi alltaf verið í öndvegi. Hann er með meistaragráðu í leiklist- arfræðum og kom m.a. að sýningu Þjóðleikhússins á Óþelló árið 2016. „Ég hef síðan leikið í nokkrum aug- lýsingum hérna í Danmörku samhliða tónlistinni og leikrita „nördaríum“,“ segir Raggi sposkur og að draum- urinn nú sé að nema lönd með Twin Dive og þá m.a. Ísland. Hættu í hljómsveitum og stofnuðu nýja Spurður út í stofnun Twin Dive segir Raggi gaman frá því að segja að hann hafi setið að sumbli með banda- ríska leikaranum og tónlistarmann- inum Johnny Depp í Árósum að sum- arlagi 2016 þegar Depp var þar staddur með hljómsveit sinni í tón- leikaferð. Félagi hans fyrrnefndur, Robert Jancevich, var þar einnig og segir Raggi að Depp hafi stungið upp á því að þeir Robert stofnuðu saman hljómsveit þar sem þeir næðu svo vel saman. Á milli þeirra væru góðir straumar. Þá voru þeir hvor í sinni hljómsveitinni, Raggi í Bonnie Cried og Robert í Federal Unicorn þannig að ekki kom til greina að stofna dúett þó að Hollywood-stjarna legði slíkt til. Tveimur árum síðar, þ.e. í fyrra, sneru Litháinn og Íslendingurinn svo bökum saman og stofnuðu hljóm- sveit. „Ég er búinn að þekkja Robert í fimm eða sex ár,“ segir Raggi og að þeir hafi því vitað hvor af öðrum og verið ágætis félagar. „Það vildi svo skemmtilega til að við hættum svo báðir í okkar böndum og ákváðum þá að sameina krafta okkar og stofna þessa hljómsveit.“ Heimsborgaralegt pönkrokk En hvernig tónlist flytur Twin Dive? „Í einni af greinunum sem hafa verið skrifaðar um okkur var tónlistin kölluð „cosmopolitan punk-rock“. Þetta er pínu eins og Kings of Leon og Queens of the Stone Age, pínu Nirvana og jafnvel pínu Oasis ele- ment. Þetta er melódískt en samt alveg „in your face“,“ útskýrir Raggi og mælir með því að áhugasamir kynni sér myndband við lag sveit- arinnar, „Joy Will Follow“, sem finna má á YouTube, til að glöggva sig frekar á tónlistinni. „Þetta er svona „punk garage alternative“ rokk með jákvæðan boðskap um að maður eigi að trúa á sjálfan sig, hætta að kvarta og kveina og drífa bara í þessu því líf- ið sé stutt.“ Ekkert að drífa sig Hljómsveitin hefur ekki enn gefið út plötu en hefur tekið upp fimm lög og gefið út eina smáskífu með fyrr- nefndu lagi. Þá hefur sveitin gefið út annað myndband sem sýnir lifandi flutning hennar á laginu „Animal“ í hljóðveri. „Við erum ekkert að drífa okkur að gefa út plötu, erum með þrjú lög uppi í erminni sem við ætlum að gera myndbönd við og erum bara að reyna að fá fleiri tónleika utan Danmerkur. Þess vegna væri svo gaman að fá athygli á Íslandi og spila á Airwaves sem er eins og blanda af SPOT og NorthSide hér í Dan- mörku,“ segir Raggi. SPOT-tónlistarhátíðin er ein sú umfangsmesta sem haldin er í Árós- um á ári hverju og má á henni sjá rjómann af danskri dægurtónlist hverju sinni, hvort heldur í poppi, rokki, rappi eða öðrum greinum. Að fá að leika á hátíðinni er því gott tæki- færi fyrir nýstofnaða hljómsveit líkt og Twin Dive og segir Raggi mikinn fjölbreytileika hafa einkennt hátíðina í ár. Þá hafi erlendir umboðsmenn og tímarit sýnt hljómsveitinni áhuga og framtíðin sé því björt. Með finnsku pönkbandi Raggi er að lokum spurður að því hvað sé framundan hjá Twin Dive. „Við förum til Helsinki í Finnlandi í lok maí og spilum tvö gigg, hitum upp fyrir finnskt pönkband sem heitir Ur- sus Factory,“ svarar Raggi. „Þeir eru algjörlega klikkaðir og spila í kjólum. Þeir hituðu upp fyrir okkur í desem- ber í fyrra, eru góðir vinir okkar og þekktir í Helsinki. Þeir spurðu okkur hvort við værum til í þetta og við spurðum á móti hvort björninn skiti í skóginum! Þannig að við erum bara að reyna að harka fleiri gigg, líta björtum augum á allt í kringum okk- ur og smita út frá okkur jákvæðni og sjarma.“ Ljósmynd/Anna Marin Tríó Litháinn Robert Jancevich, Daninn Charlie Mortensen og Íslendingurinn Ragnar Guðmundsson. AFP Rokkari Johnny Depp, leikari og gítarleikari, á tónleikum með hljóm- sveitinni The Hollywood Vampires. Rokk með jákvæðan boðskap  Hljómsveitin Twin Dive gerir það gott í Danmörku en hún er skipuð Íslendingi, Dana og Litháa  Var upphaflega dúett sem Johnny Depp átti hugmyndina að  Hefur hug á að leika á Airwaves Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Þetta er búið að vera draumur mjög lengi, frá því ég var barn í rauninni. Mig langaði að prófa þetta spennusagnaform. Ég les töluvert, alls konar bækur, og ég hef gaman af spennusögum,“ segir Íris Ösp Ingjaldsdóttir en hún gaf út spennu- söguna Röskun nú í vor. Sagan segir frá lögfræðingnum Heru sem er ný- flutt í kjallaraíbúð í Þingholtunum en finnur fyrir óþægilegri nærveru í íbúðinni. Saga hennar fléttast við sögu annarrar ungrar konu sem býr við erfiðar aðstæður. Áður hefur Íris Ösp skrifað smásögur og gaf út smá- sagnasafnið Bláar dyr ásamt fjórum vinkonum sínum árið 2013 en þetta er hennar fyrsta skáldsaga. Fann vinnulag sem hentar Íris Ösp segir það hafa gengið ágætlega að skrifa meðfram fullri vinnu og enn betur eftir að börn hennar fóru að stálpast og það skýri ef til vill hvers vegna skáldsagan kemur út núna. „Annars skrifa ég þegar tími gefst til á kvöldin eða um helgar. Þetta hefur verið svolítið í skorpum, stundum hef ég unnið mik- ið í verkinu og svo hefur þetta legið aðeins á milli.“ Hún segir að vinnan að þessari bók hafi ekki verið neitt sérstaklega langt ferli en aðdragandinn lengri. „Ég hef gert tilraunir og þannig uppgötvað hvernig ég vil gera þetta. Þegar ég settist niður og skrifaði þessa sögu fannst mér ég vera búin að finna vinnulag sem hentaði mér. Sem dæmi var ég mjög upptekin af því að gera texta fínan strax í stað- inn fyrir að koma þessu frá mér fyrst og laga textann eftir á. Það getur verið erfitt að henda köflum ef maður er búinn að eyða ofboðslega miklum tíma í að fínpússa textann.“ Íris Ösp, sem starfar sem lög- fræðingur, segist ekki byggja á mál- um sem hún þekki úr starfi sínu. Aðalsögupersónan Hera vinnur þó á lögfræðistofu og reynsla höfundar- ins af slíkum vinnustað hefur því komið sér vel við skrifin. Annars segir hún verkið í heild vera tilbún- ing. Þarft að fjalla um alvarleg mál Verkið fjallar um ýmis alvarleg málefni á borð við andleg veikindi, áfengissýki og heimilisofbeldi. „Það hæfði þessari sögu vel að taka á þessum málum. Það jók á trúverð- ugleika persónanna og setti í sam- hengi hvað þær voru að upplifa og svo er alltaf þarft að fjalla um þessi mál á einhvern hátt.“ Í Röskun eru kvenpersónur áber- andi og gegna lykilhlutverkum verksins. „Ég reyndi að vera ekki með staðalímyndir. Mér fannst mik- ilvægt að kvenpersónurnar væru sjálfstæðar. En það var ekki endi- lega með ráðum gert að það væru kvenpersónur í aðalhlutverkum. Það passaði fyrir þessa sögu en ég veit ekki hvernig verður með þá næstu.“ Íris Ösp segist stefna á að halda skrifunum áfram. „Ég er að vinna að hugmyndum og mig langar fljótlega að fara á fullt að vinna með þær, með það fyrir augum að vinna áfram í spennusagnastílnum.“ Morgunblaðið/Hari Höfundur Íris Ösp segir það hafa hæft sögunni vel að taka á alvarlegum málum á borð við andleg veikindi. „Langaði að prófa spennusagnaformið“  Fyrsta skáldsaga Írisar Aspar Ingjaldsdóttur, Röskun, er komin út  Fjallar um alvarleg málefni  Kvenpersónur gegna lykilhlutverkum  „Ég reyndi að vera ekki með staðalímyndir,“ segir Íris

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.