Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.05.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MAÍ 2019 Á rið 2006 sóttum við hjónin um lóð hér í Hafnarfirði sem við fengum og þá fór allt á fullt. Ég teiknaði húsið frá A-Ö með smá aðstoð frá samstarfsmönnum á arkitektastofunni sem ég vann á á þeim tíma. Ég teiknaði auðvitað allar inn- réttingar en við völdum að hafa eik í öllu. Ég teiknaði líka skenka og allar innihurðir sem eru hvítlakkaðar og með gleri. Við lét- um Smíðaþjónustuna sérsmíða allar innréttingar í húsið,“ segir Erna þegar hún er spurð út í sitt eigið heimili. Vel skipulagt eldhús Þegar inn í húsið er komið sést vel að eldhúsið er vel skipulagt með góðu skápaplássi. Í eldhúsinu er heill skápaveggur þar sem ís- skápur og fleira er falið á bak við eikarhurðir. „Eldhúsið er mjög þægilegt og mjög gott að vinna í því. Það er mjög glott flæði í eldhúsinu ef svo má segja,“ segir hún. Ofnar eru MIELE og koma frá Eirvík og borðplata er graníti og kemur frá Granítsmiðjunni. Blöndunartækin eru frá Vola og voru þau keypt í Tengi. Þegar Erna er spurð að því hvernig eldhús þurfi að vera segir hún að það þurfi að sjálfsögðu að vera fallegt og það þurfi að vera gott að vinna í því. Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku. Hún út- skrifaðist frá ISAD í Mílanó á Ítalíu fyrir 20 árum og hefur síðan þá unnið fjölbreytt verkefni tengd innan- hússarkitektúr en hún hefur líka gert fleira. Hún teikn- aði til dæmis og byggði einbýlishúsið sem hún býr í ásamt fjölskyldu sinni. Og að sjálfsögðu teiknaði hún allar innréttingar í húsið. Marta María | mm@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Erna Geirlaug Árna- dóttir innanhúss- arkitekt útskrifaðist fyrir 20 árum. Stofan er hlýleg og falleg. Sófinn kemur úr Módern en stofuborðið hannaði Erna sjálf og lét smíða fyrir sig. Borðplatan er White forest marm- ari og setur það svip sinn á stofuna. Stólarnir tveir koma frá The Pier.  SJÁ SÍÐU 24 Við ætlum að verða gömul hérna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.