Morgunblaðið - 17.05.2019, Side 19

Morgunblaðið - 17.05.2019, Side 19
Svöru og hvítu flísarnar setja mikinn svip á baðherbergið og gera það einstakt. Tveir vaskar, tveir speglar og nóg skápa- pláss er allt sem þarf. Hér er sótt í upprunann og fá svartir og hvítir tónar að njóta sín. Speglarnir voru sér- smíðaðir hjá Glerborg. línulöguðuhúsgögnum og svo fannst mér verða að vera hringlaga lýsing fyrir ofan borðið,“ segir Hanna Stína en ljósið fyrir of- an sófaborðið er hannað af Tom Dixon og fæst í Lúmex. Gluggatjöldin í stofunni eru sérsaumuð af Eddu Báru en efnið kemur frá Skermi. Þegar inn í borðstofuna er komið vekja borðstofuborðin athygli. Þau eru úr reyktri eik og eru íslensk hönnun og smíði og kemur úr smiðju Ag- ustav sem er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem býr til fallega hluti úr viði. Borðstofuborðið er sniðuglega hannað því hægt er að raða því upp á nokkra mismunandi vegu. Hægt er til dæmis að hafa það ílangt. Það var upphafleg hugmynd húsfreyj- unnar sem vildi geta breytt uppröðun eftir því hvernig hentaði hverju sinni og Hanna Stína tók svo hugmyndina áfram með Ag- ustav. „Eigandinn vildi íslenskt handverk og þá var farið í að smíða það fyrir hann. Við borð- ið eru sérsmíðaðir stólar frá Alter London en ljósakrónan sem hangir fyrir ofan borð- stofuborðið heitir Flam- ant og kemur frá Heimili og hugmyndum,“ segir hún. Kósýhorn með stíl Eitt skemmtilegasta hornið í húsinu er svo- kallað afslöppunarhorn. „Í húsinu er lítill skáli þar sem gengið er út í garð. Í stað þess að setja laus húsgögn þarna ákvað ég að láta sérsmíða bekk með bólstruðum sessum og veggfóðra svo allt frá gólfi til lofts. Veggfóðrið kemur frá Arte. Þetta horn er mjög vel heppnað því þarna er gott að sitja og birtan er einstaklega falleg. Ég er mjög ánægð með hvernig til tókst því þetta er einangrað rými og það er alls ekki stórt. Þetta horn bauð upp á tækifæri til að gera eitthvað skemmtilegt og svolítið öðru- vísi. Svona bekkir nýtast svo vel og í raun miklu betur en tveir stólar. Veggfóðrið held- ur utan um rýmið og ég veit að þetta horn er mikið notað á heimilinu,“ segir Hanna Stína. Gulir og bláir litir fá að njóta sín í húsinu. Gangurinn er til dæmis málaður blár og fá hvítir gólflistar og loftlistar að njóta sín. Á ganginum er lounge-borð frá Alter London. Borðið er eins og skúlptúr en fyrir ofan það er spegill frá Reflection Copenhagen sem var sérpantaður en Snúran selur vörur frá fyrirtækinu. Fyrir ofan má svo sjá ljós frá Tom Dixon. Mikið sérsmíðað Í húsinu er mikið af sérsmíðuðum hús- gögnum. Hanna Stína segir að sér finnist skemmtilegt að láta sérsmíða húsgögn fyrir fólk því þá sé minni hætta að þitt heimili sé nákvæmlega eins og heimili nágrannans. „Mér fannst rosalega skemmtilegt þegar maður getur sérsmíðað húsgögn sem enginn annar er með. Og mér fannst gaman að vinna með þessa liti og þessi veggfóður. Það er svo frábært þegar fólk þorir að vera öðru- vísi og treystir manni. Eigendurnir lögðu lín- urnar en svo fékk ég frjálsar hendur. Það fannst mér sérlega gaman,“ segir hún. „Í húsinu er lítill skáli þar sem gengið er út í garð. Í stað þess að setja laus hús- gögn þarna ákvað ég að láta sérsmíða bekk með bólstr- uðum sessum og veggfóðra svo allt frá gólfi til lofts. FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019 MORGUNBLAÐIÐ 19 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is silestone.com Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.