Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 76

Morgunblaðið - 30.05.2019, Side 76
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 BLAZER borðstofustóll. Grátt áklæði, eikarfætur. 29.900 kr. Nú 19.900 kr. opið í dag 12-18 20-50% af öllum borðstofuhúsgögnum Tvíeykið Tvíund heldur tónleika í Mengi í kvöld sem hefjast kl. 21. Ólöf Þorvarðsdóttir og Guðrún Edda Gunnarsdóttir stofnuðu Tví- und árið 2016 og flytja frumsamda tónlist fyrir hljómborð, fiðlu og rödd. Þær hafa leikið sér með þjóð- lagastef, eru innblásnar af klassík og verk þeirra eru einlæg, tilrauna- kennd og spunaofin. Tvíund flytur frum- samda tónlist í Mengi FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 150. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Í annað sinn í sumar er kanadíski framherjinn Cloé Lacasse úr ÍBV besti leikmaður umferðarinnar að mati Morgunblaðsins í Pepsi Max- deildinni. Cloé skoraði þrennu þegar ÍBV vann 5:0-sigur á Stjörnunni og fékk þrjú M fyrir frammistöðu sína. Hún tók þar með forystuna í ein- kunnagjöf blaðsins með átta M. Lið umferðarinnar er í blaðinu. »62 Cleó Lacasse efst í M- gjöf Morgunblaðsins ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Kór Akraneskirkju heldur tónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ, Hvalfirði, í kvöld kl. 20. Kirkjan, sem þykir sögulega og menningarlega mikil- væg, hefur látið á sjá á undan- förnum árum og eru kórtónleikarnir haldnir til styrktar henni. Þeir eru hluti af fyrirhugaðri tónleikaröð í fjáröflunarskyni. Á dagskrá tón- leika kvöldsins verður mestmegnis íslensk kórtónlist af veraldlegum og andlegum toga. Kór Akraneskirkju er stjórnað af Sveini Arnari Sæ- mundssyni. Kórtónleikar í Hall- grímskirkju í Saurbæ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Álftagerðisbræður hafa að undan- förnu auglýst að þeir ætli að kveðja stóra sviðið með tónleikum í haust. „Gott er að hætta hverjum leik þá hæst fram fer,“ segir Óskar Pét- ursson spekingslegur og leggur áherslu á að hætta þýði hætta hjá bræðrunum frá Álftagerði. „Síðasta Sjallaballið á Akureyri hefur verið fimm ár í röð en við höldum ekki sam- an tónleika aftur fyrr en þá kannski í himnaríki.“ Bræðurnir Sigfús, Pétur, Óskar og Gísli hafa sungið frá því þeir muna eftir sér. Þeir komu fyrst fram saman opinberlega þegar þeir sungu við út- för föður síns, Péturs Sigfússonar, í Víðimýrarkirkju 3. október 1987, en allir nema Óskar hafa sungið í Karla- kórnum Heimi í áratugi. „Sigfús hef- ur sungið með Heimi lengur en elstu menn muna, Pétur byrjaði í Karla- kórnum Geysi á Akureyri og þeir Sig- fús voru saman í Heimi þegar á sjö- unda áratugnum,“ rifjar bifvéla- virkinn upp og bætir við að Gísli hafi líka sungið með þeim í kórnum. „Sjálfur byrjaði ég í Karlakór Akur- eyrar 1973. Þetta er að verða hálf öld hjá mér og er það ekki andskotans nóg?“ Önnum kafnir við hitt og þetta Ferðalag skagfirsku söngfuglanna hefur verið skemmtilegt og bræð- urnir eru ekki síður þekktir fyrir gamanmál en söng. Eitt sinn létu þeir gesti bíða eftir sér á tónleikum. „Við vorum að syngja á hjúkrunarheim- ilinu Grund í Reykjavík og vorum bókaðir á Eiðistorgi strax á eftir. Þess vegna drifum við okkur út í bíl en Sigfús lenti á kjaftatörn. Þegar hann ætlaði einn út stoppaði starfs- stúlka hann og spurði: „Hvert ert þú að fara, vinur? Þú veist að þið megið ekki fara út núna.“ Þetta var það eina sem mér datt í hug að búa til fyrir fólkið sem beið, en sagan er góð!“ Bræðurnir syngja hver í sínu lagi þegar tækifæri gefst. „Ég var að syngja í jarðarför og fór svo beint í að kafa ofan í klósettrör,“ segir Óskar spurður hvað hann sé helst að gera á Akureyri þessa dagana. „Svo held ég áfram að gera við dráttarvél enda er ég aðallega í því að gera upp bíla og dráttarvélar þannig að ég er bara góður.“ Hann segir að ekkert sé heldur nýtt að frétta af hinum bræðrunum. „Við erum misgóðir eftir aldri. Sigfús er ellibelgur í Varmahlíð og höktir um af gömlum vana. Pétur býr úti á Króknum og er líka hættur að vinna. Gísli er enn rollubóndi í Álftagerði og hefur góðan tíma til að fara á hest- bak.“ Tónleikarnir verða í Miðgarði í Skagafirði kl. 20.30 dagana 24. og 25. október og í Eldborg Hörpu kl. 20 26. og 27. október og er miðasala hafin (tix.is). „Það er mál að linni áður en ég verð mér til háborinnar skamm- ar,“ áréttar Óskar. Ljósmynd/Mummi Lú Í Hörpu Álftagerðisbræður hafa haldið marga eftirminnilega tónleika og kveðja stóra sviðið í lok október. Gleðigjafar kveðja  Álftagerðisbræður hætta að syngja saman á tónleikum og blása til þeirra síðustu  Hugsanlega aftur í himnaríki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.