Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019
Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Elínrós Líndal elinros@mbl.is Marta María
Jónasdóttir martamaria@mbl.is, Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók
Gunnar Sverrisson.
Þ
að að flytja er mikill streituvaldur og það er kannski þess
vegna sem fólk reynir að vera ekki endalaust að færa
eigur sínar á milli húsa, ef það hefur val. Á dögunum flutt-
um við maðurinn minn á einn stað eftir að hafa rekið tvö
heimili í tæplega fjögur ár eða frá því við hnutum hvort um
annað á björtu ágústkvöldi. Á þessum fjórum árum hefur sú hug-
mynd oft kviknað að við ættum kannski að fara að búa, en alltaf hafa
hindranir orðið á vegi okkar þangað til nú í byrjun árs.
Ég veit að grasið vex ekki hraðar þótt það sé togað í það en það er
bara svo auðvelt að gleyma því í öllum lífsasanum. Ef fólk vill eiga
farsælt líf þarf það að lesa umhverfið og læra að hlusta. Ekki bara
æða áfram og ætlast til þess að allt reddist einhvern veginn og
gleyma því á sama tíma að taka tillit til þeirra sem standa okkur næst.
Fólk setur nefnilega ekki fjögur börn, sem eiga sitt settið hvert af
foreldrum og búa viku og viku á hvorum stað, undir sama þak og
ætlast til þess að allt verði bara eins og í rómantískri skáldsögu.
Raunveruleikinn er bara ekki þannig. Það þurfa allir að hafa rými og
rétt á því að á þá sé hlustað.
Það er mjög auðvelt að djöflast áfram í lífinu og hugsa bara, hvern-
ig er best fyrir mig að allt sé. En ef við gerum það þegar kemur að
stjúpbörnum og nýjum maka, þá misheppnast það yfirleitt. Ein
manneskja getur nefnilega ekki verið eins og einræðisherra sem
talar við sambúðarfólk sitt í boðhætti og skilur svo ekkert í því að það
sé vond stemning.
Þegar sú hugmynd kviknaði að fara að búa gerðum við þarfagrein-
ingu á hópnum. Tvær dásamlegar unglingsstúlkur þurfa allt öðruvísi
húsnæði en tveir drengir undir 13 ára aldri. Og það skiptir máli að allir
fái það sem þeir þrá og helst eitthvað örlítið betra en allir höfðu áður.
Þegar rétta húsnæðið fannst var eitt atriði sem seldi mér þá
hugmynd að við ættum að fjárfesta í því en ekki einhverju öðru. Það
var að inn af hjónaherberginu er baðherbergi. Ég hugsaði með mér,
ef þau þarna fimm sem ég bý með munu gera út af við mig þá get ég
alltaf lokað mig af, borið á mig andlitsmaska, litað á mér hárið í friði
og fengið pásu frá lífinu.
Enn sem komið er hefur þetta augnablik ekki runnið upp því hing-
að til hefur bara enginn á heimilinu hagað sér þannig að ég hafi þurft
að loka mig af með andlitsmaska.
En það kom þó upp eitt atriði þar sem mér fannst þau smá ósann-
gjörn. Þannig var mál með vexti að ég stakk upp á því að við mynd-
um bara nota gamalt ljós í minni eigu sem borðstofuljós. Maðurinn
minn sló þessa hugmynd strax út af borðinu og sagði að heimilið yrði
eins og eitthvert greni ef ljósið yrði hengt upp.
Ég gleymdi því um stund að það að tala við fólk í boðhætti skilar
yfirleitt litlum árangri og ákvað að spyrja krakkana okkar hvað þeim
fyndist. Ég var alveg viss um að þau myndu segja að þetta væri mjög
glæsilegt og því yrðum við fimm á móti einum og ég myndi vinna
þessa baráttu. En svo gerðist hið óvænta. Börnunum finnst þetta ljós
alveg hryllilegt og því stóð ég ein með ljósið í fanginu – algerlega
búin að tapa.
En af því að ég er að reyna að læra eitthvað af lífinu þá bara tók ég
þessu án þess að vera með vesen. Og nú er ekkert ljós fyrir ofan
borðstofuborðið. Og er það ekki bara allt í lagi? Framundan eru
nefnilega bjartar sumarnætur og þá nennir enginn að hanga inni og
sperra sig yfir dauðum hlutum. Þegar öllu er á botninn hvolft í lífinu
þá skiptir eitt ljós til eða frá engu máli – ekki þannig!
Boðhátturinn er
dottinn úr móð
Marta María Jónasdóttir
Hvað gerir þú til að dekra við þig?
„Ég ver frídegi með konunni án barna, þar sem við
gerum bara það sem okkur langar til hverju sinni. Við
förum þá í ræktina, út að borða í hádeginu,
röltum um bæinn, verslum, skoðum gall-
erí og síðan aftur út að borða um
kvöldið.
Þessi dagur getur verið í
Reykjavík, en hann getur einnig
verið í Kaupmannahöfn eða New
York. Að eyða deginum saman
þar sem við erum stödd hverju
sinni er dýrmætt dekur.“
Hver eru uppáhaldstískumerkin þín?
„Þau eru: Burberry, Acne Studios,
Libertine Libertine, Mads Norgaard
og Döðlur by Döðlur.“
Hvaða hönnuð heldur þú upp á?
„Ég held upp á Miucci Prada og
Kim Jones.“
Hvaða listamann heldur þú upp á?
„Steingrím Eyfjörð og svo ungu hetjurnar
Narfa og Viktor Weisshappel.“
Hvað þýðir tíska fyrir þig?
„Ég er lítið fyrir svona skammtíma
tískusveiflur og reyni að forðast þær
þótt ég hafi margt á samviskunni í slík-
um sveiflum. Ég hins vegar elska stíla,
strauma og stefnur í tískuheiminum og
að blanda þeim saman. Sem dæmi kann
ég að meta ódýra hettupeysu úr versl-
un sem selur tímabilsfatnað blandaða
saman við fallegan frakka frá t.d. Paul
Smith. Tæknilegir hlaupastrigaskór
með jakkafötum er flott útlit og fleira í
þeim dúrnum. Það er reyndar kannski
orðið frekar vinsælt upp á síðkastið.“
Hver er uppáhaldsliturinn þinn?
„Svartur, royal blár og appelsínugulur
litur eru í uppáhaldi.“
Hver er uppáhaldsíþróttafatnaðurinn þinn?
„Frá blautu barnsbeini hef ég elskað íþróttafatnað og
byrjaði sá áhugi þegar ég var um 10 ára. Breikdans og
hip hop heltók mig á níunda áratugnum. Síðan þá hef ég
verið mikill NIKE-maður og átt ótal flíkur og skóm frá
þeim sem ég nota jafnt hversdags og í ræktina. Ég er því
miður hættur að breika samt.“
Hvaða hlutur er ómissandi?
„iPhone og kaffivél.“
Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni?
„Tannburstinn minn og 19-69 Chinese Tobacco-
ilmvatnið mitt.“
Hver er uppáhaldsborgin til að versla í?
„New York og Mílanó.“
Áttu þér uppáhaldsflík?
„Ég fer mikið á fótboltaleiki á Íslandi enda harður
stuðningsmaður Gróttu á Seltjarnarnesi og það er al-
gjörlega ómissandi að eiga góða skjólflík í það og því
nefni ég Jökla úlpuna mína frá 66°Norður. Hún gerir
kraftaverk í íslenska fótboltasumrinu.
Svo að sjálfsögðu frakkinn sem ég hannaði fyrir Segul
Ísland sem er seldur í Galleríi 17.“
Hver er besti veitingastaðurinn á Íslandi að þínu mati?
„Ég elska Grillmarkaðinn enda er ég einfaldur maður
sem vill bara fá góða steik, en nefni líka Snaps ef það á að
vera líf og fjör, svo GLÓ þegar ég er eingöngu að hugsa
um musterið.“
Hver er uppáhaldsmorgumaturinn?
„Góður kaffibolli, Acai-skál eða góður hafragrautur
með kókos og smá olífuolíu.“
Uppáhaldssmáforrit?
„Instagram, Spotify og Podcasts.“
Hvað er á óskalistanum?
„Að klára að gera stúdíó í bílskúrnum.“
GettyImages/iStockphoto
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fagurkeri sem kann að
meta gæði og góðar stundir
Sölvi Snær Magnússon hefur unnið tengt tískunni lengi. Hann er fag-
urkeri fram í fingurgóma sem er á því að besta dekrið sé alltaf góður dag-
ur með konunni. Hann starfar sem listrænn stjórnandi fyrir NTC. Hann er
lítið fyrir tískusveiflur en meira fyrir tískustrauma.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Sölvi Snær Magnússon
er listrænn stjórnandi
NTC á Íslandi.
Ein af uppáhalds borgum Sölva til
að vera gæða tíma með Kristínu
Ástu Matthíasdóttur er New York.
Góður matur og
skemmtilegt
andrúmsloft
einkennir
Snaps.
Acai skál er
góður morg-
unmatur að
mati Sölva.
Sölvi notar
19-69 Chinese
Tobacco ilminn.
Snaps er einn af
uppáhalds
stöðum Sölva.
Fatahönn-
uðurinn
Kim Jones.